fimmtudagur, desember 16, 2004

Eins og sjá má á teljara hér t/v á síðunni, mikið leiðist mér að benda til vinstri, þá styttist óðum í Ítalíuför V.Í.N. til Selva. Þá verður ekki leiðinlegt að stíga um borð í eina svona og svífa svo um loftið, lenda á Marmolada til þess að renna sér niður. Já, þetta verður alls ekki leiðinlegt.

sunnudagur, desember 12, 2004

Eins og flestir vitibornir Íslendingar vita þá kom fyrsti jólasveininn til byggða nú um síðustu nótt. Þrátt fyrir að hann Stekkjastaur hafi ekki þegið far með jeppadeild V.Í.N. nú þegar hún var síðast á fjöllum, í fyrstu í aðventu, þá skilaði hann sér niður á láglendið. Hann meira að segja gerði sér lítið fyrir og kom við í Grafarvoginum og gaf litla Stebbalingum í skóinn og líka honum Willy. Fengum við einn hjöruliðskross í skóinn. Gaman væri að vita hvort hann Stekkjastaur hafi komið við hjá fleirum og jafnvel hvort hann hafi þá komið við í t.d. Týrólalandi.

Svona að lokum, þó það komi þessu máli að ofan ekkert við, þá er rétt að minnast á það að nú eru ekki nema 201 dagar í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. 10.árið í röð, sem er magnað.


þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Eins og þegar hefur komið fram hérna á síðunni á undan þá fór jeppadeildin í nýliðaferð 4X4 nú um síðustu helgi. Að vísu fór jeppadeildin sem hópstjórar en ekki nýliðar. Einn spurning brann á okkur öllum og sú var: Skyldi Pétur Nýliði vera þarna á svæðinu í nýliðaferðinni.

Undirrituðum hafði verið úthlutað hópi D sem átti að leggja af stað frá Lélegt á Vesturlandsvegi kl:18:30 á flöskudagskveldinu. Eftir að hafa hringt út liðið á fimmtudeginum var skundað inn í skúr. Þá átti að gera njög svo einfaldan hlut sem var að strekkja á viftureim. Það byrjaði að brotna einn bolti sem varð að keðjuverkun sem endaði með ónýtum rafaflsgjafa. Nú var úr vöndu að ráða. Lítið sem ekkert að gera á fimmtudagskveldinu. Málið endaði með því að maður bónaði bara Willy á fimmtudagskveldinu og gerði allt annað klárt fyrir utan rafmagnsaflsgjafann. Nokkuð merkilegt að eitthvað sem er ekki til skuli geta stoppað mann svona. Eftir athugun á flöskudeginum kom í ljós að svona rafaflsgjafi var til í Hafnarfirði, af öllum stöðum, og endaði með því að Runólfur kippti einum með það sem hann átti leið um Hafnarfjörð. Kom hann honum til mín í vinnuna. Þar sem maður var ekki búinn að vinna fyrr en kl:18:00 og þá var drifið sig heim og beint í skúrinn. Það var sem manni væri ekki ætlað að fara þarna á flöskudeginum því nú kom það í ljós að enginn bolti var til að strekkja á rafaflasgjafanum. Þar sem þetta er tommubolti var ekkert hlaupið í Húsasmiðjuna til að redda bolta og maður sá fram á að vera í bænum með bullandi öræfaótta. Eftir að hafa talað við Runa og viti menn kappinn fór í málið og sagði svo: ,,farðu í Hafnarfjörð, (af öllum stöðum) til Kela mág og hann á bolta handa þér´´. Það var við það hoppað upp í bíl og ekið sem leið lá í guðsvolaðan Hafnarfjörð. Þar eru bara vegaframkvæmdir og hringtorg sem tefja mann og svo verður maður ringlaður af öllum þessum hringtorgum að maður getur ekki fundið staðinn og villist. Þarna var lítil, einmana og skíthræddur Stebbalingur í Hafnarfirði og það eftir að skyggja tók. Ekki veitir það á gott. Eftir að hafa svo loks fengið leiðsögn þá fannst skúrinn og boltinn fékkst. Nú var ekkert annað að gera nema koma sér úr Hafnarfirði og það sem hraðast og fyrst. Það var mikil léttir þegar litli Stebbalingurinn komst aftur í öryggið í Grafarvoginum og beinustu leið í skúrinn að skrúfa. Í fór rafaflsgjafinn og hlóð kvikindið sem nýr væri. Nú var bara að sjá hver staðan væri á hópi D (sem var upphaflega minn hópur og Runólfs) voru þeir þá að renna inn í Hrauneyjar. Eftir að hafa spjallað við VJ og við ráðið ráðum okkur og borið saman bækur sáum við að það var eiginlega heldur seint í rassgatið gripið og við værum alltof seinir til að geta náð hinum. Var því ákveðið bíða laugardags og sjá þá til. Við ákvæðum þess í stað að horfa á tímamótaverkið Old School og éta eitthvað af þessu nesti sem við höfðum verzlað kvöldið áður. Haft var samband við Skáldið og hann boðaður á staðinn, enda fer þar smekkmaður á kvikmyndir. Þegar svo vel var liðið á þessa epískustórmynd hringdi Runólfur og var að láta vita að þeir væru komnir yfir Þjórsá þar sem einn Bronco væri með ónýtan afturöxul. Minnist hann á ef hægt væri að útvega öxul hvort maður væri ekki til að koma til móts við þá með öxulinn. Ekki var hægt að skjótast undan þeirri ábyrgð.


Það var svo rúmlega 10:00 á laugardagsmorgni er síminn glumdi hjá mér og á línunni hinum megin var Runólfur. Hann tjáði mér að öxul væri á leiðinni til minn og hann yrði kominn einhverntíma milli 11:00 og 11:30. Líka varð hann að minnast á að þarna væri sól og blíða. Maður leit út og hugsaði ,,auðvitað´´. Líka tjáði hann mér að það væri frábært færi. Allt gert til að hrista úr manni öræfaóttann sem var þó eiginlega ekki til staðar. Maður spratt á lappir, ræsti út Vigni, fékk mér að éta, í sturtu og dótið inn í bíll. Þetta var allt saman gert til að vera tilbúinn og geta lagt af stað um leið og hluturinn kæmi. Svo beið maður og biðin varð lengri og aðeins lengri. Þegar svo Runólfur hafði samband um 12:30 og heyrði að maður væri enn að bíða eftir öxlinum fór hann að kanna málið. Það var svo rúmlega 13:00 sem haft var samband og spurt hvar ég væri svo hægt væri að koma stykkinu til mín. Ákveðið var að hittast á Olísstöðinni úti á horni. Þarna um 13:30 var maður loks kominn með öxulinn í hendurnar. Næst var að pikka upp VJ sem var gert og ekki tók það langan tíma. Nú þurfti bara að renna við í sérvöruverzlun ríksins og næla þar sér í jólabjór. Það var svo 13:45 sem við loks vorum komnir við borgarmörkin á leið til fjalla. Ekki fannst okkur leiðinlegt að vera loks komir með stefnuna í Setur þó eiginlega 2.klst seinna en til stóð í upphafi. Nóg um það. Það var frekar þungbúið og aðeins ýrjaði úr lofti á okkur. Þoka tók við í Hveradalabrekkunni en þó ekki lengi því fljótlega tók við heiðskýrt gat og við blasti suðurlandið og Vestmannaeyjar, með sínar 10 ljúfu minningar, þegar við renndum hjá Ingólfsfjalli var fjallasýnin ekki amaleg og við sáum þá hvað menn höfðu verið að tala um. Eftir stuttan stanz í Hnakkaville þar sem Willy fékk að drekka og Vigni sýndir alvöru bílar var haldið sem leið lá upp í Hrauneyjar. Lítið merkilegt gerðist þar á milli enda maður búinn að fara þessa leið oftar en tvisvar og jafnvel þrisvar. Þó fannst okkur sólin vera lágt á lofti klukkan 15:00 enda kannski ekki óeðlilegt miðað við hvaða árstími er. Við komum að benzínbælunni í Hrauneyjum nákvæmlega kl:15:35:48. Eftir að hafa tankað og gert það upp fengum við GPS-punkt hjá Runa hvar við ættum að beygja út af Kvíslaveituvegi. Að gömlum og góðum sið var kvittað í gestabókina og kíkt aðeins á Fógetann. Þar sem maður vissi hvað beið manns taldi maður enga þörf á að tefla við páfann í Hrauneyjum. Okkur var nú ekkert að vanbúnaði að halda för okkar áfram. Það verður að segjast að veðrið var vægast sagt frábært og fjallasýnin var mögnuð og jafnvel enn magnaðri þegar dalalæða kom þarna yfir. Það var svo aðeins frelsað loft úr hjólbörðunum til aðeins að mykja. Þegar við komum svo að GPS-punktinum sem Runi hafði gefið okkur þá fór það ekkert á milli mála að þarna átti maður að taka vinstri beygju. Nýr punktur var settur í GPS-tækið sem var Setrið og sagði það að 19 km væru í skála. Þarna var líka hleypt úr og farið niður í 6.psi því maður var aðeins smeykkur við grjót. Við ókum svo þar sem leið lá á vestur átt, upp og niður holt og hæðir bíðandi þess að koma að Sóleyjarhöfðavaði. Við vissum það að Broncoinn væri vestan megnin við vaðið sem var allt á ís. Við höfðum fréttir af því að vel hefði gengið að komast yfir þó aðeins hefði blotnað ísinn og skemmst er að minnast Hnjúkakvíslarninar. Þegar við vorum svo á voða fínni sléttu sáum við allt í einu glitta í bíl og þá föttuðum við það að við værum á miðri Þjórsá á ís. Allt gekk þó vel og við renndum við hlið Broncoins. Þarna var sú pólitískaákvörðun tekinn að nota þetta stanz til snæðings. Meðan undirritaður kom öxlinum fyrir frammí Broncoinum útbjó VJ túnfisksamloku handa okkur. Við höfðum séð ljós í fjarska í smá tíma og okkur grunnaði að þarna væru strákarnir á ferðinni að koma á móti okkur. Þar sem við sátum að snæðingi birtust þeir Runólfur og Maggi Brabra. Þarna með þeim í för voru Halli Kristins í Tvistinum og Tiltektar-Toggi og Dabbi í Barbíinum. Eftir stutt spjall var ekkert annað að gera í stöðunni nema bruna sem leið lá að Setrinu eða um 14.km leið. Það verður bara að segjast alveg eins og að færið var alveg geggjað og þrátt fyrir að nánast hafi verið malbikað að Setrinu þá var oft best bara að marka eigin för og mikið fjandi var gaman að láta gamninn geysa þarna. Við renndum svo í hlað fyrir framan Setrið rétt um 19:00 þarna voru saman komnir 30 jeppar auk þess sem við bættumst þarna í hópinn. Það yrði of langt að telja alla fram en hér er listi um nýliðina. Þó var Pétur nýliða hvergi að finna en við vorum þó ekki búnir að gefa upp alla von. Eins og hefð er þá verður maður að telja upp einhverja jeppa og þá sem í þeim voru og er þá ætlunin að hafa þá hópstjórana/fararstjórana:

Stebbi Twist og Vignir á Willy´s CJ7

Runólfur, Tiltektar-Toggi og Dabbi á Toyota Land-Cruiser 90

Maggi Brabra og Halli Kristins á Toyota Land-Cruiser 70

Arnór og Birkir á Toyota Hi-Lux Double Cap

Atli E á Toyota Hi-Lux Double Cap

Svo var það Elvar sem stýrði ferðinni úr bíl hjá einum af nýliðunum.

Þarna heilsaði maður upp á liðið sem var að fullu við að grilla og var okkur VJ bara tekið þarna fagnandi þrátt fyrir að hafa mætt seint en þó vonandi ekki illa. Bílaflotinn þarna samanstóð af nánast öllum tegundum. Þó nokkrir uppfylltu öll skilyrði til að vera fullgildir meðlimir í ,,Major League´´, nokkrir Semi meðlimir þ.e japanskir með amerískt hjarta og afgangurinn tilheyrði ,,Little League´´. Það leið ekki á löngu uns Albert nokkur birtist og þakkaði mér fyrir að koma með öxulinn sem var hið minnsta mál fyrst það gekk svona vel. Stuttu síðar var komið með fyrstu rolluafturhásinguna og þrátt fyrir að hafa verið nokkuð blóðug, allt að því jarmandi, þá var nánast slegist um að fá bita. Þeir sem voru að fara að redda Broncoinum fengu með þeim fyrstu og komu sér svo að stað til að lagfæra Broncoinn. Allir fengu svo kjét og vil ég þakka kokkunum fyrir góðan mat. Við fengum svo okkar hlut og settumst frammi þar sem við sáttum svo þar fram eftir kvöldi. Þarna ræddu menn um jeppa, tölvumál og fleira nördalegt en höfðu samt gaman af. Þarna hafði ekkert bólað á Pétri Nýliða en við vorum ekki búnir að gefa upp alla von meðað finna Pétur Nýliða. Það var svo skriðið í koju rúmlega 01:00 og farið að sofa. Það var svo seinna um nóttina sem við vorum vaktir af einum kappa sem tjáði okkur að einn bíll væri búinn að rústa dekki (þessi mynd kemur þessu máli ekkert við). Sá bíll fór víst til móts við þá til að kippa Patrolnum upp úr krapapit. En af björgunarleiðangrinum var víst að frétta að öxulinn var kominn í og dekkið á, en þeir náðu honum ekki í gang. Víst ónýt glóðarkerti. Þeir fóru svo til baka með eitt varadekk og skiptu um dekk. Þannig að það mál reddaðist .


Það var svo alltof snemma á sunnudagsmorgninum sem síminn glumdi hjá einum. Ekki reyndist svo auðvelt að finna símakvikindið til að slökkva á vekjaranum fyrr en einhver tjáði að síminnn væri undir dýnunni hans Elvars. Eftir að hafa komið sér á fætur urðu hin hefðbundnu morgunverk næst á dagskrá sem auðvitað eru morgunmatur, Mullersæfingar og að sjálfssögðu morgunbæn/messa. Maður var bara fljótur að verða ferðabúinn því maður hafði verið óvenjulega sjéður á laugardagskveldinu og tankað. Svo eftir að maður var búinn að pakka ofan í poka og fá sér kaffisopa var maður nánast ferðbúinn. VJ kom dótinu okkar fyrir inní Willy og á meðan gekk sá gamlin en um leið síungi, og fékk að hita sig. Það voru þó nokkrir fulltrúar hreingerningardeildar voru þarna svo að skálinn var þrifinn hátt og lágt. Áður en lagt var af stað var nauðsynlegt að taka eina loka fallprufun á kamrinum og að sjálfsögðu varð kamarinn fyrir valinu. Þar er á sama tíma var líka einn fulltrúi hreingerningardeildar að bíða eftir að komast á settið og þar sem maður er svo vel upp alinn herramaður þá eftirlét maður kvennmanninum vatnsklósettið. Ekki það að holan hafi verið verri kostur. Nóg um það. Þegar allt hafði verið gert klárt, þrifið og gengið frá eftir mannskapinn fór hver hópurinn af stað á eftir öðrum. Sjálfir fórum við með okkar upprunalega hóp eða hóp D. Þarna hafði hlýnað talsvert frá kvöldinu áður og hafði verið snjókoma/slydda í einhvern tíma. Eftir að lagt hafði verið af stað kom í ljós að snjóblinda var all mikill og allt rann saman í eitt hvít og varla að maður greindi förin. Sú leið sem var farin var norður fyrir Kerlingafjöll áleiðis á Kjöl. Ferðin gekk barasta nokkuð vel þrátt fyrir nokkrar festur hér og þar hjá hinum og þessum. Ekkert sem óeðlilegt geti talist. Þegar við vorum komnir undir Loðmund breytist slyddan í rigningu og ekki nóg með það heldur snarminnkaði snjórinn líka þarna. Þá var líka kominn tími til að bæta aðeins í dekkinn aftur því grjótið var farið að standa óþægilega vel uppúr á sumum stöðum. Við renndum svo í Kelló og áttu sumir í meira basli með síðustu brekkuna en aðrir. Allir komust þó upp að lokum. Þarna uppi á hryggnum er óhætt að segja að hafi verið skítaveður eða þvílíka rigningin og slíka rokið. Þarna minnkaði líka snjórinn alverulega og átti bara eftir að minnka. Næst var það Ásgarðsáin sem er ekki nokkur farartálmi. Leiðin upp á Kjöl var ekki svo slæm þrátt fyrir nokkra krapabelgi hér og þar en lítið mál var að þræða þá. Áin við Gýgjarfoss var frosinn og held ísinn svo ekki var það mikið mál. Næst svo einhver spræna sem ég man aldrei hvað heitir en þar voru bakkarnir sæmilega háir en ekki mikil fyrirstaða sérstaklega ef maður sveigði aðeins til hægri þegar uppúr átti að fara. Fljótlega komum við svo á Kjalveg og var hann all blautur. Það var svo við eina brekkuna stuttu eftir að við komum á Kjöl að annað drifskaftið hafði losnað undan Wagonernum og var 100% næloni komið á milli hans og Patrol. Menn festu sig svo hér og þar í krapanum á Kili en það er bara eitthvað til að hafa gaman af í. Alltaf minnkaði snjórinn eftir því sem sunnar dró og í stað krapans tók við fljúgandi hálka og tóku menn bílana í danskennslu og sýndu þeim sem á eftir voru vel valin spor. Brekkan upp að Beinakerlingunni reyndust sumum aðeins erfiðari en öðrum en allir komust upp að lokum. Eftir að Bláfellshálsinum lauk var nánast allur snjór farinn. Þegar við vorum svo komnir yfir Sandá má eiginlega segja að allt hafi verið orðið iðagrænnt eða svona allt að því. Menn stoppuðu svo til að pumpa í dekkinn og heldu svo niður að Geysi. Þegar á Geysi var komið fóru nokkrir að ráðum háttvirts Landbúnaðarráðherra og fengu sér einn ,,nong í klebbi´´ til þess að verða stórir og sterkir. Þarna var líka ferðinni slitið og menn þökkuðu fyrir sig um leið og þeir kvöddust. Við VJ tókum þá ákvörðun að fara Gjábakkaveg (Lyngdalsheiði) heim. Við höfðum fréttir af því að þar væru nokkrir skaflar sem ættu ekki að vera neitt vandamál. Við fórum svo þessa leið og þetta reynist satt. Nokkrir skaflar urðu á vegi okkar en ekkert vandamál. Þarna hittum við líka einn slyddujeppa sem ákvað að snúa við eftir að hafa rædd við okkur. Ekki er ég viss um að þessi leið hafi reynst vera fljótlegri en skemmtilegri var hún heldur en Hellisheiðin, enda vorum við svo sem ekkert að flýta okkur heim. Við komum svo í Árbæinn rétt fyrir fréttir á Stöð 2 á sunnudagskvöldinu eftir góða ferð.

Ég vil bara þakka ferðafélögum mínum fyrir góða helgi, þó stutt hafi verið hjá mér. Takk fyrir mig þetta var gaman. Eitt olli okkur þó vonbrigðum en það var að hvergi var Pétur Nýliða að finna í þessari nýliðaferð.

Að lokum. Þrátt fyrir frábæra helgi þá bar einn skugga á en það var banaslysið við Vonarskarð. Vill undirritaður fyrir hönd jeppadeildar votta aðstandendum, vinum og ferðafélögum þess látna samúð sína. Það er aldrei of varlega farið.

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Ekki á morgun heldur hinn, þá er komið að næstu jepparferð. Eins og áður hefur komið fram er stefnan sett á Setur, sem er fyrir sunnan Hofsjökul.

Það eru í kringum 25 bílar sem eru að fara í þessa ferð.

Væntanlega verður farið kl 17:00 og 18:00 úr bænum.


mánudagur, nóvember 22, 2004

Þá eru bara 4 dagar næstum 3 þangað til það verður jeppaferð í Setrið..... og ekki er veðrið að spilla fyrir.

Snjór frost og önnur flottheit.

Hérna er svo mynd af hinum mikla skála Setrinu.

laugardagur, nóvember 20, 2004

Aðeins 6 dagar í næstu jeppaferð. Farið verður þá inn í Setur í nýliðaferð 4x4.

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Svona eins og glöggir lesendur hafa sjálfsagt tekið eftir þá lagði jeppadeildin land undir dekk núna síðustu helgina í október. Sem átti sér svo framhald fyrstu helgina í nóvember en sú saga kemur síðar. Ferð þessi var farinn með bílaflokk Flugbjörgunarsveitarinar í Reykjavík.

Það var svo flöskudaginn 29.okt. s.l. sem ferðalag þetta hófst. Um klukkan 18:45 renndi undirritaður í Kleifarselið til að taka upp Jarlaskáldið sem átti að vera kóari í þessari ferð. Eftir að hafa hlaðið dótinu hans Nóra um borð í Willy var komið víð í nýlenduvöruverzlun, á æskuslóðunum, áður en rennt var í hlað á Lélegt við Vesturlandsveg. Var þar megin hluti hópsins mættur á svæðið. Eftir að hafa lagt Willy við dæluna komu Jón Sigfús, hér eftir nefndur bara JónFús, og Arnar til að aðstoða við dælinguna. Var Willy þarna kominn á tvo spenna og ekki veitti af. Eftir að hafa styrkt Skeljung, sem ekki veittir víst af þessa dagana, með bensínkaupum og pylsuáti var loks hægt að koma sér út úr bænum. Næsta stopp var Hnakkaville þar sem komið við var á góðum stað til að næra sig. Þrátt fyrir að við bræðurnir höfðum snætt í bænum ákváðum við að hafa ungmennafélagsandan í heiðri og vera með og fengum okkur því einn bita hvor. Þarna afrekaði Halli Kristins það að henda debetkortinu sínu. Snilld það sem átti eftir að vera brandari það sem eftir lifði ferðar. Eftir að menn voru orðnir mettir var ekið sem leið lá í uppsveitum Árnessýslu og yfir í Rangárvallasýslu og ekki numið staðar fyrr en komið var í Hálendismiðstöðina í Hrauneyjum. Þar sem þetta er síðasta bensínbúllan í langan tíma var tankað. Að gömlum og góðum síð var kíkt á Fógetann. Þarna var loks allur hópurinn samankominn og hann fylltu eftirfarandi karlmenn og ökutæki:

Stebbi Twist og Arnór Jarlaskáld á Willy´s

Maggi Móses og Kjartan á Toyota LandCruiser 70

Arnar Bergmann og Jón, föður hans, Bergmann á Toyota HiLux Double Cap

Jón Sigfús og Bjarni bróður hans á Toyota LandCruiser 80

Ásgeir, Jón litli bróðir hans og Bjartur á Land Rover Discovery

Steinar og Halli Kristins á Nissan Patrol

Bræðurnir Óli og Halldór á Hyundi Terracan

Allir þessir bílar voru á 38´´ nema Terracaninn sem var á 35´´. Það er helst telst til tíðinda er að bara tveir þessara bíla brenndu bensíni á meðan allir hinir spúuðu eiturgufum af grút út í loftið. Líka vekur það athygli að engin fulltrúi var frá hreingerningardeildinni.

Þarna var líka ákveðið að keyra beint upp í Nýja-Dal og gista þar um nóttina. Eftir að hafa strappað brúsana niður gátum við Nóri loks komið okkur af stað aðeins á eftir hinum í hópnum. Leið lá um veg uns komið var að vegamótum að Sprengisandi og þar varð líka til smá rangur misskilningur og fórum við á Willy óvart framhjá afleggjarnum en kveiktum fljótt á perunni þegar við fórum yfir brúna á Tungá. Eftir að hafa snúið við og náð hinum var loft frelsað úr hjólbörðunum svona til að mýkja. Fljótlega eftir að úrhleypingum lauk og ekið var aftur að stað fór e-ð hvítt að koma niður úr loftinu. Var það mál manna að þetta væri snjórinn sem öldungarnir hafa talað svo mikið um. Okkur til mikilar undrunar og gleði þá varð þetta hvíta alltaf meira og meira áberandi eftir því sem ofar dró. Það kom svo að því að alhvít var orðið og þurfti að hleypa nokkuð vel úr. Þá fór aðeins að bera á festum og átti Ásgeir fyrstu festu vetrarins. Til hamingju með það. Svartá reyndist ekki vera erfið en þó rifjaði upp gamla og góða tíma. Við mjökuðumst svo hægt og sígandi í áttina að Nýja-Dal með tilfallandi festum og stuði. Hópurinn renndi svo í hlað við Nýja-Dal rúmlega 02:00 aðfararnótt laugardags. Það var svo komið sér fyrir og þurftum við bræðurnir að deila saman koju en vorum til fóta. Um 03:00 var maður kominn í heimsókn til Óla Lokbrá og svaf maður vært þá nóttina ekki vitandi hvað beið manns.

Það var svo ræs kl. 09:00 á laugardagsmorgninum og var maður furðu sprækur á lappir þann morguninn. Eftir morgunbæn, mat og Mullersæfingar var pakkað ofan í poka og farið að gera bílinn kláran. Þó ótrúlegt megi virðast þá þurfti barasta að skafa þennan morguninn og voru allir bílarnir nokkuð hrímaðir. Eftir að hafa sett í gang og látið miðstöðina vinna sína vinnu ásamt því að skafa rúðurnar, að sjálfsögðu var maður ekki með sköfu með og ekki dugði krítarkortið svo maður fékk þar til gert tæki lánað úr Tvistinum. Þegar þessu var öllu lokið og allt komið um borð stillti hópurinn sér upp fyrir myndatöku og fengu sumir að taka fleiri myndir en aðrir. Nóg um það. Eftir þetta var ekkert annað að gera nema fara að keyra. Leið okkar lá í áttina að Laugafelli. Eftir því sem Laugafell nálgaðist þá þyngist færið svo það þurfti að hleypa betur úr. Á leið okkar var m.a. komið að vegamótum og sléttu eina sem allir sprettu úr spori og höfðu gaman að. Bergvatnskvíslin varð á vegi okkar eða öllu heldur vegleysu og komust allir þokkalega klakklaust yfir hana. Þó var brugðið á það ráð að hafa nælon á milli Terracan og Datsun svona til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig. Eftir að hópurinn var kominn yfir Bergvatnskvíslina var haldið áfram að Laugafelli og þarna á teygðist aðeins á hópnum og drógust sumir aðeins afturúr, ekkert alvarlega þó. Við renndum svo í hlað við Laugafell um kl 13:45 eftir að hafa þurft að taka aðeins á því þegar við fórum uppúr Laugakvíslinni að norðan verðu. Bara gaman að því. Í Laugafelli var fengið sér að borða og sumir tóku líka fallprufarnir á klósettinu þarna ásamt yngri Bergmanninum. Það verður barasta að segja að fáir staðir á hálendinu þar sem eins gott er að taka eina skák og finna ylvolgann eiminn leika um bossann á manni meðan beitt er Sikileyjarvörn. Hvað um það. Eftir miklar vangaveltur var sú ákvörðun tekinn að halda eina umferð í heimsbikarmótinu í sprellahlaupi og var því tekið stuttsprettlellahlaup út í laug. Jarlaskáldið fékk þó að taka þátt þrátt fyrir að vera í 3ja.hlaupa banni. Þó varð gerð undantekning á því banni því við vorum jú einu sinni á fjöllum og þetta keppisbann nær aðallega yfir sprettlellahlaup í bústöðum. Það var svo legið í lauginni í ca 15-20.min og þar sem hún var svo sem ekkert alltof heitt þá var ekkert tiltöku mál að taka sprettinn til baka. Eftir baðið var ekkert til fyrirstöðu að koma sér af stað sem og var gert. Þarna í kringum Laugafell hafði minnkað snjórinn og eftir því sem vestar dró varð þessi hvíti æ minni. Nú komum við að Hnjúkakvíslinni sem átti eftir að reynast örlagavaldur. Ásgeir kom fyrstur að ánni og leist ekki á ísinn á henni og skiljanlega var stráksi eitthvað tregur við að vera fyrstur yfir. Arnar Bergmann tók þá á skarið og viti menn hann komst yfir. Næstur var Ásgeir og heil komst hann á Breska heimsveldinu, Terracaninn var næstur og þrátt fyrir bresti fór hann yfir. Maggi Brabra var næstur á FBSR2 og það kom að því, ísinn brotnaði undan honum að aftan. Hófust nú miklar æfingar við að ná honum uppúr. Með í för þarna voru 3 vöðlum og 2 þurrbúningar, sem ég helt að myndu seint gagnast í jeppaferð. Það var reynt að spila tvistinn upp en lítið gekk svo ál- og jarnkarlar voru dregnir fram og byrjað að brjóta. Svo kom að því að Tvisturinn reif dekk og nú var úr vöndu að ráða. JónFús skellti sér þá í þurrbúninginn og vippaði sér ofan í vökina vopnaður drullutjakki og hífði upp Krúserinn. Því næst var að losa dekkið sem var allt á kafi í vatni og gerði JónFús þetta eftir minni og giskaði á restina. En uppúr fór dekkið og það var tappað og mesta vatnið losað úr því. Nú var bara eitt vandamál eftir en það var að koma dekkinu uppá aftur. Einhverja hluta vegna vildi það alltaf fljóta og reyndist það nokkuð erfitt að halda því undir vatninu en hafðist að lokum. Nú var hægt að halda áfram að koma honum uppúr og var spilið notað til þess. Þegar spilvírinn var dreginn inn þá dró það bílinn áfram en ekki upp að aftan svo hann braut bara ísinn en fyrir rest þá komst hann á bakkann vestan megin eftir uþb 2.klst. Þá voru 4.bílar komnir yfir og 3 eftir á eystri bakkanum. Þar sem bara búið að dæla í dekkinn á Pattanum var hann sendur fyrstur yfir til að spara tíma. Þarna má segja að vandræðin hafi byrjað fyrir alvöru. Ofan í fór Pattinn og í vökina en ekki var hann að hafa það upp hinum megin og þrátt fyrir þær áætlanir að spila hann upp hinum megin þá var það engan vegin að ganga. Pattinn var þarna ofan í með vatn uppá miðjar hurðar og komst hvorki uppúr að framan né aftan og byrjað að flæða inn í hann. Þess mó til gamans geta að Patrol hefur aldrei farið eins hratt og þarna ofan í og það án þess að hreyfast nokkuð. Svo nú byrjaði kapphlaupið við að ná honum upp áður en meiri skemmdir yrðu á honum. Það var byrjað að brjóta ísinn og komist að þeirri niðurstöðu að best væri að ná honum upp á bakkann að austan verðu. Það var farið að brjóta ís á fullu og moka klakkastykkjum í burtu og farið svo að kippa í. Það slitnaði svo kaðall og skemmdi hann aðra afturhurðina og braut rúðuna á Patrolnum ásamt því að afturstuðarinn var þarna orðinn tjónaður. Það var svo 3.klst síðar að Patrolinn komst á bakkann austan megin en við það að ná honum upp þá hætti allt í einu stýrið að virka. Kom þá í ljós að sektosarmurinn hafði látið undan í átökunum enda var komið brot í hann áður. Þarna komu svo líka aðrar skemmdir í ljós. Brettakanturinn v/m framan brotinn og tveir aðrir skemmdir, þrír drullusokkarfarnir, vatn hafði flætt inn hann upp fyrir olíugjöf og þrátt fyrir að hann hafi haldist í gangi þá vissum við ekki hvort einhver tölvan væri skemmd. Þar sem enginn var með auka pitmanarm var ekkert annað í stöðunni að gera nema skilja hann eftir. Okkur tókst að koma honum þannig fyrir að hann væri hvorki fyrir né í hættu fyrir ánni. Þarna hófust svo umræður um hvað ætti að gera. Menn voru eiginlega ekki tilbúnir að leggja í ísinn aftur og skipti það litlu máli hvoru megin menn voru. Var það því ákveðið að þeir sem komnir voru yfir myndu halda áfram og við bræðurnir og JónFús myndum snúa við ásamt Steina á Patrolnum og þarna ákvað Kjartan að slást í för með okkur, sem átti eftir að koma okkur vel en spurning með hann. Við ákváðum að byrja á því að fara í Laugafell og spá aðeins í stöðunni þar. Við vissum af hóp sem ætlaði að vera þar um nóttina svo við vissum að þeim möguleika að gista þar. Hitt var svo að koma sér til byggða annað hvort niður í Nýja-Dal eða til Agureyris og þá niður Bárðardalinn. Þegar við renndum svo í Laugafell var ekki kjaftur í húsinu en þá sáum við ljós í fjarska. JónFús hófst nú handa við að ræða við norðan menn í Súlum og útvegaði hann okkur gistinu í húsnæði Súlumanna. En fremur tjáði þessi norðan maður okkur að fært væri niður Eyjafjörðinn en við mættum búast við ,,smá´´ hliðarhalla. Svo það var ákveðið að slá til enda mun styttra á korti í það minnsta. Nú renndi þessi fyrrnefndi hópur í Laugafell eða fyrstu bílar. Eftir smá spjall þar sem þeir samþykktu að hafa okkur í skálanum sögðu þeir sínar farir ekki sléttar úr Bergvatnskvíslinni því einn Musso náði víst að súpa þar vatn inn á sig sem er ekki gott. Þegar við fengum okkur að borða komu að okkur maður sem spurði hvort einn bíll mætti vera samferða okkur til Agureyris og var það samþykkt. Eftir að hafa fengið sér næringu var lagt í´ann og nú var tíminn um 22:35 og vorum við svo bjartsýnir að telja okkur trú um að við kæmum í höfuðstað norðurlands um 03:00 aðfararnótt sunnudags. Svo var fjósað af stað og eitthvað fannst Patrolnum við fara hægt yfir svo hann tók fram úr okkur. Sem var svo sem fínt því hann tróð mesta leiðina. Þarna endar maður í 900 mys og því varð snjórinn meiri eftir því sem ofar dró og færið þyngist. Eftir nokkrar festur þar sem JónFús kippti okkur upp úr var ákveðið að hleypa almennilega úr enda maður farinn að verða ansi þreyttur. Maður endaði í tæpum 4psi og þá fór líka að ganga betur. Stundum er ótrúlegt hvað maður er nískur á að hleypa úr. Hvað um það. Það var svo á einum stað sem þurfti að kippa Patrolnum upp og svo hélt hann bara áfram að tróða. Svo gerðsit það að JónFús reif dekk og voru settir 3 tappar í það og það hélt sæmilega. Eftir 5.klst ferð frá Laugafelli komum við að brekkunum og ekki laust við að smá kvíði væri hjá okkur með það sem myndi bíða okkar. Því eftir að lagt af stað væri niður væri ekkert svo auðveldlega snúið aftur við. Þeir bensínglæpamenn á Pattanum voru komnir niður fyrstu brekkurnar og voru ekki vissir hvar vegurinn væri. Við héldum svo áfram niður og tók nú JónFús við forystu og Steini gekk á undan til að kanna leiðina. Þegar við vorum að mjaka okkur niður og komir í ca 750 mys var kominn góður hliðarhalli og JónFús stóð tæpur. Nú var ekkert annað að gera nema moka undan LC og síðan moka rás. Voru þetta nokkrir tugi metra en það var barasta að halda áfram og moka. Þetta þurftum við að gera allnokkrum sinum á nokkrum stöðum og alltaf góðan slatta í einu. Það var vara skipst á að moka enda ekkert annað gera ef við ætluðum okkur að enda á Agureyris einhverntíma áður en það voraði. Svo endaði með því að Pattinn tók framúr okkur. Þá kom vel á vondan, því að sjálfsögðu var hliðarhallanum ekki lokið né þá heldur mokstrinum, var þá ekkert annað fyrir hann að gera nema moka en sá þurfti að fá skóflu frá okkur lánaða vegna þess að hann var ekki með skóflu. Gerðist þetta tvisvar í viðbót en allt hafðist að lokum og eftir því sem neðar dró minnkaði snjórinn og við hættum að keyra utan í hlið. Eftir allan þennan mokstur var maður feginn því að Kjartan hafði ákveðið að koma með okkur enda var hann duglegur með skófluna. Það var líka gleðiefni þegar við sáum loks ljósin á innstu bæjum í Eyjafjarðardalnum. En það endaði með því að snjórinn var næstum því horfinn og kominn tími á að dæla í dekkinn og þá kom sér fínt að hafa pattann því meðan JónFús dældi hjá sér fékk Willy loft hjá þeim og það var farið að birta. Við ókum svo sem leið lá að fyrsta bæ og í gegnum síðasta skaflinn og þar sem JónFús afrekaði að festa sig. Svo nú vorum við loks komnir á veg og þá tók bílstjórinn á Pattanum eftir því að hann var eitthvað skrýtinn í stýrinu og við nánari skoðun kom í ljós að millibilsstöngin var bogin í U og bíllinn útskeifur eftir því. Svo nú þegar út á Þjóðveg var komið og actionið búið reyndist það sumum erfitt að halda sér vakandi hvort sem það var kóarinn Arnór eða bílstjórinn JónFús sem skipti við Kjartan sem keyrði til Agureyris. Mikið var þetta langt svona miðað við í minningunni. Við komum svo til krummaskurðsins Agureyris um 09:45 á sunnudagsmorgni eftir að hafa verið 11.klst frá Laugafelli og vakandi í rúman sólarhring. Þegar við komum í glæsilegt húsnæði Súlna höfðu menn varla meiri orku en að græja sér bedda og fara beint að sofa. Held að undirritaður hafi sjaldan verið jafn þreyttur áður, eina helst þá Hrafntinnuskerstúrinn haustið´ 95. Maður var fljótur að sofna þegar maður skreið ofan í poka og lagðist á koddann á beddanum.

Af hinum hópnum var það að frétta að þeir komust í Ingólfsskála um 03:00 um nóttina og hófust þá handa við að grilla sem var eitthvað sem engin af okkur hinum nenntum að gera þegar við komum til Agureyris. Humm, skrýtið.

Það var svo um kaffileytið á sunnudeginum sem maður vaknaði og mikið var maður reittur og tættur. Það sem bjargaði því sem bjargað var að JónFús og Steini höfðu farið í bakaríið og keypt sérbakað og ameríska kleinuhringi. Það var ljúft. Nú hófust vangaveltur um hvað gera skyldi. Eftir að hafa heyrt í hinum og komist að því að dekkið sem rifnaði í ánni væri ónýt undir Tvistinum og öll önnur skynsemi sagði okkur að ekkert vit væri að fara aftur uppeftir til að sækja Patrolinn. Svo það var ákveðið að fara í bæinn og redda því sem þurfti og fara aðra ferð næstu helgi. Sú saga kemur síðar. Það var svo almenn stemmning fyrir því að skella sér í sund svona til að ná úr sér mestu strengunum eftir átök næturinnar. Það var svo um 18:00 sem við lögðum af stað frá Agureyris með stefnuna á Reykjavík. Þegar við komum svo í Varmahlíð fréttum við það að JónFús hefði þurft að snúa við í Öxnadalnum og fara aftur til Agureyris með skemmt dekk. Þe tapparnir frá um nóttina heldu ekki. Það ætlaði ekki af þessari ferð að ganga í bilanamálum og almennu veseni. Það var svo ekið sem leið lá á hringveginum í áttina að Reykjavík. Þegar við komum að stuðbænum Blönduósi skelltum við Radíusflugi einni í þar sem þessi bær kemur við sögu. Eftir að þessari flaugu lauk fengu Harry og Heimir að njóta sín undir öruggri leiðsögn Ísleifs Jökulsonar sem okkur þótti vel við hæfi svona nýkomnir af hálendinu. Mikið rosalega er alltaf jafnleiðinlegt að aka í gegnum Húnaþingin og var mikið gleðiefni að komast á Holtavörðuheiðina. Þó var gert stutt stopp á Brú þar sem við komust að því ,,the hard way´´ að grillið lokar kl.21:00 og klukkan var 21:04 svo pullan varð að duga. Ekki var nú bilana og hrakfallasögu ferðar þessar lokið. Því þegar Willy milli 4-5 km ófarna að Hreiðavatnsskála/Bifröst þá fór vatnsdælan og ekkert flóknara að Willy færi ekki mikið lengra á eigin vélarafli. Auðvitað er varla GSM samband þarna og síminn við alveg dauður svo ekkert annað gera nema banka upp á næsta bæ og fá að hringja. Þegar við náðum í Brabrasoninn var Tvisturinn úr leik. Sprengdi dekk við Hreiðavatnsskála með tilþrifum og eyðilagði einn loftbúða í leiðinni. JónFús að skíða upp Öxnadalsheiðina svo það voru amk 2.klst í hann. Svo nú var orðið fátt um fína drætti. Haft var samband við Togga og var hann ekkert alltof spenntur við að koma til að kippa Willy í bæinn. Ekki vorum við með símann hjá hinum ferðafelögunum svo þrautalendingin var að fá aldraða foreldra mína til að sækja okkur. Á meðan við biðum eftir að verða sóttir var okkur boðið í kaffi hjá heiðurshjónum á Hraunsnefi og sögðu þau okkur nokkrar skemmtilega jeppa og ferðasögur. Bara takk fyrir okkur. Það var svo á 12.tímanum sem öldruð móðir mín mætti til að koma okkur litlu strákunum heim í bólið. Það var svo um 01:00 sem við loks komum í bæinn úr ferð þar sem 7 litlir jeppar lögðu af stað og 4 skiluðu sér í bæinn.

Það var svo farið á stúfana á mánudeginum til að redda sér vatnsdælu og fékk maður eina. Þegar við feðgar vorum komnir í Borgarfjörðinn og búnir að skipta um dæluna kom í ljós að maður fékk ekki réttu dæluna þ.e fékk dælu fyrir flatreim þegar Willy er með kílreim. Ekki besti staður til að komast að því að Bílanaust afgreiddi vitlaust né heldur besta veðrið til komast að því. Rétta dælan var svo hvergi til svo það endaði með því að Willy var sóttur á þriðjudeginum og settur upp á kerru og þannig komið til Reykjavíkur. Hann fékk þó tvo aukadaga þar sem hann var ekki í bænum og þar sem þetta er Jeep þá á hann ekki heima í þéttbýli. Hvað um það.

Þó svo að Willy hafi komist í bæinn þá var ferðinni ekki alveg lokið því Patrolinn sem Steini var á var ennþá við Hnjúkakvíslina og það átti að gera leiðangur eftir honum. Sú saga mun birtast síðar. Bíðið því spennt eftir Part II.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Þá er einni rosalegustu jeppaferð lokið. Þar sem 7 bílar lögðu af stað í jeppaferð og komu 4 til byggða. Sá sem er lengst í burtu er staddur við Laugafell rétt hjá ánni Hnjúkakvísl, þar sem bílinn fékk sér aðeins að drekka. Farið verður í björgunarleiðangur eftir honum um næstu helgi.

Sjá myndir á http://www.pbase.com/maggi3/norur_fyrir_hofsjkul

fimmtudagur, október 28, 2004

Þá er allt að verða tilbúið fyrir jeppaferðina norður fyrir Hofsjökul.

Farið verið annað kvöld kl: 19:20 frá Select á Vesturlandsvegi á 10 eða 11 bílum. Í kringum 25 manns verða í þessum fína jeppatúr.

Á föstudegi verður væntanlega farið inn í Nýjadal og gist.

Á laugardegi er keyrt inn í Laugafell og menn gera sig fína fyrir kvöldið. Eftir laugina eru jepparnir ræstir og keyrt í Ingólfsskála. . Þar sem verður stærðar grillveisla

Vaknað er svo árla á sunnudagsmorgni keyrt inn á Kjöl og heim.


þriðjudagur, október 26, 2004

Ef þið þurfið að græja ykkur fyrir veturinn, þá er þetta málið.

Kynningarkvöld ÚTILÍFS í Glæsibæ verður Þriðjudaginn 26/10 og í Kringlunni Mánudaginn 1/11 kl 20:00 og stendur fram eftir kvöldi.


Á kynningarkvöldunum býður Útilíf 20% afslátt af öllum fjallabúnaði s.s. Gore-tex fatnaði, svefnpokum, gönguskóm, tjöldum, klifurbúnaði og öðrum viðlegubúnaði.

Einnig verða sértilboð og verða þau sérmerkt, ekki er afsláttur af snjóflóðaýlum eða GPS tækjum.

Sértilboð verða á eftirfarandi vörum:
Afsláttur Nanoq compact Extra svefnpoki -40%
Petzl Zoom höfuðljós -30%
Petzl Ecrin Roc hjálmur -25%
Petzl Caldris klifurbelti -25%
Scarpa Vega plastskór -40%
Ásamt öðrum tilboðum.

Eins og allir vita þá er Útilíf með mörg þekkt og góð útivistarmerki á boðstólnum eins og The North Face, Marmot, Helsport, Ortovox, Meindl, Lowa, Scarpa, Millet, Petzl, Kong, Salewa, Komperdell, Lanex, Beal, Therm-A-Rest, MSR, Primus, Cintamani og mörg önnur merki

þriðjudagur, október 19, 2004

Þessa dagana er u.þ.b. allt að gerast hjá jeppadeildinni. Fyrirhuguð er nú reisa norður fyrir Hofsjökull, á vegum Magga Móses og einhverjum Flubbafélögum hans, núna síðustu helgina í október. Svo er líka stefnan sett í Setur í lok nóvember. Allt að gerast og klukkan er. Því eru menn hvattir til að fylgast með því spennandi tímar eru framundan.

Kveðja
Jeppadeildin

þriðjudagur, október 12, 2004

Eins og meirihluti þjóðarinnar sjálfsagt vissi þá voru mikil hátíðahöld innan V.Í.N. um síðustu helgi. Rétt eins í hin skiptin þá var Matarveislan mikla haldin á nýjum stað. Þrátt fyrir að Jarlaskáldið hafi ritað ágætis frásögn af þessum atburði þá getur opinber ferðasöguritari V.Í.N. ekki verið minni maður og verður því að koma með sína hlið á ferðinni.

Saga mín hefst á flöskudagskvöldi er VJ renndi í Logafoldina til að taka undirritaðan með og var fararskjóti okkar að þessu sinni Hispi þess fyrrnefnda. Eftir að hafa fermað Svakasukí var dropinn góði sóttur og svo komið við í nýrri verzlun til að verða sér úti um lágmarks nýlenduvörur fyrir helgina. Þegar því var lokið var loks hægt að koma sér úr bænum með stefnuna á Úthlíð. Undirritaður naut þess að vera ekki bílandi og sötraði bjór á leiðinni. Leið okkar lá yfir Mosfellsheiði, gegnum Þingvelli, yfir Lyngdalsheiði, framhjá Laugavatni svo í gegnum myrkvið uns við komum í bústaðinn. Þar voru fyrir Arnór, Maggi Móses og Alda, höfðu þau lagt af stað á sjötta tímanum á Lilla þess fyrstnefnda. Sat þar liðið við spil og gekk mönnum þar misjafnlega svo ekki sé fastar að orði kveðið. Voru við 5 þau einu sem komu á föstudeginum meðan aðrir voru heima með öræfaótta þó einn hafi að vísu verið löglega afsakaður. Þetta var að vísu einum fleira en í fyrra svo það fer batnandi. Allt var gert samkvæmt venju þarna á föstudagskveldinu eins og bjórdrykkja og pottaferð. Svona þegar bévítas potturinn náði loks að hitna, þótt ótrúlegt megi virðast þá er hitavatnsskortur þarna. Margt er furðulegt í sveitinni. Menn lögðust svo missnemma til rekkju og aðrir heldu í gamla siði og sofnuðu í sofanum.

Fólk skreið svo á lappir um hádegi á laugardeginum. Ekki er alveg hægt að segja það með góðri samvisku að bóngó blíða hafi ráðið ríkjum. Engu að síður ákvöðu karlmennirnir í hópnum að halda fyrri áætlun og renna upp að Brúárhlöðum. Ætlunin var að skoða þau austanmegin frá og eftir að skoðað aðeins lélegt túristakort sýnist mönnum slóðinn ligga uppfrá Miðhúsaskógi. Svo stefnan var tekin niður á þjóðveg og tekin hægri beygja, ekið uns við komum að Miðhúsaskógi og þá aftur hægri beygja. Þar reyndust öll sund okkar vera lokuð svo ekkert annað var að gera nema koma sér aftur niður á þjóðveg og taka hægri beygju, hvað annað, síðan aftur hægri beygju við Miðdal. Þegar við vorum svo komnir við brekkuna hjá Miðdal kom í ljós að önnur lokan á Lilla var ennþá stíf en með góðum ráðum og þrátt fyrir að vera verkfæralausir komst Lilli í lokuna og allir voru sáttir. Við ókum svo sem leið lá upp bratta brekku og komum í þoku sem við keyrum svo niður úr eftir að hafa ekið eftir minni hluta leiðarinnar og giskað svo á afganginn. Eftir að hafa keyrt á Rótarsandi í smá tíma við komum svo að Högnhöfða sáum við ógreinilegan afleggjara og ákvæðum að athuga hvert hann myndi leiða okkur. Sumir reyndar tóku sig til og æfðu sig á glompuskotum enda skorti ekki sandinn þarna til þess. Viti menn við römbuðum á Brúá og röltum svo aðeins niður með til að líta þetta á. Að sjálfsögðu byrjuðu himnaguðirnir að gráta á okkur sem aldrei fyrr um leið og við stigum úr bílunum. Eftir stuttan gang, þar sem allir voru orðnir nokkuð blautir, og okkur hafði tekist að sjá þettafyrirbæri var ákveðið að snúa við og gera þetta að góðum bíltúr í staðinn. Samt þá þarf maður að koma þarna aftur og þá í betra veðri því þetta litla sem við skoðuðum lofar góðu. Þegar Rótarsandinum lauk loks tók við hraun sem Súkkurnar fóru létt með að keyra í gegn. Framhjá skálanum við Hlöðuvelli fórum við og vestan megin við Hlöðufell, fórum nefnilega Lambahraunið síðast, svo er líka alltaf betra að vera nær ameríku. Komum niður á Haukadalsheiði og fórum útaf henni niður á Geysisleið og var það í þriðja sinn í sumar sem við gerðum það. Þess má til gamans geta að undirritaður hefur í öll þrjú skiptin verið í sitthverjum bílnum. Sem er magnað. Hvað um það. Stutt stopp var gert á Geysi enda stutt í leik og svo brunað upp í Úthlíð. Þar komust við að því að Réttinn er lokuð yfir véturinn og því engin leikur þar að sjá. Því var farið upp í bústað og beðið eftir eftirlegukindunum. Fyrstur til að mæta á svæðið var Gvandala-Gústala. Ekki er nú karlinn sá þekktur fyrir mikla ratvísi svo hann var sóttur niður við Réttina það telst honum þó til tekna að prúðbúinn var drengurinn. Tók hann strax til við eldamennsku og meira að því síðar. Næst til að koma voru Perrinn og Katý og ók frúinn farartæki sínu, þykir okkir Perrinn taka mikla áhættu á að láta konuna vera keyra svona. Með þeim hjúum voru svo Viffi og Frú Andrésson (sem mætti þrátt fyrir yfirlýsingar um annað). Nú voru allir matargestirnir mættir og reyndar urðu gestirnir ekki fleiri 10 manns engu að síður.

Að matnum. Gvandala-Skandala hafði tekið það að sér að sjá okkur fyrir matnum og þvílíka snilldin hjá stráknum. Því fá varla orð lýst. Hann hafði verið uppi fram á laugardagsmorgun að brasa við forréttinn sem var gæsalærasúpa. Ekki leit nú forrétturinn vel út í pottinum en útlitið blekkti. Úff hvað súpan var góð. Til marks um það þá bókstaflega sleikti Perrinn upp úr pottinum, menn fengu bara ekki nægju sína. Eftir súpuna tók við smá pása endi veitti mönnum ekkert af að melta þetta aðeins áður en aðalrétturinn var borinn fram. Í aðalrétt voru svo gæsabringur og ekki voru þær síðri, sósan snilld og kartöflugratínið frá móður Skáldsins hnossgæti. Líka var fólki gefið að smakka Skarfur og þótt sitt hvað hverjum. Ég ætla bara ekkert að reyna að lýsa þessu neitt meira maður verður bara svangur. En allir þeir sem þarna komu að verki eiga heiður skilið hvort sem er við eldamennsku eða öflun hráefnis. Í eftirrétt var svo klassískt eða ís með marssósu, sem líka smakkast vel með kjúklingalærum. Bara takk fyrir mig.
Eftir að fólk hafði legið aðeins á meltunni tóku við venjubundin aðalfundarstörf. Samkvæmt nýrri venju var bokkan veitt og að þessu sinni var hún í flokkunum öræfaótti ársins og höstl ársins. Nokkur vonbrigði voru að aumingji ársins frá í fyrra skyldi ekki verja titil sinn og þá sérstaklega fyrir að mæta ekki í Grand Buffet í ár. Nokkuð fyrirsjáanlegir sigurvegarar en óskum þeim engu að síður til hamingju með árangurinn. Farið var í pottinn sem varla gat nú kallast heitur pottur miðað við hitastigið á honum. Önnur umferð í léttsprettlellahlaupi fór fram og var æsispennandi eins og við var að búast. Sumir voru reyndar í keppnisbanni eftir síðustu umferð. Fólk sat svo að drykkju og spili fram eftir nóttu og venju samkvæmt fóru sumir snemma að sofa hvort sem það var með ráðnum hug eða ekki. Aðrir enduðu á að glápa á formúluna en þó ekki á nærbuxunum í þetta skiptið.

Fólk skreið á lappir um hádegi á sunnudeginum og einhverja hluta vegna voru fáir í stuði fyrir sveitamessu. Það voru svo Perrinn, Katý, Viffi, Brabrasonurinn og frú sem fyrst voru til að yfirgefa samkvæmið. Eftir stóðum við hin og lenti það á okkur að ganga frá. Eftir að því lauk var komið sér til Hnakkaville og snæddur þar þynnkumatur og komið sér svo heim.

Þakka öllum sem þarna voru fyrir frábæra helgi og aftur takk fyrir mig.



fimmtudagur, október 07, 2004

Nú senn líður á tímamótum hér á V.Í.N-síðunni. Hvað er það? Kunna einhverjir fávísir að spyrja. Jú, það er að innan skamms mun gestur/lesandi nr.20000 líta hér við. Í tilefni þess hefur verið ákveðið að veita þeim heppna lesanda/gesti vegleg verðlaun. Hvað það er? Slíkt verður ekki látið upp fyrr en gestur/lesandi nr.20000 hefur gefið sig fram. Þó er alveg óhætt að fullyrða að um nærri því ótal glæsilegra vinninga er um að ræða. Svo mikils er að vinna. Það skal þó taka það fram að það skiptir máli hvort kynið verður sá sem verður nr.20000. Eins og nú er í tísku þá eru verðlaun kynjabundin og tekið verður fullt tilit til þess að reyna jafna hlut kynjanna. Hvað um það. Nú er bara beðið eftir þeim nr.20000.

Kv
Nemdin

fimmtudagur, september 30, 2004

Rétt eins og glöggir lesendur vita þá eftir 8.daga brestur á ,,Matarveislan mikla´´. Við þann mannfagnað þykir við hæfi að gera smá jeppó á laugardeginum. Jeppadeildin lagðist í þunga þanka komst að eftirfarandi niðurstöðum, sem fæstar geta talist frumlegar. Skiptir ekki svo sem öllu.

Eins og flestir vita þá er bústaður þessi í Úthlíð. Það kann þá að þykja óþarfi að þurfa að yfirgefa svæðið til að komast á slóða einn sem liggur upp að Brúarskörðum. Að vísu þarf víst að rölta einhvern spöl til að geta litið þessa náttúruperlu augum. Spurning hvernig slíkt kann að leggjast í suma?

Annað í stöðunni er að koma sér niður á þjóðveg og taka þar hægri beygju og með stefnuna á Laugarvatn uns komið er að Miðdal. Þá yrði tekin aftur hægri beygja. spurning hvað Jarlaskáldið kann að segja við öllum þessum hægri beygjum? Eftir að útaf þjóðvegi er komið liggur brekka ein brött í áttina að Hlöðufelli. Eftir að þangað er komið er svo hægt að fara austan eða vestan megin við sjálft Hlöðufell og svo annað hvort niður á Haukadalsheiði eða Uxahryggi til að komast aftur ,,heim´´.

Eins og tölur í skoðanakönnunni benda til ætla allt að 28.manns að láta sjá sig. Gera má ráð fyrir að stór hluti þessa hóp séu gjafvaxta snótir á kjöraldri. Þá þykjir það þjóðráð að skella sér upp á Kjalveg og alla leið á Hveravelli. Þar er víst, fyrir þá sem ekki vita, pottur sem gott er að lauga sig í. Ef tími vinnst til er möguleiki að taka einhverja útúrdúra á Kili.

Það minnst spennandi er svo að fara á slóðir ammælisferðar VJ frá s.l. sumri og sama var gert í Grand Buffey í fyrra. Það er að kíkja upp á Hrunamannaafrétt.

Hið síðasta er svo að ákveða bara eitthvað á laugardeginum eftir að í bústaðinn yrði aftur komið í, en þá yrði það of seint.

Hvað gjöra skal? Veit ekki, erfitt að segja. Það verður bara spennandi að vita hve skæður öræfaóttinn verður og hve fáir láti sjá sig til að jeppast á laugardeginum. Jeppadeildin reiknar því með að fáir sem engin tjái sig um þetta mál og hefur því ákveðið að ekkert verði ákveðið fyrr en á laugardeginum og þá upp á sitt einsdæmi.

Kv
Jeppadeildin

þriðjudagur, september 28, 2004

Sæl,

Alda var að tala um að matseðil, ég er hérna með eina hugmynd.

Fordrykkur að hætti hússins. Ekki bjór heldur einhver dannaður drykkur með röri og regnhlíf, því við erum öll svo dönnuð :-)
Forréttur: Grafin gæs með piparrótar-rjóma og berja-ediksósu (ef ég redda aðeins fleirri bringum, það er allt í vinnslu)
Aðalréttur: Úrbeinað lambalæri að hætti hússins með öllu tilheyrandi.
Eftirréttur: Eldsteiktar Pönnukökur og Ananas í Tequila

Vín:
Vín með forrétt: Inycon Cabernet Sauvignon
Rauðvín með aðalrétt: Cabernet Sauvignon,
Bjór: Flest allar tegundir.
Snafsar: Það sem menn koma með.

Hvernig hljómar þetta ???

mánudagur, september 27, 2004

Þar sem Grand buffey fer alveg að skella á var ég að velta fyrir mér hvort það ætti að afhenda Bokkuna í ár. Er búin að velta þessu mikið fyrir mér og finnst að það þurfi endilega að gera þetta að árlegum viðburði. Svona eins og flest annað hjá VÍN. Eini gallinn er sá að hausinn á mér er alveg tómur þessa dagana og mér dettur ekkert í hug hverjir eiga skilið að fá Bokkuna og fyrir hvað. Vil ég því biðja alla meðlimi VÍN og aðra lesendur endilega að koma með tilnefningar til Bokkunnar 2004.


sunnudagur, september 26, 2004

Rétt eins og glöggir lesendur síðunar höfðu sjálfsagt tekið eftir þá var stefnan tekin á ammælistúr nú um helgina. Eins og svo oft áður var skæður öræfaótti ríkjandi meðal manna og á fimmtudagskvöldið voru það fjórir einstaklingar sem ætluðu að skella sér í Bása í tilefni þessara tímamóta. Þegar leið á föstudaginn og veður var ekki upp á sitt besta hætti einn leiðangursmanna við og eftirstóðuþrjú eftir. Þrátt fyrir slæma spá og ekki beint bongó blíðu var samt ákveðið að koma sér úr bænum og sjá svo til hvað myndi bíða okkar.

Það var svo ekki fyrr en um klukkan 21:00 sem loks var hægt að koma sér af stað eftir að hafa verzlað inn nýlenduvörur og alvöru okrugjafa. Hópinn skipuðu auk undirritaðs eða Stebba Twist, Jarlaskáldið og Adólf. Fararskjóti var svo Willy. Ekinn var sem leið lá yfir Hellisheiði í hliðarvind eða mótvind þar sem rigningin glumdi á og svo á Háheiðinni kom þoka allt til þessgert að gera þetta ógnarskemmtilegt. Þrátt fyrir myrkur og bleytu þá verður barasta að segja að leiðin milli Hnakkaville og Hvolsvallar er lítið skemmtilegri þanning, en nóg um það. Að vanda olli nýja Þjórsárbrúin okkur vonbrigðum en að sama skapi var jafn ánægjulegt og að vanda að keyra framhjá söguslóðum lessumyndbandsins. Á Hellu var ennþá truntuskítslyktin frá Lansdmótinu í sumar og bara eitt við því að gera og að var að koma sér sem fyrst í gegnum það krummaskurðið. Þegar við rendum í hlað á slóum Njáls og Gunnars var allt þar lokað, eftir að hafa gefið Willy að drekka var farið hinum megin við götuna í söluskálann Björkina of gædd sér á kjötafgöngum í brauði. Eftir að hafa gert þar stuttan stanz var ekkert annað að gera í stöðunni nema halda út í myrkið, bleytuna og óvissuna til þess eins að sjá hvað biði okkar. Eins og lög gera ráð fyrir var tekin vinstri beygja fljótlega eftir að hafa ekið yfir Markarfljótsbrúna. Má segja að eftir að þjóðveg 1 sleppti var ekkert nema myrkur og bleyta meira að segja áköflum var erfitt að greina veginn þar sem engar voru stikkurnar. Við vorum ekki kominn langt á leið á Þórsmerkurveginum eða rétt framhjá Merkurkeri er við komum að því sem oftast er í mesta lagi spræna ef þá eitthvað rennur í þessum læk. Eftir að hafa farið þar yfir og að næstu sprænu sem var orðin kolmórauð og náði uppfyrir miðjafelgu var haldin fundur. Komist var að þeirri niðurstöðu að best væri líklegast að snúa við því líklegast yrði Steinholtsáin ekki auðveld yfirvegar. Eftir að hafa snúið við og ekið aðeins sem leið lá til baka var Skáldið send út í óveðrið til að taka úr lokunum og varð kappinn nokkuð blautur eftir það litla verk. Ekki var nú mikil stemning í mannskapnum að halda beina leið aftur í bæinn svo tekin var sú ákvörðun að kíkja upp í Hagavatn og gista þar. Aðeins úr leið en bara gaman að því. Keyrt var því um undirlendi suðurlands í kolniðamyrkvi og nokkuð mikilli rigningu uns komið var að Geysi og þar var gerður stuttur stanz til að teygja úr sér. Þar kom líka í ljós að bensínsjálfssalinn var ekki að virka sem skyldi og var það nokkuð ljóst að lítið væri hægt að skoða Kjöl á laugardeginum. Hvað um það. Það verður bara að segja eins og er að nyji vegurinn á Kili, upp að Sandá, er eki alveg að gera sig. Amk ekki við þær aðstæður sem þarna ríktu. Þegar við renndum svo að skálanum við Hagavatn var þar eitt stykki Patrol, svo ekki hefur mótvindur verið meiri en það. Kom í ljós að þarna var á ferðinni fólk sem var í vinnuferð. Við komum okkur fyrir á svefnloftinu og förum bara að sofa. Vegna þessara fjölskyldu var lítið um bjórdrykkju það kvöldið. Kappinn sem þarna var hefði pakkað Tudda-Tuð saman ef þeir hefðu farið í hrotukeppi, slíkar voru drunurnar. Maður var fljótur að sofna þetta kvöldið og svaf nokkuð ljúft við vindgnauð í skálanum. Mjög notalegt ef ekki hefði verið fyrir skröllt í útidyrahurðinni sem maður rumskaði við öðru hverju.

Það var svo risið úr rekkju um 09:30 á laugardagsmorguninn. Eftir morgunmat, messu og Mullersæfingar var komið sér aftur út í bíl og lagt af stað til byggða aftur. Við renndum aftur á Geysi og þar voru tvo stykki af Patrolum svo maður vissi að okkurbiði mótvindur því báðir Pattarnir virtust vera með heddin í heilu lagi. Þeir voruí sömu vandræðum ogvið með kortasjálfsalan og eftir smábið komst hann í lag og þeir fengið grútinn sinn og Willy bensínið sitt. Allir sáttir, svo sannarlega. Um leið og Willy hafði fengið að drekka var lagt í´ann aftur í menninguna. Það var gerð svo örúttekt á Úthlíð og leið svæðið nokkuð vel út. Það var svo farið framhjá Laugarvatni, yfir Gjábakkaveg, framhjá Þingvöllum og yfirMosfellsheiði. Komið var í bæinn svo rétt fyrir 13:00 á laugardeginum.Það er hætt við því að það metverði seint slegið er varðar tímasetningu til byggða.

Að lokum er rétt að minna á Matarveisluna miklu er haldin verður eftir tæpar tvær vikur eða dagana 8-10. otk n.k. Það verður gaman að sjá hverja öræfaóttinn heldur í heljargreipum og hverjir sjái sér fært að mæta. Líka verður forvitnilegt að sjá hvort einhverjir forvitnir láti sjá sig. Það er bara vonandi að sem flestir láti sjá sig nú þegar V.Í.N. á 10.ára afmæli um þessar mundir, hvort sem það eru gamlir eða nýjir félagar. Þess má líka geta að jeppadeildin hefur nú lagt höfuðið í bleyti fyrir Grandinn og mun birta hugmyndir sínar fljótlega. Fylgist því spennt með

Kv.
Undirbúningsnemd eftirlitsdeilar í samstarfi við Jeppadeild undir dyggum stuðning frá sjálfskipuðum miðhóp skemmtinemdar ammælisviðs.



miðvikudagur, september 22, 2004

Bústaðadeild VÍN fundaði í gær og komst að niðurstöðu um að best væri að fara í Grand buffey 8-10 okt. Gengið var í málið og pantaður bústaður þá helgi. Sem fyrr er hann í Úthlíð, með potti og svefnlofti. Búið er að ganga frá greiðslu á bústaðnum og mun því dagsetning ekki breytast aftur. Þeir sem komast ekki þá helgi, sorry þið missið af veislunni.
Nú er því málið að fara að huga að matnum. Hvað skal borða og hve mikið? Hver ætlar að versla? Hver ætlar að elda? Þar sem einungis eru rúmar tvær vikur í brottför þarf nú að fara að huga að þessu þar sem VÍNverjar eru nú ekki sérstaklega þekktir fyrir skjóta ákvarðanatöku.

mánudagur, september 20, 2004

Þá er búið að panta bústað fyrir Le grand buffey. Dagsetning breytist úr fyrstu helginni í nóvember í síðustu helgina í oktober eða dagana 29-31. Bústaður þessi er í Úthlíð og er þar heitur pottur, sem er skilda, og svefnloft, sem er mikill plús svo allir geti sofið í bústaðnum.
Ég þarf að borga bústaðinn á miðvikudag. Hvet ég því fólk að láta skoðun sína í ljós með þessa dagsetningu sem fyrst svo hægt sé að breyta ef þess þarf.
Bústaðadeild VÍN

miðvikudagur, september 15, 2004

Núna fyrr í kvöld kom undirbúningsnemd eftirlitsdeildar saman til að ræða fyrirhugaða ammælisferð í Þórsmörk. Eitthvað var nemdin þunnskipuð á þessum undirbúnings- og eftirlitsfundi. Hvað um það. Þarna var ákveðið að halda öllum fyrri áformum um ferð. Þ.e. fara helgina 24-26.sept n.k. Nemdin komst að þeirri niðurstöðu að halda áfram að standa undir þeirri fullyrðingu sem Nonni Frændi kom með um daginn og vera í Básum, ef skálapláss leyfir. Það var bara einn galli á því að hægt sé að ganga strax í málið því ekki vissu fundarmenn hverjir stefna á ammælisferð. Því biður undirbúningsnemd fólk að tjá sig annaðhvort í kommentunum eða með að senda Stebba Twist sms, sjá neðar á síðunni t.v., svo hægt sé að sjá c.a hvað margir hafa áhuga og panta skálapláss eftir bestu getu. Biður nemdin fólk um að tjá sig f.h á flöskudaginn 17.sept. n.k.

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

fimmtudagur, september 09, 2004

Jamm og jæja

Nú er farið að styttast örlítið í að við höldum okkar árlega Le Grand Buffé.

Það er því snjall leikur, sem og merki um þróttmikið vit og miklar gáfur, að huga að
hvaða helgi henti skrílnum undir hátíðarhöldin svo hægt sé að panta eitt stykki slott.

Hér með heimtar undirritaður ásamt Öldu(við tókum það víst að okkur í ölæðisvímunni í Svignaskarðinu að athuga með bústaði) að fólk tjái sig í commenta-kerfið hvenær því henti að éta á sig gat.

Okkar hugmynd er að reyna ná í fyrstu helgina í nóvember. Þetta eru dagarnir 5-7 nóv.

Deadline fyrir einhverja skoðanir (sama hversu heimskulegar þær eru) eru til miðvikudagsins 15. september svo hægt sé að panta timburkofann í tíma.

Þakka þeim sem á hlýddu...eða lásu

Magú

fimmtudagur, september 02, 2004

Eins og glöggir lesendur tóku eftir á vormánuðum, í svari við fyrirspurn frá Forvitnu Stelpunni (sjá gestabók), þá verða 10.ár, núna í septembermánuði, síðan V.Í.N. var formlega stofnað. Já, mikið rétt það. Nú á næstu dögum verður liðinn heil áratugur síðan nokkrir ungir drengir rottuðu sig saman í MS og stofnsettu félag þetta til að komast í skólafélagssjóð. Í tilefni þessu ámmæli er þá málið að fara í 10.ára ammælisferð. Líkt og fyrir áratug þá held ég að haustlitaferð í Þórsmörk sé málið og til að gera þetta að alvöru ammælisferð þá verður ferðin að vera farin síðustu helgina í september þ.e helgina 24-26 setp. n.k. Þó langar mig að gera eina breytingu á frá því fyrir 10.árum en það er að vera frá föstudegi fram á sunnudag en ekki eins náttaferð líkt og forðum. Nú er bara spurningin hvort málið sé Langidalur, eins og í fyrstu V.Í.N.-ferðinni eða Básar.

Gott fólk, velunnarar og aðrir. Tjáið ykkur og hvað ykkur finnst að ætti að gera í tilefni þessara tímamóta í lífi okkar allra.

Góðar stundir
Kv.
Undirbúningsdeild Eftirlitsnemdar ammælissvið í samstarfi við gleðihóp.



mánudagur, ágúst 30, 2004

Eins fram kom hér á síðunni þá stefndi V.Í.N. í bústaðaferð um s.l. helgi og úr varð að fara í Svignaskarð. Hér á eftir kemur sagan af þeirri reisu.

Líkt og oft áður þá gerði einhver öræfaótti vart við sig meðal V.Í.N. og úr var að fjórir lögðu af stað úr bænum á föstudagskvöldið. Eftir að hafa gert sér ferð í Kópavogssveit til að sækja Stóra-Stúf var hægt að koma sér úr bænum með smá við komu á Select. Undirritaður þ.e. Stebbalingurinn og Tuddi Tuð höfðum við Willy sem fararskjóta að þessu sinni enda stóð til að gera smá jeppó á laugardeginum. Við komum svo í Svignaskarð á tíundatímanum eftir frekar tíðindalausan þjóðvega akstur þar sem hápunktur ferðar þeirrar voru Hvalfjarðargöngin, reyndar var gert stutt stopp í Borgarnesi til að tanka. Þegar við höfðum svo fundið bústaðinn þá voru þar Adólf og Jarlaskáldið sem höfðu komið fyrr á Woffa þeirra fyrrnefndu. Tók við bjórdrykkja á bílstjóranum. Þegar að fyrsti bjórinn hafði verið opnaður kom Alda með útprentaða ferðasögu(dagbók) úr hálendisreisu V.Í.N. um norðausturhálendið í ágúst 2002. Þótti mönnum þetta vera kærkominn upprifjun á frábæri ferð nema þá e.t.v. einum sem þarna var staddur og ekki var með í reisu þessari. Nóg um það. Eftir lestur og upprifjarnir var ákveðið að taka í spil og för voru Gettu betur og partýspilið. Þess má geta að GB-nördinn í hópnum sigraði með naumindum og dómaskandal. Sökum ölvunar þá gekk Skáldinu ekki ekki eins vel í Partýspilinu, meðspilara hans ekki til mikilar gleði, enda fer þar á ferðinni keppnismaður. Eftir alla þessa spilamennsku var kominn tími á pottinn. Þar var drukkinn bjór og eitthvað fleira gert sér til skemmtunnar. Þegar komið var upp úr pottinum var kominn háttatími hjá sumum meðan hinir sátu, spjölluðu og drukku öl aðeins frameftir. Fólk fór svo missnemma eða seint í bólið.


Það var svo ræsing um 11:30 á laugardagsmorguninnog eftir morgunmat, mogunbæn og Mullersæfingar var glápt á ,,æsispennandi´´ tímatökur á nærbuxunum. Eftir það var svo smá rekistefna með hvað ætti að gera og úr varð að halda nokkurnvegin í fyrirhugað plan og kíkja aðeins upp að Langavatni. Þrátt fyrir nokkra þynnku hjá sumum þá höfðu það allir af uppeftir og vel fór um alla 4 í Willy, þá sérstaklega þá sem voru afturí. Nóg um það. Við komum upp að Langavatni og við skálan Torfhvalastaði var stoppað og til að sanna komu okkur þá var að sjálfsögðu kvittað i gestabókina. Svo bara einfaldlega farið til baka sömu leið. Þó voru nokkur stopp gerð þá ýmist til myndatöku eða vatnsöflunar. Þegar við komum svo til baka í Svignaskarð var sú ákvörðun tekin að fara í menningarferð í Borgarnes. Fyrst var skipt um bíla, enda er Willy jeppi og ekki ætlaður í einhvern þjóðvegapjátursakstur, vegna slappleika eiganda Woffa var Stebbalingurinn fengin til akstur. Þegar við komum í nesið var það fyrsta sem við gerðum var að athuga hvort ríkið væri opið og komust við að því að búið var að loka því, okkur til mikilar skelfingar. Næsta mál var að finna stað til að éta og kom Hyrnan ekki til greina í þeim efnum. Höfðu sumir heyrt Dr.Gunna dásama matsölustað einn þar í bæ og úr varð að finna hann. Viti menn hann fannst, enda ekki um margar götur að þræða þarna í Nesinu eiginlega bara ein. Það verður barasta að segja að staður þessi ölli engum vonbrigðum og var allt frekar heimilslegt og allir sammála um að réttirnir hafi smakkastprýðilega. Þegar við komum svo til baka í bústaðinn var það fyrsta að athuga með grillið og kom þá í ljós að kol vantaði. Varð úr að síma í Brabrasoninn og bjargaði hann málunum. Við skelltum okkur svo í pottinn á meðan við biðum hinna á meðan aðrir tóku sér stutta kraftkríu. Svo þegar tími var kominn til að fara uppúr þá birtist meirihlutinn af liðinu sem ætlaði að koma á laugardeginum. Þarna voru á ferðinni Maggi Brabra og frú hans, ásamt Gvandala-Gústala og komu þau á Barbí þeirra fyrrnefndu. Í kjölfarið á þeim fylgdu svo Snorri Pervert og Katý á einhverju farartæki. Svo um 19:30 birtust Jolli og Ríkey og var þá orðið fullmannað í góða gleði. Fljótlega eftir að síðustu gestirnir birtust var hafist handa við að fíra upp í grillinu og skella á það sauðlauka og sveppi í forrétt. Fólk tók nú hraustleg til matar og drykkju. Eftir því sem áleið á kvöldið varð drykkja og ölvun almenn meðal leiðangursmanna. Að sjálfsögðu var skellt sér í pottinn og að hætti V.Í.N. var tekin ein umferð og jafnframt sú fyrsta á þessu keppnistímabili í léttsprellahlaupi. Var það hlaup æsispennandi og beittu menn ýmsum ráðum til að verja línuna ámeðan aðrir enduðu með bakið úti í skógi. Menn endust þó mislengi rétt eins sumum er von og vísa, aðrir fóru bara snemma að sofa sem er ekki nýtt.

Fólk skreið á lappir rétt eftir hádegi á sunnudeginum og til að fullkomna þynnkuna þá var kveikt á formúlu og gónað á hana. Fljótlega eftir að ökumenn höfðu lokið sér af fór fólk að koma sér af stað meðan Jolli og Ríkey voru aðeins rólegri og gláptu á handbolta áður en Ríkey sópaði svo. Hreingerningardeildin að sinna störfum sínum samviskusamlega. Þau skjötuhjú yfirgáfu svo svæðið um kl:17:00. Við hin sem eftir vorum og undanfarnir komum okkur svo út úr húsi rétt fyrir 18:00 með stefnuna á höfuðborgina.

Þar lauk fyrstu bústaðaferð vetrarins hjá V.Í.N. og vil ég þakka þeim sem þarna voru fyrir frábæra helgi og gott partý.

Kv
Gleði og bústaðanemd V.Í.N. í samstarfi við Jeppadeild.

föstudagur, ágúst 27, 2004

Útivera var að opna nýja heimasíðu í dag.

Massa flott síða hjá þeim sem á eftir að verða ein öflugasta útivistarsíða landsins.

Allir að kíkja á síðuna og ekki kíkja bara í dag, heldur alla daga.

VÍN óskar þeim til lykke með síðuna.



miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Djö. Var að kanna með bústað og því miður er ekkert laust í Miðhúsaskógi um helgina. Á morgun kemur svo í ljós hvort það sé eitthvað laust í Svignaskarði. Allir að krossa fingur.

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Skúbb helgarinnar. Þær óstaðfestu fréttir hafa heyrst að Alda geti hugsanlega orðið úti um bústað um næstu helgi. Almannarómur segir að annað hvort séu þessar byggingar staðsettar við Miðhúsaskóg eða Svignaskarð. Þetta er þó ekki alveg á hreinu og verður að koma betur í ljós þegar líða tekur á vikuna. Samt sem áður þá tók jeppahjartað í manni kipp við þetta og jeppadeildin fór að ráða ráðum sínum. Hugmyndin er að gera smá jeppó á laugardag, þó ekki fyrr en eftir að tímatökur í formúlunni hafa farið fram.

Þær hugmyndir sem komu upp eru að farið verður í Miðhúsaskóg að aka sem leið liggur að Úthlíð og taka þar beygju. Keyra í gegnum Úthlíð og eitthvað lengra og svo virða fyrir okkur Brúarskörð, sem kuð vera víst ansi mögnuð sjón. Ef veður verður leiðinlegt þá er gott að vera með varaáætlun. Hún er á þann veginn að fara frá Miðhúsaskógi og koma sér aðeins nær Laugarvatni uns við komum að Miðdal, aka þar í gegnum bæjarhlaðið og upp brekku eina bratta. Vegur þessi leiðir víst leiðina að skálanum við Hlöðuvelli og þar er hægt að taka nokkrar leiðir til baka. Fara Þjófahraunið til baka, niður að vörðu og inn á Gjábakkaveg (Lynddalsheiði). Svo er líka hægt að koma sér á línuveginn og halda í vestur og niður á Kaldadalsveg eða í austur átt, t.d er hægt að skoða Hagavatn frá veginum þar eða bara einfaldlega kíkja á Hagavatn eftir að Kjalvegi er náð.

Ef haldið verður hinsvegar í Svignaskarð þá er það hugmynd að fara upp að Langavatni og annaðhvort fara hringin í kringum vatnið eða fylgja slóðanum sem liggur áfram alla leið í Hvammsfjörð. Gæti orðið svolítið löng dagleið, verður samt bara að koma í ljós

Hafa skal það í huga að þessi bústaðaferð er ekki enn staðfest svo það verður bara að koma í ljós hvað verður. En ef fólk þarna úti hefur eitthvað við þetta að bætta eða er með hugmyndir þá endilega tjáið ykkur.

Kveðja
Jepppa og bústaðadeild V.Í.N. í samvinnu við Gleðinemd.



mánudagur, ágúst 16, 2004

Nú um s.l. helgi brá jeppa- og gleðideild V.Í.N. sér í smá jeppaferð. Förinni var heitið á þann frumlega stað Landmannalaugar, þar sem ætlunin var að hitta fyrir göngudeildina og liggja í lauginni með öl í höndinni.

Það var svo um kvöldmatarleytið á laugardag sem undirritaður þ.e. Stebbalingurinn og Jarlaskáldið gátu komið sér úr bænum og var fararskjóti þeirra Willy að þessu sinn. Lilli er víst með einhvern Öræfaótta þessa dagana en það stendur víst til bóta. Fyrst var Skáldið sótt til síns heima og eftir að hafa fermað um borð í Willy var Krónan heimsótt og nokkrar nýlenduvörur verzlaðar eftir að því lauk var komið sér úr bænum. Það var gert stutt stopp í Hnakkaville þar sem Willy fékk að drekka og svo haldið sem leið lá upp í Hrauneyjar í bongó blíðu. Við renndum svo í Hrauneyjar rúmlega 21:00 og þar var fengið sér snæðningur sem var eitt stykki næðingur. Eftir að hafa nært sig var för haldið áfram, strax eftir að við beygðum út af malbikinu var nauðsynlegt að frelsa loft úr hjólbörðum sökum mikila þvottabretta. Við brú eina urðu á vegi okkar puttaferðalangar ogvar ekki hægt að veita þeim far vegna þess að tveir voru í bílnum. Ferðin inn í Laugar var nú frekar tíðindalítil nema hvað vegurinn inn eftir er hundleiðinlegur og ekkert annað að gera í stöðini nema drífa sig afram. Við renndum svo í hlað í Landmannalaugar rúmlega 22:00 þar sem Maggi Brabra og Halli Kristins sátu inn í Barbí og voru að hlusta á VVOB. Eftir að hafa lagt í næsta nágrenni við Barbí gat maður loks opnað bjór og var hann ljúfur. Fljótlegt var að koma upp tjöldunum og á meðan hlustaði maður á raunasögur Magga og Halla um Þjóðverja og laugina. Eftir að komið upp tjöldunum var lítið annað í stöðunni nema koma sér í laugina til að lauga sig. Þangað var skundað með nokkra öl með í för. Það verður bara að segjast að laugin var hin fínasta og ekki var ölið verra. Þarna kenndi ýmisa þjóða kvikindi og eftir að hafa spjallað við útlendinga sem innlendinga endaði með því að þarna hittum við kana af vellinum, þyrluflugmann, kom í ljós á spjalli við hann að þessi kappi hafði drekkt Land Rovernum sínum þarna. Ekki var maður lengi að bjóða fram aðstoð sína, enda með flugvirkjaverkfærin með í för, sem var vel þegið af þeim. Eftir að hafa legið nokkuð lengi í lauginni og 4.bjórum síðar var kominn tími á að koma sér upp úr enda orðinn bjórlaus. Ekki kann slíkt að veita á gott á þessum stað. Það var svo 2. bjórum seinna sem maður kom sér ofan í poka og skrapp í heimsókn til Óla Lokbrá eftir að náin við Þjóðverja höfðu átt sér stað. Það var góð kynning á landi og þjóð


Það var svo á hádegi á sunnudeginum sem maður vakandi við umhverfishljóð í þeim Magga og Halla. Voru þeir þá búnir að aftjalda. Eftir morgunmat, morgunbæn ogMullersæfingar var pakkað niður tjaldi og farangri. Þegar því lauk var kominn til að efna gefin loforð þ.e. að hjálpa þessum Kana og konu hans frá Tadsjikistan. Eftir að hafa skrúfað kertin úr, startað og séð gosbrunn koma út úr einum cylindrinum. Kertin skrúfuð í og Barbí gaf rafmagn eftir smá tíma fór svo Landinn í gang og það sem meira er þá virtist hann ganga ágætlega. Ekki er svo vitað hvernig heimferðin gekk hjá þeim en maður vonarhið besta. Við komum okkur svo af stað einhverntíma milli 13:00 og 14:00. Það var svo tekin vinstri beygja út á Dómadalsleið og var hún rölluð út á þjóðveg, með tilþrifum. Það var þó einn galli á gjöf Njödda en það var rykið sem var á veginum enda ekki yrjað úr lofti þarna í góðan tíma. Þegar við vorum svo komnir niður á Landveg og vorum að fanga loft í dekkin var ákveðið að stoppa á Pizza67 í Hnakkaville og horfa þar á einn knattspyrnuleik og jafnvel snæða örlítið. Slíkt var gert og flatbaka étin og skollað niður með öli eða gosi, fór eftir hvort bílstjórar áttu hlut að máli eða kóarar. Eftir leik var svo ferð slúttað.
Takk fyrir

Þar með lauk eiginlega sumrinu hjá V.Í.N. og eftir er bara Drykkjumenningarnæturgleði V.Í.N. sem lýkur sumrinu líkt og júróvísion er oft upphafið á sumri V.Í.N.



fimmtudagur, ágúst 12, 2004

En að fara inn í Landmannalaugar á laugardeginum, eyða svo deginum í rólegheitum þar. Liggja í lauginni, liggja í sólbaði, eta ket og hafa það náðugt.

Líka temmilega stutt að fara.... Hvernig lýst fólki á þá hugmynd ?


mánudagur, ágúst 09, 2004

Jæja þá er næstum því heil vinnu vika í næstu helgi, þá fer maður að hugsa hvert skuli halda um einmitt næstu helgi.

Kíkja á Suðurlandið, t.d Þakgil og fleiri staði þar í nágrenninu ....

Tjáið ykkur um hvert mönnum langar að fara.

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Eins og alþjóð veit er V.Í.N. félag mikila hefða ein þessara hefða er að fara á Þjóðhátíð um Verzlunarmannahelgina. Líkt og undanfarin ár var þetta ár engin undantekning þó sumt nýtt hafi verið gert.

Menn fóru missnemma til Eyja þetta árið og þeir fyrstu voru mættir á svæðið 17:15 miðvikudaginn 28.júlí s.l. eftir ljúfa ferð með Dorniernum. Þarna á ferðinni voru undirritaður þ.e Stebbalingurinn undir öruggi leiðsögn Þjálfa. Eins Kidda hinum rauða er von og vísa þurftum við aðeins að bíða eftir kauða. Eftir hálft andarblik birtist kappinn á svæðið. Að sjálfsögðu var varla pláss fyrir dótið okkar í bílnum vegna þess að skottið var hálft fullt af bjór, það átti svo heldur betur eftir að bættast á birgðirnar, það reddaðist þó. Eftir að hafa komið við í verzlun þar sem við urðum okkur uti um kvöldmat og coca-pops sem á eftir að koma við sögu seinna. Næst var að koma sér í rauðu blokkina í íbúðina hans Kidda. Þar voru tveir kassar af bjór í ísskápnum sem Kiddi bauð upp á og fær hann bestu þakkir fyrir. Næst var að koma sér í húsmóðurgírinn og byrja að elda, aldrei var ölið langt undan, eftir að hafa snædd ljúfan kvöldmat var rölt niður á Hásteinsvöll og gónað á fótbolta í roki og rigningu. Eftir leik lögðum við Þjálfi leið okkar upp á Bröttugötu í heimsókn til Jóa Listó og Guggu. Eftir að hafa þegið þar kaffi, kleinur og kökur, alltaf tekið jafn höfðinglega á móti manni þar á Þjóðhátíð, var haft samband við Kidda þar sem hann var staddur á Lundanum. Okkur tókst loks að finna Lundann og þar sáttu Kiddi og Jói í sófanum góða, eftir að hafa fengið sér einn úr krana var haldið í rauðu blokkina til að drekka meiri bjór. Tók nú við ágætis ölvun á miðvikudagskvöldi fyrir þjóðhátíð þar sem við fórum aftur á Lundann. Þá hitti maður nokkur kunnug andlit m.a nokkra heimamenn sem eru farnir að þekkja mann sem traustan Þjóðhátíðargest og líka Áfengisálfinn og Bjöggann. Svo um 03:00 datt manni það snilldarræði í hug að láta liðið vita að maður væri drukkinn. Það endaði svo með því að við Þjálfi vorum fyrir utan íbúðina að rífast um hver ætti að borga leigubílinn heim. Þegar við komum inn þótti það þjóðráð að fá sér snæðing og auðvitað var coca-pops fyrir valinu í því ástandi sem við vorum þá fundum við ekki undirskálar og því urðu salatskálar að duga. Það verður bara að segjast alveg eins og er að ekki bragðist coca-popsið verra úr þessu leirtaugi. Nóg um miðvikudaginn.

Við þremenningarnir þrír tóku svo daginn missnemma á fimmtudeginum 29.júlí. Skáldið hafði svo samband við okkur og lét okkur vita að ekki liti vel út með flug hjá sér og hann væri að spá koma með Gubbólfi. Eftir að hafa ráðið ráðum okkar eftir mat var haldið í sund. Þar barst okkur sú frétt að liðið sem væri væntanlegt með Gubbólfi yrði hrúað beint í íþróttahúsið, ekki er hægt að neita því að manni var hugsað til Þjóðhátíðar 2002. Eftir sundferð var farið í heimsókn til Guðrúnar og Mörtu í kaffi og líka til að fá lykla af Mussojeppa Guðrúnar til ríkisferðar. Það veitti sko ekki af öllu plássinu því við félagarnir fórum úr Mjólkurbúðar Höskuldar eftir að hafa verzlað fyrir tæplega 70.000 ísl.kr. Þegar við komum aftur heim sáum við búið var að aflýsa flugi til Eyja og Skáldið væri á því að koma með Dallinum ef hann fengi flugmiðan endurgreiddan og hann kæmist til baka með flugi á mánudeginum. Þjálfi tók þá til óspilltra mála og eftir nokkur símtöl var Skáldið komið um borð í Lilla með stefnuna á Þorlákshöfn til að komast um borð í Gubbólf. Við hinir pöntuðum pizzu og heldum áfram ótrauðir við aðalfundarstörf. Um 23:00 var svo haldið niður á höfn til að taka á móti Skáldinu. Tók það lengri tíma en við kærðum okkur um. Vegna þess að Skáldið var komið snemma til Þorlákshafnar endaði dótið hans innst í gámnum og fékk hann því sitt frekar seint. Að sjálfsögðu byrjaði að rigna á meðan Skáldið beið þess að fá sitt dót. Við hinir komum okkur fyrir í hjá Alla á meðan. Loks birtist Skáldið og hægt var að koma sér upp í Áshamra með viðkomu í Ísjakanum. Þegar við komum svo aftur heim sátu tvær kvenverur inní stofu. Þetta voru Ásgerður, vinkona Kidda frá Laugarvatni, og Sigga. Aftur tók við venjuleg aðalfundar störf fram eftir nóttu. Það var svo kíkt aðeins fyrir utan Húkkaraballið en það var stuttur stanz og komið aftur upp í íbúð. Þar var setið lengur við drykkju svo var hugsað sér til hreyfings og aftur farið niður í Týrsheimili og svo á Lundann. Þarna var nú óminnisnegrinn eitthvað farinn að gera vart við sig. Við vorum niður á Lunda þar til okkur datt það í hug að fara niður á höfn og taka á móti ólukkulýðnum sem var að koma með Gubbólfi 06:00 á flöskudagsmorgninum. Í þeim hóp voru m.a vinir Kidda sem við kunnum ekki deili á þarna á þessum tíma punkti. Eftir að hafa staðið niðri á höfn í smá tíma í kulda, vosbúð og trekki fannst okkur þetta ekki eins góður brandari og í fyrstu og komum okkur upp í íbúð. Menn voru samt ekki á þeim buxunum að hætta og fengum við okkur bjór þegar heim var komið. Það endaði svo með að menn komu sér í bælið með misjöfnum árangri þó. Einn komst ekki einu sinni úr buxunum og svaf með þær á hælunum meðan áðrir lágu þverir. Þar með lauk fimmtudeginum.

Flöskudagurinn rann upp bjartur og fagur, eða svo minnir mig, við spruttum svo á fætur þegar Skáldið komst að því að 25.mín væru í lokun á Ríkinu og þar þurftum við að komast til að bæta á birgirnar og verzla þakklætisvott handa Jóa Listó. Í ríkisreknu verzluna komst við á mettíma og þrátt fyrir biðröð þá tókst okkur það sem við ætluðum okkur. Á leiðinni til baka var komið við í Ísjakanum og snæddur þar einn Hlölli sem var ljúfur í þynnkunni. Eftir að við komum aftur í Rauðu blokkina voru afréttara teigaðir og málin rædd. Þá hafði fjölgað gestum hjá Kidda og þar voru á ferðinni Sammi og Rakel en þau höfðu komið með Gubbólfi kl:06:00 um morguninn. Höfðu þau mikið gaman af því að kíkja í herbergið um morguninn og sjá okkur félaga misdauða þar inni. Klukkan fór nú að nálgast 15:00 svo ég og Skáldið gerðum ferð í Dalinn til að vera viðstaddir setningu og að sjálfsögðu var Brúðubíllinn á dagskrá og af honum skyldum við ekki missa. Fastir liðir eins og venjulega. Þegar við komum í Dalinn var fyrsta mál á dagskrá að verða okkur úti um armband. Eftir skunduðum við og urðum vitni af setningunni. Svo tók söngkeppni barna við á meðan við biðum eftir Brúðubílnum. Þarna hittum við fullt af fólki bæði fullu og forvitnilegu. Nokkur skyldmenni og frænku Skáldsins sem er víst árgerð 82 eða jafnaldri Willy, sem verður að teljast góður kostur af kvenmanni. Þar sem við sötruðum ölið í langri bið okkar eftir Lilla apa hafði Heiðrún Jóhannsdóttir samband og bauð okkur í kökuveislu inní Hvítatjaldinu. Þegar þar var komið og fengum við höfðinglegar mótókur að vanda. Þá var mér tilkynnt að mynd væri kominn af undirritiðum á heiðursmyndavegg Hvítatjaldsins, sannur heiður það. Þarna voru nokkrir gestir auk míns og Skáldsins og var ástand sumra skrautlegra en á okkur. Einn þeirra var t.d lagstur til rekkju rúmlega 16:00. Eftir að vera farnir að nálgast sykursjókk var skundað af stað til að missa ekki af Brúðubílnum, eftir fengina reynslu hef ég komist að því að Brúðubílinn bíður ekki eftir neinum, olli Lilli api og refurinn engum vonbrigðum. Eftir Brúðubíllinn var tölt upp í Áshamra og bankað var upp á Steina frænda og Guðrúnu þar sem okkur var boðið í lundaveislu og kjötsúpu. Ég þakka fyrir mig og eiga þau heiður skilið fyrir slíkan höfðingskap. Svo var bara komið til Kidda og haldið áfram að drekka sig í drasl. VJ, Tiltektar-Toggi og Gvandala-Gústala bættust svo í hópinn og tjölduðu þeir fyrir neðan svalirnar. Svo var haldið ógnar teiti fram eftir kvöldi þar sem m.a komu Njöddi, félagi vor úr MS, Skúli og Geiri. Án efa voru þeir fleiri en ekki man ég svo gladd eftir þeim og biðst ég hér með velvirðingar á því. Eftir að við komum við í Dal gerði líka þessi hellidembu en við vorum við öllu búnir og skelltum okkur bara í pollagallanna. Flöskudagskvöldið var svo mjög hefðbundið, Mullersæfingar við brennuna, heimsóknir í hvítu tjöldin og almenn skemmtun. Óminnisnegrinn var ekki langt undan svo ekki fer mikið af sögum af afrekum.

Það var svo frekar lágskýjað hjá sumum er komið var fram úr á laugardaginn m.a lá VJ á nærbuxunum upp í sofa frekar slappur. Annars var opnaður bjór og snæddur einhver matur. Leið lá svo í sund og þaðan niður á Prófastinn var sem Skáldið var tannburstað. Svo var kíkt í kjötsúpu um kvöldmat og haldið áfram að drekka sig í drasl, það ítrekað. Leiðin í Dalinn var svo til að sjá Egó og voru þeir nettir á kantinum. Það besta við það var að um leið og þeir slógu lokatón í ,,Fjöllin hafa vakað´´ hófst mögnuð flugeldasýning. Svo hófst venjubundin dagskrá hjá undirritiðum almennt djamm og heimsóknir í hvítu tjöldið. M.a hitti maður Hödda frænda og vinkonu hans. Annað er frekar þokukennt.

Sunnudagur, uff, uff. Þarna voru 4.dagar búnir og bara einn eftir. Svekkelsi og ekkert annað. Um daginn var drukkinn bjór, farið að éta sem var skrautlegt, farið í sund og heilsað upp á Frosta sem ekki var við. Haldið áfram að sötra. Kíkt í heimsókn í Tindastóll þar sem föngulegur hópur kvenna tók á móti sér. Farið heim og drukkið meira. Komið sér niður í Dal, verzlað bland í bláa Smirnoffinn, upp í brekku, drukkið, tekið í nefið, drukkið meira, tekið undir með Nonnsen. Eftir það tók almenn dagskrá við sem er óþarfi að endurtaka enda var óminnisnegrinn aldrei langt undan. Maður endaði svo skemmtuna einhvern tíma milli 09:00 og 10:00 á mánudagsmorguninn. Mikið var maður tjónaður þegar maður skreið upp í íbúð.

Mánudagurinn var furðulegur enda maður í hálfgerðu tjóni. Þó svo að aðrir virtust vera í meira tjóna, það er of löng saga. Þegar Skáldið skilaði sér var hlegið og skal sú saga ekki sögð hér. Þegar við skriðum á lappir var greinilegt að ekki væri verið að fljúga og ekki yrði flogið alveg á næstunni. Við styttum okkur svo aldur með að glápa á DVD. Við vorum svo mættir upp á flugvöll um 21:00 og við tók aðeins 1,5 klst bið. Aðeins segji ég vegna þess að við hittum þarna fólk sem var búið að bíða síðan 14:00 og komst ekki upp á land því öllu flugi upp á Bakka var aflýst. Alla vega þá tókst Fokkerinum okkar að lenda og við fórum í loftið og áttum annars ljúft flug til Reykjavíkur. Í menninguna vorum við komnir rétt eftir 23:00.

Mikið var maður súr á þriðjudeginum.

V.Í.N vill þakka öllum þeim sem fulltrúar þess hittu á Þjóðhátíð 2004 fyrir góða skemmtun. Hvort sem þeir, þau eða þær voru nefndar í frásögninni hér á undan.

Takk fyrir frábæra Þjóðhátíð
Skemmtinemd Þjóðhátíðardeildar V.Í.N. undanfararsvið



miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Nú er magnaðri Þjóðhátíð nýlokið og menn eru allir að koma til eftir átökin. Spurt er bara: Hvert skal halda um komandi helgi? V.Í.N. er nú einu sinni þekkt fyrir hefðir og það er hefð að fara e-ð úr bænum þessa helgi. Hvort sem það er til að ná úr sér verzlunarmannarhelgarþynnkunni eða flýja hátíð eina. Endilega tjáið ykkur hvaða hugmyndir fólk hefur um hvert skal halda.

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Fréttararitara, bárust skilaboð frá undanförum í Vestamanneyjum í nótt.

Þau skilaboð hljómuðu þannig: "Bara svo þú vitir það þá er ég fullur".

Ég spyr nú bara .... var við öðru að búast ???

þriðjudagur, júlí 27, 2004

Verslunarmannahelgarnöll Þjálfa:

Þá er komið að því!!!
Undanfarasveit VÍN undirbýr sig nú af kappi fyrir sukk og svínarí helgarinnar.
Nú skal haldið í víking til eyjaklasa sem staðsettur er ekki svo langt suður af landi voru, Íslandi.
Koppurinn heitir Vestmannaeyjar og munum við þar éta, drekka og skemmta af okkur hausinn í kapp við hvern annann næstu 4-6 dagana (allt eftir því hversu duglegir menn hafa verið að láta vinnuveitanda sinn misnota sig).

Þeir sem fara fyrstir, eru "misnotaðastir" og  þorstinn hvað mest kvelur, eru ofvaxni sálfræðingurinn og annar helmingurinn af tvíburadvergakrúinu. Næstur í röðinni eru hinn tvíburasmjattpattinn sem mætir á fimmtudaginn....góða skemmtun í vinnunni Arnór!!!!.
Á föstudag munu svo hagfræðispekóið og Skúrítas bróðir nr. 1 og nr. 2 heiðra oss með nærveru sinni.

Ein helsta ástæða "útstáelsi" okkar, ku vera sú, að þá helgi sem flestallir landsmenn fá frí....nema verslunarmenn að sjálfsögðu, er haldin drykkjusamkoma af sverari sortinni og ku hún heita Þjóðhátíð 

Eyjaskeggjar sem lifa og drepast á þessu skeri eru víst ölkærir mjög og þekktir fyrir flest annað en leiðindi.  Ætlum við sem þangað förum að gera heiðarlega tilraun til að bergja af brunni brennivínsdrykkju og skrílsláta og snúa heim á leið með leiðinlega drykkjusiði í farteskinu.

Þeir sem flestu stjórna þarna suður af Hvolsvelli eru tveir valinkunnir brennivínsberserkir og djammkallar. Vill svo skemmtilega til að við þekkjum þá báða!!!
Sá fyrri er Kristinn nokkur Guðmundsson jarl af Áshamri  og sá seinni er umhverfismógúllinn Frosti Gíslason.
Munu þeir reyna eftir fremsta megni að stýra okkur og leiða, um krákustigu brennivínsins þessa helgina.
Hafa þeir meðal annars skipulagt ball fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag bara fyrir okkur. Ekki nóg með það heldur bæta þeir um betur og smella saman brennu, flugeldasýningu og brekkusöng (með fölskum hetjutenór)  eingöngu til þess að okkur leiðist ekki þessa daga.....hald'að sé nú!!!!

Við sem fórnum okkur þessa helgina munum eftir fremsta megni reyna að gefa þér lesandi góður, stemninguna beint í æð með símtölum og sms-skilaboðum alla helgina. Máttu búast við samtölum við einhvern okkar, svona 126-284 sinnum á dag alveg fram á mánudag.

Nú í öðrum fréttum er það helst, að Tyrolabræður munu standa fyrir skemmtikvöldum á ákveðnum bar í Selva dagana 19-29 mars á næsta ári einmitt þegar við verðum þar að leika okkur.........við skulum rétt vona að þeir mæti í göllunum.!!!!(lesist: Voru sumsé að panta í sömu ferð).

Þriðja sem vert er að nefnast á í nöldurpistli Þjálfa er það, að helgina eftir Þjóðhátíð þá mun Snorri hinn aldni pervert VÍN fara með lið sitt til "Hobbbnafjarðar" (lesist nefmælt) og munu þær etja þar kappi við "Hobbbnfirskar" knattspyrnukonur (lesist aftur nefmælt). Kom hann með þá hugmynd að við myndum kíkja austur í Skaftafell og jafnvel halda enn lengra eða alla leið á "Hobbbnafjörð" (enn og aftur lesist nefmælt) á leikinn. Gæti það hentað ágætlega því á "Hobbbnafirði" (....í enn eitt skiptið nefmælt!!!) býr einmitt maður að nafni Gunnar Ingi Valgeirsson. Skv. síðust talningu skuldum við honum heimsókn!!!
Dreifbýlistuðran nefndi það sérstaklega (fyrir Steppó, Nóra og VJ) að meirihluti liðsins væri á aldursbilinu 18-20 og félli því einstaklega vel í möguleikamengið!!!

Svo mörg voru þau orð.
Þakka þeim sem á hlýddu.

Þjálfi