mánudagur, nóvember 11, 2013

Sumarið framundan



Þrátt fyrir að árið 2013 sé ekki einu sinni búið og langt, samt ekki svo, í næzta sumar langar mig að koma niður nokkrum hugrenningum.
Langar bara að kanna hvort það sé einhver stemning fyrir því að samstilla sumarfríin hjá gildum V.Í.N.-limum næzta sumar amk að einhverju leyti. Veit að einhverjir kunna að þurfa taka sitt frí á einhverju ákveðnu tímabili og ekki víst að það henti öllum. En allt byrjar þetta á því að skoða málin. Alla vega þætti Litla Stebbalingnum það áhugaverður kostur að geta smalað saman gildum limum í V.Í.N. í góðan 7-10 daga sumartúr sumarið 2014. Kem örugglega til með að minna á þetta þegar fer að líða að því að fólk þurfi að ákveða sumarfríið sitt. Amk er þessu hér með kastað fram

fimmtudagur, nóvember 07, 2013

Burtfarardagur



Messudagur rann upp og það táknaði bara að upp var runinn brottfarardagur. Þar sem við áttum kveldflug þá lá okkur ekkert á og tókum því bara rólega þann daginn. Tókum smá rölt um bæinn. Svo kom bara að því að koma sér niður að lestarstöð og koma sér í flugvöllinn. Við tók svo bara tími á flugstöð sem er eins og flestir vita.
En svona í lokin þá viljum við bara þakka heiðurshjónunum og sendiherrahjónunum kærlega fyrir höfðinglegar móttökur. Takk kærlega fyrir okkur

En amk er hægt að skoða myndir frá þessum síðasta degi í Svíþjóð hér