föstudagur, apríl 27, 2007

Fram þjáðir menn í þúsund löndum


Eins og sést í pistlinum hér fyrir neðan stefnir heilsuræktardeild VÍN á að fagna verkalýðsdeginum með því að arka upp á fjall, líklegast Eyjafjallajökul. Innan VÍN er einnig ört stækkandi deild öryrkja og letingja sem hefur andstyggð á líkamlegri hreyfingu og í raun öllu sem stuðlar að bættri heilsu. Er það ætlun deildar þeirrar að fagna baráttudegi verkalýðsins með undirbúningsferð í Mörkina mánudagskvöldið 30. apríl, slá þar upp tjaldbúðum, grilla sperðla og syngja baráttusöngva, og jafnvel möguleiki að einhver hlekki sig við vinnuvélar ef stemning verður fyrir því. Öllum er velkomið að slást með í för, hvað sem þeir hafa í hyggju, t.d. er ekki svo ýkja langt í Eyjafjallajökul frá Mörkinni ef menn eru að spá í því.

Öryrkjadeildin

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Gönguferðir á þriðjudögum í sumar

Jæja heilsudeild VÍN hittist í gær og setti niður dagskrá fyrir þriðjudagskvöldin í sumar (fyrir utan 1. mai þá er dagsferð).

Dagskráin er:

Mai
1. mai Dagsferð á Eyjafjalljökul eða Botnsúlur
8. mai Hjólaferð kringum Úlfarsfell
15. mai Gönguferð á Vífilfell
22. mai Gönguferð á Esjuna
29. mai Hjólaferð í Gróttu

Juni
5. Juni Gönguferð á Skállfell eystra (Hellisheiði)
12. juni Hjólaferð í Heiðmörk
19. juni Gönguferð á Keili
26. juni Sundferð í Reykjadal

Juli
3. juli Hjólaferð að Gljúfrasteini
10. juli Gönguferð á Hvalfell
17. juli Hjólaferð á Álftanes
24. juli Gönguferð á Akrafell
31. Juli Gönguferð á Hengil

Agust
7. agust Hjólaferð að Hafravatni
14. agust Gönguferð á Búrfell í Grísmesi
21. agust Gönguferð á Stórkonufell
29. agust Hjólaferð um Elliðarárdal

Ef þið viljið fá þetta á Exel formi til að hengja á ískápinn, látið mig þá vita.

Fyrir hönd göngudeildar VÍN
Maggi

mánudagur, apríl 23, 2007

labbaafsérspikiðísumarplanfundur

helú

undirritaður og Staffan boðum hér með til "labbaafsérspikiðísumarplanfundar" annað kvöld
í vistarverum Frostafoldargreifans.

Okkur mannvitsbrekkunum þykir það snjallt svona snemmsumars að setja saman heilsubótarlabbitúraplan fyrir komandi mánuði. Menn og konur eru dreifð tvist og bast yfir sumartímann (líkt og fyrri sumur) og því getur verið erfitt að hóa saman mannskap í góðan túr.

Að plotta nokkra túra fram í tímann gæti því verið spaklegt....ef einhver er ósammála þá má sá hinn sami bara vera það.


Þetta er dulítið lítill fyrirvari en ef menn og konur sjá sér fært um að mæta og hafa skoðun þá væri það "verrí schön"

Sumsé:
Ef einhver hefur skoðun á hvort, hvert og hvenær við ættum þramma í sumar skal sá hinn sami mæta á morgun og lemja rest til hlýðni.


kv
Gölturinn

(PS. Þess má að auki geta að Blöndudalurinn er farinn að dæla myndum inn á lýðnetið og má sjá þær hér auk þess sem tengill er á þær hérna hægra megin (innsk. Jarlaskáldið)).

laugardagur, apríl 21, 2007

Sumri fagnað


Samkvæmt venju var haldið á Snæfellsnes á síðasta vetrardag með það fyrir stafni að skunda upp á Snæfellsjökull og taka þar fagnandi á móti sumri. Allt hefðbundið enda V.Í.N. félag hefða eins og nokkrum sinum hefur komið fram áður. Það voru sex manns sem heldu á Nesið þó svo að einungis 4 þeirra settu markið á Snæfó-jökull.
Kaffi og Fatlafólið fóru í fyrra fallinu á Fífí og gerðust með því ,,White RV trash´´ . Að auki ætluðu þeir sér ekki í neina sumargöngu og gátu því ekki gist í tjaldi. Á eftir þeim komu svo þeir sem ætluðu að ganga og gista í tjaldi, enda komið sumar og tími á að viðra tjöldin. Þetta voru

Stebbi Twist
Maggi Móses

á Jenson sem farartæki

og síðan

Gvendur Dúllari
Magnús frá Þverbrekku

á Gullna hananum, sem kom þeim á milli.

Drengirnir tóku vel á móti okkur er komið var á Arnarstapa og gáfu af sér einn kaldann. Fór allt frekar rólega fram og fljótlega eftir að menn voru búnir að tjalda var komið sér ofan í poka. Þrátt fyrir að vetur og sumar hafi frosið saman þá sváfu allir eins og ungabörn og engum varð meint af.

Risið var úr rekkju á níundatímanum að morgni sumardagsins fyrsta þ.e.a.s þeir sem ætluðu sér að ganga og skíða. Eftir morgunmat, morgunmessu og Mullersæfingar var haldið upp í moti. Ekki fór nú Jenson langt, enda varla við miklu að búast og var því fjórmennað í Hilux til að komast ofar.
Var það samdóma álit að snjóalög væru með mesta móti m.v. síðustu ár og var svo parkerað aðeins fyrir neðan lyftu. Uppganga gekk með ágætum og var toppað eftir einhvern tíma í lapp upp í móti. Skyggni var gott til að byrja með en ekki svo gott þegar toppurinn nálgaðist og á tímabili sást varla út fyrir buxnaklaufina. En hvað um það. Færi var svona og svona. Klaki á köflun, þó ekkert Heklufæri.
Niðurferð gekk svo eftir atvikum og þrátt fyrir vinstri sveiflu á skiluðu sér allir á réttann stað að lokum. Það verður að segjast að færið við skíðalyftuna var nokk skemmtilegt og gerði þetta ómarksins virði.

Eftir að niður var komið var ákveðið að aka út fyrir Nesið og enda þetta á léttum bíltúr. Var það hinn fínasti bíltúr með nokkrum myndastoppum, á Hellissandi pulsuðu við okkur upp og kaffipása á Stykkishólmi þar sem enginn þurfti að gera stykkin sín þar í hólmanum.
Fínasti túr með góðri göngu og bíltúr í lokin. Takk fyrir túrinn.

Þar sem hirðljósmyndarinn á við tímabundina fötlun við að stríða þessar vikurnar þá var hann ekki með upp á jökull en hann var á láglendinu ásamt Haffanum og tók þar nokkrar myndir sem má skoða hérna

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, apríl 15, 2007

sömmerdei þö först

jamm og jæja

Í tilefni þess að landsfundir Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar báru upp á sömu helgi og það er kominn sunnudagur þegar þetta er skrifað voru ég og Frostafoldargreifinn spökulera hvort menn og konur væru í stuði fyrir sömmerdei þö först-sprelli næstkomandi miðviku-og fimmtudag.

kv
Magú

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Tízkan í dag

Sælt veri fólkið!

Án efa hafa glöggir lesendur tekið eftir því að ætlunin er að koma V.Í.N.-liðum í nýjar V.Í.N.-peysur. Var fólk vinsamlegast beðið um að drífa sig í næstu verzlun 66 norður og máta þar Vík heilrennda og koma upplýsingum til Litla Stebbalings í rafrænu formi. Eitthvað hefur staðið á því að maður sé kominn með alla þá sem ætla sér að vera með. Þó hafa eftirfarandi einstaklingar verið til fyrirmyndar í þeim efnum. Þetta sómafólk er:

Stefán Þórarinsson
Guðrún Jóna Sveinbjarnardóttir
Magnús Andrésson
Arnór Hauksson
Halldór Magnússon
Vignir Jónsson
Alda Guðbjörnsdóttir
Ólafur Magnússon
Erna Guðmundsdóttir

Þetta er það toppfólk sem er búið að máta og láta allar nauðsynlegar upplýsingar fylgja með. Þeir sem ætla sér að vera með og eiga eftir að komast í hóp með þessu fólki hér að ofan. Fyrir þá er um að gjöra að koma sér á næsta útsölustað 66 norður og komast að því hvaða stærð hentar og senda undirrituðum tölvupóst (stebbitwist@hotmail.com).
Fyrir þá sem ekki eru klárir á verðinu þá reiknast mér til, skv upplýsingum frá tilboðsleitanda, að verðið sé krónur 7840 auk merkingar. Er þó birt án ábyrgðar og verður það að líklegra til árangurs að láta hagfræðing V.Í.N. gefa út endanlega tölu.

Kv
Fatanemd

laugardagur, apríl 07, 2007

Hekluganga




...eða öllu heldur, mikið frekar og réttara sagt tilraun til þess.

Það var að morgni skírdags 2007 að nokkrir meðlimir göngudeildar rifu sig á lappir fyrir allar aldir. Ætlunin var að ganga upp á Heklu og skíða síðan þar niður fannir þess. Alls voru það 6 svalir sveinar sem lögðu af stað og það voru:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Tiltektar-Toggi

Á Barbí sem farartæki
Síðan voru

Þverbrekkingurinn
Jarlaskáldið
Inter-Tótó

Og höfðu þeir Lúx til að koma sér á staðinn.

Dagurinn rann upp bjartur og fagur. Við Kambabrún brosti suðurlandsundirlendið við okkur. Ekið var fram hjá háttvirtum Landbúnaðarráðherra uns komið var í Rangárþing. Á söguslóðum lessumyndbandsins var hópurinn sameinaður og þá sem ein heild.
Upp förum við um uppsveitir Rangárvallarsýslu og sjáum þar dýr, já dýr eru góð.
Rétt við Heklurætur fundum við snjó en allt hafðist þetta að lokum og við komum bílunum þangað sem við ætluðum okkur.

Hófst þá undirbúningur fyrir uppgöngu og síðan var hafist við göngu. Það var gengið upp í mót og enn voru veðurguðirnir okkur hliðhollir sem og snjóalög. Aðeins eftir því sem ofan dró fór að bera á ís og sleipum snjó. Áttu menn miserfitt að fóta sig og síðan losuðu sumir sig undan skíðunum þó missnemma og enduðu allir á tveimur jafnljótum. Áfram var þó haldið upp á við og ætíð varð sú gamla sleipari og sleipari auk þess sem ský tóku nú að hrannast við toppinn og með því að takmarka okkur sýn
Þegar svo var ástandið var ákveðið að snúa við og því sáum við ekki andyri að hélvíti að þessu sinni. En það má alltaf reyna aftur.
Menn voru svo mismikið á rassinum á leiðinni niður og var hægt að sjá ýmsar aðfarir við að komast við að bílunum. Allir komust þó niður að lokum og það þokkalega heilir, svona amk eftir atvikum. Nokkrar festur urðu svo á bakaleiðinni en engin alvarleg. Svo sem bara gaman að þvi. Við tók svo steindauður en skemmtilegur þjóðvegaakstur heim á leið.

Eins og sjá má á nafnalistanum hér að ofan var sjálft Jarlaskáldið með í för. Líkt og hirðljósmyndara er von og vísa var það vopnað myndavél og sjá má afköstin hér.

Taka skal það fram að ekki einn einasti leiðangursmanna heklaði dúk í þessari ferð.

Að lokum vill sagnaritari þakka samferðamönnum sínum úr þessari ferð og það verður svo reynt aftur við betra tækifæri. Stór efa að sú gamla sé að fara nokkuð í bráð.

Kv
Göngudeildin

(Uppfært 08.04.07)
Þá hefur enginn annar en Tiltektar-Toggi sett inn sínar myndir, frá þessari annars ágætu för, á sína myndasíðu. Þær er hægt að skoða hérna

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Páskasprell

Jú góðan daginn

Upp hefur komið sú hugmynd að nú þurfi VÍN-gengið að kreista á sér bumbuna til fjalla og nýta einhvern af komandi "jesúdögum" til þess.

Í tilefni þess að rigningu er spáð alla páskahátíðina nema skírdag þykir "jesúdagur hinn fyrst" tilvalinn til bumbukreistu.

Plottið er að prjámast upp Hekluna og drösla plönkum og/eða einblöðungum með.

Sumsé:
"Jesúdagur hinn fyrsti" + Góð veðurspá....skv. mbl.is og ekki lýgur Styrmir...nema stundum!!!! + Góðir ferðafélagar + Taka daginn snemma...ræs úr bænum fyrir 08:00......er í bjartsýniskasti!!! + Druslast upp Hekluna annað hvort frá Skjólkvíum eða yfir Hraunið...lövlí + draga planka tvo eða einblöðung með + súpa af einum bjór á toppnum + ".....á skíðum skemmti ég mér.... niður suðvesturhlíðar fjallsins...." + komið niður í bíl + monta sig alla páskana yfir afrekinu = PRÝÐILEGT PLAN

kv
Gölturinn