fimmtudagur, október 27, 2005

Uppgjör LGB 2005

Daginn allir saman,

Þið sem tókuð þátt í Grande Bouffet um daginn eruð vinsamlegast beðin um að leggja 3.500 kr. fyrir manninn inn á reikning VÍN.

rnr: 528-14-604066
kt. 3007765079

Þetta á við alla að undanskildum Öldu, Magga Bra., Elínu, Haffa og Eddu, þau fá útlagðan kostnað endurgreiddann eftir að gert hefur verið upp.

Munið að frjáls framlög eru ávallt vel þegin!

Orð gjaldkerans verða ekki fleiri að sinni, lifið heil!
Hveravellir

Hér fyrir neðan kemur enn ein langlokan og er fólk varað við því að hvorki duga kaffitímar né frímín fyrir þennan lestur. Áframhaldið er á ábyrgð lesandans

Eins og fram kom hér fyrr var blásið til ferðar um s.l. helgi. Tilefni ferðar þessar var að samgleðast Skáldinu í ammælisferð. Líkt og marg oft áður voru nokk margir með öræfaótta þessa helgi. Reyndar var sjálft ammælisbarnið lélegt við að boða fólk með í sína eigin ammælisferð. Ekki var það hlutverk sagnaritaranns að boða lið með í ferð sem Skáldið átti frumkvæðið af.
Þrátt fyrir að ferð þessi hafi verið hugmynd Skáldsins þá kom lítið annað frá því en dagsetningin. Staðarákvörðun kom annars staðar frá og svo gerði Litli Stebbalingurinn sér lítið fyrir og bókaði gistingu eina nótt fyrir allt að 6.persónur. Það má alltaf vera bjartsýn.

Laugardagurinn rann upp, svo sannarlega var hann bjartur og fagur. Eftir morgunbæ, messu og Mullersæfingar var Willy hlaðinn. Eftir að því lauk var stefnan sett á æsluslóðirnar í Seljahverfinu, með viðkomu á eldsneytissmásölustað. Á æskuslóðunum, þar sem hafsjór minninga minna flæddi yfir mann, var Jarlaskáldið pikkað upp. Áður en æskuslóðirniar voru yfirgefnar var komið við hjá kaupmanni Sívertsen þar sem nýlenduvörur voru verzlaðar ásamt landbúnaðarafurðum á grillið.
Næst lá leiðin á Lélegt í Fylkishverfinu þar sem hitta átti ferðafélaga okkar. Ekki voru þeir margir að þessu sinni, aðeins nýliðar ársins. Þarna voru ferðalangar helgarinnar samankomnir ásamt farartækjum:

Stebbi Twist og Jarlaskáldið á Willy

Haffi og Edda á Lata-Krúser.

Heldur fámennt en vissulega, og óhætt að fullyrða, góðmennt.
Ákveðið var að fara Mosfellsheiðina og yfir Gjábakkaveg. Veður var gott og fjallasýn með miklum ágætum. Þingvellir tóku á móti okkur með öllum sínum haustlitum. Eftir að hafa ekið í gegnum þjóðgarðinn og tekið vinstri beygju (sem mér leiðist ætíð jafn mikið) og yfir á Gjábakkaveg var stanzað. Veðrið var of gott til þess að njóta þess ekki. Eins og áður sagði var veður með frábærum, vind hreyfði varla og útsýni var með ágætum. Eftir að hafa átt þarna stafrænastund var för oss haldið áfram. Fram var haldið í áttina að öræfum en áður þanngað var komið var stanzað við söluskálann á Geysi. Það er ekki gott að fara svangur á fjöll og gildir það jafnt um menn og bíla. E-ð lystarleysi var í Lata-Krúser og ekki vildi hann mikinn grút að drekka. Það sama verður ekki sagt um Willy, hann hafði alveg hina beztu lyst og fékk sitt. Við bræðurnir gæddum okkur á kjétafgöngum í brauði, strumpagosi og sætindum. Höfðum við gaman að því að afgreiðslustúlkan skyldi smyrja okkar að því hvort við værum leiðsögumenn. Nei! Svöruðum við, og tjáðum eymingja stúlkukindinni að við værum hafsögumenn. Strunzuðum svo hinir fúlustu í burtu. Sármóðgaðir við svona smurningu. Hvað sem því líður þá smökkuðust kjétafgangarnir alveg prýðilega, og það er fyrir mestu.
Eftir að fólk og farartæki orðin mett voru var ákveðið að túrhestast aðeins. Skundað var í fylkingu upp á hverasvæði. Ekki vildi Gamli Geysir gjósa yfir okkur. Þrátt fyrir heiðarlega tilraun okkar með að henda Frigg handsápu, sem nappað var á herrasnyrtingu einni, ofan í Geysi þá virðist vera sem sá Gamli hafi verið á túr og þverneitaði hann að skjóta eins og einu skoti fyrir okkur. Þá var ekkert annað að gera í stöðunni nema aka á brott með spariskeifuna á vörum. Við tók aðeins meiri þjóðvegaakstur og farið var þessi venjulega leið innúr. Hvað um það.
Fljótlega eftir að hafa ekið yfir Sandá, á brú, var stanzað með það að markmiði að frelsa fangað loft úr belgmiklum hjólbörðum sjálfrennireiðinna. En um leið var veðurblíðunnar notið og augnablikið fangað niður á stafræntform myndavéla. Eftir að úrhleypingum var lokið og ekið var sem leið lá áfram. Mikið var og er Kjalvegur ónýtur og sér í lagi að afleggjaranum að Skálpanesi. Hvað sem því líður þá sýndum við bræðurnir miklar gáfur og urðum okkur úti um grjót spölkorn frá Beinatjéllingunni á Bláfellshálsi. Var þetta gert í ljósi þess að búið er að hreinsa svæðið í kringum Tjéllinguna. Af gömlum og góðum sið var bætt grjóti ofan á stígvélin og um leið ákveðið að ákveða við Hvítárbrúna hvort kíkja átti í Hvítárnes. Við Hvítárbrú var ákveðið að kíkja aðeins í Hvítárnesskála, enda höfðum við góðan tíma. En ætíð var Kjalvegur jafnleiðinlegur að aka á.
Það var aðeins kíkt á skála Furðufélagsins við Hvítárnes og þá aðallega í draugaleit. Engan fundum við drauginn þar svo engin ástæða var til að staldra þar við lengur. En það var fallegt. Viltu kaupa það?
Áfram var ekið og lá leiðin næst í Tjéllingafjöll. Eins og fram hefur komið vorum við á góðum tíma og ekki var snjórinn að tefja fyrir okkur. Mikið frekar það hvað vegurinn var holóttur. Hvað um það. Tvisvar var svo stanzað á leiðinni í Kelló og myndvélar dregnar upp ásamt leikjum.
Ekki var mikið líf í Tjéllingafjöllum og eftir að hafa svipast aðeins þar um var bara ákveðið að halda til baka sömu leið og komið var. Ekki virtist gamli skálinn vera í betra standi en þegar síðast var komið þar við. Virðist alveg jafn sigin og áður. Það var svo komið við hjá Gíslaskála við Svartárbotna. Ekki virðist sem sauðlauksskógurinn hafi blómstrað mikið frá því við gróðursettum sauðlaukana þar forðum. En alltaf má nú reyna.
Skálinn reynist vera læstur, kom svo sem ekki á óvart, en nýji hlutinn virðist hinn glæsilegasti séð inn í gegnum rúðugluggana. Kamarinn var alveg samur við sig þó svo fallprufarnir með virt herratímarit hafi ekki verið gerðar að þessu sinni. Þarna var maður aðeins farinn að finna fyrir hungruðum heimi en niðurstaðan var sú að bruna norður á Hveravelli og snæða þar. Á leið okkar uppeftir mættum við Galanttík eini og í honum voru víst einhverjar rjúpnaskyttur. Já, gaman því fólki skyldi detta í hug að fara þetta á fólksbíl. Sem betur fer er fólk misgáfað.
Ekki löngu seina mættum við jeppa, þeim eina þann daginn, og þar sem við búum öll eða a.m.k. flest á Garðarshólma þá þekkti maður kauða á þeim jeppanum. Var gert stutt spjall þar sem aðallega var hneyklast á snjóleysinu. Rétt aðeins eftir þetta ágætu samræður komum við yfir í Húnavatnssýslu. Það þótti okkur ekki góð skipti en óhjákvæmanleg ætluðum við að enda í lauginni á Hveravöllum. Við renndum svo í hlað á Hveravöllum réttum síðdegiskaffimál og að gömlum vana lá leiðin beint að veðurstöðinni. Þar var okkur tjáð, af mönnum í opinberum erindagjörðum, að skálavörðurinn væri ei lengur með aðstöðu þarna heldur væri hann niður í nýja húsinu. Við ókum því til baka og niður á plan hjá klósetunum. Þar komust við að því að rjúpnaskyttur voru í gamla skálanaum og allt liti út fyrir að við yrðum öll fjögur í þeim nýrri. Þarna var líka kona ein sem sagði farir sínar ekki sléttar. Hafði orðið á vegi hennar afvelta kind, sem Fjalla-Eyvindur hafði komið fyrir. Stóra málið er samt hvort þetta hafi verið kindin Einar. Hvað um það.
Næst á dagskrá hjá sársvöngum ferðalöngum var að snæða. Gekk sú athöfn alveg hreint með afbrigðum vel. Nú þegar allir voru orðnir mettir var kominn tími á heilsubótargöngu sem líka átti að nýttast sem rannsóknarleiðangur um svæðið. Fyrst var gamli skálinn kannaður. Því næst var kíkt á pottinn og leit hann bara nokkuð vel út við fyrstu sýn. En af fáfræði okkar létum við blekkjast því það sást til botns. Kíkt var á Öskurhver og hann ljósmyndaður í vísindalegum tilgangi. Næst röltum við að kofa einum sem henta mynda frábærlega fyrir Þorrablót V.Í.N. Önnur kenning varð líka til en sú var að landnámsmenn og fólk fyrr á öldum var mikið minna. Svona á stærð við okkur bræður. Eftir miklar og djúpar pælingar var áfram haldið á slóðum fortíðar og stefnan tekin á Eyvindarhelli. Þar sem menn eitt sinn flúðu réttvísina og suðu sér væna flís af feitum sauð. Þegar inní hellinn var komið var ekki lengur hægt að efast: Fólk var mikið minna í gamla daga og skítkalt, sér í lagi voru landnámsmennirnir litlir. Jafnvel minni en lítil Stebbalingur. Þarna var kominn tími að sleppa hendinni af fortíðinni og horfast í augu við nútímann. Kominn var tími að koma sér í skála opna bauk af bjór og skála þar fyrir ammælisbarninu. En kom upptakarinn sér að góðum nótum. Takk fyrir mig Tiltektar-Toggi og Frú Toggi.
Áður en kom að grill tíma styttum við okkur aldur með að glugga í kennslubækur í samfélagsfræði og haft gaman af. Svo kom að grillstund og af fenginni reynslu treystum við ekki Skáldinu fyrir sauðlaukunum. En hvað sem því líður þá er grillmatur góður. Þegar að ljúfri matarstund var lokið þótti mál að grípa í spil. Var niðurstaðan eftir það að Edda svindlar í spilum. Er því fólki ráðið frá því að spila við hana nema um annað svikakvendi sé að ræða sem beitir öðrum eins bellibrögðum.
Þegar eitthvað var liðið kveldið þótti vera kominn tími á bað. Þrátt fyrir að potturinn hafi ekki verið eins grinilegur þegar í var komið eins og hann var fyrr um daginn þá ljúfur var hann. Ekki verður það sama sagt um sprettinn á milli. Já kalt var það en gaman. Allt fór nú siðsamlega fram í pottinum þrátt fyrir fíflagang og drykkju á göróttum drykkjum úr neytindaumbúðum. Ekki hafði hlýnað mikið ef upp úr var komið en maður kom bara frostþurrkaður til baka. Skáldið kom svo til baka og var með gesti með sér. Sátu þeir frameftir nóttu við drykkju með okkur og svona eins og lög gera ráð fyrir var aðeins örlítið bullað í mannskapnum. Gaman að því. Seinna yfirgáfu þessir kappar okkur og ætluðu í pottinn þar sem þeir vildu endilega að við kæmum með. En ekki nenntum við því svo glatt. Rétt eftir kom svo einn þeirra á sprellanum, ekki svo fögur sjón, til að athuga hvort við værum ekki að koma ofan í. Sá fékk víst 5000ísl.kr fyrir þennan sprett. Vitleysingur að láta borga sér fyrir þetta. Hef heyrt sögur að menn hafi gert slíkt eingöngu ánægunnar vegna. Ekki það að undirritaður þekki slíka menn. Einhverju seinna voru allir komnir í koju og stuttu síðar í heimsókn til Óla Lokbrá.

Sunnudagurinn rann og ekki var hans eins bjartur og fagur líkt og var með laugardaginn. Fólk má skilja það eins og það kýs. Eftir morgunmat, messu og Mullersæfingar var farið að huga að tiltekt. Það hafðist allt saman þrátt fyrir að enginn væri Tiltektar-Toggi á staðnum. Það verður að hrósa fulltrúa hreingerningardeildarinnar fyrir vasklega framgöngu. Eitthvað sem aðrir innan hreingerningardeildarinnar mætti taka sér til fyrirmyndar. En klapp, klapp á bakið á Eddu! Farið var í dósaferð að pottinum en þá virtist hann aftur vera orðinn nokkuð freistandi svona eftir að mesta drullan var botnfallinn.
Eftir tiltekt og uppgjör var kominn tími að dóla sér til byggða. Nokkur spenningur var í mannskapinum eða a.m.k. í okkur bræðrum því ákveðið var að stanza á KFC á leiðinni heim.
Ekki hafði Kjalvegur skánað á heimleiðinni né var minna ryk. Brunnað var samt suður á boginn og ekki gerður stanz fyrr komið var yfir Hvítárbrú. Þar var neglt niður að kíkja aðeins í Skálpanes og sjá hvernig jökulinn væri þar. Jafnvel að heilsa þar upp á mágkonu Eddu í leiðinni. Vegurinn frá Kjalvegi og að Skálpanes er aðeins eitt að segja: Jesús, minn eini. Það er greinilegt að Patrol er ekki vegvænn bíll. Enda fer hann hægt yfir. Þegar við komum að skálanum við Skálpanes var lítið líf ef undan er skilið tvær rjúpnaskyttur. Þar sem önnur þeirra var smekkmaður á bíla og dáðist sá að Willy í þann mund er jeepinn fékk orkudrykk góðan að drekka. Takk fyrir það.
Rétt í það mund er við vorum að leggja í´ann, og ætluðum að kíkja niður aðeins að jökulsporði, birtist Haddý. Það var heilsað uppá hana og drukkið kaffi. Haddý fékk svo far með nýjustu vinum okkar niður á Geysi svo minna var úr jöklarannsóknum en ætlað var. En að virtist ekki vera mikill snjór á jökli.
Það var svo bara sami lélagi vegurinn sem beið okkar en öll lifðu við nú þetta af. Við Sandá var komið á bundið slitlag þar sem Haffi brá sér utan í kant til endurfanga loft í gúmmímiklahjólbarða sjálfrennireiðar sinnar. Við bræður hins vegar heldum för áfram niður á Geysi til að fanga tapaðan loftþrysting í gúmmíhringina. Það má eiginlega fullyrða að restin var steingeldur þjóðvegaakstur.
Ekki sveik KFC, frekar en fyrri daginn, eftir að allir voru búnir að snæða og orðnir mettir var ferðinni slúttað, fólk kvadd og þakkað fyrir sig. Þannig endaði fín ferð í frábæru veðri.
Þakka samferðafólki mínu.

sunnudagur, október 23, 2005

Tízka

Sú hugmynd hefur kveiknað og mikil umræða er í gangi um að V.Í.N.meðlimir fái sér nýjan tízkufatnað. Að þessu sinni er um innanundirbol sem yrði að sjálfsögðu merktur V.Í.N.-logoinu. Annar af okkar nýjustu vinum hefur aðeins gengið í málið og leitað tilboða. Áður en tilboð fæst þarf víst að vita fjölda og hvaða stærðir væri um að ræða. Svo nú hvetur Tízkuráðgjafanemdin fólk til að fara á útsölustaði 66Norður og máta svona boli. Til að fólk viti um hvað er verið að ræða þá er þetta svona bolur, bæði fáanlegir í karlasniði og tjéllingasniði.

Nú er bara málið að fá að vita hverjir hafa áhuga og hvaða stærðir fólk telur sig nóta. Endilega tjáið ykkur og ef áhugi er fyrir hendi þá að máta.

Kv
Tíszkuráðgjafanemdin

P.s. Öllum er velunnurum V.Í.N. er velkomið að vera með í kaupunum því reikna má með að því fleiri bolir því betra tilboð.

föstudagur, október 21, 2005

Gestur nr:

Rétt eins og glöggir og ofur gáfaðir lesendur þessar stórbrotnu síðu þá hefur verið farið hér í skemmtilegan leik öðru hverju. Við erum hér að sjálfsögðu að tala um verðlaunagest á 5000 heimsókna fresti. Nú senn styttist í nr:45000, þá kunna margir að hugsa sér gott til glóðarinnar og láta sig dreyma um ótal fjölda glæsilegra vinninga að heildar verðmæti allt að 300.ísl.kr. Eins og sjá má á teljara neðast á þeirri hlið síðunar sem ég vill síður nefna.
Nú ætlar nemdin að valda lesendum sínum smá vonbrigðum. Að þessu sinni á ekki að efna til leikja. En örvæntið eigi. Það verður auðvitað blásið til leikjalúðra þegar heimsókn nr:50000 nálgast. Þá verða glæsilegri verðlaun enn nokkru sinni og verður það erfitt. Það er samt aldrei að vita nema auka verðlaun verði veitt fyrir þann heppna sem nær heimsókn nr:45000 og það gæti marg borgað sig að gefa sig fram þegar sá aðili nær tölunni 45000.

Góðar stundir
Skemmtinemd

fimmtudagur, október 20, 2005

Ammælisferð

Í tilefni þess að Jarlaskáldið verður 21.árs, í 8.skiptið, komandi mánudag hefur viðkomandi blásið til ferðar komandi helgi. Það eina sem tilvonandi ammælisbarn lagði til var dagsetning. Annað var ákveðið fyrir hann.
Í ljósi þessara ákvarðana þá var bókuð gisting á Hveravöllum fyrir allt að 6.persónur aðfararnótt sunnudags 23.okt. komandi. Lagt verður af stað úr höfuðborginni á laugardagsmorgun 22.okt og farið sem leið liggur uppeftir.
Meira síðar

Kv
Undirbúnings- og eftirlitsnemd
Jeppaferð norður fyrir Hofsjökul verður farin helgina 4 til 6 nóvember.

Farið verður frá húsi FBSR kl 19:00

Reykjavík - Hrauneyjar - Nýjidalur - Laugafell - Ingólfsskáli - Blanda - Kjölur - Reykjavík



38" Bílar .. lágmark.

fimmtudagur, október 13, 2005

Matarveizlan mikla

Jæja, gott fólk. Núna um síðustu helgi var enn ein hefðin haldin hátíðleg hjá V.Í.N. Að þessu sinni var hefðin Matarveizlan mikla eða öðru nafni Le Gran Buffet. Eftir mikið japl, jaml og fuður var þrautalendingin að blása Hveravellina af, því miður, og fara í einhvern bústað. Ekki reyndist auðhlaupið að redda bústað sem uppfyllti V.Í.N.-staðla fyrir svona samkomur. Við vorum komin með húsnæði eitt í Húsafelli (þar sem hressar stelpur í gulum bolum halda sig og trúið mér það er ekki falleg sjón, hvað um það), þrátt fyrir athugun meðal flestra stéttarfélaga með stærri bústað var þessi 6-8 manna bústaður heimili okkar þessa helgina. Á undirbúningsfundi hafði matseðilinn verið settur saman og er hann hér neðar á síðunni svo ekki verður hann tíundaður meira að sinni.

Flöskudagurinn 7.okt rann svo upp bjartur og fagur. Þar sem sólin skein í heiði og ekki laust við að manni langaði til að skella pottunum á grillið. Svona upp á stemmninguna og til að fá grillkeiminn.
Jarlaskáldið og Adólf tóku daginn snemma, jafnvel í Róm kannski, heilsuðu uppá kaupmann Sívertsen og verzluðu af honum nýlenduvörur. Skilst mér að þau hafi svo mætt fyrst á svæðið á Lilla. Maggi Brabra, Frú Brabrason og einn laumufarþegi komu svo næst á Rollu, sem móðir þess fyrstnefnda á.
Eftir að hafa sótt VJ og þar var ákveðið að hitta okkar nýjustu vini á góðum stað í Mosó. Fyrir utan hitting þar átti að næra sig fyrir átökin á Kaldadal. En þá leið ætlaði jeppadeildin að fara uppeftir. Þrátt fyrir að hafa aðeins snætt eftir heimkomu að lokinni verðmætasköpun þá varð maður að vera með og hafði ungmennafélagsandann í heiðri. Bara vera með. Þaðan fór maður mettur og sáttur. Þarna var jeppadeildin fullskipuð en að þessu sinni skipuðu hana

Stebbi Twist og VJ á Willy

Haffi og Edda á Lata-Krúser

C.a á miðri Mosfellsheiðinni fór að bera á Tussugangi í Willy. En fór nú samt af gömlum vana ef maður passaði bara að vera á rólegri inngjöf. Nóg um það. Við frelsuðum svo loft úr hjólbörðunum um leið og malbikinu sleppti við Bolabás og Meyjarsæti. Eitthvað virtist Willy skána eftir því sem lengra dró frá Reykjavík og ofar var farið. Annað sem merkilegt var að eftir því sem ofar dró fór að bera meira á þessu hvíta efni. Tel að það sé þetta sem maður hefur heyrt öldungana í þorpinu tala um að hafi verið í þeirra æsku eða öldungaæsku. Gaman að sprengja skaflana og kom að lokutíma. Við skiptumst svo á að leiða. En mikið var þetta gaman.
Við renndum svo í Húsafellið einhverntíma milli 22:00 og 23:00. Eftir að að hafa símað í liðið sem komið var og fengið rötunarleiðbeiningar tókst okkur að ramba á réttan stað. Dótið var svo borið inn og fljótlega var fyrsti bjórinn opnaður. Stuttu síðar var búið að aflífa þann fyrsta. Það var svo gengið á bjórbirgðirnar, kíkt í pottinn og , étið snakk og gengið á bjórbirgðirnar. Einhvern tíma um nóttina var svo gengið til náðar. Ekki veitti af smá kraftkríu þar sem ætlunin var að herja á Langaskafl á laugardeginum og það með diesel Togaogýta svo nauðsynlegt var að vaka snemma næsta morgun.

Það var líkt með laugardeginum að hann rann upp líka bjartur og fagur. Heilsa manna var með ágætum eftir kappdrykkjuna á flöskudagskveldinu. Hvað um það. Eftir morgunmat, morgunmessu og Mullersæfingar var hafist handa við að gera klárt fyrir skrepp á Langaskafl. Reyndar varð 2/3 hluti hreingerningardeildarinar eftir. Enda veitti ekki af tiltekt og það þarf jú að vera fínt er góðan mat skal snæða.
Eftir að fákarnir höfðu fengið að drekka var ekið sem leið lá upp að Jaka. Framhjá skálanum við Jaka og upp á jökull. Færið var, tja, skítafæri. Þurr snjór sem ekkert þjappaðist. Samt skal reyna. Í fyrstu var maður í sínum 14.psi og tókst m.a. í þeim að hringa Lata-Krúser og það þrisvar. En fljótlega var loft frelsað úr dekkjum og niður í 4.psi. E-ð gekk nú aðeins betur en samt komst maður aldrei mikið meira en eins og eina bíllengd í einu. Svo var hjakkað og hjakkað. Farið niður í 3.psi. Hjakkað, hjakkað og hjakkað. Eftir tæpar 2.klst og 2.27 km var snúið við í 1047 m.y.s. Fyrst snéri Haffi við og brunaði niður á við. Við á Willy vorum aðeins lengur og komust c.a. 1,5.m lengra en Lati-Krúser. Svo var snúið við og haldið niður á við. Það var gaman.
Á meðan loftþrystingur var endurheimtur í gúmmímikla hjólbarða bifreiðanna dunduðu hinir sér við það að brjóta niður klaka. Svona fyrir kveldið. Þar sem við vorum sæmilega tímalega á því var ákveðið að kíkja á Hraunfossa og Barnafoss. Það átti eftir að reyndast afdrífarík ákvörðun. Á svipuðum stað og tjaldað var fyrir Langjökulsferð´96 fór að bera aftur á tussugangi í Willy. Rétt við Húsafell drap hann á sér en fór aftur í gang. Rétt eftir Húsafell, nánast á sama stað og dekki einu var fórnað í apríl´03, dó á Willy og hann neitaði að fara í gang. Þá var kominn tími til að viðra húddið. Það þarf jú að sýna þessu fólki hvernig alvöru vél lítur út, K&N-sían og 4.ja hólfa blöndungur. Hvað um það. Ekkert fannst að og sá gamli rauk í gang. Gekk hann að bílastæðinu við Hraunfossa.
Við Hraunfossa og Barnafoss var túrhestast í kulda og trekk. Gert grín af úllum sem voru að skoða land vort. Allt bara eins og það á að vera á svona dögum. Haldið var svo til baka. Einu sinni var á tussugangi og var því var dólað í Húsafell. Stuttur stanz var gerður í shopunni til að slátra eins og einum nong í klebb. Þarna notuðu líka sumir tækifærið og verzluðu sér morgunmat.
Er komið var svo aftur í bústaðinn var einn kaldur opnaður. Átti maður það svo sannarlega skilið. Sérstaklega í ljósi þess að kóarinn hafði skilið allann bjór eftir er haldið var á jökull.
Það var svo líka gripið í spil á meðan við bræðurnir nörduðumst í tölvunni með stubbastuð. Fyrst til að koma á laugardeginum, af þeim sem skrópuðu á flöskudagskveldinu, voru Tiltektar-Toggi og Frú Toggi á sinni brjóstgóðu bifreið Herbie. Fljótlega eftir komu þeirra var hafist handa við eldamennsku endi þurfti að malla humarsúpu sem þarf sín tíma. Í miðjum undirbúningi á forréttinum var sagnaritarnanum gefinn upptakari. Og það engin venjulegur upptakari heldur talandi Homer J. Simpson upptakari. Silld og takk fyrir mig. Þessi upptakari var notaður óspart eftir þetta og kemur til með að verða það á mannamótum í framtíðinni. Litlum Stebbaling til gríðarlegar kátinu og öðrum til leiðinda og ama.
Það kom svo tími á að skella sér í pottinn. Jú því ekki má snæða góða máltíð nema nýþveginn. Er í pottinum var legið birtist Þjalfi og Auður, er undarleg svo er nú það. Þar sem legið var í pottinum og bjórleysi var að hrjá mann. Þjálfi stoð undir vætningum og opnaði einn og kom honum til réttra eiganda. Eftir þvott var komið sér í viðhafnarfatnað sem aðallega samanstendur af rauðu sokkunum góðu.
Er nálgaðist forrétt var fordrykkurinn borinn fram. Mojito ala-Haffi. Sérdeilis aldeilis prýðilegur alveg hreint. Forrétturinn, úff slíka silldin manni skortir bara orð til að lýsa því. Saðsamt en samt svo létt. Til að redda aðalréttinum þurfti að leggja í leiðangur í næstu bústaði til að verða okkur úti um grill. Að endingu fengum við ,,lánað´´ gasgrill úr bústað í grendinni. Yfir kartölfukokkurinn týnist er hann átti að sjá um jarðeplin. Síðar kannst hann í koju að taka sér stutta kraft-kríu. En sauðlaukarnir sluppu fyrir horn. Er yfir eldunarmeistarnir voru að skella lambafille á kolinn fór sérlegur sósugerðarmeistari V.Í.N. í eldhúsið til að stunda sósugerð. Að vanda var sósan óaðfinnanleg. Þó maður segji sjálfur frá. Aðalrétturinn: það má segja að hann hafi bragðast allt að því ómetanlega. Ljúft rann lambið niður. Skyndi maður hafa dregið það í dilka ekki fyrir svo alls löngu. Skiptir ekki öllu.
Eftirrétturinn var frelsissúkkulaðikaka og ís. Fyrir þá sem vildu var eftirréttnum skolað niður með Starbucks-kaffi sem var hið ljúfasta kaffi.
Eftir að fólk var orðið mett hófst almenn skemmtidagskrá og aðalfundarstörf. Enn var beðið eftir keppendum í víðavangshlaupinu og erum við ennþá að bíða.
Bokkan var afhend við hátíðlega athöfn. Þetta árið hrepptu bokkuna:

VJ fyrir dýfingu ársins
Tuddi-Tuð fyrir eymingja ársins
Nýjustu vinir okkar fyrir nýliða ársins
Til hamingju með það öll sömul.

Í kjölfar bokkunar var önnur verðlaunaafhending en að þessu sinni var það fyrir heimsóknir á V.Í.N.-síðuna. Ekki var forvitna stelpan á svæðinu til að taka á móti sínum hluta en það var Maggi Móses sem átti inni nokkra vininga. Kappinn fékk m.a. lítið notaðar neðri spindilkúlur úr Explorer, notaða og góða bóntusku og síðast en ekki síst Gerber barnamat. Síðan var nýjasti verðlaunahafinn þ.e fyrir gestnr:40000 kallaður upp. Sá sem var nr:40000 eða 40001 var Edda og sem fulltrúi hreingerningardeildar fékk hún viðeigandi vininga. Í verðlaun fékk stelpan uppþvottabursta og uppþvottahanska sem áttu eftir að koma við sögu seinna um kveldið. Farið var í pottinn er leið á nottina. Skáldið var með framhaldskennslu í danzmenntum eins og lofað var. Ekki verður tíundað hér nánar hvað gerðist þarna um nóttina enda hafði óminnisnegrinn viðkomu hjá sagnaritaranum þessa nótt.

Á sunnudeginum var skriðið úr rekkju þegar kl. Var rúmlega gengin í 13:00. Heldur voru sumir framlagir. Gæti verið að neyzla görótta drykkja hafi þarna haft einhver áhrif. Þó ekki viss. Sumum lá meira á heim en öðrum meðan aðrir voru rólegir. Þó þegar líða tók á daginn fór fólk að huga að brottför. Meðan á tiltekt stóð fór undirritaður að sinna karlmannlegri störfum. Farið var að skoða hvað gæti örsakað tussuganginn. Einn grunsamlegur vír fannst við háspennukeflið og prufað var að tengja vír þann aftur. Eftir tilþrif og tiltektir var fólk ferðbúið.
Vegna ógangs í Willy var afráðið fara þjóðveginn heim. Já, steindauðan
þjóðvega akstur. Ferðin á þjóðveginum gekk vel í góðu veðri og ekkert bólaði á tussugangi. Virtist vera sem búið væri að laga. Ákveðið hafði verið að koma við á stað einum í Mosó til að snæða. Já, þar klikkaði skíthopparinn ekki frekar en fyrri daginn. Enda með nóg af BBQ sósu og majonesi. Blanda sem getur ekki klikkað. Þarna eftir næringaríka máltíð var helginni slúttað og allir kvaddir.

Að lokum þá takk fyrir helgina og takk fyrir matinn hann var góður!





fimmtudagur, október 06, 2005

Helgin byrjar á morgun .. ekki á laugardaginn



Skál !!!

Kveðja
Undirbúningsnemdin.

miðvikudagur, október 05, 2005

Það styttist í helgina, ekki á morgun heldur hinn.



Og stemmningin er alla svakaleg.

Kveðja
Undirbúningsnemdin.

þriðjudagur, október 04, 2005

Heyrst hefur að Arnór (Jarlaskáldið)og fleirri þekktir einstaklingar séu á fullu undirbúa svaðalegt skemmtiprógram á laugardeginum, annað eins hefur víst ekki sést síðan elstu menn muna.

Þetta skúbb er boði Kjötsmiðjunnar, sem mun fóðra ketið í VÍN um helgina.

Kv
Undirbúningsnemdin ... með emmi.

mánudagur, október 03, 2005

Loksins koma fréttir af undirbúningsfundi, undirbúningsnemdar (með emmi).

Matseðill verður eitthvað á þessa leið.

Fordrykkur
Móhító

Forréttur
Humarsúpa

Aðalréttur
Lambafille, eða Lambalundir.
Kartöflugratín A La mamma Nóra.
Sósa
Og allt hitt meðlætið

Eftirréttur
Súkkulaðikaka, ávextir og ís.

Cocnac og vindlar.

Drykkir,
Rauðvín, bjór, hvítvín rósavín og allt það sem mönnum finnst gott að drekka.

Undirbúningsnemdin.