fimmtudagur, desember 22, 2011

Aðventan



Við hjónaleysin skruppum norður til Agureyrish um síðustu helgi þar sem megin tilgangur þeirrar ferðar var að komast á skíði, bæði göngu- sem og svigskíði. Skemmst er frá því að segja að hvort tveggja hafðist. Á flöskudagskveldinu var farið upp í fjall með gönguskíðin undir hendinni og rennt sér þar í smátíma. Einn í brautinni undir stjörnunum ekki amalegt þap.
Á laugardeginum og messudag var skundað uppeftir með svigskíðin, þar var ástunduð skíðamennska í nokkra klst hvorn dag. Það var búið að opna upp í Strýtu og var færið á svíðinu alveg prýðilegt en utanbrautarfæri var ekkert sérstakt enda lítil snjór utanbrauta. En fyrir áhugasama eru myndir frá helginni hér

mánudagur, desember 12, 2011

Bláfjöll opna

Eins og rætt var um fyrir helgi þá stóð til að opna í Bláfjöllum um rétt nýliðna helgi. Það tókst á messudag og fór undirritaður uppeftir í tilefni þess að þar var opið, lét líka tilleiðast að fjárfesta í árskorti og er því áhættufjárfestir. Þarna fóru:

Stebbi Twist
Krunka

og uppfrá hittum við

Benfield
Danna Litla

Skemmst er frá því að segja að þarna var príma færi, frekar fátt af fólki en kannski heldur ekkert of mikið af hvíta gullinu en nóg til að skemmta sér. Amk sé ég ekki neitt því til fyrirstöðu fyrir fólk að skella sér í fjöllin þegar opið er. Því miður gleymdist myndavélin svo fólk verður bara að taka orð trúanleg í þetta skiptið.

Kv
Skíðadeilin

fimmtudagur, desember 08, 2011

Helgi komandi

Það er víst stefnan að opna Bláfjöll um helgina (skv áræðlegum heimildum málgagnsins) svo það er spurning um skunda uppeftir á lau og/eða messudag. Ekki væri nú verra að fjölmenna þanngað hafi fólk tók á því. En alla vega þá langar undirrituðum að skella sér á skíði, svona á milli vakta. Taka amk annan daginn í Bláfjöllum og kannski þá hinn á gönguskíði. Annars kom Hvergerðingurinn með þá tillögu síðasta mánudagskveld að skella sér á gönguskíði í Heiðmörk en þá var blessuð vinnan að trufla mann. Kannski er barasta málið og taka hann á orðinu um helgina. En allavega bókað Bláfjöll annað hvorn daginn um helgina

Kv
Skíðadeildin

þriðjudagur, desember 06, 2011

Fyrsti í gönguskíðum



Eins og sjá má hér, hér fyrir neðan, var kominn örlítil skíðafiðringur í Litla Stebbalinginn í síðustu viku. En nú síðasta messudag var ákveðið að kíkja aðeins upp í Bláfjöll. Kanna þar aðstæður og um leið stíga aðeins á gönguskíði. Það er skemmst frá því að segja að ansi lítill snjór er efst í öllum brekkum í Bláfjöllum og efst í Öxlinni er bókstaflega ekkert nema urð og grjót.
En það kom svo sem ekki að sök með að taka bara norðmanninn á þetta og spretta úr spori á gönguskíðum. En þarna voru á ferðinni

Stebbi Twist
Krunka

Svo hittum við Danna litla uppfrá

Það voru teknir nokkrir hringir í vetrarstillunni og þetta endaði í milli 6-7 km túr. Fínasta hreyfing svona á messudegi. En alla vega þá má sjá myndir hér

Kv
Skíðadeildin

P.s Það heyrðist um þarsíðustu helgi að VJ stefndi á Hlíðarfjall um síðustu helgi. Þar sem Agureyrishingar opnuðu hólinn sinn um síðustu helgi og gaman væri að fá smá skýrzlu um hvernig aðstæður eru norðan heiða hér í skilaboðaskjóðunni fyrir neðan

miðvikudagur, nóvember 30, 2011

Allt sem rennur nema skíði og skautar



Það hefur tæpast farið framhjá einustu sál að snjór og kuldi hafa ráðið ríkjum hér síðustu daga. M.a annars vegna þess er skíðapúkinn farinn að kitla aðeins Litla Stebblinginn að fara nota eitthvað að þessum skíðapörum sínum.
Núna um komandi messudag er stefnan að kíkja aðeins á planka hvort sem það verða gönguskíði (Bláfjöll, Heiðmörk nú eða bara eitthvað allt annað) nú eða fundin einhver læna til skinna upp og renna sér niður mun sjálfsagt bara ráðast. En alla vega er ætlunin að renna sér aðeins komandi messudag og eru allir áhugasamir velkomnir með

Kv
Skíðadeildin

fimmtudagur, nóvember 24, 2011

Tindavodki



Nú um síðustu helgi skrapp Litli Stebbalingurinn aðeins upp í Tindfjöll með nillana í B2. Var ætlunin að nýta ferðina og kanna aðeins snjóalög með veikri von um að finna skíðasnjó. Megintilgangurinn var reyndar að reyna toppa Ýmir. En eftir að næturrötun hafði dregist aðeins á langinn var sofið frameftir á laugardagsmorgni og Ýmir slegin af í bili. Þess í stað var tölt upp á Saxa. Skemmst er frá því að segja að andskotans enginn snjór var uppfrá um síðustu helgi en telja má líklegt að betur heldur hafa ástandið skánað í vikunni sem senn klárast.
En allavega þá má skoða myndir hér

föstudagur, nóvember 18, 2011

LA GRANDE BOUFFE 2011



Ansi langt er orðið síðan Jarlaskáldið skrifaði ferðasögu. En þegar annar eins stórviðburður og LGB 2011 á sér stað er nauðsynlegt að um hann sé ritaður pistill, ekki síst fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar, sem vilja fræðast um hvernig partí voru best haldin á öðrum áratug 21. aldarinnar.

Saga vor hefst í ágústmánuði 2011 þegar Haffa nokkrum fannst nóg komið af sumarbústaðahokri í Búffferðum, og festi leigu á veiðihúsi í Leirársveit, með rúmum fyrir 22 manns og gólfplássi fyrir talsvert fleiri. Boð voru send út á um 30 manns, og voru undirtektir hinar ágætustu, 17 manns skráðir innan fárra daga og urðu 24 (30 með ungviði) þegar á hólminn var komið. Þeir voru, í engri sérstakri röð:

Jarlaskáldið
Þórey
Haffi
Sunna
Stebbi Twist
Krunka
Helga
Vignir
Halldór
Erna
Óli
Gunnar
Alda
Eyfi
Auður
Agnes
Gaui
Maggi
Elín
Gústi
Oddný
Danni
Unnur
og að lokum Hrafn, ásamt sex ungviðum og einum hundi.

Eftir langa bið, undirbúningsfund og alls kyns trakteringar rann loks upp föstudagurinn 11. nóvember. Jarlaskáldið og spúsa hans lögðu fyrst af stað úr bænum og voru komin upp í Leirársveit um sexleytið með drekkhlaðinn bíl sinn, sem er reyndar ekki mikið afrek þegar maður ekur Kia Picanto. Eftir stutta leit fannst lykill og opnaðist þá heljarmikil höll, talsvert meiri og glæsilegri en bjartsýnustu menn höfðu leyft sér að vona, með tveim svefnálmum með alls 12 herbergjum, risastóru eldhúsi, matsal og tveim setustofum, misstórum. Leið okkur skötuhjúm svolítið eins og krækiberjum í helvíti fyrsta kastið, enda bergmálaði næstum í húsinu vegna tómleika. Undirrituðum til mikillar gleði var stóreflis klakavél í setustofunni, aldeilis að það var snjallt að gera sér sérstaka ferð til að kaupa klaka á leiðinni, auk þess sem þar var ísskápur, og var það skoðun flestra að slíkt ætti að vera staðalbúnaður í öllum betri setustofum. Ekki leið á löngu þar til næstu gestir fóru að tínast inn og áður en yfir lauk þetta kvöld voru alls 18 manns í húsinu, ef minnið svíkur ekki annálaritara, og verður það að teljast góður árangur og VÍN-verjum til mikils hróss.

Það var svo sem ekki verið að finna upp hjólið varðandi aðgerðir þetta föstudagskvöld, flestir fengu sér eitthvað í smettið, og bar þar helst heilmikil barbíkjúrifjaveisla með frönskum, gott ef þátttakendur hennar þurftu ekki velflestir að fara í sturtu til að þrífa af sér subbið eftir hana, en aðrir fóru bara beint í pottinn og undu sér þar vel þrátt fyrir eilítið kalsaveður. Annars er óþarfi að fjölyrða um föstudagskvöldið, hefðbundnum aðalfundarstörfum var sinnt eftir megni og fólk tíndist í háttinn eitt af öðru, a.m.k. man annálaritari ekki eftir neinu það markverðu að þörf sé að nefna það, en það þýðir ekki endilega að það hafi ekki gerst...

Veðrið skartaði sínu fegursta þegar fólk reis úr rekkjum morguninn eftir, eða um hádegisbil, allt eftir aðstæðum. Hefðbundin dagskrá átti að hefjast um fjögurleytið, og dreifðist hópurinn nokkuð um daginn, einhverjir brugðu sér í bíltúr, aðrir í göngutúr, og enn aðrir hafa sjálfsagt gert eitthvað allt annað, það er ekki á eins manns færi að vita hvað allt þetta fólk gerði. Áfram hélt líka að fjölga í kotinu, og þegar hefðbundin dagskrá átti að hefjast um fjögurleytið voru alls 29 manns með börnum og einn hundur mættir, og þarf varla að taka fram að það er met. Hrafn mætti svo síðar um daginn, flestum að óvörum. Eins og við mátti búast hófst skipulögð dagskrá ekki á réttum tíma, en þegar klukkan var eitthvað gengin í fimm var öllum hópnum safnað saman í setustofunni, og honum skipt í sjö þriggja manna lið með svokölluðu dýrakalli. Því næst var dregið fram stóra sörpræs helgarinnar, hinn óhemjugómsæti VÍN-bjór, sem allir voru sammála um að væri besti bjór sem bruggaður hefur verið, þótt ekki sé nema vegna límmiðans. Þá var og upplýst hvers vegna dregið var í lið, því annálaritari og spúsa hans höfðu samið Búff Quis í tilefni helgarinnar, þar sem spurningar voru allar með einum eða öðrum hætti tengdar VÍN og VÍN-verjum. Sá spúsan um lestur spurninga, enda með allmiklu ómþýðari rödd en annálaritari, sem gegndi hlutverki tæknimanns, enda var nútímatækni óspart beitt. Var nokkuð góður rómur gerður að þessu uppátæki, en að lokum urðu lyktir mála þær að Drykkjusvínin, lið skipað Haffa, Eyfa og Auði, hrósaði sigri og hlaut vegleg verðlaun sem annálaritari hafði stolið úr vinnunni.

Undirbúningur matseldar var þegar hafinn áður en leikurinn byrjaði, en færðist allur í aukana að honum loknum, auk þess sem Danni djús bjó til einhvern furðulegan fordrykk, eða forkrap réttara sagt, sem bragðaðist ákaflega vel, en með einhverjum töfrabrögðum hafði Danna tekist að fela allt áfengisbragð, því fljótt kom í ljós að drykkurinn/krapið var rammsterkur/t. Of langt mál væri að telja upp alla þá sem komu að matseldinni, eflaust lögðu allir hönd á plóg að einhverju leyti þótt mismikið væri, en allavega var borinn fram forréttur, ööö... einhvern tíma ekkert svo seint, og samanstóð hann af grillaðri hörpuskel og döðlum, vafið í beikon. Það þarf væntanlega ekki að útskýra fyrir lesendum hvernig það bragðaðist, það segir sig algjörlega sjálft. Aðalréttur var svo borinn fram einhverju síðar, holugrilluð lambalæri með kartöflu-rótargrænmetismixi, salati og einum fjórum gerðum af sósum, bernes-, sveppa-, rauðvíns- og sinneps/graslauks. Minna má það ekki vera. Hefði þessi matur verið borinn fram á veitingastað væri sennilega verið að henda allavega fjórum Michelin-stjörnum á hann í þessum töluðu orðum. Að lokum var svo eftirréttahlaðborð, minna dugði bara ekki, hlaðið alls kyns ljúffengum kræsingum, uns borðhaldi var slúttað með viðeigandi hætti, kaffi og konni í boði Djússins.

Yfir borðhaldi var endurvakin hefð sem dó með hvarfi Öldu af landi brott, afhending Bokkunnar. Voru fjórar bokkur afhentar að þessu sinni, Íþróttamaður ársins var Helga, Föðurlandsvinir ársins voru Alda og Gunnar, Par ársins voru Gaui og Hrafn, og að lokum var Óli verðlaunaður sem Höstlari ársins. Voru allir sérlega vel að verðlaununum komnir, og vonandi að þetta verði VÍN-verjum hvatning á komandi ári til að vinna slík afrek að þeir geti orðið sama heiðurs aðnjótandi.

Eins og við er að búast fer minni annálaritara að bresta um þetta leyti, eitt og annað var brallað fram eftir kvöldi og nóttu og ekki allt birtingarhæft, en eftirtektarverðast hlýtur þó að teljast stofnun og fyrsta æfing VÍN-drengjakórsins. Spreytti hann sig á laginu Hraustir menn, undir dyggri stjórn eina lærða söngvarans í VÍN, og um söng þann er líklega best að segja að vonandi skapar æfingin meistarann. Ef einhver á upptöku af þessum flutningi er hann vinsamlegast beðinn um að farga henni, eða í það minnsta koma í veg fyrir að hún verði nokkurn tíma gerð opinber.

Sunnudagsmorgunn rann upp jafnblíður og fyrri morgnar, og beið gesta þá dýrindis morgunverðarhlaðborð í boði Eyfa og Auðar. Það verður ekki af VÍN-verjum tekið að þeir kunna að næra sig. Fólk tíndist svo heim eitt eða tvennt af öðru þegar nauðsynlegri tiltekt hafði verið sinnt, og var ákveðið á staðnum að þetta yrði endurtekið að ári á sama stað, og viti menn, það ku vera búið að bóka húsið aftur...

Að lokum þakkar annálaritari kærlega fyrir sig og sína, þetta var einfaldlega frábær helgi í alla staði, enda virtust allir reyna að gera sitt besta til þess að svo yrði. Þarf ekki bara að halda svona búff oftar en einu sinni á ári? Svei mér þá...

sunnudagur, nóvember 06, 2011

LGB 2011




Eftirfarandi skilaboð frá VJ birtust á andlitsbókinni og það er líka í lagi að birta þau hér á lýðnetinu

Heil og sæl,
Niðurstaða í hlutverkaskipan:
Daníel Sigurbjörnsson: fordrykkur
Agnes Svansdóttir: Beikonvafin hörpuskel og eftirréttarhlaðborð
Stefán Þórðarson og Hrafnhildur Gudrun Sigurdardottir: Nóg af lambalærum og eftirréttarhlaðborð.
... Ágúst Jónsson & Oddný Hróbjartsdóttir: Sveppasósa, rauðvínssósa og kaffi
Arnór Hauksson: Argentínu sósa
Ólafur Magnússon: Bernaise sósa
Halldor Magnusson og Erna Gudmundsdottir: Kartöflur og rótargrænmeti
Helga Torfadóttir og Vignir Jónsson: Salat
Sunna Reynisdóttir og Hafliði Jónsson: Servíettur, salt og álpappír ...og húsnæði!
Magnus Andresson: Kol og olía
Alda Guðbjörnsdóttir og Gunnar Sveinbjörnsson: Miðnætursnarl
Eyjólfur Magnússon og Auður Agla Óladóttir: Sunnudagsbrunch
Klæðaburður: Business Casual

Kv
Matarnemdin

sunnudagur, október 30, 2011

Jón Múli Árnason



Nú síðasta Þórsdag var því varpað fram að fara út og gera eitthvað. Þrátt fyrir dræmar undirtektir þá var samt farið út og eitthvað gert. Eftir kveldvaktarviku var ekki mikill hvatning að rífa sig fram úr rúminu fyrir allar aldir og því var bara lítið og nett fjall fyrir valinu eða Múlafjall, svo sem ekki mikið né hátt en þó eitthvað. Það voru bara tvær manneskjur á ferli en það voru:

Stebbi Twist
Krunka

Þetta gekk allt saman ágætlega og við sluppum niður fyrir myrkur en rúsínan í pulsuendanum var sú að maður fékk svona næstum því vinning eða kulda og vosbúð. En alla vega þá eru einhverjar örfáar myndir hér

Kv
Göngudeildin

P.s ef maður verður í stuði í dag er aldrei að vita nema hjólheztast verði niður í Reykjavíkurhöfn til að kíkja á V/S Þór.

fimmtudagur, október 27, 2011

Út að gera eitthvað

Jæja ætli það sé ekki kominn tími á að koma sér út og fara að gera eitthvað skemmtilegt. Það er orðið alltof langt um liðið síðan maður kom sér út úr húsi í góðra manna hóp til að gjöra góða hluti utandýra. Nú komandi laugardag langar Litla Stebbalingnum að losa af sér tauminn. Ekkert er ákveðið hvað gjöra skal né hvenær en margt kemur til greina s.s kíkja í Reykjadalslaug, rölta á hól í nágrenni Borg óttans nú eða bara hjólheztatúr um kaupstaðinn, nýta þá ferðina og skoða nýjasta hernaðartæki okkar Mörbúans niðri við Reykjavíkurhöfn. Svo ef einhverjum þarna úti langar með og er með aðrar hugmyndir er bara endilega að láta þær í ljós.

Kv
Líkamsræktarráð

miðvikudagur, október 26, 2011

Velferðarríkið



Fyrir hálfum mánuði síðan vorum við hjónaleysin stödd í Samfélaginu þar sem megin tilgangurinn var að berja Red hot Chili Peppers augum og ljá þeim eyru. Ennig var tækifærið nýtt til að heilza upp á vini og kunningja á svæðinu sem og næzta nágrenni. En við fengum gistingu í kaupstaðnum hjá höfðingunum Steinari og Hildi.
Síðan lá leiðin örlítið norðar þar sem sendifulltrúar V.Í.N. í Velferðarríkinu, þau Toggi og Dilla ásamt einkaerfinganum, tóku á móti okkur. Því miður gafst ekki tími til að stoppa lengi við hjá þeim heiðurshjónum en vonandi bara aftur síðar og þá lengra stopp. En þarna kveiknaði sú hugmynd að kíkja í skíðaferð í norrænu velferðina, hvenær svo sem það verður af því. Endað var í frúarættingaheimsókn áður haldið var aftur heim.
En allavega þá má sjá myndir frá þessu hérna

miðvikudagur, október 19, 2011

Hugmynd

Á ferð okkar hjónaleysa um Samfélagið í síðustu viku þar sem við rendum m.a. í heimsókn til heiðurhjónanna og V.Í.N.-verjanna, þeirra Togga og Dillu, kveiknaði lítil hugmynd í Uppsala. Þegar umræðan barst að skíðaiðkun var farið að ræða skíðasvæði í Svíþjóð, t.d Salen eða Åre. Það virðist vera sem V.Í.N.-liðar séu að einhverju marki að flýja í norrænu velferðina þessi misserin, þá sú kom hugmynd upp að fara í skíðaferð í vetur. Hugmyndin væri að fjölmenna í einhverja huttu á góðum stað og hafa gaman. Sendifulltrúar V.Í.N. á Skandinaviuskaga myndu sjálfsagt kanna þetta bara betur og skoða raunhæfa möguleika verði af þessu.
Reyndar getur Litli Stebbalingurinn ekki lofað því að komast vinnu sinnar vegna eftir áramót en að sjálfsögðu er vel þess virði að skoða þetta og velta því fyrir sér, sérstaklega ef það verður einhver stemning fyrir slíku. Alla vega er þessari hugmynd velt út og gaman væri að heyra hvort þetta sé eitthvað sem skoðandi sé og einhver áhugi fyrir hendi þarna úti. Er einhver þarna úti?

Kv
Skíðadeildin

mánudagur, október 10, 2011

Æfing



Nú um nýliðna helgi var skundað vestur á firði og haldið þar á landsæfingu sem sveitinar á svæði 7 héldu. Líkt og oft vill verða þegar FBSR er á ferðinni er nokkuð um að gildir limir V.Í.N. fylgi með. Líka var nokkuð um góðkunningja sem voru á svæðinu. En þarna voru:


Stebbi Twist

Krunka
Eldri Bróðurinn
Plástradrottingin
Benfield

Svo voru líka góðkunningar eins og Mæja Jæja og Edda
Þarna voru ýmiskonar verkefni sem bíðu manna en Litli Stebbalingurinn var með fjallasviði og tók þátt í tveim fjallabjörgunnar verkefnum.
Stóru fréttirnar eru þó þær að það snjóaði og slyddaði á okkur svo vonandi er ekki langt í að skíðasvæðin fyrir vestan opni
En allavega þá eru myndir (frá fjallasviði) hér

Kv
Stebbi Twist

þriðjudagur, september 27, 2011

Bjarga fjöllunum



Nú um síðustu helgi skundaði Litli Stebbalingurinn með núbbunum í B2 á námskeið í fjallabjörgun. Þetta var allt svo sem með hefðbundnu sniði. Farið á Þingvelli á laugardagsmorgninum og síðan að Tröllafoss á messudag. Það var svo tjaldað í Kjósaskarði aðfararnótt messudags og þar gerðar léttar æfingar um kveldið og vakning um miðja nótt til að ná tvo drukkna Rússa í sjálfheldu. En hvað um það. Fyrir áhugasama eru myndir hér

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, september 21, 2011

Þriðji hluti af sumarfríinu



Þá er loks komið að því að maður kom sér að því að segja örlítið frá þriðja og síðasta hluta sumarfrísins hjá okkur. Að þessu sinni vorum við hjónaleysin bara ein á ferðinni og tókum við stefnuna á Fjallabak nyðra með einhverjum fjöllum í leiðinni. Seinnipart miðvikudags 10.gústa var dólað sér úr bænum og var fyrsta stopp á Leirubakka í Landssveit þar sem maður mátaði nýja laug (ekki náttúrulaug) sem kallast víst Víkingalaug, að sjálfsögðu með bjór í hönd.

Á fimmtudagsmorgni var förinni haldið áfram þar sem ætlunin var að rölta á Löðmundur og á leið okkar þangað rendum við við hjá Þjófafoss og Tröllkonuhlaupi, svona fyrst Þjórsá rann þar um í boði Landsvirkjunnar. En hvað um það. Aðalmál dagsins var að tölta á Löðmund, eins áður hefur komið fram, skemmst er frá því að segja að það tókst. Alveg ganga sem hægt er að mæla með þó væri ekki nema útsýnisins sem maður fær á toppnum geggjað. Á leið okkur í Landmannalaugar gerði líka þessa skýfall en sem betur fer fjaraði það út og tjaldað var í Laugum. Eftir snarl var Brennisteinsalda sigruð, svona fyrir kveldmat, og líkt með Löðmundi fengum við frábært útsýni. Síðan tók bara grillið við ásamt bjór og síðar laugarferð. Þar sem að telst helst til tíðinda er að það tókst að draga Krunku með ofan í laugina. Já undur og stórmerki gerast enn.

Á flöskudag var meiningin að taka Sveinstind og skrölta Faxasundsleið þangað. Þetta gekk allt eftir og enn eitt útsýnisfjallið sigrað í þessum hluta. Ekki var svo verra að hitta á toppnum einhver hjón þar sem húsbóndinn var ansi fróður um örnefni þarna í kring og mjög töff að sjá Langasjó. Enduðum daginn að slá upp tjaldi í Hólaskjóli og áttum þar gott kveld.

Laugardagurinn rann upp með miklu öskufoki og við á leið niður á láglendið þar sem fyrstu plön hljóðuðu upp á Hafursey. Þegar á Mýrdalssand var komið og upp að Hafursey var eiginlega snarlega hætt við vegna gæðaleysis á lofti sem var á hreyfingu en maður fékk smá jeppó í sárabætur. Þess í stað var ákveðið að Hatta og skoða afleiðingar flóðs í Múlakvísl í leiðinni. Upp á Hatta förum við en nutum ekki mikils útsýnis og ma sáum við ekki einu sinni til Hafurseyjar. Sund í Vík og tjaldað í Þakgili

Á messudag var bara haldið heim á leið og kíkt á þristinn á Sólheimasandi sem og gestastofuna á Þorvaldseyri.
Annars má bara skoða myndir hér

miðvikudagur, september 14, 2011

Sullað í Krossá



Nú um síðustu helgi fór Litli Stebbalingurinn í fyrstu Flubbaferðina þennan veturinn, ásamt nokkrum góðkunnningjum V.Í.N. og jafnvel gildum limum. Að þessu sinni var skundað með núbbana í B2 í Bása á Goðalandi til bleyta þá aðeins bakvið eyrun og um leið vera sem aðstoðarmaður á námskeiði í þverun straumvatna. Heimasvæðið tók á móti manni með sínu bezta veðri en smá öskufoki. Allt tókst svo vel og var heljar gaman þrátt fyrir að mjög lítið vatn hafi verið í ánum. Látum bara myndirnar tala sínu máli hér

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, ágúst 31, 2011

Á ferð með ullum



Nú fyrstu vikuna í gústa vorum við hjónaleysin á ferð með tvo Breta um land vor. Á þessum tíma höfðu spámenn ríkizins sagt að skásta veðrið ætti að vera á norður hluta landsins og þangað var stefnan sett. Það var skrölt norður Kjöl, gist á Hveravöllum og komið niður í Skagafjörð. Þar var smá bílavesen sem reddaðist með góðra manna hjálp og næzta nótt var í höfuðstað norðurlands.
Eftir næturstanz þar var rúllað yfir á Mývatn með nokkrum túrhestastoppum hér og þar. Var tjaldbúðum slegið upp á Vogum en síðan kom í ljós að Haffi og Sunna voru búin að tjalda við Hlíð svo við kíktum bara í heimsókn um kveldið til þeirra.
Á laugardeginum var tekið bað í Jarðböðunum á Mývatni áður en haldið var yfir á Húsavík í þeim megintilgangi að kíkja á þar á safn eitt. Dagurinn endaði svo í Vaglaskógi með hrefnusteik. Á sunnudeginum var lengri leiðin tekin á Dæli í Víðidal þar sem hoho var hent á grillið. Svo má segja að ferðin hafi endað bara í Nauthólsvík. En alla vega þá eru myndir hérna

sunnudagur, ágúst 28, 2011

Æfingin skapar meistarann



Í gær, laugardag, var haldin svokölluð risasjúkraæfing á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík á og við Hengilinn. Líkt og oft vill verða þegar atburðir eru á vegum FBSR er þónokkuð af V.Í.N.-verjum á svæðinu. Það var engin undantektning á því í gær. Þarna var nánast öllu til tjaldað svo sem flugvél, fallhlífum, þyrla frá LHG, bílslys, fjallabjörgun, leitarverkefni svo eitthvað sé nefnd. Veit að engin hefur áhuga á þessu svo bezt er barasta að benda á myndir hér

þriðjudagur, ágúst 23, 2011

West on verzló



Nú um síðustu verzlunarmannahelgi breytti Litli Stebbalingurinn heldur betur út af vananum og fór EKKI á Þjóðhátíð. Hann lét betur heldur tala sig inná vitleysu, sem var að elta veðrið, og eftir að hafa rýnt í spána frá spámönnum ríkzins var ákveðið á herja á Vestfjarðakjálkann. Tveir aðrir gildir limir í V.Í.N. höfðu líka hug á þessu svæði á sama tíma og var því slegist í för með þeim. En þarna voru á ferðinni

Stebbi Twist
Krunka

á Polly


Hvergerðingurinn
Plástradrottingin

á Brumma


Fyrst var haldið vestur og komið við á Fellsstönd í kaffi hjá Bílabræðrum áður en haldið var á fyrsta náttstað sem var Heydalur í Mjóafirði. Þar var tjaldað (tvíburatjöldunum), grillað, sötrað öl og kíkt í náttúrulaug þ.e Galtarhryggslaug

Á laugadeginum hélt ferðalagið áfram og rennt sem leið lá að kíkja á mýrarboltann á Ísafirði með kaffistoppi í Raggagarði í Súðavík. Eftir að hafa séð aðeins nokkra leiki í mýrarboltanum var alveg nauðsynlegt að þruma í gegnum nýjustu göng landsins. Næzta stopp var svo Flateyri og þar þarf ekki að stoppa aftur næztu árin. En harðfiskurinn var ljúfur sem við fengum þar rétt hjá. Næturstopp nr:2 var svo á Núpi í Dýrafirði

Messudagur rann upp bjartur og fagur. Eftir morgunmat, morgunmessu og mullersæfingar var fyrsta stopp Skrúður. Þingeyri kom svo þægilega á óvart en verst þótti okkur Hvergerðingnum að gamla vélsmiðjan var lokuð svo við urðum að láta gluggagæjur duga í þetta skiptið. Sundlaugin fær svo mínus í kladdann fyrir að hafa ekki útipotta og því sundferð sleppt. Þjóðernisrembingurinn vaknaði svo á Hrafnseyri og á leið okkur í Reykjafjörð var komið við hjá Dynjanda. Dagurinn endaði svo í Flókalund

Mánudagurinn fór að mestu í þjóðvegaakstur en með góðum stoppum hér og þar á leiðinni. Sund var í Grettislaug í Reykhólasveit og síðan endaði ferðin með pulsupartí við Skorradalsvatn

Ef áhugasamir nenna þá eru myndir hér

mánudagur, ágúst 22, 2011

Þrjúhundruðþúsundasti íslendingurinn

Jæja, gott fólk. Nú styttist óðfluga í stóra stund. Það nálgast í gestur nr:300.000 klikki inn, sjá teljara hér til hægri (er svo gaman að benda fólki að líta til hægri). Nú er bara smurningin um að hvur verður sá heppni. Líkt og oft, oft áður er ótal glæsilegra vinninga í boði þar sem heildarverðmæti vinninga er allt að 300 verðlausar íslenskar nýkrónur. Svo það er barasta núna um að gjöra að vera duglegur að refresha uns teljarinn, hér til hægri sýnir 300000. Koma svo, allir að taka þátt

Kv
Talningarnemd

sunnudagur, ágúst 21, 2011

Haldið í hefðirnar

Það þarf tæpast að koma þessum fáum lesendum á óvart að núna n.k. þriðjudagskveld hefur Litli Stebbalingurinn hug á að skunda eitthvert með V.Í.N.-ræktinni. Það er enn ekki ákveðið hvurt eða hvað gjöra skal og verður örugglega ekki neglt niður fyrr en bara á Týsdag sjálfan. Ekki ólíklegt ef það mun yrja úr lotfti verði hellaferð. Kemur bara í ljós. Ef svo ólíklega er að einhver sýni þessu áhuga má búast við nánari upplýsingum í skilaboðaskjóðunni hér að neðan þegar nær dregur

mánudagur, ágúst 15, 2011

Allir út að hjóla



Á morgun, sem ku vera Týsdagur, ætlar Litli Stebbalingurinn út að hjóla. Ætli þetta verði ekki líka hluti af V.Í.N.-ræktinni þó svo að hin þaulskipaða dagskrá sumarsins sé löngu fokin út í buskann. Í þetta skiptið hefur stefnan verið sett á að kíkja í í kaffi og kleinur í Óla Grís ef það skyldi klikka má vonandi bæta sér það upp með pisner á Bess-anum.
Ef það einhver þarna úti sem skyldi hafa áhuga að koma með þá er hittingur við nýja rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal kl:1900 á þriðjudagskveld, já og helgin er svo lengi að líða. Hversu lengi má ég bíða? Fram á þriðjudagskveld

Kv
Hjóladeildin

þriðjudagur, júlí 26, 2011

Skíðað á Snjófelli



Núna þriðju helgina í júlí gerði Litli Stebbalingurinn hlut sem hann hafði ekki gjört þá í 12 ár. En það var að skella sér á skíði í miðjum júlí. Ekki amalegt það. Eftir að hafa reynt að komast að því hvað fólk ætliaði sér að gera eða hefði áhuga á einhverju, líkt og oft áður voru svörin engin, en eftir að hafa hringt upp á Arnarstapa, spurst þar fyrir um skíðafæri og fengið jákvæð svör var valið ekki flókið. Spáin var líka góð svo lítið var annað gjöra en að skella skíðunum á toppinn á Polly og svo bara afstað. En þarna voru á ferðalagi:

Stebbi Twist
Krunka

á Polly

Í blíðviðrinu var nú ekki hægt að bruna beint á Nesið heldur var komið við í Borgarfirði og rölt þar í rólegheitunum á stórfjallið Hestfjall, alveg heilir 220 mys. En eins og oft er með hóla og hæðir var prýðilegast útsýni af toppnum og m.a sáum við takmark helgarinnar. Eftir að hafa toppað var upplagt að skola af sér svitann í sundlauginni í Varmalandi síðan var bara ekið sem leið lá upp á Arnarstapa þar sem ársmiðinn kom að góðum notum. Reyndar leist okkur ekkert á hvað það var skýjað yfir nesinu og jöklinum en það átti eftir að breytast til betri vegar. Eftir að hafa komið okkur fyrir og skellt burger á grillið var bara komið sér fyrir ofan í poka og Óli Lokbrá heimsóttur fljótlega.
Laugardagurinn rann upp bjartur og fagur. Eftir morgunmat, messu og Mullersæfingar var gjörsamlega spólað upp Jökulhálsinn þangað þar sem sleðaleigan var með byrjunarpunkt. Þar voru skinin sett undir skíðið, spennt á sig nýju skóna, skíðin öxluð og arkað af stað. Fljótlega settum við skíðin undir okkur og gengum bara upp á topp. Reyndar var skýjað á toppnum þegar við hófum gönguna en eftir því sem ofar dró þynntist alltaf skýjabakkinn. Eftir tæpa 2,5 klst göngu toppuðum við og viti menn nánast um leið létti til. Eftir einhverja stund á toppinum þar sem hittum fullt af fólki sem kom upp á sleðum, með tróðara og svo líka gangandi í línu voru skíðin gerð klár fyrir niðurför. Já, takk allir saman fyrir afmælisgjöfina. Skinin virkuðu vel.
Það tók okkur svo ekki nema tæpa klst að komast aftur niður að bíl enda lá okkur svo sem ekkert á heldur nutum útsýnisins og veðurblíðunnar. Dagurinn endaði svo sem pottalegu í Lýsuhólslaug, grilli og bjór.
Sunnudagurinn fór að mestu í að safna Tevufari og afslappelsi. Eftir að hafa fellt tjaldið og komið öllu inní bíl var farið sem leið lá fyrir Nesið og á heimleiðinni gengum við upp á einn útsýnishól sem kallst víst Klakkur og er við Kolgrafarfjörð. Reyndum svo að kæla okkur niður á Vegamótum með ís. En allavega algjör snilld að komast svona aftur í sumarskíðun og vonandi verður það aftur hægt næzta ár. En myndir frá helginni má skoða hér

Kv
Skíðadeildin

sunnudagur, júlí 24, 2011

Heiðmörk verður það heilin



Þá er komið að hinum sívinsæla og árlega hjólaviðburði í V.Í.N.-ræktinni sem hjólheztatúr um Heiðmörk. Botnlaust stuð. Höfum þetta bara stutt og hnittmiðað í dag. Hittingur bara við Elliðaárstífluna kl:19:30 n.k Týsdag.

Kv
Hjóladeildin

laugardagur, júlí 23, 2011

Snorklað og gengið



Þann 12.júlí síðast liðin var á dagskrá V.Í.N.-ræktarinnar að herja á borgarfjallið og tölta á Kerhólakamb. En ætlunin var líka að gera sér ferð á Þingvelli og snorkla þar til styrktar heimsleikaferð HT. Var það líka gjört og er alveg hin prýðilegasta skemmtun og að sjálfsögðu óskum við HT góðs gengins í LA. En á heimleiðinni sáum við að skýjað var yfir allri Esjunni og þar sem við vorum nú bara tvo var lítið mál að breyta plönum og í stað Kerhólakambs var haldið á heimaslóðir Bubba og tölt á Meðalfell í Kjós. Eins og áður kom fram voru bara tveir einstaklingar sem þarna voru á ferðinni en vart þarf að koma á óvart að það voru eftirfarandi:

Stebbi Twist
Krúnka

Það er svo lítið um þetta að segja en hér eru myndir

föstudagur, júlí 22, 2011

Menningararfur



Þá eru það áframhaldandi fréttir gærdagsins og nú er komið að gamalli V.Í.N.-rækt eða þeirri fyrstu í þessum mánuði. Þegar flestir voru enn í þynnkukasti eftir Helgina var blásið til hjólheztareiðar yfir á Gljúfrasteinn. Rétt eins og eldra nær var mætingin ekki til hrópa húrra fyrir en engu að síður var afar ánægjulegt að sjá þau andlit sem mættu upp í Nóatún í Grafarholti en það voru:

Stebbi Twist
Hübner
Stebbi Geir

Það var svo hjólað sem leið lá bakvið Úlfarsfell, gegnum skógræktina við Hafravatn, Skammadalur og yfir á Gljúfrasteinn. Síðan á bakaleiðinni fórum við bara stíga heim enda kjörið þannig að ná hringleið. Sum sé prýðilegasti hjólatúr og fyrir áhugasama eru myndir hér

Kv
Hjóladeildin

miðvikudagur, júlí 20, 2011

Helgin árlega



Þar sem það er farið að síga á seinni hluta júlí mánaðar er ekki seinna væna að minnast aðeins á Helgina sem var nú fyrstu helgina í júlí þá síðustu.
Nú það fór allt saman hæfilega siðsamlega fram en sumt er bezt að minnast ekkert á. Bara láta það vera í Básum áfram
En allavega þá má skoða myndir frá Helginni hér
Kv
Skemmtinemd

P.s Skráning fyrir næztu Helgi hefst svo þann 1.janúar nk

mánudagur, júlí 18, 2011

Í miðri viku

Spámenn ríksins hafa víst póstað því hér á lýðnetinu að á komandi óðinsdag eigi að vera hið prýðilegasta veður. Þá vill svo skemmtilega til að Litli Stebbalingurinn á einmitt vaktafrí og er því að pæla að nýta daginn til ganga til fjalla. Svona eins og hugmyndin er í dag þá er ætlunin að skreppa í smá dagstúr á hálendið sunnan Langaskafls og takast þar á við annaðhvort Hlöðufell nú eða Högnhöfða. Safna í 1000 metra+ safnið. Sé einhver þarna úti í sumarfríi og viðkomandi langar að skella sér með þá er það velkomið bara að tjá sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan. Sum sé létt jeppó og fjall á miðvikudag

Kv
Stebbi Twist

sunnudagur, júlí 17, 2011

Hellisbúar

Jæja, nú komandi þriðjudag heldur þessi blessaða V.Í.N.-rækt áfram sinni dagskrá. En þá er ætlunin að fara í iður jarðar þ.e ofan í Tintron. Reyndar ef það verður áframhaldandi svona veðurblíða legg ég til að það verði haldið upp á við og kemur þar Hátindur sterklega til greina. Sömuleiðis ef Tintron klikkar er varaplan hellaferð, svona ef það verður rigning, en þá ofan í Leiðarenda sem ekki var farið í á sínum tíma.
Hittingur fyrir Tintron er N1 í Mosó kl:19:30 ef eitthvað breytist verður það auglýst bara í skilaboðaskjóðunni hér að neðan

þriðjudagur, júlí 12, 2011

Hugað að helginni

Nú er þriðjudagur senn á enda og án efa er fjöldi fólks á öldurhúsum bæjarins að skemmta sér enda þriðjudagskveld. Það þýðir líka að styttist í helgina og það kominn ferðahugur í Litla Stebbaling.
Svona undarfarna viku hefur mikil skíðalosti verið að gera við sig vart og ekki var þetta myndband til að minnka löngunina að renna sér um snæviþakktar brekkur. Haft var samband við Kelló en þær mældu ekki beint með því að renna sér af Snækoll. Spurning um Snæfellsjökull eða einhver fjöll norðan heiða.
Svo líka kitlar það að fara upp á hálendið, en að vísu ekki Fjallabak nyðra, jafnvel að jeppast eitthvað þar ásamt því að koma sér upp á einhverja hóla. Hrútfell togar í mann eða bara Stóra-Jarlhetta (Tröllhetta), grilla síðan uppá Hveravöllum og afsleppi í pottinum með öl í hönd. Þess má líka geta að Eiríksjökull er svo hinum megin við Langjökull og gaman væri að toppa hann líka ef vel viðrar.
Alltaf er maður líka til í hjólheztabrúk ef áhugi er fyrir slíkum iðkunum
En að endinu eru það spámenn ríksins sem ákveða hvurt skal halda. En einhverjir þarna úti huga að utanbæjarför væri gaman að heyra af því og jafnvel hitta á lið einhverstaðar sé því komið við. Svo er allar hugmyndir vel þegnar og að sjálfsögðu eru allir velkomnir með skiptir þá engu hvað fólk vill gera.

mánudagur, júlí 11, 2011

Næzt á dagskrá

Þar sem á morgun er Týsdagur þá er sem oftar ætlunin að hafa V.Í.N.-rækt og nú skal stefnt á borgarfjallið sjálft þ.e Esjuna. Auðvitað ætlum við ekki á Þverfellshorn heldur er stefnan sett á Kerhólakamp. En ef engin sála lætur sjá sig, nú eða sé vilji til þess við hitting, er aldrei að vtia nema breytt verði út af áður auglýstri dagskrá, en haldið sig við Esjuna, og skellt sér á Hátind í staðinn. Hvur veit.
En allavega hittingur á N1 í Mosó, á morgun þriðjudag, kl:1900

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, júlí 07, 2011

Þrifdagur



Þá er komið að því að segja frá því er síðast var farið í hið árlega árshátíðarbað.
Líkt og vel flestir eru kunnugir um þá hefur sú hefð skapast að skella sér í Reykjadal vikunni fyrir Helgina og taka þar sitt árlega árshátíðarbað. Þetta árið var að sjálfsögðu var engin undantekning. Þetta árið var að vísu frekar fámennt en fimm sálir tóku afslöppun í Reykjadalslaug. En það voru:

Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðirinn
Jarlaskáldið
Maggi á Móti

Og sá Rex um ferja mannskapinn

Aðeins þessir fimm komu því með hreina samvizku til hátíðahalda en hvar var Hvergerðingurinn???
Fyrir áhugasama má skoða myndir hér

Kv
Sunddeildin

þriðjudagur, júlí 05, 2011

V.Í.N.-fimman



Áfram er haldið við vinna upp gamlar syndir. Nú er komið að 5vörðuhálsinum sem að sjálfsögðu var tölt yfir um Jónsmessuhelgina. Þetta árið var metþátttaka svona alveg frá 2003 en tuttugu lappir lögðu af stað frá Skógum. Reyndar voru þetta nú ekki alveg allt saman gildir limir en flestir amk ansi góðir kunningjar V.Í.N. enda alltaf allir velkomnir með sem áhuga hafa. En þarna á ferðinni voru:

Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðurinn
Maggi Móses
Elín Rita
Arna
Tommi
Finndís
Mæja Jæja
Unnur

Sæmilegasti hópur það.
En í ár var byrjað á því að fara inní Bása til að tjalda og tók Eldri Bróðurinn það að sér. Þar var líka Litli Kóreustrákurinn skilinn eftir en svo var fólki hrúað inn í Rex og ekið sem leið lá á Skóga með mjög stuttu stoppi er við mættum Barbí.
Þegar allir voru búnir að græja sig á Skógum var loks lagt ´ann um kl:2300. Gangan gekk alveg ágætlega og gaman að sjá hvernig Skógaheiðin hefur tekið breytingum frá í fyrra. Gróðurinn að komast upp úr öskunni og auðvitað talsvert minni aska enn í fyrra. Allar aðstæður til göngu voru hinar ákjósanlegustu veður hið prýðilegasta sem mikill snjór á Hálsinum sjálfum sem var svo beinfrosinn að það markaði ekki einu sinni í hann. Svo var auðvitað magnað að ganga upp á Magna og anda að sér brennisteinsilminum. Heljarkamburinn var greiðfær með sínum skafli og einstígi í honum.
Að vísu var breytt af einni venju og skálað í bjór yfir ofan Kattahryggina en ekki á sjálfum Kattahryggjunum eins og vanalega. En allir nutu sólar á meðan. Það var svo eftir einhverja 8-1/2klst göngu er allir skiluðu sér niður í Bása.
Svo til að gera langa sögu stutta þá er bezt barasta að skoða myndir hér.

Kv
Göngudeildin

E.s svona til fróðleiks þá má sjá munninn frá því í fyrra hér

mánudagur, júlí 04, 2011

Lambakjöt á lágmarksverði



Svo maður nú byrji þetta með afsökunum þá hefur vegna mikila anna, ekki veit ég samt hvað Anna kemur þessu máli við, þá hefur ekki tekist sem skyldi að uppfæra það sem hefur verið á döfunni hjá V.Í.N. síðustu tvær vikur eða svo. En nú skal bætt úr því.
Á þriðjudag fyrir rétt tæpum tveim vikum síðan var skundað á Lambafell sem hluta af V.Í.N.-ræktinni og líka upphitun fyrir 5vörðuhálsinn sem var farinn helgina eftir. Það sem telst til tíðinda með Lambafell er að metfjöldi í góðan tíma mætti á Gasstöðina með hug á því að fara í léttan göngutúr en þar voru:

Stebbi Twist
Krunka
Maggi Brabrason
Elín Rita
VJ
Jarlaskáldið
Eldri Bróðurinn

Skemmst er frá því að segja að allir skiluðu sér á toppinn þó svo að brattasti hluti á fjallinu hafði verið valin og niður aftur heilir á húfi, hvaða húfa er þetta sem er verið að tala um???.
En alla vega þá má sjá myndir hér

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, júlí 03, 2011

Skáldatímar



Þá ættu flestir að vera hressir og kátir eftir ansi vel heppnaða árshátíð. En það er ætlunin að dvelja neitt sérstaklega við það en lífið heldur víst áfram og næzt á dagskráninni er V.Í.N.-ræktin. Líkt og fyrir nokkrum árum síðum er ætlunin að vera menningarleg og um leið að stíga á sveif.
Komandi miðvikudag, já miðvikudag en EKKI þriðjudag eins og oftast, er á planinu hjólheztatúr að húsi Skáldsins í Mosfellsdal. Hittingur við Nóatún í Grafarholti kl:19:30 á miðvikudag

Kv
Hjóladeildin

fimmtudagur, júní 30, 2011

Dýnustelpurnar

Þegar tjaldað er í Þórsmörk er mikilvægt að vanda til verka, svo ekki fari illa. Lítum á dæmi um hvernig á ekki að fara að hlutunum:

miðvikudagur, júní 29, 2011

Tuttugastiogþriðji

Já gott fólk. Nú er nánast komið að því. Helgin er bókstaflega rétt handan við hornið. Það sú 12. í röðinni. Tæpast amalegt það. Ekki er laust við að spenningur sé komin í mannskapinn. Þetta verður rosalegt. Sannkölluð bomba. B-o-b-a, segi ég og skrifa bomba.
Sökum spennings þá er ekki hægt að skrifa meira.

Ofur skemmtilega fólkið:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna
Plástradrottningin
Hvergerðingurinn
Billi
Sunna
Jarlaskáldið
Tóti

Bezti vinur mannsins:

Krúzi

Bílar:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn
Litli Kóreustrákurinn


Þetta eru allir löglegu snillingarnir sem ætla og greinilega ætla ekki fleiri
Því er sagt við þá sem það við á, sjáumst á flöskudaginn og svooo fáááá séééérrrrr

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, júní 28, 2011

Laugardagur

Í kveld verður hið árlega árshátíðarbað í Reykjadalslaug upp á Hellisheiði rétt eins og síðustu ár. Vegna tímaskorts þá er þetta bara stutt í dag en það er hittingur við Gasstöðina kl:1930 í kveld, þriðjudagskveld

Kv
Sunddeildin

fimmtudagur, júní 23, 2011

Bárður Snæfellsás



Um síðustu helgi lá leið okkar hjónaleysa á Snæfellsnesið, í enn eitt skiptið, að þessu sinni áttum við að vísu það erindi að skunda í ammæli á Arnarstapa. Ætlar Stebbalingurinn svo sem ekkert að dvelja neitt við það að öðru leyti en því að á leiðinni vestur var stanzað við Hrútaborg og hún sigruð. En allavega á laugardagskveldinu barst okkur heimsókn er Ánastaðahjúin renndu á svæðið. Um kveldið var hefðbundið sötrað bjór og tekinn smágöngutúr.
Messudagur rann upp bjartur og fagur en að sjálfsögðu gat lognið ekki verið kyrrt en við fórum í smá bíltúr með fjallgöngu á Hróa ofan Ólafsvíkur. Síðan var sund á Hótel Eldborg og grillað í útskoti á Mýrum. Hér tala myndir sínu máli

miðvikudagur, júní 22, 2011

Tuttugastiogtveir

Jæja, allt að gerast og klukkan er. Nú er svo sannarlega allt að verða vitlaust. Síðasta undirbúnings-og eftirlitsferðin bara rétt handan við hornið. Þar sem gönguleiðin yfir Fimmvörðuhálsin verður könnuð fyrir þá sem ætla að missa úr eitt kveld í drykkju og koma gangandi yfir hálsin á laugardeginum. En hvað um það nú er málið að koma sér að listanaum góða

Strumparnir:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna
Plástradrottningin
Hvergerðingurinn
Billi
Sunna
Jarlaskáldið
Tóti

Detroit Steel:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn

Bezti vinur mannsins:

Krúzi

Höfum ekki fleiri orðum það og bara sá síðasta birist svo í næztu viku

Kv
Skráningardeildin

sunnudagur, júní 19, 2011

Me, mefjall



Nú næzta Týsdag er ætlunin að V.Í.N.-ræktin skundi á hól. Rétt eins og flestir vita hefur sú hefð skapast síðasta áratug eða svo að rölta miðnæturferð yfir 5vörðuháls aðfararnótt laugardags um Jónsmessuhelgina. Vonandi verður ekki undantekning þetta árið og sem undirbúning fyrir það er planið að tölta á Lambafell í Þrengslunum á þriðujudaginn. Létt og löðurmannsleg upphitun það.
Hittingur skulum við bara hafa á Gasstöðinni við Rauðavatn kl:19:30 nk Týsdag

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, júní 16, 2011

Undirbúðingur




Loks kom að því á þessu ári að kíkt var inná Goðaland í undirbúnings-og eftirlitsferð. En slíkt var gjört nú um síðustuhelgi þe hvítasunnuhelgina. Fólk var reyndar að týndast á flötina góðu svo gott sem alla helgina. Einhverjir fóru á flöskudagskveldinu, aðrir komu á laugardeginum og svo síðustu eftirlegu kindurnar komu að kveldi messudags. En þarna voru samankomin þegar allir voru mættir:

Stebbi Twist
Krunka
á Rex

Kaffi
Sunna
Krúzi
á Sibba

Eldri Bróðirinn
JarlaskáldiðTóti
á Litla Koreustráknum

Steini
Þórdís
sem röltu Fimmvörðuhálsinn

Eyþór
Bogga
á Landanum

Þegar undirritaður mætti loks á messudagskveldinu var blíða að vanda og fólk í almenni afsleppi og hafði víst ekki mikið verið að stressa sig um daginn. En kíkt var uppá Bólfell á laugardagskveldinu og þangað er fært. En hvað um það. Þetta lítur allt vel út. Vegurinn í þokkalegu standi og árnar ekkert til að stressa sig yfir. Ekkert því til fyrirstöðu að mæta eftir hálfan mánuð og verða sjálfum sér til skammar og öðrum til leiðinda.
Síðan á mánudeginum tók fólk því ekkert alltof snemma, enda engin ástæða til, og hóf bara að undirbúning fyrir brottför í rólegheitum. Sumir ætltuðu bara að dóla heim og renna við í sundi á meðan aðrir tóku stefnuna uppá við og ætluðu á fjall. Þegar allir voru ferðbúnir skildust eiginlega leiðir. Áhafnirnar á Sibba og Litla Kóreustráknum ætluðu að dóla sér heim við viðkomu í sundi á meðan þau sem skipuðu Rex og Landann fóru inní Fljótshlíð áfram í smá auka jeppó að Einhyrningsflötum þar sem tölt var upp á Einhyrning. Á heimleiðinni var grillaður kveldmatur í sjálfum lýðveldislundinum á Tumastöðum.
Fyrir áhugasama má sjá myndir hér

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

miðvikudagur, júní 15, 2011

Tuttugastiogfyrsti

Eins og þegar er orðið klassíkst að segja þegar spennan nálgast þá er klukkan orðin og allt að gjörast. Ekki var það nú að skemma fyrir að síðustu helgi var skundað í Goðaland í undirbúnings-og eftirlitsferð. Sem gekk, eftir því sem ég veit, ágætlega nema hvað að bekkurinn var víst ekki færður né teknar fallprufarnir. En tímarnir svo sem breytast.
Svo styttist nú í Jónsmessuhelgina og þá hefur nú verið til siðs að rölta 5vörðuhálsinn, spurning hvað gerist nú. Síðan er Danni Djús að plana það að hjólheztast inneftir á flöskudeginum sjálfa helgina. Og er það vel. Gaman væri að heyra að því ef fleiri hafi einhverjar slíkar eða aðrar áætlarnir í gangi. T.d hafa Litli Stebbalingurinn og Krunka hug á því að leggja í´ann annað hvort á fimmtudagskveldinu ella flöskudag og ganga á Rjúpnafell á flöskudeginum svona ef vel viðrar.
En hvað um það. Komum okkur að aðalmálinu og því sem máli skiptir á miðvikudögum sem er auðvitað listi hinna viljugu og staðföstu. Hann er hér:

Skemmtilega fólkið:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna
Plástradrottningin
Hvergerðingurinn
Billi
Sunna


Flottu bílarnir:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn


Bezti vinnur mannsins:

Krúzi


Já svo sannarlega allt að gerast enda ekki nema rétt rúmar tvær vikur í Helgina og hver og einn fer að verða síðastur að tilkynna þátttöku í gleðinni.
Þangað til næzt

Kv
Skráningardeildin

mánudagur, júní 13, 2011

Hellisbúi

Nú næzta V.Í.N.-rækt, sem verður á morgun Týsdag, verður ekki alveg með hefðbundnu sniði. Þá er ætlunin að kíkja ofan í jörðina og skella sér í hellaferð í Leiðarenda í Stóru-Bollahrauni. En í fyrra var einu sinni skriðið ofan í jörðina er okkur bauðst óvænt að slagst í hóp með Hvergerðingum í hellaferð ofan í Búra. Það ætti að vera hentugast að hafa hitting í Gaffalabæ og þá barasta á N1 þar. Eigum við ekki bara að segja kl:19:30 og munið eftir hjálm og ljósi

Kv
Helladeildin

laugardagur, júní 11, 2011

Hjólið snýst í hring



Eftir ansi mikið hringlanda hátt og frestun var loks blásið til V.Í.N.-ræktar s.l fimmtudag. Þá var stigið á sveif og tekinn hjólheztaferð hringinn í kringum Reykjavík í sumarrokinu. Þennan dag var þrímennt í V.Í.N.-ræktina og þar voru:

Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðirinn

Þetta gekk svona að stærstum hluta nema kannski það að við slepptum því að fara alla leið út á Gróttu og létum bara duga að fara í KR hverfið. En alla vega þá má skoða myndir hérna

Kv
Hjóladeildin

fimmtudagur, júní 09, 2011

Tuttugasti

Ef listi hina viljugu og staðföstu hefði aldur mætti hann núna fara í áfengis-og tóbaksverzlun ríksins og skella sér þar á eins og eina kippu. Spurning hvort Danni Djús fari með eina kippu um Helgina og klári þar 60% af bjórkvóta ársins.
Svo er annað sem er að almannarómur ber að því skóna að um komandi helgi, sem er einhver Jesúhelgi, ætli föngulegur hópur manna og kvenna í fyrstu undirbúnings-og eftirlitsferð í Goðaland fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2011. Og er það vel
En hvað um það komum okkur að málinu:

Kalk og prótein:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna
Plástradrottningin
Hvergerðingurinn
Billi
Sunna

Bezti vinur mannsins:

Krúzi

Framtíðin í samgöngum:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn

Eins glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á þá hefur bæst í hópinn þá bæði mál og málleysingjar. Kannski að nú verði sprening í skráningum. Hvur veit. Við bíðum og sjáum hvað gerist og þangað til hlustum við bara á Hank Williams Jr. og Randy Travis

KV
Skráningardeildin

miðvikudagur, júní 08, 2011

Gálgafrestur

Lítil fugl hefur hvíslað því að einhverjir aðilar hafi óskað eftir því að fresta V.Í.N.-ræktinni þessa vikuna um 24.klst. Í sjálfu sér er ekkert sem mælir á móti því og er því sú tillaga borin upp hér og nú. Ef einhver skyldi nú vilja greiða atkvæði um það má gera það í skilaboðaskjóðunni hér að neðan. Heyrist ekki múkk frá neinum gegn frestun á hjólaheztatúrnum þá frestast hann sjálfkrafa þanngað til á morgun

Kv
Hjóladeildin

mánudagur, júní 06, 2011

Grundi í firði



Nú um rétt nýliðna helgi var blásið til fyrstu útilegu sumarins. Þrátt fyrir dræmar viðtökur við þessari hugmynd var engu að síður haldið vestur á Snæfellsnes um sjálfa sjómannadagshelgina. Þau sem enduðu í Grundarfirði voru:

Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðurinn
Kaffi
Sunna
Krúzi

Síðan á laugardagskveldinu renndu við og tjölduðu

Plástradrottningin
Hvergerðingurinn

Þrátt fyrir leiðindarok, slitin stög og brotna súlu þá var þetta alveg prýðilegasta helgi og fínasta afslöppun og chill. Hef svo sem ekkert meira um það segja og læt bara myndir tala sínu máli hér.

sunnudagur, júní 05, 2011

Ó borg mín borg



Eftir vel heppnaðan fyrsta lið er komið að öðrum lið í dagskrá V.Í.N.-ræktarinnar á því herrans ári 2011. Nú er annar liðurinn hjólheztaferð um sjálfa höfuðborg lýðveldisins Íslands. Það verður bara þessi sígildi hringur tekinn og ætti ekki að verða neinum ofviða sem á annað borð getur stígið á sveif.
Það verður aðeins brotið af venju og dagskrárliðurinn færður til um einn dag vegna kveldvaktar hjá Litla Stebbalingnum og því hittingur við nýja rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal á MIÐVIKUDAG en ekki þriðjudag, eins og vanalega, endurtek MIÐVIKUDAG. Nú síðast var kvartað yfir því að þetta væri of snemma dags og því verður tekið tillit til þeirra athugasemda og hittingur kl:19:30 annars er fólki óhætt að koma með tillögur að tíma hér í skilaboðaskjóðunni að neðan.
Annars bara n.k. miðvikudagur kl:1930

Kv
Hjóladeildin

fimmtudagur, júní 02, 2011

Geitafjöður



Nú síðasta þriðjudag var fyrsti auglýsti dagskrárliðurinn í V.Í.N.-ræktinni þetta árið. Örugglega þarf það ekki að koma neinum á óvart að aðeins tveir einstaklingar fylltu hópinn þann daginn en það voru:

Stebbi Twist
Krunka

Einmitt það bezta við þegar fáir eru saman í hóp er að oftast er auðvelt að breyta plönum sem og var gert þarna. Það var sum sé ákveðið að breyta út af áður auglýstri dagskrá og skunda á Geitahlíð í stað Fíflavallafjalls.
Þrátt fyrir rok og rigningu, að hætti Suðurnesja, þá tókst öllum viðstöddum að toppa. Því til sönnunnar má skoða myndir hérna

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, júní 01, 2011

Nítjándi

Af ýmsum ástæðum ætlum við að hafa þetta stutt í dag. Vegna anna og leti.

Annir og leti:

Stebbi Twist
Krunka
Kaffi
Eldri Bróðurinn
Danni Djús
Yngri Bróðurinn
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Erna
Plástradrottningin
Hvergerðingurinn
Billi


Sparaksturskeppni:

Willy
Sigurbjörn
Gullvagninn

Búið í dag meira í næztu viku

Kv
Skráningardeildin