þriðjudagur, september 27, 2011

Bjarga fjöllunum



Nú um síðustu helgi skundaði Litli Stebbalingurinn með núbbunum í B2 á námskeið í fjallabjörgun. Þetta var allt svo sem með hefðbundnu sniði. Farið á Þingvelli á laugardagsmorgninum og síðan að Tröllafoss á messudag. Það var svo tjaldað í Kjósaskarði aðfararnótt messudags og þar gerðar léttar æfingar um kveldið og vakning um miðja nótt til að ná tvo drukkna Rússa í sjálfheldu. En hvað um það. Fyrir áhugasama eru myndir hér

Kv
Stebbi Twist

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!