mánudagur, ágúst 15, 2011

Allir út að hjólaÁ morgun, sem ku vera Týsdagur, ætlar Litli Stebbalingurinn út að hjóla. Ætli þetta verði ekki líka hluti af V.Í.N.-ræktinni þó svo að hin þaulskipaða dagskrá sumarsins sé löngu fokin út í buskann. Í þetta skiptið hefur stefnan verið sett á að kíkja í í kaffi og kleinur í Óla Grís ef það skyldi klikka má vonandi bæta sér það upp með pisner á Bess-anum.
Ef það einhver þarna úti sem skyldi hafa áhuga að koma með þá er hittingur við nýja rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal kl:1900 á þriðjudagskveld, já og helgin er svo lengi að líða. Hversu lengi má ég bíða? Fram á þriðjudagskveld

Kv
Hjóladeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!