þriðjudagur, september 30, 2008

Matseðill dauðans



Hluthafafundur var haldin hér í Grafarvoginum í gærkveldi. Eftir miklar vangaveltur og samtöl við ráðgjafa var matseðill fyrir Matarveizluna miklu ákveðin ásamt því að skipta niður hlutverkum. En hér verður matseðilinn birtur í heild sinni.

Morgunmatur:
-Egg
-Beikon
-Lummur

Fordrykkur:
-Mojito

Forréttur:
-Humar og það sem við á að éta

Aðalréttur
-Bambi
-Villibráðasósa
-Kartöfluréttur
-Eplasalat

Eftirréttur
-Eplabaka með kanel og ís ásamt súkkulaði spænum.

Maður er bara strax orðinn svangur við að skrifa þetta og fær vatn í munninn við tilhugsuna að borða þetta á laugardaginn.

Kv
Manneldisráð

mánudagur, september 29, 2008

Áttvillingar




Við V.I.P. drengirnir vorum sendir út af örkinni síðustu helgi með áttavitann einan að vopni í þeirri veiku von um að geta fundið svo leiðina heim. Skemmst er frá því að segjast að öllum tókst að skila sér til baka úr Tindfjöllum.
Sé svo ólíklegt að einhver kjaftur hafi áhuga þá má skoða hvað gekk á um helgina. Skáldið hefur sett sínar myndir inn hér og Litli Stebbalingurinn hérna.

föstudagur, september 26, 2008

Búffidíbúff



Nú er aðeins vika í Bouffið og því ekki seinna vænna að fara að huga að undirbúningi. Hefur því verið ákveðið að hafa hitting í Frostafold 14 hjá Stebba á mánudagskvöld kl. 20.00 og ákveða þar matseðil og skipta með okkur verkum. Þá eru líka síðustu forvöð að boða komu sína í Bouffið, þar sem ekki verður gert ráð fyrir fleirum en þeim sem það hafa gert að fundi loknum. Allir að mæta, engar afsakanir teknar gildar. Hvað er betra en að bouffast?

Nemdin

fimmtudagur, september 25, 2008

Saga LGB: Part IV

Árið er 2003 og stefnan er tekin austur á Flúðir. Það var frekar fámennur hópur sem lagði í´ann á flöskudagskveldinu eða bara fjórir einstaklingar á tveimur bílum og farið var yfir Mosfellsheiði og Gjábakkaveg. Þetta fóru

Jarlaskáldið
Stebbi Twist

á Lilla

og þá hjónaleysin

Maggi Brabra
Elín

á Lúxa.

Frekar rólegt var yfir hópnum um kvöldið en þó voru nokkrir baukar, jafnvel station, kláraðir, étið snakk og skellt sér í pottinn.

Vaknað var í fyrra fallinu á laugardagsmorgninum enda stóð til að fara að jeppast. Sem og vígja Lilla í óbyggðum. Þrátt fyrir að þetta hafi verið í upphafi október þá var hvít filma yfir öllu er út var litið. Leiðin dag þennan lá í Gnúpverjahrepp og þar upp á Skáldabúðaheiði. Er komið var á Tangaleið beygðum við í vestur átt til að enda aftur á Flúðum. Er komið var til baka hafði engin skilað sér austur. En það átti nú heldur betur eftir að breytast.
Fyrst á svæðið voru

Tiltektar-Toggi
Dilla
Alda

á Mitsa

Siðan komu aðrir þungaviktarmenn í kjölfarið. VJ, Gvandala-Gústala, Tuddi Tuð og Snorri með einhvern gest. Jökla-Jolli og Ríkey mættu svo er tekið var til matar.
Talandi um mat þá man sagnaþulur ekki hvað var í forrétt en tarfurinn hrefna var grillaður sem aðalréttur. Fínasta kjöt það.
Þegar leið á kveldið kom Adólf flestum á óvart með verðlaunaafhendingu en þarna var Bokkan veitt í fyrsta skipti og hefur verið veitt ætíð síðan. Þeir sem fengu þetta árið voru

Litli Stebbalingurinn fyrir óheppni ársins
Skáldið fyrir dauða ársins
VJ fyrir friðarspillir ársins
Magnús frá Þverbrekku fyrir aumingi ársins


Allt gekk svona og svona. Amk stóráfallalaust fyrir sig og held ég að allir hafi náð svo að skila sér heim á messudegi.
Skemmtileg tilbreyting er að það voru myndavélar með í för þarna. Maggi er með sínar til sýnis hér. Síðan má skoða frá þáverandi hirðljósmyndaranum hérna

Kv
Manneldisráð

mánudagur, september 22, 2008

Saga LGB: Part III

Nú er komið að árinu 2002 og þá var Matarveizlan mikla haldin í Ölfusborgum eða Ölvunarborgum eins og gárungarnir vilja nefna staðinn. Er það samdóma álit flestra að þetta sé lakasta LGB hingað til og verður vonandi svo um ókomna framtíð. Ástæður þess eru líklegast nokkrar og ma lítill og óhentugur bústaður, nálægðin við Hveragerði, sáum ljósin allan tíman og nánast í bakgarðinu á heilzuhælinu. En hvað um það.

Flöskudagskveld eitt í upphafi nóv.mánuðar var haldið sem leið lá austur yfir Hellisheiði. Fyrst fóru og í samfloti:

Stebbi Twist
Jarlaskáldið

á Willy.

Maggi á móti
Elín
Adólf

á Pela.

Seinna um kvöldið komu svo

Justa
VJ
Tiltektar-Toggi

á Bronson

Síðust mætti svo Hrafnhildur.

Allt fór fram með kyrrum kjörum þarna og bauð Alda upp á ammælis súkkulaðiköku og mjólk. Takk fyrir það.

Laugardaginn rann upp kaldur og bjartur. Eftir að hafa komist að því að búið væri að loka gufunni og horfa á City hafa sigur á nágrönnum sínum var haldið í Hnakkaville. Þá hafi Magnús frá Þverbrekku mætt á svæðið og var hálf slappur greyið. Sumir fóru þar í sund en aðrir fóru í böku og bolta.
Er komið var til baka var farið að huga að matargerð. Blaðlaukssúpa í forrétt og folaldalundir í aðalrétt. Æði ljúft. Það átti nú heldur betur eftir að bætast í hópinn.

Jolli og Ríkey mættu í matinn. Dilla tók sér smá pásu frá læknabókum og kom rétt eftir mat ásamt því að sjálfur meistarinn Kiddi Rauði kom líka hress og kátur að vanda.
Eftir mat hófst almenn drykkjulæti og því miður endaði kvöldið frekar leiðinlega. Einhverjur gaflarar í næsta bústað voru ekki hressir með blaut handklæði og til að gera langa og leiðinlega sögu stutta þá endaði kvöldið með því að VJ var nefbrotinn.
Eðlilega datt aðeins stemning úr hópnum við þetta þó sumir hafa varla tapað gleðinni. Hvað um það.

Fólk var svo misþunnt á sunnudeginum og eftir tiltekt var bara komið sér heim.
Var það niðurstaða þessarar helgi að fara aldrei aftur í Ölfusborgir sama hvert tilefnið er.
Ekki eru til neinar myndir á lýðnetinu úr þessari bústaðaferð. Sem er kannski ágætt.
Það er samt engin ástæða að leggjast í eitthvað þunglyndi heldur bara að láta sér hlakka til 3.okt.

Kv
Manneldisráð

sunnudagur, september 21, 2008

Saga LGB: Part II

Jæja, þá heldur sögustundin áfram og nú er komið að árinu 2001. Þar sem sagnaþulur var við nám erlendis á þessum tíma, að afla þekkingar og vizku fyrir land og þjóð, þá verður þessi hluti í styttra laginu. Sömuleiðis verður einungis byggt á sögusögnum og munnmælasögum.
Haustið 2001 var La Grande Bouffet haldið við Apavatn. Grillað var læri og víst mikið drukkið. Sögur segja að sumir hafið sofið í bílnum sínum aðfararnótt messudags. Hafi einhver meira við þetta að bæta skal þeim sama bent á athugasemdakerfið hér að neðan. Því miður eru engar myndir af þessari veizlu á netinu. Hvort sem það er vegna þess að ekki var stafræn myndavél með í för eða hreinlega að myndirnir séu ekki birtingarhæfar skal ósagt látið.

Kv
Manneldisráð

fimmtudagur, september 18, 2008

Saga LGB:Part I

Það hefur vart farið framhjá neinum sem les þessa síðu reglulega að fyrirhuguð er Matarveizlan mikla nú eftir tvær vikur. Eftir mikið japl, jamm og fuður er komið húsnæði á Flúðum er ekkert nema gott um það að segja.
Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve V.Í.N. er félag mikila hefða og er La Grande Bouffe ein þeirra stærst. Þar sem veizla þesssa árs er rétt handan við hornið er ekki úr vegi að fara yfir söguna á bakið þetta allt saman. Verður það gert núna og einhver næstu kveld. Góða skemmtun

Það var í lok ágúst mánaðar aldamótaárið 2000 að VJ áskotnaðist bústaður við Kirkjubæjarklaustur í gegnum Ella rafmagn. Átti hann bókaðan bústaðinn en þurfti að rjúka til Köben að selja eða kaupa þráðlaust rafmagn og við græddum á því. Það tókst síðan að smala saman fimm drengjum saman með stuttum fyrirvara, ca hádegi á flöskudegi, til að koma í bústaðaferð austur. Nánast strax var ákveðið að hafa sameiginlegan kveldverð á laugardagskveldinu og það þarf vart að koma neinum á óvart að rolluafturhásing ásamt tilheyrandi meðlæti varð fyrir valinu. Einfalt og þægilegt.
Það var síðan brunað sem leið lá austur á boginn um kveldið á tveimur bílum

VJ
Stebbi Twist
Jökla-Jolli

á Hispa

og í kjölfarið komu

Tiltektar-Toggi
Maggi Móses (sem var ágætlega í glasi við komuna)

á Woffa.

Eitthvað að bjór var drukkið á föstudagskveldinu og spjallað.

Eftir tímatökur og morgunmat á laugardeginum var farið að huga að því að koma sér af stað. Ætlunin var að taka bíltúr um Lakagíga og tróðum við okkur 5 stykki í Hispa og héldum sem leið lá. Ferðin gekk vel og ekki er annað hægt að segja en vel hafi farið um okkur sem sátum afturí. Við komust svo hringinn á benzíngufunum en tókum smá stopp við Fjaðurá og röltu nokkrir Fjaðrárgljúfur. Nokkuð magnað.
Eftir að skyggja tók var hafist handa við matar-og sósugerð. Er það mál manna að vel hafi tekist til og allir urðu saddir jafnvel úttróðnir af mat þetta kveld. Komist var líka að annari niðurstöðu en það er ekki mikið líf á Klaustri á laugardagskveldi fyrir utan einn hund. Kannski eins gott því menn voru illa saddir þetta kveld.
Sunnudagurinn þá var bara farið þjóveginn heim enda menn ennþá á meltunni.
Þarna var nú upphafið á þessu öllu saman og til eru myndir frá þessu. Þær má skoða hér.

Kv
Manneldisráð

þriðjudagur, september 16, 2008

LGB: Taka 735



Jæja, mál eru aðeins farin að skýrast varðandi LGB 2008. Búið er að panta bústað þann sem sjá má á mynd hér að ofan. Hann er á Flúðum og eins og sjá má er nóg pláss til að tjalda fyrir framan og svo mun jafnvel vera svefnloft á staðnum þannig að það er pláss fyrir alla. Dagsetningin er 3. október, það styttist í þetta, og nú er að finna matseðil. Skilaboðaskjóðan hér fyrir neðan er opin fyrir hugmyndum varðandi hann. Go nuts.

Nemdin

mánudagur, september 15, 2008

Nillar



Ripp, Rapp og Rupp létu loks verða að því nú um daginn að mæta á nýliðakynningu og í kjölfarið hafið þjálfun sem björgunnarsveitarhermenn. Fyrsti liðurinn í þeirri þjálfun var núna um síðustu helgi og fólst í því að ganga Heiðina Há, gist var í Ármannsskála í Bláfjöllum og síðan rölt niður í Lækjarbotna á messudag. Þrátt fyrir vætutíð þá lifðu allir þetta af og held megi segja sluppu sæmilega vel heilir frá þessu öllu saman.
Hafi einstaklingar áhuga að sjá hvernig þetta fór allt saman fram má gera það hér.

(Uppfært 16.09.08)

Ekki sökum að spyrja en Skáldið henti inn sínum myndum í gærkveldi og afraksturinn má sjá hér

Kv
Nýliðarnir

fimmtudagur, september 11, 2008

LGB 2008



Rétt eins og Skáldið kom að í ritlingi hér að neðan þá er farið að styttast betur heldur í Matarveizluna miklu þetta árið. Í kjölfarið fóru nokkrir aðilar á fullt við að leita að hentugu húsnæði fyrstu helgina í oktober. Eru núna, í þessum skrifuðu orðum, fáeinir staðir sem eru nú í athugun.
Er það mál manna í undirbúningsnemdinni að ágætt væri að fá að sjá nokkurn veginn hve margir hafa hug á því að láta sjá sig og éta á sig gat. Ekki væri verra ef einstaklingar myndu nú barasta staðfesta sig í leiðinni. Slíkt myndi verða gjört í athugasemdakerfinu hér að neðan. Er þetta gert til þess að sjá hvaða kofa sé málið að negla niður. Þegar það er svo komið verður farið að huga að matseðlinum.

Kv
Manneldisráð

miðvikudagur, september 10, 2008

La Grande Bouffe

Jæja, þá er það stóra spurningin, hvar og hvenær á að halda Bouffið í ár? Eftir umræður undirbúningsnefndar er dagsetningin 3. október talin heppilegust, og skal því stefnt á hana.
Annar og stærri höfuðverkur er hvar halda skuli gjörninginn. Það lítur út fyrir að nokkur fjöldi hafi áhuga á að mæta svo ekki veitir af stóru húsi, eða jafnvel fleiri en einu. Eru það því eindregin tilmæli undirbúningsnefndar að VÍN-liðar og velunnarar þeirra, sem hyggjast mæta í veisluna, kanni allar grundir í kringum sig, t.d. á Rafiðnaðarsambandið að sögn sæmilega stór hús í Svignaskarði og við Apavatn og Efling líka í Svignaskarði, bara svo eitthvað sé nefnt. Um að gera að tékka á þeim og öllu öðru sem fólki dettur í hug. Þetta er ósköp einfalt, ef allir halda að einhver annar muni sjá um þetta gerist ekki neitt. Sjálfur er ég búinn að tékka á mínu félagi og fékk hús helgina á eftir sem má nota ef ekkert betra býðst, en það er bæði of lítið og óheppilegur tími.

Góðar stundir.

mánudagur, september 08, 2008

Í réttum er þetta helst



Það er viss haustboði þegar réttir landsins hefjast. Síðustu ár hefur landbúnaðardeild V.Í.N. lagt leið sína í rétt eina hér á landi. Reyndar með undantekningu í fyrra. Helst telst það til tíðinda að VJ lét loks sjá sig.
Farið var í tveimur holum í því fyrra voru

Hafliði
Adólf
Jarlaskáldið

á Sigurbirni

Eitthvað á eftir þeim fóru svo tveir drengir

Stebbi Twist
VJ

og kom Nasi þeim á staðinn sem og að bera tvo hjólhesta að auki.

Flöskudagurinn var frekar rólegur enda var vaknað snemma á laugardeginum og hafist handa við að draga fé í dilka. Gekk það með ágætum. Um hádegi var farið að reka féið heim á bæ. Þar komu hjólhestafákarnir við sögu og kom það heimamönnum spánskt fyrir sjónum að sjá slík tæki til smölunnar á íslensku sauðkindinni. En það verður að segjast að hjólhestarnir komu vel út í þessu verkefni. Allt var með hefðbundnu sniði, Kjötsúpa, heimarétt, hangið læri, söngur og réttarball. Fínasta stuð alveg hreint. Sunnudagurinn var svo mis lagskýjaður hjá fólki.
Sé vilji hjá lesendum að sjá hvernig allt fór fram er það hægt hér og hérna.
Landbúnaðardeildin þakkar fyrir sig

Kv
Samvinnuhreyfingin

fimmtudagur, september 04, 2008

Kjalnesingasaga



Núna síðasta þriðjudag var V.Í.N.-ræktin á dagskrá í enn eitt skiptið í sumar. Líklegt má nú telja að þetta hafi verið með þeim síðustu dagskrárliðunum þetta sumarið. Sjálfsagt má búast við því að einhverjum gönguferðum og jafnvel einstaka hjólaferðir verði á laugardögum í haust. Svona þegar dauður tími finnst til þess.
En hvað um það. Að þessu sinni var haldið í Esjuhlíðar en þó ekki upp Þverfellshorn. Ekki eins og við því væri að búast. Kerhólakambur lá undir fótum vorum að þeir sem þarna skunduðu upp voru:

Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Blöndudalur

Uppferð og niðurferð gengu ágætlega og því óhætt að segja að leiðangurinn hafi heppnast. Reyndar voru menn í síðasta fallinu með dagsbirtu að gera en allt fór þó vel. Ef þetta var lokahnykkurinn þá var þetta ágætis endir á góðri V.Í.N.-rækt þetta árið.
Myndir, jú teknar voru myndir og má skoða frá Skáldinu hér og Litla Stebbalingnum má sjá hérna.

Kv
Göngudeildin

mánudagur, september 01, 2008

Síðsumarbústaðarferð



Þó svo að stefnan hafi verið tekin á tjaldútilegu um síðustu helgi þá endaði það með því að allir gistu með þak yfir höfuðið.
Svenni Sjöþúsundkall útvegaði bústað á kunnulegum slóðum við Kiðjaberg og frétti undirritaður að þangað ætti að fara seinni part laugardags. Sá sami kom nú reynda síðastur á svæðið.
Þar voru fyrir:

VJ
Jarlaskáldið
Svenni Sjöþúsund
Gaui
Krummi
Agnes
Bogga

En þess má geta að fjögur úr hópnum komu við í Hrunalaug. Svo nú er komin pressa á að taka þar umferð í heimsbikarmótinu í Sprettlellahlaupi.
Allt fór svo fram eftir hefðbundinni dagskrá bjór, grillað, drukkið bjór, spilað, pottaferð,sprettspellahlaup, tónlistarhlustun og pönnsur.
Síðan var legið í þreytu og leti fram eftir á messudag. Reyndar bættum við einu ,,fjalli´´ við í tindatalið. Svona áður en farið var út að borða. Þríréttað á KFC. Ekki slæmt það.
Sé áhugi má skoða myndir hér

Kv
Bústaðardeildin