Eins og rætt var um fyrir helgi þá stóð til að opna í Bláfjöllum um rétt nýliðna helgi. Það tókst á messudag og fór undirritaður uppeftir í tilefni þess að þar var opið, lét líka tilleiðast að fjárfesta í árskorti og er því áhættufjárfestir. Þarna fóru:
Stebbi Twist
Krunka
og uppfrá hittum við
Benfield
Danna Litla
Skemmst er frá því að segja að þarna var príma færi, frekar fátt af fólki en kannski heldur ekkert of mikið af hvíta gullinu en nóg til að skemmta sér. Amk sé ég ekki neitt því til fyrirstöðu fyrir fólk að skella sér í fjöllin þegar opið er. Því miður gleymdist myndavélin svo fólk verður bara að taka orð trúanleg í þetta skiptið.
Kv
Skíðadeilin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!