fimmtudagur, júlí 31, 2003

Jú góðan og margblessaðan daginn.
Nú þegar þetta er skrifað eru um það bil 13 klukkustundir þar til fyrstu menn úr úrvalssveit VÍN eða chateauneuf du pape (sem er einmitt nafn á héraði sem framleiðir úrvalsvín sem fæst í ÁTVR) halda til eyjarinnar fögru í suðri eða Vestmannaey og munu þeir taka púlsinn á hátíð þeirra eyjaskeggja sem kennd er við þjóð.
Akkúrat núna (kl: 22:40 þ.e.a.s.) er þjálfi, sem er einmitt undirritaður, með sveitina góðu, í stífum æfingabúðum á heimavelli VÍN-verja til margra ára þ.e. Heiðarási 21 hjá þeim myndarhjónum Jóni og Hólmfríði. Í æfingabúðum felst upphitun í sumbli, agastjórnun (menn þurfa að geta sýnt þann aga og þor að setja ofan í sig bjór og brennivín á ögurstundu...ögurstund þýðir höfuðverkur,almenn þynnka og ælutilfinning) en fyrst og síðast "ræsing" á skemmtun og almennu sukki. Menn eru í óvenju góðu formi þetta sumarið, enda ekki við öðru að búast eftir alla þá knattleiki við Bakkus sem VÍN hefur staðið í. Skal þess getið í hjáhlaupi, að lítið hefur verið um töp í því áfengissparki og þar að auki ekki eitt einasta jafntefli og eru menn bara nokkuð stoltir af. Auk þess að setja ofan í sig blautt brauð eru menn að spá í textum hinnar goðsagnakenndu ruggsveitar Sálarinnar hans Jóns míns sem mun standa fyrir skankaskaki nú um helgina (við þurfum nú að geta tekið undir!!!!). Menn eru komnir með það á hreint að þeir Sálarmenn eru að leita í textum sínum að ást sem aldrei finnst og fyrringuna þeirri sem plagar alheim (Nóra fannst það í það minnsta og hann bara á fyrsta bjór!!!).

Látum þetta nægja í bili af ævintýrum chateauneuf du pape.
Þú lesandi góður sem ekki fer til útlanda þessa helgina líkt og við, þú vonandi hefur það gott og gaman um helgina en einu get ég lofað þér. Þú munt ekki skemmta þér jafnvel og við............jafnvel þó þú reynir!!!!!

Góðar stundir

þriðjudagur, júlí 29, 2003

mánudagur, júlí 28, 2003

Eins og alþjóð veit þá hyggur úrvalslið V.Í.N. á landvinninga um næstuhelgi. Það er ekkert annað heldur en Þjóðhátíð. Þangað ætlum við að fara með flugi. Undanfarhópurinn sem fer 11:30 fer með Dornier og hér koma tilgangslausar nörda upplýsingar af verstu sort.

Vélin sem við fórum með til Eyja er Dornier 228-212. 19.sæta snilldarvél með tvo Garrett/AlliedSignal TPE331-5-252D, 776SHP hvor um sig með 4ra.blaða Harzel skrúfu. Hámarkshraði er 433.km.klst(231kt), farflugshraði 333km.klst. Klifurhraði 1870ft/min. Flugdrægni með 19.farþega 2445km. Hámarkshæð 8534m. Þurrvigt 3742kg hámarksflugtaksþyngd er 6400kg. Vænghaf 16,97m, flatarmál vængja 32,0m2 og lengd er 16,56m
Nú um þar síðastu helgi brá Jeppadeild V.Í.N. undir sér betri fætinum og fór í jeppaferð. Ferðinni var heitið hringinn í kringum Langjökull eða Grafarvogur-Þingvellir-Lyngdalsheiði-Geysir-Kjölur-Stórisandur-Arnarvatnsheiði-Kaldidalur-Grafarvogur. Ekki var fjölmennt í þessa ferð en góðmennt samt. Hópurinn samstóð af Undirrituðum þ.e. Stebba Twist og Jarlaskáldinu í Willy annarsvegar og Magga Brabra og Snorra Kviðmág í Hi-Lux hinsvegar.

Lagt var af stað úr Grafarvoginum um 20:30. Fyrsta stopp var við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem við spjölluðum aðeins við Runólf á nýja Barbíinum sínum, sæmilegasti bíll það. Á Þingvöllum hafði risið fellihýsaþorp og greinilegt að þarna voru Íslendimgar í útilegu með skuldahalann. Næsta stopp var á Geysi þar sem við notuðum tækifærið og tönkuðum, fengum okkur svo pylsu í eftirrétt þó svo að sumir hafi snætt Ítalaskan þjóðarrétt sem er pizza. Þarna á Geysi var einhver vinkona Snorra, sem mætti alveg vera vinkona fleiri V.Í.N.-liða. Nóg um það. Þar sem ekki var til neitt pulsubrauð þá létum við þessa vinkonu hans Snorra sækja frosið brauð yfir á hótelið. Mikið fjandi var pylsan góð. Fátt markvert gerðist á Kili nema hvað veðrið var fjandi gott. Eftir að hafa hleypt úr dekkjunum var ekkert til fyrirstöðu að bruna á Hveravelli. Eitt gerðist þó á leið okkar á slóðir Fjalla-Eyfa er það að kastaragrindin hjá Brabrasyninum brotnaði og urðum við að kippa henni af með amerískum verkfærum. Þegar á Hveravelli var komið var slíka blíðan að því fá ekki orð lýst. Við drífum í því að reisa okkar tjöld sem voru alls fjögur þ.e tjald á mann, það dugar ekkert minna. Eftir að fyrsti bjórinn hjá bílstjórunum var opnaður og tjöldin kominn upp var farið í pottinn. Ekkert varð af umferð í Íslandsmeistaramóti V.Í.N. í lellahlaupi, tómt kæruleysi það. Nóg um það. Potturinn var góður og var bjórinn sem þar var drukkinn síðri. Um kl:02:30 fóru með í koju, nýbaðaðir og sælir.

Menn vöknuðu svo á laugardagsmorguninn rétt fyrir kl:09:00 og þá var kominn grillandi hiti í öllum tjöldum og ekki manni bjóðandi að liggja þar pungsveittur. Eftir mat, morgunbænir og Mullersæfingar voru Hveravellir kvaddir um tíu leytið með stefnuna á Húsafell. Ferðin gekk vel í fyrstu og ekki leið á löngu uns við komum að afleggjaranum. Þá fór nú heldur betur að hægja á okkur. Slóði þessi samanstóð af stórgrytti og þess á milli á heilum björgum. Það þótti að spretta úr spori þegar við náðum 10-15 km.klst og þá sungum við ,,Kljúlfum loftið eins og Concorde þota´´. Eftir 2,5 klst komum við að vegamótum og þá hugsum við ,,þetta hlýtur að skána núna´´, nei þetta bara versnaði. Þegar við náðum loks á sjálfa Arnarvatnsheiðina þá var það mál manna að nú væri það versta yfirstaðið. Ekki reyndist spá okkar vera rétt. Þegar við komust svo loks á eitthvað sem kallast gat vegur var heldur betur sprett úr spori og haft gaman af. Svo loks eftir 8.klst komum við í Húsafell vel rykugir og glaðir enda nú loks hægt að taka til við bjórdrykkju. Að fara 100.km á 8.klst verður að teljast sæmilegt. Þeir sem vilja lesa um hvað á daga okkar dreif í Húsafelli skulu lesa hvað Skáldið hafði að segja um það.

Sunnudagurinn rann upp og var hann misbjartur hjá mönnum. Fyrri partur fór aðallega í afslöppum og hneykslun á því að við skyldum ekki fá að sjá formuluna í sjoppunni. Kaldidalurinn og Uxahryggirnir voru svo farnir heim þar sem rallað var enda þurftu við að vinna upp tapað tíma frá laugardeginum. Stopuðum í pulsu á Þingvöllum og enduðum svo ferðina í Jöklafoldinni. Þar með var lokið góðri jeppaferð sem hafði allt sem sumarjeppaferð þarf að hafa.

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Um komandi helgi stefnir VÍN á að leggja dal undir fót, öllu heldur Þjórsárdal. Stefnt er að leggja af stað úr bænum árla (eins árla og VÍN þolir) laugardagsmorguns (eða hugsanlega á föstudagskvöldi ef veður leyfir) og stefnan tekin á golfvöll. Þar er ætlunin að Golfklúbburinn VIN(d)högg sveifli kylfum nokkrum sinnum. Verður fyrir valinu völlur sem ætti að reynast auðveldur byrjendum (Úthlíð eða Laugarvatn) þannig að allir þeir sem hafa hug á að prófa golf ættu endilega að kíkja. Verður hart barist um vindhaggartitilinn.
Síðdegis á að kíkja á dalinn góða og fyrir þá sem ekki vita gistir VÍN á efra tjaldsvæðinu en keyrt er að því til móts við afleggjarann að Hjálparfossi. Hefðbundin aðalfundarstörf verða svo stunduð á laugardagskvöldinu og hafa sögur heyrst að menn ætli að taka verulega á því til að gíra sig upp fyrir Verslunarmannahelgina. Á sunnudaginn verður hefðbundin afmælisstemming með þynnku, pylsu í Árnesi og sundi í Hjálparfossi (ef veður leyfir).
ÞÚ MÆTIR!

miðvikudagur, júlí 09, 2003

júseisiejú
Hann Toggólfur verður seint oflofaður fyrir viðleitni sína og áhuga við að koma þessum blessuðu skemmtitúrum okkar fyrir almannasjónir. Nú hafa bæst í RISASTÓRT myndasafn hans tveir góðir myndaþættir af skrílnum á tölti milli jökla sem og þegar fólk drakk sig til heljar og til baka aftur nú um síðastliðna helgi

Tékk át end enjoj!!!

Góðar stundir

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Við Neville systur viljum bara þakka fyrir alveg hreint snilldar helgi. Frí á mánudegi eftir alla þessa drykkju var ansi hreint ljúft. Sofið fram yfir hádegi og slakað á. Til allrar lukku kom Phillip ótjónuð heim úr þessari ferð en líkaminn á Gary er soldið blár. Á einhvern ótrúlegan hátt sluppu tærnar samt við skemmdir. Það er sjálfsagt jarðtengingin sem hefur reddað því. Lambið bíður nú spennt eftir að fara í Styrmir 202 kúrsinn. Enda ekki við öðru að búast eftir að hafa dúxað í Styrmir 102. Enn og aftur takk kærlega fyrir góða skemmtun. Það er óhætt að segja að við drukkum okkur í drasl...

föstudagur, júlí 04, 2003

GLEÐILEGA ÁRSHÁTÍÐ !!!!!

Þá er komið af því eftir langa og stranga bið síðan 8 júlí 2002. Þá er aftur komið af því aftur við erum á leiðinni í Þórsmörk í DAG (kl 18:00).

fimmtudagur, júlí 03, 2003

Jú góðan daginn góðir gestir, aðdáendur okkar (sem er allnokkrir) til sjávar og sveita, nær og fjær, í þátíð, nútíð og framtíð.
Þá er komið að því að hin árlega fyrstuhelgarjúlíárshátíðarþórsmerkurferð verði farin. Þetta mun vera í 83.skipti sem nú verður farið og er stemningin að gera útaf við fólk sem endranær. Ekkert er til sparað frekar en í hin 82. skiptin. Sjálfkjörin miðstjórn undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar fyrstuhelgarjúlíárshátíðarþórsmerkurferðar hefur enda ekki slegið slöku við, við plott og plögg fyrir helgina góðu. Mætti segja að svitinn hafi bogað af mönnum og meyjum eins og af sveittum svínum í forleik(nema hvað svín svitna ekki en það er önnur saga) við skemmtiatriðamall og sukkogsvínarístilbúning.
Enda hafa verið farnar 2 prufutúrar til Mekka bara í þeim tilgangi að kanna hvort ekki sé allt í sínum stað. Og svo mun jú vissulega vera. Bekkurinn á sínum stað, ógnargrjótið sömuleiðis, stæði fyrir bálköst er reddí þar að auki sem búið er að deyða nokkra kvisti sem hægt er að nota til bálsins auk þess er búið að fallprófa kamarinn. Geta prófunarmenn vart beðið eftir að tilla sér á stykkið og halda sér í, þegar brauð helgarinn leitar útgöngu og þá verður nú kátt í höllinni....eða kamrinum!!!!
Nú eins og Jarlinn af Jöklafoldi orðaði það, er brottför uppúr 18:00 (sem þýðir víst fyrir þann sem þetta skrifar, miðað við fyrri reynslu, að stefna á það að koma sér úr bænum strax í fyrramálið!!!!). Næsti viðkomustaður ku vera Hvolsvöllur nánar tiltekið Hlíðarendi(þó ekki Pizzustaðurinn sem hluti VÍN-elítunar prófaði um daginn og þurfti að bíða í 40 mín eftir appetæser og 1klst og 15 mín eftir aðalrétt....en útrunnið appelsínið bragðaðist ágætlega!!!) hvar pylsa mun vera matreidd í skrílinn og étin ásamt inntöku kolsýrðra drykkja af ýmsum stærðum og gerðum. Þar mun vera áð í dulítinn tíma og vonandi kemur ómenningarliðið úr Háskólanum (þú manst, fólkið sem fær ekki að koma í Þórsmörk vegna drykkjuláta og skemmdarverka.....það eru fyllibytturnar sem koma óorði á brennivínið!!!) á Hlíðarenda svo við getum sýnt því hvernig alvöru fólk skemmtir sér....ákveðinn aðili hefur meira að segja heitið því að kaupa stóru bjórflöskuna sem við höfum mænt á í liðlega 2 ár og þá verður gaman. Nú næst eftir að búið er að svekkja Háskólapakkið er næst stansað að Stóru-Mörk hvar fólki er troðið í fjórhjóladrifna fákana en þeir tvíhjóladrifnu skildir eftir. Næst er það bara Blautbolagil....tjaldað og mannskapurinn leggst í helgarbrennivínsmareneríngu og hananú.
Nú í mareneringunni er gott að hafa eitthvað að gera þar sem mönnum og meyjum gæti orðið kalt á því að liggja í bleyti auk þess legusár geta gert vart við sig. Meðal skemmtiatriða sem Sjálfkjörin miðstjórn undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar fyrstuhelgarjúlíárshátíðarþórsmerkurferðar ásamt fleirum góðum mönnum hefur skipulagt eru eftirfarandi:
-Sófasund í Krossá
-Fleyting vindsængur niður Krossá
-Spilun Hakkísakkí (er þetta ekki rétt skrifað hjá mér Nóri??)
-Blautbolakeppni (hin árlega og sínvinsæla)
-Varðeldur
-Gítarspil og söngur
-Slagsmál við ógnargrjót
-Sukk og svínarí af stærri sortinni
-Skrifaðir grín-og glensdiskar með gæðamúsík 2stk
-Golfmótið Neglir sem sem golfklúbburinn VÍN(d)högg mun standa fyrir
o.fl.o.fl.ofl.

Látum leikana hefjast

Góðar stundir
Það styttist óðum í Árshátíð VÍN verja.... því á morgun kl 18:00 (Alls ekki seinna) verður lagt af stað í ÞÓRSMÖRK frá H-ási 21. Sem er náttúrulega bara snilld.

miðvikudagur, júlí 02, 2003

S N I L L D, S N I L L D, S N I L L D, S N I L L D ..... Því ekki á morgun heldur hinn förum við í ÞÓRSMÖRK, nánar í (blaut) bolagil.... sem er einnig bara snilld. Brottför úr Rvík er snemma..... því við erum að fara að vinna með áfengi.