mánudagur, júlí 18, 2011

Í miðri viku

Spámenn ríksins hafa víst póstað því hér á lýðnetinu að á komandi óðinsdag eigi að vera hið prýðilegasta veður. Þá vill svo skemmtilega til að Litli Stebbalingurinn á einmitt vaktafrí og er því að pæla að nýta daginn til ganga til fjalla. Svona eins og hugmyndin er í dag þá er ætlunin að skreppa í smá dagstúr á hálendið sunnan Langaskafls og takast þar á við annaðhvort Hlöðufell nú eða Högnhöfða. Safna í 1000 metra+ safnið. Sé einhver þarna úti í sumarfríi og viðkomandi langar að skella sér með þá er það velkomið bara að tjá sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan. Sum sé létt jeppó og fjall á miðvikudag

Kv
Stebbi Twist

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!