sunnudagur, júní 30, 2013

Sumarfrí 2013: Áttundi kafli

09.06.13




Messudagurinn 09.06 rann upp og olli hann ekki vonbrigðum veðurfarslega frekar en hinir dagarnir. Þar sem gamla settið mitt var mætt á svæðið lá leið oss yfir í Enn-Þingeyjarsýzlu þar sem m.a átti að sýna Skottu ættaróðalið og nú höfðum við innfæddan leiðsögumann. Ekki amalegt það. Nú eftir þessi hefðbundu morgunverk sem að sjálfsögðu fela í sér Mullersæfingar var lagt í´ann austur á boginn. Þegar við vorum svo gott sem komin yfir Tjörnesið var stanzað á útsýnisstað og horft aðeins yfir Kelduhverfi og Lón. Svo vildu nú hluthafinn endilega sýna okkur fiskeldið Rifós þar sem áhugaverð bryggja er brúkuð. Fer ekki ofan að þeirri skoðun að bæjarstæðið fyrir Sultum sé eitt það flottasta á landinu og sannfærðist enn frekar nú er við kíktum þar.
Nú var komið að hápunkti dagsins þ.e að líta ættaróðalið augum og kynna það fyrir Skottu. Við renndum í hlað og gengum svo að húsinu og í kringum það. Heyrðum margar áhugaverðar sögur og útskýringar. Eftir myndatökur og allt sem því tilheyrir lá leiðin áfram inní Ásbyrgi.. Gaman var að skoða geztamiðstöðina og sjá þar forlátan Ericson sveitasíma upp á vegg sem tíma þeirra sem hafa sigrað Jökulsárhlaupið. En þar fengum við líka þær upplýsingar að ekki væri fært vestan megin við Jökulsá niður á Þjóðveg1 svo þar fór hringförin okkar. En hvað sem því leið þá lá leið oss inní botn Ásbyrgis þar sem við snæddum hressingu á samkomuflötinni. Síðan kíktum við aðeins inn að tjörn til að skoða brabra og fiskanna, á bakaleiðinni  röltum við einhvern fræðslustíg aftur inná bílastæði. Svo áður en haldið var til baka í bústaðinn var gerður stuttur stanz á Ísaki, kauði var reyndar hvergi sjáanlegur, til kæla sig niður með ís fyrir ökuferðina.
Er í bústað var komið tók bara eldamennska við ásamt spjalli og bjór.

Ef einhver nennir að skoða myndir frá deginum má gjöra það hér

föstudagur, júní 28, 2013

Mánudagshjólheztatúr



Nú síðasta mánudag, þann góða dag, hafði einn Flubbi eða hann Haukur Eggerts (sem kannski einhverjir V.Í.N.-liðar kannast við) boðað til hjólaferðar um Heiðmörk. Sá sem þetta ritar ákvað að skella sér þrátt fyrir mikil átök í Básum helgina á undan. Nokkrir hittust í höfuðstöðvum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík en restin beið við Árbæjarstíflu. Samtals 6 sálir. Fyrir utan Litla Stebbaling ættu V.Í.N.-liðar líka að þekkja Stoney og Matta Skratta sem voru þarna.
En annars var þetta hefðbundið, byrjað á stígunum neðan Breiðholts og svo farið yfir í Heiðmörk og hjólað þar í hring og endað við Vífilstaðavatn fyrir utan einn sem var svo óheppinn að sprengja og ekki nóg af bótum né varaslanga sem passaði. Er komið var úr Heiðmörk fór bara hver sína leið. Undirritaður lengdi leiðina aðeins heim. Kom í Kópavoginn við Salalaug og fór sem leið lá niður að Smáratorgi og fylgdi Kópavogslæknum að Kópavogi, KársnesstígurinnFossvogi, Fossvogsdalur og síðan meðfram Suðurlandsbrautinni heim. Þar urðu á vegi mínum hlauparar í miðnæturhlaupinu þe 21 km. Skemmtilegt að sjá það og hvernig það jók götulífið í borginni. Skyndiákvörðun svo að renna í gegnum Laugardalinn sjálfan og þar var mikið líf því að fullt að fólki sem var að fara taka þátt í miðnæturhlaupinu. Gaman að því. Maður skilaði þér svo heim rétt fyrir seinni fréttir á RÚV

Svo má skoða myndir frá kveldinu hér (því miður kláraði vélin rafhlöðurnar svo ekki náðust myndir af skemmtiskokkurum)

fimmtudagur, júní 27, 2013

Sumarfrí 2013: Sjötti kafli

08.06.13




Laugardagsmorguninn 08.06 rann upp og úff hvað það var heitt úti. Enda strax eftir morgunmat og mullersæfingar fór maður út á pall, skellti Skottu í skugga undir borði sem var á pallinum og snéri iljunum í átt að sólu. Enda skyldi safnað Tevufari. Þar sem von var á gamla settinu frá Litla Stebbalingnum var hinkrað eftir þeim fram eftir morgni. Eftir að þau höfðu rennt í hlað á Pollý var farið að huga að því að kíkja í kaupstaðaferð upp í Húsavíkurbæ. Þar hafði fréttst af skrúðgarði og var ákveðið að renna við í bakarí áður en þessi skrúðgarður yrði skoðaður ásamt því a snæða síðdegis hressingu þar.
Það var því ekið sem leið lá rúmlega 10 km leið norður í Húsavík. Bakarameiztarinn heimsóttur áður en leitin af skrúðgarðinum hófst. Eftir örstutta leit fannst sá arna. Óhætt er að segja að þetta sé hin prýðilegasti og snyrilegasti garður þó hann hafi ekki stærðina með sér. En stundum er stærðin ekki allt. En alla vega þá var fínt að snæða þarna og alveg hægt að mæla með þvi að fólk staldri þarna við og éti. Eigi það leið um eða í gegnum Húsavík. Eftir snæðing var bara rölt um bæinn. Allt voða klassíkst, niður á höfn, inní kirkjuna og kíkt á langaafa Litla Stebblings sem prýðir þar altaristöfluna í gervi frelzarans.
Þar sem það stóð til að elda læri i kveldmat gafst ekki tími til staldra lengi við en fyrst kíktum við á ostakerin áður en brunað var aftur inní bústað. Þar tók bara eldamennzka við, veizla og annað sem víst tilheyrir bústaðaferðum

En myndir frá þessum degi má skoða hér

miðvikudagur, júní 26, 2013

Sá tuttugasti og fimmti þetta árið

Já, góðir hálzar. Nú er allt að gjörast og klukkan er. Einungis 9 dagar í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2013.
Loksins, loksins var komist í undirbúnngs-og eftirlitsferð um síðustu helgi rétt eins og sjá má hér neðar á síðunni. Allt að verða klárt á gildum limum sem og innfrá
En er ekki þá bara bezt að koma sér að málinu þessa vikuna

Málið:

Eldri Bróðirinn
Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Maggi á móti
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Magnea Marta
Pabbi Bergmann
Mamma Bergmann
Brósi Bergmann


Mál málanna:

Willy
Brútus
Gullvagninn
Sindy og Ken
Yankee Monster
Litli Koreustrákurinn

Já svo sannarlega mikið að gjörast og sögurnar um hina og þessa sem ætla mæta ganga nú manna á milli eins og engin sé morgundagurinn. Heyrst hefur meira að segja að von sé leynigest og það að auku leynigesti

Fleira var það ekki að sinni með þennan næzt síðasta lista þetta árið

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, júní 25, 2013

Sumarfrí 2013: Fimmti kafli

07.06.13



Flöskudagurinn 07.06 rann upp og líkt og síðustu daga þar á undan skein sól í heiði. Fyrst á dagskrá hjá oss var að kíkja í Ljósgjafann þar sem tengdó var að fagna 25 ára starfsafmæli með kökum og pulzuveizlu sem grillaðar voru í hádeginu. Ekki nóg með það heldur skyldi líka Skotta fá að vígja hjólheztakitið á Chariotinum sínum. Var hann því hengdur aftan í hjólið hjá Krunku, svona til að byrja með (því leiðin niður á eyri liggur öll niður í móti). Við komum reyndar aðeins of seint því grillveizlan var búin svo kökur urðu bara að duga. Á heimleiðinni renndum við við í Íslensku Ölpunum bara svona til að skoða. Eins og glöggir lesendur hafa án efa gert sér grein fyrir þurfti Litli Stebbalingurinn að draga Skottu og hjólheztavagninn upp aftur í Giljahverfi með viðkomu við Skottugil.
Eftir að hafa svo pakkað ofan í tösku var tekið heilzubótarganga niður á Glerártorg til að koma þar við í nýlenduvöruverzlun og redda ýmsu fyrir bústaðaferðina. Fljótlega eftir að heim var komið aftur var farið í tetris og pakka inní Rex og svo síðdegis var loks hægt að rúlla úr kauptúninu með viðkomu í Sérvöruverzlun Ríkizins. Stefnan var tekin austur á boginn og gekk för vor alveg prýðilega, renndum upp í Köldukinn til að virða fyrir okkur aurskriðuna sem hafði lokað veginum um Kinn. Kíktum á Goðafoss sem var í vexti og var eiginlega bara flúð. Síðan var bara malbiksakstur að bústaðnum með stuttri viðkomu á Núpi til að sækja þar lykla og við tók vika í bústað. Nú er spurning hvort Litla Stebbaling þykji ennþá það vera sóun á sumarfríi að eyða viku í bústað eða þarf að éta það ofan í sig. Eftir tæplega 2.klst dvöl í Asparlundi komu tengdó með matinn og kol þá loks hægt að flambera burger. Annars voru þetta bara rólegheit fram eftir kveldi þar sem maður sötraði örlítið mjöður og naut þess að smakka nýjar tegundir

En amk þá eru myndir frá deginum hér

mánudagur, júní 24, 2013

Eftirlit með undirbúningnum



Núna síðasta laugardag stefndi fríður flokkur karlmanna inní Bása á Goðalandi. En það voru

Stebbi Twist
Björninn

á Rauðalæk

Eldri Bróðirinn
Jarlaskáldið
Stoney

á Litla Koreustráknum.

Stebbalingurinn og Björninn fóru ca 30 min fyrr úr bænum en hinir drengirnir. Gerður var stuttur stanz í Hnakkaville til að koma við í Nýlenduvöruverzlun og Sérvöruverzlun ríkzins. Reyndar nýttum við tækifærið og fengum okkur staðgóðan morgunverð líka.
Svo heldum við bara áfram sem leið lá. Er við erum að nálgast Hvanná símar Eldri Bróðirinn í oss og færir okkur ekki gleðitíðindi. Litli Koreustrákurinn var með einhverja stæla rétt austan við Selfoss. Neitaði að fara ofar en 4000 rpm og því hámarkshraðinn frekar lítill. Það var ekkert annað að gjöra en leggjast í símann og það skyldi koma drengunum í Bása. Björninn símaði í félaga sinn sem ætlaði koma síðar um daginn og var hann boðinn og búinn að kippa þeim með. Á hann allar þakkar skildar fyrir það. En þeir drengir redduðu þessu með því að Jarlaskáldið fór með Halla Kristins, sem er með ykkur á Bylgjunni, en Eldri Bróðirinn og Stoney komu á Jimny í eigu Stoney.
Veður var með ágætum er við mættum á svæðið. Eitt það fyrsta sem við rákum augun í var að á flötinni okkar var ,,No Camping" skilti. En kom svo sem að góðu því nýbúið er að stækka flötina og er hún nýtyrft að hluta. Allt að gjörast. En þar var fólk fyrir og við með okkar fólksfælni fundum okkur bara aðra draumaflöt. En eftir því sem aðeins leið á daginn fór að draga ský fyrir sólu og síðar kom líka þessi fíni gróðarskúr. En hann tók svo sem fljót af eiginlega um leið og hinir komu.
Við tók svo bara hefðbundinn aðalfundarstörf og fljótlega var farið að hita í grillinu. Meðan á þvi stóð voru menn duglegir í ölinu. Er menn voru orðnir mettir var bara kominn tími að kíkja á brennuna. Líkt og oft áður þessa helgi var múgur og margmenni á hólnum. Menn sinntu svo aðalfundarstörfum að miklum móð langt fram eftir morgni. Reyndar endaði það ekki vel hjá Skáldinu en kannski má segja að betur hafi farið en menn óttuðust.

Sunna sól skein skært á sunnudagsmorgninum og hitastigið í tjaldinu eftir því. Menn flúðu því súrefnisleysið í umvörpum og skelltu sér út til að safna tevufari. Stoney og Eldri Bróðirinn hófust svo handa að malla egg og flesk. Fólk var svo bara í rólegheitum að spjalla um heima og geima. Eftir að búið var að pakka niður hófust menn handa við að aðstoða Skáldið við að pakka við föggum sínum. Svo bara dólað sér til byggða með ísstoppi til að kæla sig niður.

Í stuttu máli þá er allt að verða og jafnvel orðið klárt fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórmerkurferð 2013. Bezt er þó að búið er að uppfæra flötina okkar

En allavega eru myndir frá þessum sólarhing hér

sunnudagur, júní 23, 2013

Sumarfrí 2013: Fjórði kafli

06.06.13




Fimmtudagurinn rann og þessi var klárlega sá hlýjasit til þessa. Það þurfti að byrja daginn á því að skreppa til Dallas og pikka þar upp taubleyjur, já mikið rétt. Við sköltum þarna norður úr og nutum blíðunnar ásamt því að dásama snjóinn sem var í fjöllunum á Tröllaskaga og Látraströnd. Það var ekki langt stopp i Dallas en við runtuðum aðeins um bæinn og sáum þar nokkra snjóskafla en voru þeir voru á hröðu undanhaldi í sólinni. Svo var bara farið aftur inn til Agureyrish þar sem við tókum því bara rólega fram eftir degi. Síðan seinni partinn fengum við góða heimsókn frá Hödda og Árný (svona fyrir þá sem vita hver það eru). Um kveldið var einhver kynning á fullt af vörum í Sportveri og kíktum við aðeins á það og til að koma okkur niður á Glerártorg þá stigum við á sveif. En það sem uppúr stendur þennan dag er hvað heitt var í veðri. 
En nenni einhver að skoða myndir frá deginum má gjöra það hér

föstudagur, júní 21, 2013

Sumarfrí 2013: Þriðji kafli

05.06.2013



Þá var komið miðvikudagur og enn var veður með fínasta mót. Þennan dag var búið að ákveða að draga Litla Stebbalinginn með í Listigarðinn á Agureyrish í fyrsta skiptið um ævina. Fyrst þurfti að sinna smá viðhaldi á sjálfrennireiðinni. Því að er ekki gott frí nema það sé eitthvað bílavezen. Það var svo tekið röltið í Listigarðinn með viðkomu í Kristjánsbakarí til verzla þar kruðirí. Svo var bara farið í garðinn og notið þar veitinga í blíðunni, þe þar sem við fundum skjól. Þetta var svo ágætt og fínt að stoppa þarna ef maður á leið í gegn og snæða þar nezti ef vel viðrar. Þá sjaldan í þessu krummaskurði. En alla vega eftir stanzinn þarna var brokað heim á leið í gegnum fullt af einhverjum nýjum götum, þar sem maður sá ýmislegt nýtt, rennt við í nýlenduvöruverzlun og náð í sneið á grillið. Síðan var bara grillað og almenn rólegheit fram eftir kveldi
En til fanga minningarnar myndaði maður í erg og gríð og má sjá afraksturinn hér

fimmtudagur, júní 20, 2013

Sumarfrí 2013: Annar kafli

04.06.2013



Þriðjudagurinn 04.06.13 rann upp bjartur og fagur. Að vísu var bullandi sunnan átt sem helt þó hafgolunni útá hafi. En það var svo sem ekki mikið brallað fyrir morgunlúrinn hjá Skottu. En einhvern tíma um og eftir hádegi var haldið út í smá göngutúr í gluggaveðrinu. Svo sem ekki mikið gjört annað en að rölta framhjá Glerártorgi niður í bæ. Renndum aðeins við í vinnunni hjá móðir hennar Krunku svona til að losa okkur við eins og eina kúkableygju. Eftir það var tölt um miðbæinn og þar slysuðumst við inní Janusbúðina, komum þaðan út nokkrum þúsundköllum fátækari. Þar var að vísu útsala og hefðum við tapað á þvi að nýta okkar hana ekki. Þegar nær dró kveldmatartíma var stefnan tekin aftur upp í Giljahverfi upp Gilið við viðkomu hjá andapollinum. Síðan var tekinn alls konar krókur um hinar ýmsu földu götur og hverfi Agureyrish kaupstaðar m.a farið í gegnum einhvern garð sem maður hefði ekki hugmynd um. En ef maður verður þarna aftur á sumardegi má skella sér í hann með nezti og jafnvel nýja skó líka
Eftir kveldmat og allt sem því tilheyrir skruppum við í smá bíltúr þar sem við förum inn í Eyjafjörð, tókum sum sé stóra Eyjafjarðarhringinn, þar sem við vorum að virða fyrir okkur vatnavexti í öllu sprænum héraðsins. Í lok hringsins fórum við upp í hlíðar Vaðlaheiðar og virtum fyrir okkur aurskriðu sem hafði fallið þar um daginn.
Svona ef einhver er forvitin þá eru myndir frá deginum hér

miðvikudagur, júní 19, 2013

Sá tuttugasti og fjórði þetta árið

Jæja, nú er betur heldur farið að styttast í Gleðina miklu sem verður jú líkt og árin á undan í Básum á Goðalandi. Amk er Twist klanið að undirbúa sig að fullu og ma búið að panta fyrsta flokks nautakjet og fær maður bara vatn í munninn við tilhugsuna um grillið á laugardagskveldið.
En hvað um það er bara bezt að koma sér að máli málanna þessa vikuna sem er auðvitað skráningarlisti fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurárshátíðarferð 2013 þessa vikuna.

Landinn:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Maggi á móti
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Magnea Marta
Pabbi Bergmann
Mamma Bergmann
Brósi Bergmann


Þarfasti þjóninn:

Willy
Brútus
Gullvagninn
Crúzer (Cindy) og Ken

Lítið að gjörast frá síðasta lista en mjór er mikils vísi og enn bíðum við eftir ástandsskýrzlu frá Eldri Bróðirnum.
Bara þanngað til í næztu viku

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, júní 18, 2013

Sumarfrí 2013: Fyrsti kafli

03.06.13




Það rann upp mánudagur og Litli Stebbalingurinn kominn þá formlega í sumarfrí. Það var búið að bóna Rex og hann klár í slaginn. Auðvitað tókst okkur ekki fara á þeim tíma sem upphaflega var ætlunin að fara en það er bara eins og gengur. En fljótlega eftir hádegi gat fríið loks byrjað og við rúlluðum úr bænum með stefnuna á norðurland. Það var ekið sem leið lá eftir þjóðvegi 1en ekki var Rex alveg eins og hann á að vera blessaður en hann skilaði okkur engu að síður að Staðarskála þar sem tekin var stutt pása. Gripin pulsa og stoppið nýtt til að skipta á Skottu sem og gefa henni aðeins að drekka. Þegar öllu þessu var lokið var barasta áfram ekið til Agureyrish. Svo sem ekki mikið markvert gerðist enda bara þjóðvegaakstur milli tveggja staða í gangi. Það var svo aftur skiptistopp í Varmahlíð. Við skiluðum okkur svo til höfuðstaðar norðurlands einhverntíma seinnipart dags og við tók almenn afslöppun.
Svona fyrir áhuga sama þá má skoða nokkrar myndir frá ferðalaginu norður hérna

mánudagur, júní 17, 2013

Sumarfrí 2013: Formáli



Nú er maður skriðinn aftur í höfuðborg mörlandans eftir 2ja vikna skrölt um landið, að meztu leyti um norðurland og aðeins á því syðra. Við vörum í 5 daga á Agureyrish og svo var skrölt austur í Aðaldal til að sóa þar viku tíma í bústað. Þaðan var svo ekið á hina ýmsu staði í nágrenninu. Líkt og áður verður ferðasagan eða skýrzlan kaflaskipt og einn dagur tekinn fyrir í einu. Í sjálfu sér var nú fátt ef þá nokkuð frumlegt sem gjört var en vonandi fær kannski einhver hugmynd eða maður hafi rambað á nýjan og áhugaverðan stað sem aðra langar kannski til að skoða síðar meir. En alla vega þá ættu áhugasamir að geta fylgst með næztu daga. Vonandi haft eitthvert gagn og líka nokkurt gaman að. Kannski er líka rétt að vara við því að í myndaalbúminu kann að fylgja með mikið af barnamyndum

sunnudagur, júní 16, 2013

Sá tuttugasti og fjórði þetta árið

Þar sem netsamband var takmarkað síðasta miðviku dag þá kemur nú bara stuttur og hnitmiðaður fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurárshátíðarferðarlisti fyrir árið 2013 þessa vikunna


Stúlkur og stælgæjar:

Eldri Bróðirinn
Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Maggi á móti
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Magnea Marta


Stál og hnífur:

Willy
Brútus
Gullvagninn
Crúser (Cindy)

Það er ekki langt í næzta miðvikudag né í Helgina og þá verður gaman

Kv
Skráningardeildin

P.s
það væri svo gaman að fá ástandskýrzlu frá Eldri Bróðirnum

miðvikudagur, júní 05, 2013

Sá tuttugasti og þriðji þetta árið

Nú er betur heldur farið að styttast í gleðina og ekkert nema gott eitt um það að segja. Heldur hefur skráning verið döpur það sem af er ári og bara greinilegt að áherzlur eru að breytast. Nema hjá okkur þrjóskukindunum sem höfum skráð nafn oss á listann góða.
En jæja eigum við nokkuð að dvelja lengur við þessar skriftir og vinda oss bara í listann góða.

Forystu sauðir:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi


íslenzka sauðkindin:

Willy
Brútus
Gullvagninn


Já, ekkert bæst við en við minnumst bara orða Jim Morrison úr Wayne´s World2.
En bara þangað til í næztu viku (gæti reyndar orðið í seinna fallinu vegna sumarfrí)

Kv
Skráningardeildin

laugardagur, júní 01, 2013

Ég fer í fríið


Þá er að koma að sumarfríinu þetta árið amk hjá okkur hjónaleysinum og frumburðinum. Það er ætlunin að byrja á því að herja á höfuðstað norðurlands og kikja í eftirlitsferð til sendiherrahjóna V.Í.N í norðurlandsfjórðung. Þar er ætlunin að vera, þ.e á Agureyrish, fram á nk flöskudag og þá skal haldið aðeins austar eða í Aðaldal og sóa þar sumrinu í bústað.
Hvað verður svo gjört eftir bústaðaferð þann 14.júní en það verður vonandi útilega, hvar svo sem á landinu hún verður.
En alla vega ef einhver verður á ferðinni á þessum slóðum þá er viðkomandi alveg óhætt að hafa samband, kíkja jafnvel í kaffi eða bralla eitthvað.