þriðjudagur, mars 31, 2009

Helgardrög

Það barst til eyrna í Básum um síðustu helgi að fréttir hér á V.Í.N.-síðunni að fólk frétti ekki af atburðum fyrr en eftir á. Svo sem þörf gagnrýni sem vert er að taka og reyna taka sig á í þeim málum. Hér er viðleitni í því.
Rétt eins og flestir ættu að vita fer nú fljótlega að halla niður í móti og ekki úr vegi að huga að helginni.

Nú á flöskudag væri tilvalið að skella sér á skíði og þá kæmi Skálafell sterklega til greina. Að sjálfsögðu er allt undir því komið hvort opið sé eða ekki. Annars eru Bláfjöllin alltaf sígild hér sunnan heiða.

Laugardag.
Svona í sárabætur fyrir síðustu helgi, er hjólið var með í för en ekkert brúkað, þá væri hjólhestaferð upplögð. Það er ein stutt leið sem höfð er í huga en kostar smá bíltúr austur fyrir fjall. Þetta er sum sé Sólheimahringurinn sem er í Grímsnesi. Þetta er svona ca 20.km hringur, eftir nýjustu útreikningum, kíkja síðan aðeins í sund og síðan er það bara grillið

Messudagur.
Ef til vill má búast við þvi að sumir verði hálf framlágir svona á messudegi svo haga skal ferðatilhögun í samræmi við það. Úti á Reykjanesi er hóll einn sem kallast Sýrfell og telur hann í bókinni góðu. Þarna á skaganum er líka ,,náttúrulaug´´ ein þ.e. Skátalaug sem upplagt væri að baða sig í á heimleiðinni

Þetta eru svona fyrstu tillögur að helginni en allt er opið. Hafi einhverjir einstaklingar nú eða hópar áhuga að einhverju að þessu þá má alveg tjá í skilaboðaskjóðunni hér að neðan. Hafa skal það þó í huga að allt er þetta háð veðurguðunum og Ingó þar undanskilinn og hafður sem lengst í burtu.
Einnig eru allar hugmyndir vel þegnar eða aðrar útfærslur að þessum drögum

Kv
Helgarnemdin

sunnudagur, mars 29, 2009

Úr Básum



Rétt eins og kom fram í færslunni hér að neðan og annari aðeins á undan henni var stefnd inni í Bása á Goðalandi nú um nýliðna helgi í undirbúnings-og eftirlitsferð.
Það var að lokum 7 manns sem fóru innúr á flöskudagskveldið og gistu þar í tjaldi undir Bólfelli. Síðan á laugardagsmorgni var haldið í skálann.
Á laugardeginum var farið á rúntinn og alltaf var því frestað að grilla pulsur en þess í stað fann Yngri Bróðurinn þennan líka fína stein við efra vaðið á Lóninu sem nú heitir Halldórssteinn. Þess ber líka að geta að bekkurinn var færður um nokkra centimetra og kamarinn kannaður. Kamarinn er í líka þessu fína standi og alveg vel hægt að mæla með honum. Meira að segja pappír og allt nema lestrarefni á svæðinu.
Er komið var aftur í Bása var bara farið að huga að grilli en síðan kom Raven ásamt 6.öðrum og hófst þá eldamennska á fullum krafti. Eftir að sjömenningarnir hurfu eftir mat var hafist við almenn aðalfundarstörf en allt þó á léttum nótum.
Það kafsnjóaði þarna og því var bara farið heim og Húsadalur látinn bíða næstu ferðar sem og vegna snjóalaga var hjólið bara upp á skraut þarna og til að auka á græjustuðulinn. Vonandi að í næstu undirbúnings-og eftirlitsferð verður hægt að kanna hvort ekki sé fært hjólhestum. En það kemur bara í ljós
Varla þarf það að koma nokkrum manni á óvart að myndir séu komnar inn á alnetið. Skáldið var fyrri til og hér má sjá hanz myndir. Stebbalingurinn hefur líka tekist að setja sínar inn og má nálgast þær hérna

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

miðvikudagur, mars 25, 2009

Skráningarlisti nr:11

Jæja, gott fólk.
Nú er að koma að því. Já, það styttist með hverjum deginum í Helgina. Einhverjir eru orðnir svo óþreyjufullir að ætlunin er að fara í fyrstu Undirbúnings- og eftirlitsferð þessa árs innúr nú um komandi helgi. Ekkert nema gott eitt um það að segja.
Vísu hefur enginn nýr bæst á listann góða en það er engin örvænting hlaupin í menn. Þið skulið bara vera róleg meðan við erum róleg. En þá er komið að máli málanna þ.e. listanum góða þessa vikuna.

Strumpar:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Maggi Blöndahl
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Snorri hinn aldni
Katý
Danni Djús
Huldukonan
VJ
Helga T
Krunka
Adólf
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn

Brúmm, brúmm

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Patti eða Krúsi
Blondí
Hulk

Það er vonandi að þetta kveikjir í einhverjum og að fólk skellir sér með um helgina sem og fari að koma sér á listan sem eiga það eftir.
En sjáumst bara innfrá í Básum á Goðalandi

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, mars 24, 2009

Að berjast fyrir lífi sínu



Nú um síðustu helgi fóru nokkrir litlir nillar úr FBSR í ferð. Ætlunin var að fara og toppa Ýmir og Ýmu. En ýmislegt fer þó öðruvísi en ætlað er í fyrstu. Líkt í og öllum ferðum með B1 það sem af er þessu ári voru aðeins 2/3 hlutar þremenninga þriggja með í för. En hvað um það. Óhætt er að segja að þessi ferð hafi verið STÓRA reynslan það sem af er vetri. Byrjað á næturrötun sem var þörf upprifjun og tókst öllum að skila sér í skála þó mistímanlega.
Á laugardeginum var svo skundað sem leið lá upp í móti. Skemmst er frá því að segja að ekki hafðist að toppa í þetta skiptið vegna veðurs og snúið frá toppinum þegar 70 metrar voru eftir. Síðan var tjaldað í 1250 mys og fór veður versnandi. Ætla ekkert að hafa nein alltof mörg orð um þetta en allir lifðu nú þetta af og það sem meira er náðu að skila af sér myndum.
Skáldið er með sinn afrakstur hér og hérna má sjá frá Litla Stebbalingnum

Kv
Nýliðarnir síkátu

E.s Myndasýningin að ofan er í boði HelgaR

mánudagur, mars 23, 2009

Undirbúnings- og eftirlitsferð nr. 1



Undirbúnings- og eftirlitsnemd VÍN tilkynnir: Fyrsta undirbúnings- og eftirlitsferð ársins 2009 fyrir FyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferð verður farin um næstu helgi. Ætlunin er að fara á föstudegi og gista í tjöldum þá nóttina, sinna helstu undirbúnings- og eftirlitsskyldum daginn eftir og halda svo góða kvöldvöku í skála á laugardagskvöldið og jafnvel grilla afturhásingu eða eitthvað slíkt með. Það verður allt ákveðið þegar nær dregur. Áhugasamir eru beðnir um að tilkynna þátttöku sem allra fyrst í þartilgerða skilaboðaskjóðu hér fyrir neðan.

Nemdin

mánudagur, mars 16, 2009

Ég fer í fríið, fer í fríið...



Jamm, það styttist víst í vorjafndægur og sömuleiðis er sumardagurinn fyrsti ekki langt undan. Nú með hækkandi sól var farið að rukka mann um sumarfrí á vinnustað þess sem þetta ritar. Ekki hefur nein ákvörðun verið tekin með hvenær skal taka frí ennþá en það þarf að gerast fljótlega.
Nú er vísast að smyrja fólk hvort það hafi áhuga að samræma frídaga eitthvað og þá með ferðalag um land vor í huga. Ágætt væri að svör eða drög að hugmyndum myndu berast í athugasemdakerfið hér að neðan og ekki væri verra ef það myndi gerast nú fyrir lok vikunnar. Það er óskandi að hægt sé að taka aftur upp þráðinn með Grand Tourismo. Allar hugmyndir eru vel þegnar.

Kv
Orlofsnemdin

fimmtudagur, mars 05, 2009

Litli-Greifinn


Eins og sjá má neðar á síðunni voru skiptar skoðanir um það hvort fara ætti á lokahóf eða halda í hefðir og skella sér á Greifann á laugardagskvöldinu á Agureyri. Heldur fleiri sýnist mér spenntir fyrir Greifanum og því nokkuð ljóst að þar verður pantað borð. Þangað hafa boðað sig Haffi, Toggi, Dilla, Snorri, Katý, Oddný, Gústi, Maggi, Elín, Maggi Blö, Vignir, Helga og að lokum ég sjálfur, 13 manns og þar að auki eitthvert ungviði.

Þá er bara spurningin hvað hinir gera, hvort þeir vilji vera með í því partíi eða skella sér á lokahófið. Með öðrum orðum, þeir sem vilja bætast í þennan Greifahóp eru beðnir um að láta í sér heyra svo hægt sé að panta borð sem allra fyrst. Borðið verður pantað á mánudaginn, látið vita fyrir það.

Kv.
Nemdin.

miðvikudagur, mars 04, 2009

Skráningarlisti nr:9

Þá er komið að föstum vikulið eins og venjulega. Þ.e. skráningarlistanum fyrir Helgina 2009. Rétt eins og búast mátti við er aðeins farið að hægast á en það það kemur fyrir. Áður en hendi er veifað verður allt komið á fullt aftur og allt að verða vitlaust. Dveljum ekki lengur við þetta bull.

Kjósendur:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Maggi Blöndahl
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Snorri hinn aldni
Katý
Danni Djús
Huldukonan
VJ
Helga T
Krunka
Adólf
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn

Bifreiðagjöld:

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Patti eða Krúsi
Blondí
Hulk

Jamm ekki mikið að gerast eins og er. Trúðið mér það mun breytast
Ekki meira þessa vikuna

Þanngað til næzt
Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

mánudagur, mars 02, 2009

Upphitun fyrir skíða-og menningarferð



Vegna krapa og skort á snjóalögum hér sunnan heiða var ákveðið að fara með okkur nýliðatittina norður til Agureyrish í skíðaferð. Enda talsvert skárra að renna sér niður brekkur með fastan hæl heldur en ganga áfram með lausan hælinn. En hvað um það.
Líkt og í öllum nillaferðunum það sem af er þessu ári þá var bara 2/3 hlutar af þremenningunum þremur með í för. Þ.e. VJ og Stebbalingurinn sem fóru. Skáldið spilaði rassinn úr buxunum í bústað í staðinn.
Líkt og oft áður þessum þessum FBSR-ferðum þá prufaði maður margt nýtt. Það þarf ekki að koma á óvart að það var gist í tjöldum í höfuðstað norðurlands eða bara í Hlíðarfjalli. Ansi hentugt að renna sér bara beint úr tjaldinu og lyftuna sem síðan beint í tjaldið. En það sem stendur eina hægst upp úr ferðinni er að það var slegið upp tjaldbúðum við Staðarskála og gist þar aðfararnótt laugardags. Þar ber helst til tíðinda að þar var fjöldamet slegið og deildu 5 sálir einu tjaldi.
Það var síðan ræs 06:00 á laugardeginum og lagt af stað til Agureyrish kl:0700. Það var rennt síðan í Hlíðarfjall rúmlega 10 og rústað upp tjaldborg.
Síðan var skíðað eins og frekar mátti til rúmlega 16:00. Aðstæður voru með prýðilegasta móti og mátti skíða utanbrautar með fínum árangri þó svo að mikið hafi verið búið að skíða þar. Gott var þó að gera sér göngutúr upp að klettum um renna sér þar í lítt skíðuðu. Eftir góðan skíðadag var síðan haldið í Þelamörk til pottalegu.
Ekki var svo messudagurinn síðri og betri að því leyti að talsvert færa fólk var í fjallinu en á boltadeginum. En það náðist rúmir fjórir góðir tímar áður en haldið var aftur suður í menninguna.
Þetta var fínasta upphitun fyrir Skíða-og menningarferðina sem farin verður eftir tæpar tvær vikur. Hafi fólk löngun til að hita upp fyrir festivalið þá er upplagt að kíkja aðeins á myndir frá helginni. Slíkt má gjöra hér

Kv
Nillarnir síkátu