miðvikudagur, júní 30, 2010

Skráningarlisti nr:25

Þá er komið að síðasta listanum á þessu ári. Það hefur fækkað en um leið bæst í svo það jafnar sig út, nú eða inn. Drullumst bara í þetta

Eldri Bróðurinn
Stebbi Twist
Krunka
Hafliði
HT
VJ
Raven
Arna
Yngri Bróðurinn
Erna
Maggi And
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hvergerðingurinn
Plástradrottingin
Bergmann
Eldri Erfðaprinsinn
Björninn
Gamle
Farþegi

Willy?
Sigurbjörn
Blondí
Barbí
Aftaníhaldið Ken
Gullvaginn
Stríðsvagninn
Græna Hættan
Hulk
Litli Kóerustrákurinn

(osta)hundur

Svo að lokum. Ooooog svo fáááá sér.
Skál í botn og restina í hárið (heyrir þú það Raven)

Kv
Skráningardeildin
Og sjáumst svo öll á flöskudaginn

þriðjudagur, júní 29, 2010

Árshátíðarbaðið 2010



Haldið var fast í venju eina nú kveld og skelltu sér nokkrir gildir limir sér í Reykjadalslaug í hið árlega árshátíðarbað. En þetta hin Fimm fræknu:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Hvergerðingurinn
Plástradrottningin
Yngri Bróðurinn

Þessir einstaklingar hafa nú formlega lokið þeim undirbúningi að baða sig og eru því hreinir og vel lyktinni. Eftir síðustu langloku þá hef ég þetta ekkert lengra í dag en að lokum minni á að myndir má skoða hér

Kv
Sunddeildin

mánudagur, júní 28, 2010

Hálsbólga




Núna um nýliðna helgi var skundað yfir Fimmvörðuháls í næstum því árlegri Jónsmessugöngu. Þetta árið var slegið met í fjölda eða öllu heldur met í fáum þar sem aðeins þrjár kempur töltu en það voru:

Stebbi Twist
Krunka
Hvergerðingurinn

og sá Willy um að koma göngugörpunum á Skóga.

Svo annars vegar fór annar bíll beint inní Bása og var sá svo elskulegur að taka búnað og bjór fyrir göngulýðinn. En þetta var enginn annar en

Raven ásamt Aroni syni sínum og Óla vin hanz, á Hulk

Gangan gekk vel í allflesta staði þrátt fyrir nýafstaðnar náttúruhamfarir og gaman að sjá Hálsinn svona öðru ástandi en maður á að venjast, ekki var veðrið svo að spilla fyrir og engin hreyfing á logninu á milli jökla. En hvað um það. Gaman var svo að koma að gosstöðvunum og sjá muninn núna og frá því í marz þegar undirritaður var síðast á ferðinni þarna. Að sjálfsögðu var svo haldið í vanann og einum bjór slátrað á Kattahyggjum. Eftir tæpa 8 klst var komið í Bása og mikið var sturtan ljúf. Amk karlasturtan

Síðan á laugardeginum var skotist yfir á Skóga til sækja Willy og þrátt fyrir mikið öskufjúk þá sluppu Básar vel við það þó svo að blint hafi verið á veginum á kafla.
Þegar leið á laugardag rann enginn annar en Tiltektar-Toggi í hlað á Ladý og skömmu síðar var farið til móts við Eldri Bróðurinn, sem kom á Afa, inn við Lón. Ekki þarf að spyrja að því en Afi fór að sjálfsögðu alla leið í Bása. Eftir grill tók þetta hefðbundna við sem endaði með rólustökkskeppi.

Eftir rigningu á messudagsmorgni urðu loftgæðin mun betri en tjöldin voru á kafi í sandi í staðinn. Á baka leiðinni var komið við á efra vaðinu hjá Lóninu og þar hitti maður fyrir félaga Fast og urðu þar miklir fagnaðarfundir. Þar sem þarna var líka vað yfir Lónið þá þurfti maður að smakka á því en það reyndist aðeins í dýpri kantinum en ekkert yfirstíganlegt. En óhætt er að segja að ,,Lónið" sé svolítið mikið öðruvísi en hingað til. Annars var hefðbundum eftirlitskyldum lítið sinnt utan Goðalands og þar er óhætt að segja að (Smá)Strákagil líti vel út. Því var bara treyst að Kaffi og Eldri Bróðurinn hafi gert góða hluti helgina á undan.
Svo ef einhver skyldi hafa áhuga að sjá hvernig þetta var svona nokkurn veginn má skoða myndir hérna

Sum sé allt lítur bara vel út og ekkert því til fyrirstöðu að halda innúr næztu helgi. Nú ætla ég að nota tækifærið og varpa fram sprengju þar sem Litli Stebbalingurinn leggur það til að haldið verði til í (Smá)Strákagili þetta árið. Hér með fer fram hávísindaleg könnun þess efnis í skilaboðaskjóðinni hér að neðan

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, júní 27, 2010

Baðdagur á Týsdegi



Nú er tæp vika í hinna árlegu Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð og síðustu ár hefur sú skemmtilega hefð skapast að skunda í Reykjadal, síðasta þriðjudag fyrir Helgina, til að baða sig. Nú er sá þriðjudagur n.k þriðjudag svo nú skal haldið til baða því enginn vill vera skítugur á árshátíðiðinni. Muna svo að þrífa vel bakvið eyrun.
Hittingur bara á Gasstöðinni við Rauðavatn og ætli 19:30 sé ekki bara ágætistími fyrir stefnumót og safnast saman í bifreiðar.

Kv
Sunddeildin

þriðjudagur, júní 22, 2010

Viffafell



Það var auglýst síðasta messudag að í kveld ætti að fara fram V.Í.N.-rækt, sem og var gjört. Þessa vikuna var haldið á bæjarfjall Kópavogsbúa eða sjálft Vífilsfell sem blasir við fólki ekki langt frá Litlu Kaffistofunni á leiðinni í Hnakkaville.
Ekki var nú fjölmenn þessi V.Í.N.-rækt heldur var hún bara tvímenn og þar voru:

Stebbi Twist
Krunka

Óhætt að segja að förin hafi gengið sæmilega enda reif hann af sér þennan þokuslæðing sem lá yfir. Það sem er eiginlega merkilegra er að nánast engin hreyfing var á logninu en engu að síður prýðilegasta upphitun fyrir Fimmvörðuhálsinn um komandi helgi. Myndir frá kveldinu eru hér

Kv
Göngudeildin

mánudagur, júní 21, 2010

Þar sem vörðurnar 5 mætast



Um komandi helgi er víst Jónsmessuhelgin og þá er mikið um húllum hæ í Básum á Goðalandi. Það er líka nánast óskifuð regla að þá er líka síðasta undirbúnings-og eftirlitsferð V.Í.N. fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Alltaf eru einhverjir sem kanna gönguleiðina yfir Hálsinn sem aðrir sem koma bara grillið og varðeldinn. Verði ekki veðurfar eins og 2004 er ætlunin að ganga en hafa bara viðeigandi hlífðarbúnað með. Þar sem ekki er neitt rosalega langt í þetta þá væri ágætt að heyra í fólki og hvað það hefur í huga hvort sem það er að labba eða bara að drekka bjór. Að ýmsu er að hyggja fyrir þessa helgi eins og þekkt er. Annars er bara að fjölmenna og slá fjöldametið frá 2003
Endilega tjáið ykkur í skilaboðaskjóðunni hér að neðan hvað fólki liggur á hjarta

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, júní 20, 2010

V.Í.N.-ræktin annar hluti



Þrátt fyrir að V.Í.N.-ræktin hafi verið frekar endasleppt þetta seasonið og ma fallið niður í síðustu viku þá má ekkert gefast upp þó svo að enginn dagskrárgerðarfundur hafi verið haldinn. Alla vega þá tókst síðast mjög vel upp og ekki ástæða til annars en að halda áfram. Ekki er verra að hita líka aðeins upp fyrir 5vörðuháls í leiðinni.
Nú nk þriðjudag legg ég til að skundað verði á Vífilfell. Nema einhver annar þarna úti komi með aðra hugmynd. Hittingur á Gasstöðinni við Rauðavatn á þriðjudag kl:1900

Kv
Göngudeildin

laugardagur, júní 19, 2010

Á slóðum kvenndrauga og Fjalla-Eyvinds



Í tilefni 17.júní ár hvert er flestum vinnandi mönnum gefið frí vegna skrúðgangna dagsins og ekki var undantekning þetta árið. Vegna þess að sem þetta ritar er svo heppinn að fá að vinna vaktavinnu þetta sumarið (sem og þrjú síðustu) þá var ákveðið að þiggja boð Eyþórs og Boggu um að koma með á Kjöl og jafnvel rölta þar á eitt fjall eða svo. Gæti grætt eitt stykki í 35.tinda verkefnið. Því endaði það svo að við Krúnka skelltum okkur í ,,helgarferð" frá miðvikidegi til flöskudags. Bölvuð vinnan að neyða mann að mæta kl:1600 til skyldustarfa. Þetta endaði því með fjögra manna ferð og það voru:

Stebbi Twist
Krúnka
á Rex

Eyþór
Bogga
á Stjána Bláa

Fyrsti náttstaður var við Hvítárnes þar sem gönguskíðaför síðasta vetrar rifjaðist upp og þar var slegið upp tjöldum. Ekki urðu neinir varir við kvenndrauginn sem á þar ku vera á ferðinni. Þjóðahátíðardagurinn tók á móti okkur með sól en einhver hreyfing var á logninu en ekkert sem drap mann. Niðurstaðan varð svo að kíkja inní Kelló, síðan rölta uppá Kjalfell og enda á þjóðhátíðarsteikinni á Hveravöllum áður enn kíkt væri í pottinn. Þetta plan stóðst allt í stórum dráttum og er því Kjalfell tindur nr:11 í 35.tindaverkefninu.
Á föstudeginum þurfti Litli Stebbalingurinn að komast til byggða og því var haldið frá Hveravöllum milli 11 og 12. Ferðafélagarnir ætluðu hinz vegar að vera lengur og halda í Þjófadali til að gista sem rölta upp á Rauðkoll. Þar skildust svo leiðir og vel gekk að komast niður á Geysi enda hefur Kjalvegur sjaldan verið eins góður og hann var á flöskudaginn, enda tíðindalaus akstur til Borgarinnar.
En myndavélin var með í för og má sjá það sem fyrir bar hérna

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, júní 16, 2010

Skráningarlisti nr:23

Þá er komið þessum fazta vikulið sem er þessi endalausa upptalning sem ekki nokkur kjaftur nennur að lesa.
En nú er betur heldur farið að styttast í gleðina sem og Jónsmessuna og spennandi að vita hvort það verði undirbúnings-og eftirlitsferð til að kanna gönguleiðina yfir Fimmvörðuhálsinn. En hvað um það.

Bjóráhugafólk:

Eldri Bróðurinn
Stebbi Twist
Krunka
Hafliði
HT
VJ
Raven
Arna
Yngri Bróðurinn
Erna
Maggi Móses
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hvergerðingurinn
Plástradrottningin
Bergmann
Eldri Erfðaprinsinn
Björninn
Gamle
Danni Djús
Huldukonan
Babý-Djús

Málmvagnar:

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Barbí
Ken
Gullvagninn
Græna hættan
Stríðsvagninn
Hulk

Svo er kannski vert að minnast á það að ef einhver gerir sér ferð innúr þá væri gaman að heyra af því og jafnvel fá stutta skýrzlu af förinni

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, júní 15, 2010

Nonnamessa



Rétt eins og alþjóð ætti að vera kunnugt þá hefur sú hefð skapast hjá Göngudeild V.Í.N. að þramma yfir Fimmvörðuháls Jónsmessuhelgina undanfarin ár, reyndar þó með nokkrum undantekningum.
Nú þegar sá tími nálgast að allar beljur þessa lands fari að tala og karlmenn velti sér naktir upp úr dögginni þá komin tími á eina smurningu.
Ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum þarna úti þá hefur aðeins kraumað á þessum slóðum síðustu mánuði en því virðist vera lokið í bili amk. Því spyr maður hvort einhver stemning sé fyrir því að tölta þarna yfir þetta árið.
Undirritaður og Hvergerðingurinn ræddu þessi mál lítils háttar í síðustu V.Í.N.-rækt og komust að þeirri niðurstöðu að þetta væri vel gjörlegt ef hafður væri réttur búnaður með í för.
Spurt er því hvort það sé vilji til að taka hefðbundna, en samt aðeins óhefðbundna, Jónsmessugöngu yfir Hálsinn eða hvort fólk hafi áhuga að breyta til og fara annað þetta árið.

Orðið er laust í skilaboðaskjóðunni hér að neðan og gaman væri að heyra liðið tjá sig aðeins

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, júní 13, 2010

Fyrr var oft í koti kátt




Ætli það sé ekki rétt að uppfæra stöðuna á 35 tindaverkefninu (ef einhver skyldi hafa áhuga á að fylgjast með því) og um leið monta sig af framtaki helgarinnar.

Nú um rétt liðna helgi skundaði undirritaður á svokallað Kotmót, sem er svona eitthvað ættarskrall hjá Krunku og co. Þetta húllumhæ var haldið í Laxárdal í Dalasýslu svo maður hugsaði sér gott til glóðarinnar og nýta ferðina. Jafnvel að bæta við tveim tindum í 35 tindaverkefnið ásamt því að taka út nýja ,,náttúrulaug". Allt þetta hafðist og gott betur því eftir helgina eru komnir þrír nýjir toppar í safnið.
Á flöskudag var komið við á Grundarfirði og haldið upp á Kirkjufell. Alveg óhætt að mæla með því fjalli. Held að það sé með því skemmtilegra fjalli sem Litli Stebbalingurinn hefur farið upp á. Bæði er uppgangan skemmileg, jafnvel ógnvænleg á köflum, síðan er frábært útsýni á toppnum.
Laugardag var byrjað á því að skella sér í Guðrúnarlaug á Laugum í Sælingsdal. Prýðilegasta laug það en má varla vera heitari. Eftir að hafa aðeins heyrt í heimafólki á staðnum var ákveðið að skella sér á Bjarnarfjall sem er upp á Laxárdalsheiði. En varla hægt að tala um beint fjall heldur meira svona þúst eða smá hæð á heiðinni. En engu að síður var það 473 m.y.s svo það það er vel innan marka til að teljast með í 35 tindum. Í bakaleiðinni fórum við líka upp á Svarfhólshnjúka en tel þá ekki með.
Svo messudag á heimleiðinni röltum við upp á Drápuhlíðarfjall á Snæfellsnesi. Flott fjall úr fjarlægð og skemmtilegir litir í þvi. Þokkalegasta fjall en aðeins grýtt og eins og oft þá er ágætis útsýni á toppnum af því.
Kominn tími að hætta þessu og þreyta ekki fólk lengur þá er kannski rétt að benda á það hér má nálgast myndir frá helginni

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, júní 09, 2010

Skráningarlisti nr:22

Þrátt fyrir að skráningarlistinn góði hafi fallið niður um síðustu helgi er ekki þar með sagt að við séum af baki dottin. Nei það er af og frá. Þrátt fyrir ösku þá er haldið áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Hættum þessu bulli og komum okkur að því sem máli skiptir þessa vikuna.

Guðsverur:

Eldri Bróðurinn
Stebbi Twist
Krunka
Hafliði
HT
VJ
Raven
Arna
Yngri Bróðurinn
Erna
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hvergerðingurinn
Plástradrottningin
Bergmann
Eldri erfðaprinsinn
Björninn
Gamle
Danni Djús
Huldukonan
Babý-Djús

Mannannaverk:

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Barbí
Aftaníhaldið Ken
Gullvagninn
Græna Hættan
Stríðsvagninn
Hulk

Fleira var það ekki í bili og rétt að minna fólk á að fara að safna að sér rykgrímum

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, júní 08, 2010

Háskólabrautin Keilir



Eins og auglýst var hérna þá hófst loks V.Í.N.-ræktin í ár núna í kveld.
Engu var farið sér óðslega svona í upphafi og rétt skundað upp á Keili á Reykjanesi. Það endaði með því að fjórar sálir lögðu af stað í leiðangur, sem hvorki var þó leiði né angur, en þar voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Krunka
Hvergerðingurinn
Blöndudalurinn

Skemmst er frá því að segja að allir komumst upp á topp og aftur niður í bíl. Það sem aftur á móti telst til tíðinda er að uppi á topp var nánast logn. Slíkt hlýtur að teljast verðurfræðilegt afrek. En hvað um það. Hafi fólk áhuga má sjá myndir úr túrnum í bongo blíða hérna

Kv
Göngudeildin

mánudagur, júní 07, 2010

V.Í.N.-ræktin 2010

Jæja gott fólk, er ekki kominn tími á það að endurvekja hina sívinsælu V.Í.N.-rækt svona rétt áður en sumarið er liðið.
Rétt eins og flestir vita þá hefur það tíðkast síðustu þrjú sumur að nota þriðjudag nú eða miðvikudaga (fer eftir hvor dagurinn hefur hentað undirrituðum) til léttrar útiveru undir berum himni hvort sem það er þá ganga, hjólað nú eða sundsprettur
Nú er allt að því langt liðið fram í júní og ekkert farið að gerast ennþá, því hefur Litli Stebbalingurinn ákveðið upp á sitt eins dæmi að efla til göngu nú komandi þriðjudag. Ekki á nú að ráðast á garðinn þar sem hann er hæðstur heldur bara skunda upp á Keili. Hafi einhver áhuga að skella sér með er sá hinn sami velkominn og gaman væri að hittast á N1 við Lækjargötu í Gaflarabænum kl:1900 nk þriðjudagskveld

Kv
Göngudeildin