fimmtudagur, september 26, 2013

Brekkubústaður-Messudagur



Messudagur rann upp og ekkert svo sem merkilegt við það. Þetta var auðvitað brottfarardagur svo fljótlega eftir morgunmat var hafist handa við þrif. Þetta gekk allt saman og síðan var bara raðað í bílinn og lagt í´ann til höfuðborgarinnar. Veðrið var nú með bezta móti og sá maður að Hekla var orðin hvít, vonandi styttist í fjallaskíðatímabilið. En það var bara ekið styðsta leið í bæinn og ekkert merkilegt við það

En það má skoða þessar örfáu myndir frá deginum hér

miðvikudagur, september 25, 2013

Brekkubústaður-Laugardagur



Það kom nú fáum á óvart að laugardagrinn skyldi koma að morgni. Eitthvað lágu skýin lægra en spár höfðu sagt til um og skýjað var á toppi Efstadalsfjall. Þó svo að ætlunin hafi kannksi ekki verið að ganga á það þennan dag, enda hvorki á jeppa né með fjallahjólið meðferðis. Litla Stebbalingnum fékk þá flugu í hausinn að ganga upp á Efstadalsfjall einn daginn. Hjóla svo niður í Miðdal og þaðan Kóngsveg í pottinn í bústað. Ekki amalegt það.
Við höfðum sett stefnuna á helgasta stað landsins þ.e. Þingvelli og rölta þar upp á Miðfell, sem er einmitt fjórða fell Skottu. Gaman að því. Á leiðinni yfir þurftum við að renna við í Mínus (eins og Snorri hinn aldni perri kallar búlluna) á Laugarvatni. Gangan upp á Miðfell gekk bara vel enda auðvelt fjall/fell sem hentar öllum fjölskyldumeðlimum sé áhugi fyrir slíku. Öll þrjú náðum toppnum og var útsýni þaðan alveg hið prýðilegasta og nutum við haustlitana þaðan. Þegar niður var komið var lengri leiðin tekin heim enda Skotta fljót að sofna og vildum við leyfa henni bara að lúlla þarna. Líkt og kveldið áður kíktum við á tvö tjaldstæði, bæði við Reykholt/Aratungu og við Faxa. Tjaldsvæðið við Reykholt virðist vera hið prýðilegasta og öll aðstaða til fyrirmyndar þar, sundlaug, leiktæki og kaffihús/bar við höndina ásamt einhverju heimaræktuðu grænfóðri fyrir áhugasama. Tjaldsvæðið við Faxa er svo heldur berangurslegra en er við nokkuð nettan foss og þar væri örugglega hægt að renna fyrir lax á spún eða maðk. Svo er auðvitað hægt að taka flotta hjólhestahring þarna út frá báðum þessum stöðum. En hvað um það. Þarna var svo Skotta vöknuð svo við ökum bara í bústaðinn enda beið okkur þar potturinn.
Eftir pottaferð var svo farið að huga að matseld og klikkaði nautakjetið frá Matta Skratta ekki frekar en fyrri daginn. Svo var auðvitað eftirréttur Royal súkkulaðibúðingur að sjálfsögðu með rjóma. Kveldið fór svo bara í sjónvarpsgláp Indina Jones í ég veit ekki hvaða skipti en gaman að því samt. Svo var bara farið einhvern tíma að sofa eftir góða afslöppun

En vilji einhver sjá hvernig dagurinn fór fram má gjöra það hér

þriðjudagur, september 24, 2013

Brekkubústaður-flöskudagur




Nú um síðastliðnu helgi fórum við Twistfjölskyldan í afslöppun í bústað í Brekkuskóg. Kannski nú ekki beint ætlunin að lýsa því hér hvernig við höfðum það en kannski að segja aðeins frá því litla sem við gjörðum í von um að gefa kannski fólki einhverjar hugmyndir um ferðaval í ókominni framtíð.

Við rúlluðum úr bænum í eftirmiðdegi föstudags og aldrei þessu vant þá var ekið yfir Hellisheiði. Suðurlandið tók ágætlega á móti okkur og þar sem Skotta var sofandi var bara tekið lengri leiðin í Brekkuskóg og hugsanleg tjaldstæða næzta eða þar næzta sumars skoðuð. Maður er alltaf að leita að einhverju nýju og með hugan við áhugamálin. En alla vega þá kíktum við aðeins á tjaldsvæðið við Brautarholt og lofar það góðu. Ekki er svo verra að það er sundlaug í bakgarðinum. Þar mætti taka hjólatúr nú eða skreppa á Vörðufell. Svo lá leiðin í gegnum Laugarás en þar einhverstaðar rumskaði Skotta svo ekið var bara upp í Brekkuskóg framhjá Syðri Reykjum, þar er einmitt hjólahringur sem hægt væri að taka einn góðan veðurdag. Svo var bara komið í bústað og þar hófst þetta venjubundna bera dótið inn, koma sér fyrir, láta renna í pottinn og malla síðan flatböku. Kveldið var svo ekki merkilegt en það fór að meztu leyti í sjónvarpsgláp en upp úr miðnætti var potturinn ljúfur og ekki skemmdi stjörnuhimininn fyrir

En alla vega þá má skoða nokkrar myndir frá kveldinu hér

þriðjudagur, september 17, 2013

Four Low



Litli Stebbalingurinn skellti sér síðasta messudag á 30 ára afmælisjeppasýningu Ferðaklúbbsins 4X4, ásamt þónokkrum fleiri gildum limum á ýmsum aldri.. Þar var margt forvitnilegt að sjá og annað frekar venjulegt en þó minnihluta. Reyndar var mér hugsað til sendiherra V.Í.N. í Skandinaviu og á norðurlandi og tók því með myndavél til leyfa þeim að njóta, sem og vonandi fleirum. Líklegast meira spennandi en endalausar Flubbaferðasögur. En hvað um það.
Hér má skoða misgóðar myndir frá messudag

Kv
Jeppadeildin

mánudagur, september 16, 2013

Haustæfing



Veit að þetta kemur þessari síðu og félagsskap kannski ekki mikið við en hvað um það. Nú síðasta laugardag efndi Flugbjörgunnarsveitin í Reykjavík til haustæfingar sunnan við Helgafell í Hafnarfirði. Þar tóku tveir gildir limir V.Í.N. þátt. Hvað um það.
Sé einhver áhugi til staðar að skoða myndir frá deginum þá má gjöra það hér.

fimmtudagur, september 12, 2013

Sumarfrí 2013: Eftirmáli



Líkt og dyggir lesendur muna kom út ýtarleg ferðasaga sumarfríi oss litlu fjölskyldunnar. Þetta var alveg prýðilegasta frí. Litli Stebbalingurinn er amk ekki ennþá sannfærður um að vika í bústað sé góð ráðstöfun á sumarfríi, þó svo að Aðaldalurinn hafi verið prýðilegur en hvað um það. En allavega þá tókst okkur að skoða ýmislegt og koma á nýja staði. Það er amk von þess sem þetta ritar að ferðasagan hafi gefið einhverjum hugmyndir um hvað má skoða í Þingeyjarsýzlum. En það er um gjöra að deila ferðasögum því ef maður rekst á eitthvað nýtt og áhugavert er um að gjöra að láta aðra V.Í.N.-liða vita. Fleira var það svo sem ekki að sinni og kannski vert að minna fólk að það má skoða myndir frá sumartúr oss 2013 hér

Kv
Litla fjölskyldan

þriðjudagur, september 10, 2013

Hjónavígsla og réttir



Nú um síðustu helgi heldum við litla fjölskyldan vestur í Laxárdal til þess að skunda þar í réttir og aðallega skella okkur í tvöfalt brúðhlaup. Við ákváðum það að nýta ferðina í leiðinni og skunda á einn hól í leiðinni og ku sá hól heita víst Sauðafell. Er við komum að Sauðafelli renndum við í hlað þar á samnefndum bæ til spyrjast fyrir um leyfi til að rölta á bæjarfjallið í gegnum landareignina. Var það leyfi auðsótt og í kaupbæti fengum við líka kaffisopa. En þess má geta að þarna er ættargrafreitur Krunku. En að hólaröltinu. Við gengum þarna upp á það sem við höldum að hafi verið toppurinn og gekk það bara aldeilis sérdeilis prýðilega og hafði Skotta það að toppa sinn þriðja hól. Svo var bara brokað niður og að þessu sinni fylgdum við vegslóða sem gaf manni hugmynd með hjólatúr einn góðan veðurdag. Er niður var komið kíktum við aðeins á ættargrafreit Krunku og Skottu á þar hina ýmsu forfeður þó mezt langa, langa og jafnvel langa, langa, langa eitthvað. Svo lá bara leiðin í Laxárdalinn og lítið meira action.
Á laugardeginum var svo réttað. Þetta var mjög svo lítil rétt svona m.v það sem maður er vanur að sjá í Skaftárrétt en líkt og ekki sætasta stelpan á ballinu þá gerði hún sitt gagn. Þarna var meira að segja líka fræga fólkið og Fóstbróðir. Þegar búið var að draga í dilka var bara haldið í bæ og gjört klárt fyrir kveldið skellt sér í steypibað og svoleiðis áður en haldið var í sveitakirkjuna íklæddur gallabrókum og lopapeysu.. Við tókum styttri leiðina þangað og þar fékk maður hugmynd að hjólahring einn daginn þegar maður verður í sveitinni. Bæði settin af tilvonandi brúðhjónum komu svo ríðandi til og frá athöfn sem var bara óhátíðleg og laus við öll formlegheit. Síðan var bara partý um kveldið með fiskisúpu, grilli og bjór. Að vísu reyndi Kári kallinn að setja sitt strik í reikninginn með reyna að feykja samkomutjaldinu út í Hrútafjörð og endaði með því að grillað var inni heztakerru og því miður fengum við ekki folaldakjet. En hvað um það. Fyrirtak engu að síður

Nenni einhver að skoða myndir frá helginni má gjöra það hér (það eru fáar brúðkaupsmyndir þarna)

þriðjudagur, september 03, 2013

Mennngarbústaður: Suður í sæluna



Eftir hefðbundin morgunstörf þ.e var hafist handa við að smúla bústaðinn hátt og lágt. Held að það hafi bara tekist með ágætum. Það var svo um hádegisbil er sjálfrennireiðireiðum var startað og fljótlega ekið af stað. Þegar rúllað var niður af Vatnsskarðinu tókum við fljótlega vinstri beygju og vippuðum okkar af þjóðveg1. Það var nefnilega ætlunin að skrölta Svínvetningabraut og þurfa því ekki að keyra í gegnum Blönduós. Okkur tókst að allstaðar að taka réttar beygjur og enduðum því aftur á þjóðvegi 1 rétt við Stóru Giljá. Þetta er svo sem ágætasta leið og gaman að breyta öðru hverju til. Vonandi bara að einhvern tíma hafi maður tíma til að skoða sig þarna aðeins um. En hvað um það. Er á malbikið var komið aftur tók bara við steindauður þjóðvegakstur. Það var svo hvergi stoppað fyrr en í Borgarnesi og tilefni þess að það var kominn mánudagur skellti maður sér á steikarsamloku enda sú með nautakjeti á.

En alla vega þá eru myndir frá deginum hér