miðvikudagur, júlí 28, 2010

Þjóðhátíð



Æ, ég var bara orðinn leiður á að sjá sjálfan mig alltaf efst á síðunni. En það eru víst einhverjir VÍN-verjar á leið á Þjóðhátíð, enn eina ferðina. Bara að láta vita af því. Bless...

föstudagur, júlí 23, 2010

Þar sem alltaf er sól



Síðasta mæðudag var sterk höfuðborgarsól hér sunnan heiða og ákvöðu tveir gamlir jaxlar að nota daginn aðeins og rölta eitthvað uppá við. Þarna voru á ferðinni Stebbi Twist og Jarlaskáldið. Þar sem annar var í vaktafríi og hinn hætti snemma í vinnunni þann daginn var bara lagt í´ann fljótlega eftir hádegi með stefnuna á Móskarðahnjúka. Þetta varð svo sem ekkert merkileg ganga en ágætis engu að síður. Auðvitað var myndavél með í för og hér má sjá þær fáu myndir

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, júlí 22, 2010

Sumarið er grilltími



Á fimmtudaginn fyrir viku síðan söfnuðust nokkir V.Í.N.-verjar og aðrir velunnar saman í Heiðmörk í þeim tilgangi að grilla saman. Það var alveg sæmilegasta mæting í blíðviðrinu þó svo hún auðvitað hefði mátt vera betri en engu að síður þá var þetta fínasti hittingur. Svo bara vonandi að fleiri láti sjá sig næzt þegar svona verður haldið. En hættum nú þessu tuði og bendum bara á myndir hérna

Kv
Manneldisráð

miðvikudagur, júlí 21, 2010

Hvað bíður á helginni




Nú þegar nálgast næzta helgi ætla ég að hafa kvörtun Danna Djús í huga er kann lét vita að menn vissu ekki um áform fyrr en þeim væri lokið. En hvað um það bara eina að reyna að bæta sig.
Það er ekkert ákveðið með helgina en V.Í.N.-ræktar þríeggið er spennt fyrir að komast úr bænum. En eins og veðurspá er þessa stundina er ekki spennandi að fara nema ansi langt en það gæti nú breyst snögglega. Hafi fólk áhuga að koma með eru allir velkomnir og allar hugmyndir eru vel þegnar. Annars má bara telja líklegt að reynt verði að rölta á einhvern eða jafnvel einhverja hóla og safna í 35 tinda verkefnið.
Annars er bara orðið frjálst hér að neðan í skilaboðaskjóðunni

mánudagur, júlí 19, 2010

Geitahafur



Í miðri síðustu viku átti V.Í.N.-rækt sér stað, eins og hér var auglýst, og af tvennu sem var í vali varð Geitafell fyrir valinu því þar leit út fyrir að vera minna blaut en á Hellisheiðinni. Allt leit vel út í byrjun og tókst að toppa í þurru og ágætis veðri. En þau sem toppuðu voru:

Stebbi Twist
Krunka
Hvergerðingurinn.

Á niðurleiðinni fundum við fína strumpaleið en öllum tókst að komast stóráfallalaust niður. Þegar niður af hólnum var komið þá kom þessi fíni gróðraskúr en ekki nóg til að drekkja mannskapnum. Hafi einhver þarna úti áhuga og tíma til að kíkja á myndir má gera það hér.

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, júlí 18, 2010

Austur á fjall

Jæja, gott fólk. Þá kominn tími á V.Í.N.-ræktina og það aftur á sinn rétta dag þ.e Þriðjudag. Í síðustu viku stóð valið milli tveggja fjall og varð þá Geitafell fyrir valinu þar sem veður leit betur út á þeim slóðum.
Nú þessa vikuna verður ekki um neitt val heldur skal stefna á hitt fjallið frá síðustu viku þ.e. Hrómundartind. Eins og staðan er nú lítur út fyrir ágætis veður svo Hvergerðingurinn fær vonandi sjéns á því að taka könnunarleiðangur í leiðinni.
Svona fyrst stefnan er tekin austur á boginn þá er tilvalið að hafa hitting á okkur sígilda stað þegar austur er áttin auðvitað Gasstöðina og kl:1900 bara

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, júlí 14, 2010

Hús(bíla)fell



Ekki var nú setið heima í borg óttans um síðustu helgi. Eftir nokkra símafundi varð loka niðurstaðan sú að enda á fjölskyldutjaldsvæðinu í Húsafelli meðal húsbíla og fellihýsa. Ekki var nú melding mikill en það endaði á eftirfarandi:

Stebbi Twist
Krunka
Hvergerðingurinn
á Rex

Maggi á móti
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
á Barbí með aftaníhaldið Ken með

Svo boðaði Skrattinn sig ásamt frú.

Eitthvað klikkuðu spámenn ríkins því skúrnirnir á laugardeginum urðu bara að hellirigningu en þá var gott að skríða ofan í hella svona eftir að hafa rölt á Strút.
Þegar við komum til bara í fellið voru Raven og Arna mætt á pleizið. Svo hófst bara þetta hefðbundna þ.e. grill og öl.

Á messudag náðist að pakka tjöldum niður þurrum og rennt var við í Krosslaug á heimleiðinni. Endað svo á rjómaís á helgasta stað íslendinga. Að lokum má benda á það að hér má skoða myndir

þriðjudagur, júlí 13, 2010

Kolatími




Ætli það sé ekki kominn tími á það að endurtaka leikinn frá því í hittifyrra og slá upp í grillveizlu í Heiðmörk komandi fimmtudag. Svona amk ef veðurguðirnir, að undanskildum Ingó, skyldu leyfa. Það er bara sama flöt og síðast eða Vígsluflöt sjá má á korti. Þar sem hver og einn mætir bara með sitt á grillið og við dreifum síðan bara nokkrunveginn jafn niður á með kolin og grilllög. Svo er bara að vera grillaður og mæta kl:1900.

Kv
Manneldisráð

P.s Nota tækifærið og minni á það að engin V.Í.N.-rækt fer fram í kveld heldur er henni frestað fram á miðvikudag

sunnudagur, júlí 11, 2010

Valkvíði

Þá er kominn tími að huga að V.Í.N.-ræktinni fyrir þessa vikuna. Vegna vinnuskyldu Lilta Stebbalingsins þá er ætlunin að færa til um einn dag og fresta um dag eða Miðvikudags eða Óðinsdag.
Þá er spurningin um hvað gjöra skal á miðvikudaginn og þá kemur valkvíði inn i myndina. Það var nefnilega aðeins rætt á heimleiðinni í dag hvað ætti að gjöra á miðvikudaginn og hugmyndir komu um annað hvort Hrómundartindur eða Geitafell. Þetta þarf víst að ráðast af veðurskilyrðum. Ef það verður sól og blíða þá verður það Hrómundartindur en ef lágskýjað verður þá skal það verða Geitafell.
Annars bara hittingur við Gasstöðina við Rauðavatn á MIÐVIKUDAG kl:1900

Kv
Göngudeildin

fimmtudagur, júlí 08, 2010

Útivistarparadís



Þá er fyrsti hjólheztatúrinn í V.Í.N.-ræktinni þetta árið staðreynd. Það gjörðist síðasta Týsdag. Það voru fjórar sálir er hittust við Elliðaárstífluna og lögðu í´ann upp í Heiðmörk en þarna voru:

Stebbi Twist
Krunka
Hubner
Hvergerðingurinn

Þetta reyndist vera hinn fínasti hjólatúr þar sem Hvergerðingurinn vígði nýja fákinn sem, sem er hið prýðilegasta samgöngutæki, og hér hann hér með boðinn velkominn í hjólheztadeildina. En hvað um það. Þetta gekk allt saman stórslysalaust fyrir sig og myndir má sjá hér.

Kv
Hjóladeildin

þriðjudagur, júlí 06, 2010

Tilvonandi helgi

Já, komið öll sæl og blessuð!
Nú er næzta sumarhelgi bara rétt handan við hornið og er rétt að maður spyrji hvort fólk þarna úti hafi einhverjar hugmyndir um hvað gjöra skal.
Sjálfur hefur drengurinn ekki neinar fastmótaðar hugmyndir en væri alveg til í að bæta við nýjum topp í 35 tindaverkefni mínu. Ekki væri svo verra ef hægt væri svo að liggja í laug eftir daginn. En þetta er alls ekkert skilyrði ef manni skyldi vera boðið með í eitthvað geim. Skíði og hjól koma líka sterklega inn.
Aðallega væri gaman að heyra frá fólki hvort það hafi hug á einhverju og þá hvar. Nú eða bara skapa umræður í skilaboðaskjóðunni hér að neðan þar sem gott plan yrði til.

Kv
Ferðanemd

mánudagur, júlí 05, 2010

HELGIN sem var



Núna um síðustu helgi, sem og allar aðrar fyrstu helgina í júlí síðustu 15 ár, var skundað í Stór-Þórsmerkursvæðið og haldið í áttina að Goðalandi. Þar sem Sigurbjörn hafði ratað í smá vandræði á leið sinni innúr á flöskudag og snúið við þess vegna var staðan endurmetin. Niðurstaðan var sú að fara í áttina og gista fyrstu nóttina á Álfaskeiði og meta stöðuna á laugardeginum. Það voru heldur fáir sem ekki voru illa haldnir af öskuótta og lögðu af stað úr bænum.
Eftir ágætis dvöl í Hreppunum var afráðið að halda í hefðina,eftir að hafa heyrt í fólki sem var í Básum og tjáði okkur ástandið. Þar sem það hafði gengið á með skúrum var ekki rykkorn á leiðinni innúr og Básar tóku á móti okkur alveg eins og um Jónsmessuhelgina þe grænir og fínir.
Nenni eiginlega ekki að hafa þetta lengra og bendi bara á myndir hér.

Annars að lokum bara þá vil ég þakka fyrir mig og skemmtilega helgi

sunnudagur, júlí 04, 2010

Mörkin hjólað



Þrátt fyrir að engin formleg dagskrá sé enn til fyrir V.Í.N.-ræktina 2010 þá er þetta bara svona spilað eftir eyranu góða. Nú næst komandi þriðjudagskveld er kominn tími á að brúka hjólheztafákana og því er tilvalið að skella sér í hjólheztatúr um útivistarsvæði Reykvíkinga eða bara sjálfa Heiðmörkina. Fyrir þá sem hafa áhuga á að mæta er hittingur við Elliðaárstíflu kl 1900 á þriðjudaginn næzta

Kv
Hjóladeildin

E.s Til hamingju með daginn