fimmtudagur, júlí 29, 2004

Fréttararitara, bárust skilaboð frá undanförum í Vestamanneyjum í nótt.

Þau skilaboð hljómuðu þannig: "Bara svo þú vitir það þá er ég fullur".

Ég spyr nú bara .... var við öðru að búast ???

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Verslunarmannahelgarnöll Þjálfa:

Þá er komið að því!!!
Undanfarasveit VÍN undirbýr sig nú af kappi fyrir sukk og svínarí helgarinnar.
Nú skal haldið í víking til eyjaklasa sem staðsettur er ekki svo langt suður af landi voru, Íslandi.
Koppurinn heitir Vestmannaeyjar og munum við þar éta, drekka og skemmta af okkur hausinn í kapp við hvern annann næstu 4-6 dagana (allt eftir því hversu duglegir menn hafa verið að láta vinnuveitanda sinn misnota sig).

Þeir sem fara fyrstir, eru "misnotaðastir" og  þorstinn hvað mest kvelur, eru ofvaxni sálfræðingurinn og annar helmingurinn af tvíburadvergakrúinu. Næstur í röðinni eru hinn tvíburasmjattpattinn sem mætir á fimmtudaginn....góða skemmtun í vinnunni Arnór!!!!.
Á föstudag munu svo hagfræðispekóið og Skúrítas bróðir nr. 1 og nr. 2 heiðra oss með nærveru sinni.

Ein helsta ástæða "útstáelsi" okkar, ku vera sú, að þá helgi sem flestallir landsmenn fá frí....nema verslunarmenn að sjálfsögðu, er haldin drykkjusamkoma af sverari sortinni og ku hún heita Þjóðhátíð 

Eyjaskeggjar sem lifa og drepast á þessu skeri eru víst ölkærir mjög og þekktir fyrir flest annað en leiðindi.  Ætlum við sem þangað förum að gera heiðarlega tilraun til að bergja af brunni brennivínsdrykkju og skrílsláta og snúa heim á leið með leiðinlega drykkjusiði í farteskinu.

Þeir sem flestu stjórna þarna suður af Hvolsvelli eru tveir valinkunnir brennivínsberserkir og djammkallar. Vill svo skemmtilega til að við þekkjum þá báða!!!
Sá fyrri er Kristinn nokkur Guðmundsson jarl af Áshamri  og sá seinni er umhverfismógúllinn Frosti Gíslason.
Munu þeir reyna eftir fremsta megni að stýra okkur og leiða, um krákustigu brennivínsins þessa helgina.
Hafa þeir meðal annars skipulagt ball fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag bara fyrir okkur. Ekki nóg með það heldur bæta þeir um betur og smella saman brennu, flugeldasýningu og brekkusöng (með fölskum hetjutenór)  eingöngu til þess að okkur leiðist ekki þessa daga.....hald'að sé nú!!!!

Við sem fórnum okkur þessa helgina munum eftir fremsta megni reyna að gefa þér lesandi góður, stemninguna beint í æð með símtölum og sms-skilaboðum alla helgina. Máttu búast við samtölum við einhvern okkar, svona 126-284 sinnum á dag alveg fram á mánudag.

Nú í öðrum fréttum er það helst, að Tyrolabræður munu standa fyrir skemmtikvöldum á ákveðnum bar í Selva dagana 19-29 mars á næsta ári einmitt þegar við verðum þar að leika okkur.........við skulum rétt vona að þeir mæti í göllunum.!!!!(lesist: Voru sumsé að panta í sömu ferð).

Þriðja sem vert er að nefnast á í nöldurpistli Þjálfa er það, að helgina eftir Þjóðhátíð þá mun Snorri hinn aldni pervert VÍN fara með lið sitt til "Hobbbnafjarðar" (lesist nefmælt) og munu þær etja þar kappi við "Hobbbnfirskar" knattspyrnukonur (lesist aftur nefmælt). Kom hann með þá hugmynd að við myndum kíkja austur í Skaftafell og jafnvel halda enn lengra eða alla leið á "Hobbbnafjörð" (enn og aftur lesist nefmælt) á leikinn. Gæti það hentað ágætlega því á "Hobbbnafirði" (....í enn eitt skiptið nefmælt!!!) býr einmitt maður að nafni Gunnar Ingi Valgeirsson. Skv. síðust talningu skuldum við honum heimsókn!!!
Dreifbýlistuðran nefndi það sérstaklega (fyrir Steppó, Nóra og VJ) að meirihluti liðsins væri á aldursbilinu 18-20 og félli því einstaklega vel í möguleikamengið!!!

Svo mörg voru þau orð.
Þakka þeim sem á hlýddu.

Þjálfi

 

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Hugleiðingar um næstu helgi:
 

Þjórsárdalur

Enn vantar dagskrá fyrir næstu helgi. Eftir Stóra-Smástrákagilsmálið er spurning hvort ekki sé rétt að halda í hefðir þannig að ég legg til að Þjórsárdalur verði áfangastaður laugardagskvöldsins, flestir ættu að rata upp á efra tjaldsvæðið þar. Spurning hvernig best er að koma sér þangað? Lagði höfuðið í smá maríneríngu um síðustu helgi með örlítilli hjálp blautbrauðs og fljótlega eftir helgina kom eftirfarandi rúntur upp í kollinn á mér:
Föstudagur: Lagt af stað um kl. 19 og keyrt austur á Þingvelli og þaðan norður Uxahryggjaleið.  Beygjum við svo til austurs skammt norðan Sandkluftavatns og förum um svokallaðan Eyfirðingaveg austur að Hlöðuvöllum þar sem gott er að hafa náttstað, ekki síst ef Eyfi tekur sig til og steikir hamborgara í skálanum.
Laugardagur: Ræst kl. 11 og brottför um hádegi og haldið norður með Hlöðufelli inn á línuveg þann er oftar en ekki er kenndur við Haukadalsheiði og haldið austur að Haukadal. Við Haukadal er farið yfir Hvítá og keyrt norður með henni uns komið er að leið þeirri er liggur um Hrunamannaafrétt. Þar er þrælskemmtileg leið sem liggur amk þrisvar á vaði um Stóru-Laxá austur að Háafoss í Fossá. Skammt er þaðan í Þjórsárdal þar sem skálað skal í blautbrauði og fleiri veigum er kenndar eru við aðalfundarstörf.
Sunnudagur: Ræst um 16.30. Kl. 16.35 farið í sund í Þjórsárdalslaug og ef mér skjátlast ekki er skýfall væntanlegt einmitt á þeirri stundu og sennilega verður einhverjum brátt í brók. Kl. 17.30 er svo haldið í bæinn og ef veður leyfir munu hvunndagshetjur dagsins þreyta sund í Fossá.
Nú er bara spurning hvernig þessi áætlun leggst í VÍN-verja.
Tjáið ykkur!

mánudagur, júlí 19, 2004

Jæja hvað er planið fyrir næstu helgi ??? Er það þjórsárdalurinn eða verður farið á ný mið til að fagna ammli hjá Vigni ??
 
Hvort sem það er Þjórsárdalurinn eða annað svæði er þá ekki nauðsynlegt að hafa jeppaferð á undan ???

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Nú styttist óðum í komandi helgi. Ekkert á dagskránni hjá okkur ennþá annað en að fara eitthvað. Annars hef ég hugmynd að einhverju sem gæti orðið ágætis túr og hljómar einhvern veginn svona: Á föstudagskvöld farið austur í Þakgil og tjaldað þar. Vaknað árla á laugardegi, tjöld rifin niður og þrumað vestur fjallabak nyrðri og beint á Þjóðhátíð í Þjórsárdal. Ekki flókið þetta!
Tjáið ykkur ef þið hafið eitthvað um málið að segja!

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Heilir og sælir hálsar góðir

Ég og Nóri vorum á þeirri góðu ferðaskrifstofu Úrval-Útsýn í dag og ætluðum að grenja út pöntun til Selva án þess að borga staðfestingargjald (lesist: settum upp hvolpabrosin.....leit út eins og við hefðum sofið með herðatré í kjammanum).
Það gekk svona líka glymrandi illa, að kellan á Úrval-Útsýn tjáði okkur að aðeins 4 herbergi eru eftir á Hotel Somont og Miara er upppantað.
Því segi ég við rest sem á eftir panta: Rænið banka og pantið (þ.e. staðfestingargjald) í einum hvínandi hvelli.

kv Magú

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Jæja, þá er búið að ákveða það, enda ekki ráð nema í tíma sé tekið..
Við ætlum til Selva 19.-29. mars 2005 og gistum á Hotel Somont. Þeir sem vilja koma með endilega bara bóki sig á www.urvalutsyn.is.

Kv. Þorvaldur og Dýrleif

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Er að fara til Eyja, eitthvað að hitta peyja.

Nú fyrr í kvöld bókaði undanfararhópur V.Í.N. sér flug til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð. Undanfararhópur samanstendur af undirrituðum þ.e. Stebba Twist, Þjálfa og Jarlaskáldinu. Undanfararhópurinn mun að vísu fara í tveimur holum fyrrihluti fer á miðvikudeginum 28.júlí n.k kl:16:45 og verður fararstjótinn Dornier 228, það er bara vonandi að flugmennirnir munni að setja niður lendingarhjólin, svo mun Jarlaskáldið bættast í hópinn á fimmtudeginum 29.júlí og er áætluð koma þess 17:15. Undanfararnir hafa svo bókað flug til baka á mánudeginum 2.ágúst kl:18:50 og þá með Fokker F50. Svo nú er um að gera að fara að huga að eyjaferð og nú vita áhugasamir hvenær undanfararhópur fer svo hægt er að bóka flug á sama tíma. Eða eitthvað

mánudagur, júlí 05, 2004

Vildi bara vekja athygli á því að Úrval-Útsýn hefur hafið sölu á skíðaferðum fyrir veturinn 2004-2005. Finnst mér og minni 10 daga páskaferðin til Selva 19. mars sérstaklega spennandi, enda veldur hún sáralitlu vinnu og skólatapi.. Endilega kíkið inn á www.urvalutsyn.is og skoðið málið.

Kv. Þorvaldur og Dýrleif

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Viti menn á morgun RENNUR HÁTÍÐIN UPP !!!

Rétt að minna alla á að muna eftir Havaii skyrtunum sínum, því veður spáin segir SNILLD fyrir helgina


Svo er hérna mynd dagsins. Þar sem Þjálfi og Stebbi minna menn á að taka smá öl með sér um helgina.