laugardagur, júlí 23, 2011
Snorklað og gengið
Þann 12.júlí síðast liðin var á dagskrá V.Í.N.-ræktarinnar að herja á borgarfjallið og tölta á Kerhólakamb. En ætlunin var líka að gera sér ferð á Þingvelli og snorkla þar til styrktar heimsleikaferð HT. Var það líka gjört og er alveg hin prýðilegasta skemmtun og að sjálfsögðu óskum við HT góðs gengins í LA. En á heimleiðinni sáum við að skýjað var yfir allri Esjunni og þar sem við vorum nú bara tvo var lítið mál að breyta plönum og í stað Kerhólakambs var haldið á heimaslóðir Bubba og tölt á Meðalfell í Kjós. Eins og áður kom fram voru bara tveir einstaklingar sem þarna voru á ferðinni en vart þarf að koma á óvart að það voru eftirfarandi:
Stebbi Twist
Krúnka
Það er svo lítið um þetta að segja en hér eru myndir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!