sunnudagur, júní 05, 2011

Ó borg mín borgEftir vel heppnaðan fyrsta lið er komið að öðrum lið í dagskrá V.Í.N.-ræktarinnar á því herrans ári 2011. Nú er annar liðurinn hjólheztaferð um sjálfa höfuðborg lýðveldisins Íslands. Það verður bara þessi sígildi hringur tekinn og ætti ekki að verða neinum ofviða sem á annað borð getur stígið á sveif.
Það verður aðeins brotið af venju og dagskrárliðurinn færður til um einn dag vegna kveldvaktar hjá Litla Stebbalingnum og því hittingur við nýja rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal á MIÐVIKUDAG en ekki þriðjudag, eins og vanalega, endurtek MIÐVIKUDAG. Nú síðast var kvartað yfir því að þetta væri of snemma dags og því verður tekið tillit til þeirra athugasemda og hittingur kl:19:30 annars er fólki óhætt að koma með tillögur að tíma hér í skilaboðaskjóðunni að neðan.
Annars bara n.k. miðvikudagur kl:1930

Kv
Hjóladeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!