fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Depeche Mode kvöld á Thorvaldsen



Efnt til upphitunar fyrir tónleikaferð Depeche Mode um Evrópu
á Thorvaldsen bar miðvikudagskvöldið 22. febrúar.
Í ár eru 25 ár liðin síðan að hljómsveitin Depeche Mode gaf út sína fyrstu breiðskífu. Síðan þá hefur hljómsveitin gefið út 11 stúdíóplötur en nýjasta afurð sveitarinnar kom út síðastliðið haust og ber nafnið “Playing the Angel”. Þessa stundina eru Depeche Mode á tónleikaferðalagi um Evrópu að kynna nýju plötuna og hefur tónleikaförin hlotið nafnið “Touring the Angel”. Meðal annars mun hljómsveitin halda tónleika á Parken í Kaupmannahöfn þann 25. febrúar nk og búist við að fjöldi íslendinga leggi leið sína á þessa tónleika.

Til þess að hita upp fyrir tónleikana verður haldið “Depeche Mode kvöld” í Bertelsstofu á Thorvaldsen bar miðvikudagskvöldið 22. febrúar frá kl. 21:00 til 01:00. Sýnt verður frá fyrrum tónleikum sveitarinnar á risaskjá og þarna gefst aðdáendum sveitarinnar tækifæri á að hittast og spjalla. Tilboð verða á barnum og frítt inn.

Frá því að Depeche Mode kom fyrst fram á sjónvarsviðið hefur hún náð þeim undaverðum árangri að vera talin ein virtasta “alternative” sveit í heiminum og sú sveit sem brúaði tölvupopp níunda áratugarins inn í nútímann. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á innan sveitarinnar er hún enn skipuð þremur af fjórum upphaflegum meðlimum og hefur starfað samfleytt í yfir 25 ár sem er árangur sem örfáar hljómsveitir geta státað sig af.

Skipuleggjendur kvöldsins eru útvarpsmennirnir Hallgrímur Kristinsson (Halli Kristins) og Bragi Guðmundsson en báðir hafa þeir fylgt sveitinni til fjölda ára, eða allt frá árinu 1983.

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Góða ferð gjöra skal...

Fyrir þá er ekki vita verður gerður út leiðangur á vegum VÍN til Austurríkja á komandi dögum. Verða þar á ferðinni sá er þetta ritar (Vignir) og sá er mikið ritar (Stefán) auk þess sem tvímenningarnir fá þann er ekkert ritar (Eyfi) með sér í lið er til Austurríkja er komið. Hér verður dagskrá ferðarinnar gerð nánari skil.

Næstkomandi laugardag verður haldið til Kaupmannahafnar. Ætlunin er að hitta þar Runólf að máli í vissum erindagjörðum. Ekki verða þær erindagjarðir tíundaðar frekar hér. Síðdegis sunnudags verður svo haldið til Mánaborgar og ekið með sjáfrennileigureið sem leið liggur að Innbrú nokkurri í Austurríkjum. Þar verða fagnaðarhöldur ásamt Eyfa.

Árla mánadags munu þrímenningarnir halda að skíðabrautum Heilags Antons. Ætlunin er að dveljast þar um fjögurra nátta skeið eða allt fram að föstudagskveldi þegar stefnan verður sett að þeim stað er Ísgleið nefnist. Verða skíðabrautir Ísgleiðar þaulkannaðar og eru áætlaðir fjórir dagar til verksins. Á þriðjadegi verður því afturkvæmt í Innbrú.

Við Innbrú verður dvalist frá þriðjadegi að föstudegi og meðal annars vitjað Moskú einnar. Föstudagsmorgni verður hins vegar varið til ferðalaga frá Innbrú til Kaupmannahafnar. Þar verður meðal annars kveðju kastað á félaga vor Magnús og Auði og hlýtt á lifandi tóna hljómsveitarinnar Dýpsta Moð. Á sunnudegi er svo áætluð heimferð....því miður :(

Ferðalangar áskilja sér rétt til breytinga án fyrirvara.