föstudagur, desember 24, 2010

Gleðilega hátíð




Sólrisuhátíðanemd sendir öllum vinum og velunnurum V.Í.N. nær og fjær, hvort sem það er í byggð eða til fjalla, hugheilar jólakveðjur með von að allir bæti á sig nokkrum kreppukílóum þessi jólin.

Annars ef fólk fer að finna fyrir verk í vinstri hendi eftir átin er bent á hjartadeild LHS svona áður þar verður lokað vegna niðurskurðs

Kv
Hátíðarnemdin

sunnudagur, desember 19, 2010

Lágt á mér risið



Rétt eins og hér var auglýst var ætlunin að halda áfram með sitt 35.tinda verkefni núna í gær. Þá var skundað upp á Lágafell við Sandkluftavatn í skammdeginu. Leiðangursfólk þennan dag voru:

Stebbi Twist
Krunka

Þrátt fyrir nokkra metra á sek. tókst að komast á toppinn og þar með sigra tind nr:28 í röðinni. Ekki nema 7 eftir.
Hér má svo skoða myndir út túrnum.

Svo um síðustu helgi var haldið norður þar sem ætlunin var að skíða eins og enginn væri morgundagurinn. En ekki voru norðanmenn á þeim buxunum að hleypa mér, aðkomumanninum, á skíði svo gönguskíði urðu bara duga á messudag. Það var hressandi og gaman að því.
Á laugardeginum var svo haldið í austurátt yfir í S-Þingeyjarsýzlu og til Húsavíkur. Þar var rölt upp á bæjarfjall Húsvíkinga þ.e Húsavíkurfjall í ljósaskiptunum. Svona til gamans má geta að þar voru á ferðinni þau:

Stebbi Twist
Krunka

Hér má síðan skoða myndir frá því

Svo er bara spurning hvort þetta sé búið í ár eða hvort maður nái einu til viðbótar fyrir áramót. Annars er bara planið að fara næzt þann 2.jan á nýju ári. Nánar auglýst síðar

Kv
Stebbi Twist

fimmtudagur, desember 16, 2010

Laugardagurinn fyrir jól

Eins og sjálfsagt fæstir muna þá hefur undirritaður síðustu 3.ár skundað upp á Þverfellshorn síðasta laugdag í aðventunni. Svona til brenna plássi fyrir jólasteikina. Nú í ár að gjöra breytingu þarna á. Engar áhyggjur um að sleppt verði að fara upp á fjall heldur verður bara áfangastaðnum breytt.
Í stað þess að fara á Þverfellshorn er stefnan að fara austur í Þingvallasveit og það lengra en Bolabás. Hætta sér að Sandkluftavatni og reyna þar að tölta upp á Lágafell sem hluta af 35.tinda verkefninu. Hafi einhver áhuga er öllum velkomið með. Brottfarartími er enn óákveðinn annars en sá að farið verður á laugardag

Kv
Stebbi Twist

þriðjudagur, desember 14, 2010

loksins uppgjör á buffey



Reikningsnúmerið er: 528-14-604066
kennitala: 3007765079

Vignir þarf að fá reikningsnr. og kt. þeirra sem eiga inneign
vignirj at hotmail.com

Kveðja
Matarnemd.

sunnudagur, desember 05, 2010

Bláfjöll



Í morgun heldu Eldri Bróðurinn og Litli Stebbalingurinn sem leið lá upp í Bláfjöll til að starta þar skíðavertíðinni þetta árið. Líka fékk Eldri Bróðurinn tækifæri til að prufa nýja dótið sitt. Fátt var í fjöllunum er mætt var á svæðið um 11 á messudagsmorgi, örugglega flestir uppteknir við messu, í smákulda en það var bara til herða mann. Við skíðuðum í einhverja tvo tíma og nýtist tíminn vel til rennslis enda engin röð í kónginn í þessu líka prímafæri.
Hef svo sem ekkert meira það að segja annað en hér má skoða myndir frá deginum

Kv
Skíðadeildin

laugardagur, desember 04, 2010

Bjöllusauður




Eins og kom fram hér þá var ætlunin að bæta við einu fjalli í 35.tindasafnið. Það tókst þó svo að Reynivallaháls hafi ekki verið fyrir valinu. Það var bara fjári gott að sofa í morgun. En hvað um það. Þess í stað var haldið í Jósepsdal og fyrir rangan misskilning var hætt við Ólafsskarðshnúka á miðri leið og haldið á Sauðadalahnúka þess í stað. Allt var þetta byggt á því að leiðangursmenn misskildu þetta allt vitlaust. En hvað um það. Þá var nýr toppur toppaður og eitt í sjálfu sér skiptir meztu máli. Nú er komnir 26.tindar í safnið og það gengur því á þetta og það vel. Leiðangursfólk voru:

Stebbi Twist
Krunka

Þrátt fyrir smá golu og norðanátt hafist þetta allt saman, eins og áður hefur komið fram. Fyrir áhugasama eru myndir hérna

Kv
Stebbi Twist

föstudagur, desember 03, 2010

Reynið Reynir

Já, komið öll sæl og blessuð
Þá er komið að því að drullast til að halda áfram með sitt litla gæluverkefni og koma sér á eitthvað fell um komandi helgi. Þar sem birtan er eitthvað farin að minnka þessar vikurnar er ætlunin að fara ekki oflangt frá bænum né upp á eitthvað ofurfell. Pælingin er að skunda upp Reynivallaháls í Kjós, svona ef maður er tímanlega á ferðinni, nú ef það klikkar þá hefur maður Ólafskarðshnjúka eða Sauðadalahnjúka.
Já og ætlunin er að fara á laugardag, jafnvel skella sér í laugina líka

Kv
Stebbi Twist