fimmtudagur, október 30, 2008

Komandi helgi, en þó ekki Helgi

Það stefnir allt saman í það að maður eigi loks fríhelgi framundan. Með smá undantekningu þó og ætla allir að verzla amk einn Neyðarkall af okkur þremenningunum þremur um helgina.
Fyrst lítið sem ekkert er á dagskráninni er um að gera að finna sér eitthvað að gera. Undirrituðum var að detta í hug að kíkja upp á Keili á laugardag. Svo var líka kominn upp önnur hugmynd í kollinum en það var að taka þá hjólatúr í staðinn. Sá hjólatúr myndi vera í kringum Reykjavík. Byrja við Elliðaárdal, gegnum Fossvoginn út á Gróttu og svo með Sæbrautinni til baka.
Hafi einhverjir áhuga að taka þátt í þessu nú eða einhverju allt öðru þá endilega látið vita og verið óhrædd að tjá ykkur í athugasemdkerfinu hér að neðan. Hvort sem fólk er inni eða úti.

Kv
Heilbrigðissvið

mánudagur, október 27, 2008

Bjó í tjaldi



Eins og getið var hér að neðan þá voru menn ekki alveg búnir að leggja tjöldunum þetta árið. Á laugardagsmorgun var haldið að Esjurótum til að hefja þar strætóútileguna. Rétt eins og nafnið ber til kynna þá sá strætó um almenningssamgöngur. Þarna voru á ferðinni þremenningarnir þrír ásamt félögum sínum í B1.
Byrjað var á því að snúa vagninum við vegna þess að hann fór framhjá okkur en hvað um það. Skundað var upp á Akrafjall, tekinn var þar hringur einn og kvittað í báðar gestabrækurnar þar. Farið var svo aftur upp í vagninn á Akranesi eftir að hafa rölt þanngað. Við rétt svo skutumst í gegnum gönginn. Er farið var út til móts við Blikadal þá tókst okkur að skemma vagninn þannig að ekki var hægt að loka aftari dyrinni. En hvað um það. Fundið var fínasta tjaldstæði í Blikadal og slegið upp tjaldbúðum þar. Verður það helst að teljast til stórtíðinda að skytturnar þrjár deildu með sér tjaldi og að auki bætist svo einn til viðbótar. Var þetta sögulegt því svona hefur aldrei gerst áður og mun líklegast ekki koma fyrir aftur. En aldrei að segja aldrei.
Á messudag var vaknað við klerkinn sem var hinn hressasti. Þegar fólk var ferðbúið var haldið áfram inn dalinn. Síðan upp Esjuna og á Kerhólakamp þar sem stefnan var tekin á Þverfellshorn. Allir náðu svo að skila sér heilum aftur niður á bílastæði rétt fyrir 15:00 sáttir og glaðir.
Ef einhverjir utan hópsins skyldu hafa áhuga að skoða stafrænar minningar úr túrnum þá má gjöra slíkt hér, frá Skáldinu, og síðan hefur Litli Stebbalingurinn dundrað inn sínum myndum hérna.

Kv
Nýliðarnir

miðvikudagur, október 22, 2008

Tjaldað í október



Við V.I.P.-drengirnir erum víst, ásamt fleiri í B1, á leið í tjaldútilegu um helgina. Ferðaáætlunin hljómar víst upp á strætóferð (ekki svo spennandi) upp á Akranes þar sem rölta á víst upp á Akrafjall. Síðan á taka almenninginssamgöngur aftur til Reykjavíkur og fara úr einhverstaðar við vigtina sem stendur ekki langt frá Hvalfjarðargöngunum. Þar skal haldið upp í hinn yndislega Blikadal. Já, Blöndudalur, mannstu forðum daga hinn yndislega langaleiðinlega dal. En hvað um það.
Síðan á sunnudeginum á að labba yfir Esjuna og yfir á Móskarðahnjúka. Maggi B, við könnunumst nú aðeins við það.
Ekki er vitað hve mikið af Flugbangsunum lesa þessa blessuðu síðu en það er samt allt í lagi að benda fólki á að hægt er hita aðeins upp og sjá kannski eitthvað bíður þeirra sem ætla um helgina. Væri það gert með að skoða myndir. Fyrst frá Akrafjalli og þar er víst betra að taka stefnuna strax á réttan topp. Síðan úr gönguferð þar sem byrjað var að rölta upp á Móskarðahnjúka og yfir í Blikadal, svo gott sem að göngunum.

Kv
Nillarnir

laugardagur, október 18, 2008

Laugardagslaugarferð



Rétt eins og hugmyndir voru uppi um núna fyrir helgi var aðeins útivera stunduð um helgina. Þrír drengir lögðu leið sína upp á Hellisheiði í þeim tilgangi að baða sig fyrir kveldið. Þarna voru á ferðinni:

Eldri Bróðurinn
Jarlaskáldið
Stebbi Twist
og sá Afi um samgöngur.

Óhætt er að segja að ferð þessi hafi gengið að óskum og allir náðu að baða sig vel og fylgdu þvottaleiðbeiningum. Myndavélin var heldur ekki langt undan og hér má nálgast myndir úr túrnum.

Kv
Sunddeildin

fimmtudagur, október 16, 2008

Hvað gjöra skal

Svona meðan námsefni síðustu helgar er enn í ferski minni er kannski ráð að nýta þekkinguna og blása smá lífi í blessuðu V.Í.N.-síðunna.
Eftir léttar samræður við Skáldið í gær kveiknaði sú hugmynd að kannski reyna nota helgi komandi til gera eitthvað sniðugt. Ekkert var svo sem ákveðið í þeim efnum né hvenær. Eins og áður sagði er kannski málið að koma sér að verki hvort sem það yrði létt rölt á einhvern hæfilegan hól, hjólahringur eða bara sundsprettur í Reykjadalslaug.Taka skal það fram að Ripp, Rapp og Rupp eru víst að fara í gleði annaðkveld svo það smurning hve sprækir menn verða á laugardag. En það kemur allt í ljós þegar þar að því kemur.
Hafi fólk tillögur þá er um að gera að koma þeim á framfæri í athugasemdakerfinu hér að neðan

mánudagur, október 13, 2008

Ást í viðlögum



Núna um síðustu helgi skunduðu þremenningarnir þrír sem leið lá, í langferðabíll, ásamt fríðu föruneyti B1-liða upp á Akranes. Þar var ætlunin að eyða helginni og nema fyrstu hjálp hluta 1. Má segja að það hafi alveg tekist með mestum ágætum og eru menn upp til hópa einstaklega ÞOLHRESS enda með stórt BROS eftir að hafa OLSENEA hægri/vinstri. VÁSE eftir að hafa kastað fólki í börur og SAGÁ til og frá. Eftir þetta allt saman var jú auðsynlegt að taka smá HVÍL áður en Anna var hnoðuð til helvítis og blásið í hana lífi. Síðan var deilt um hvorum um hækkandi eða lækkandi IKÞ á mörkuðum væri um að ræða. Eitt má þó öruggt teljast að flestir séu komnir með áunna sykursyki eftir þessa helgi.
Þetta var bara ágætasta skemmtun þó svo að ekki hafi gefist mikill tími til að kynna sér menningarlíf Skagamanna en létum við sögur af því duga og skálduðum í restina. Skyldi einhver vera forvitin og sjá hvað okkur gekk til með öllu þessu er rétt að benda á myndir. Sjálft Jarlaskáldið geymir sínar myndir hér og svo Litli Stebbaingurinn felur sinn afrakstur hér.

Kv
Nillarnir

E.s Ef Edda Björk les þetta þá er rétt að benda henni á, sem yfirlesara í 3 útgáfu, að það er vitleysa á síðu 14. Vorum bara að spá hvernig hætta á losti eyskst við minnkandi vökvatap. En það er svoleiðis amk skv töflunni

mánudagur, október 06, 2008

Takk fyrir matinn, hann var góður!



Hin árlega matarveizla La Grande Bouffe var haldin nú um nýliðna helgi. Þar voru saman kominn til éta á sig og skemmta sér í góðum hóp:

Lederhosen Hanz
Aron
Ásdís
á Hulk


Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
á Afa


Stebbi Twist
VJ
Bogga
komu á Nasa


Hlunkurinn
Adólf
á Krúsa


Kaffi
Jarlaskáldið
á Fífí

Þessa góða fólk kom á flöskudeginum. Sötraði öl, át snakk og fór í pottinn.

Laugardagur rann upp bjartur og fagur. Fyrsta skrefið var að möndla morgunmat sem var amerískar pönnukökur, sýróp, smjör, egg og beikon. Fljótlega var farið í bíltúr þar sem rangur misskilningur átti sér stað og vitlaus afleggjari valin. Slóðinn var síðan ekið uns honum lauk. Amk var þetta ný leið sem engin hafði farið svo þetta var ekki alslæmt. Í sárabætur var bara farið í sund í staðin í Hrunalaug.
Svo eftir að í bústaðinn var komið hófst matseld. Þá komu síðustu átvaglarnir

Hvergerðingurinn
Margrét
á Pass

Úff hvað maturinn var síðan góður og allt sem við átti að éta með því. Best að hafa þetta ekkert lengra heldur leyfa fóki bara að njóta mynda bæði til að rifja upp sem og sjá hverju það missti af.
Skáldið hefur sínar myndir hérna og hins vegar er hægt að skoða frá Litla Stebbalingnum hér

Kv
Manneldisráð

fimmtudagur, október 02, 2008

LGB

Matarinnkaupanemd VÍN fór einmitt í innkaupaferð í dag og verslaði mat fyrir tugi þúsunda ofan í hungraða VÍN-verja. Að flestu leyti var keypt inn í samræmi við áður auglýstan matseðil en þó var sú breyting gerð, þar eð dádýrakjöt var hvergi að finna, að snæddur verður krónhjörtur, sem áður spókaði sig um í skosku Hálöndunum. Fróðir menn segja að ket af krónhjörtum sé jafnvel enn betra en dádýr, þannig að það er bara hið besta mál. Ætti allavega að duga til að bouffast...

Nemdin

miðvikudagur, október 01, 2008

Bíltúr dauðans

Það hefur nú vart farið framhjá nokkrum lesandi manni að La Grande Bouffet er núna um komandi helgi. Þrátt fyrir að megin tilgangurinn sé að éta sig saddann þá snýst nú ekki öll helgin um eldamennsku. Það þarf nú líka að gera eitthvað af sér á laugardeginum og þá hefur bíltúr æði oft orðið fyrir valinu og helst eitthvað jeppó.
Jeppadeildin ætlar ekki að skorast undan ábyrgð og koma nú með tillögur.
Fyrst ber að nefna að einum hafði dottið í hug að kíkja upp að Hagavatni en sá stóri galli er á því að þar er ekki hægt að taka hring.
Annað er fara Tangaleið þe frá Gullfossi og að Hólaskógi (þar sem er ekki stingandi strá).
Svo væri líka í stöðunni að fara Skáldabúðaheiði og taka síðan Tangaleið annaðhvort til austurs eða vesturs. Líka er hægt að halda áfram í norðurátt að Sultarfitum. Taka slóða þaðan inná Gljúfurleit og enda við Stultartangastöð.
Hver svo sem loka niðurstaðan verður þá er það lagt til að endað verði í Hrunalaug. Þar sem þetta verður á laugardegi er vel við hæfi að skella sér í laug og lauga sig. Enginn vill heldur vera skítugur við matarborðið um kveldið

Kv
Jeppadeildin