fimmtudagur, júlí 30, 2009

Þjóðhátíð 2009

Bara svona rétt til rétt til að minna þá á sem eru á leiðinni á Þjóðhátíð hvernig dagskráin er. Svona svo engin missi af Brúðubílnum og þess háttar


Dagskrá þjóðhátíðar 2009



FÖSTUDAGUR
14.30 Setning þjóðhátíðar

Þjóðhátíðin sett: Jóhann Pétursson
Hátíðarræða: Ásmundur Friðriksson
Hugvekja: Séra Kristján Björnsson
Kór Landakirkju
Lúðrasveit Vestmannaeyja

15.00 Barnadagskrá á Tjarnarsviði

Frjálsar íþróttir, ungmennafélagið Óðinn
Fimleikafélagið Rán
Brúðubíllinn

Barnaskemmtun Páll Óskar

20.30 Kvöldvaka

El Puerco
Hljómsveitin Afrek
Raggi Bjarna og Þorgeir
Sigurvegarar í búningakeppni
Frumflutningur þjóðhátíðarlags
Egó
Geir Ólafs
Páll Óskar
Ingó úr Veðurguðunum



00.00 Brenna á Fjósakletti

00.15 Dansleikir á báðum pöllum

Brekkusvið: Egó, D.J Páll Óskar og Veðurguðirnir
Tjarnarsvið: Tríkot og Dans á rósum



LAUGARDAGUR
10.00 Létt lög í dalnum

14.30 Barnadagskrá á Brekkusviði

Brúðubíllinn
Söngvakeppni barna, Dans á rósum
Björgvin Franz og Jóhann (Er á Tjarnarsviði)
Barnaball heldur áfram



20.30 Tónleikar á Brekkusviði.

Foreign monkey´s
Lost in audio
Jónsi ásamt Svörtum fötum
Sálin hans Jóns míns

00.00 Flugeldasýning.

00.15-01.00 Hoffman

00.15-05.00 Dansleikir á báðum pöllum

Brekkusvið: Skítamórall, Í svörtum fötum
Tjarnarsvið: Tríkot, Dans á rósum



SUNNUDAGUR
10.00 Létt lög í dalnum

15.00 Barnadagskrá á Tjarnarsviði

Grín og glens með Erni Árna
Söngvakeppni barna, Dans á rósum (Er á Brekkusviði)
Barnaball heldur áfram


20.30 Kvöldvaka á Brekkusviði

Land og synir
Elektra
Söngvakeppni barna. Verðlaunaafhending
Örn Árna og félagar
K.K og félagar
Bubbi Morthens

23.00 Brekkusöngur
Árni Johnsen

24.00 Dansleikir á báðum pöllum.

Brekkusvið: Hjálmar
Land og synir, Skítamórall
Tjarnarsvið: Dans á rósum, Tríkot

Kv
Þjóðhátíðarfarar

miðvikudagur, júlí 29, 2009

Hohofjall



Sumarið heldur áfram og alltaf styttist í haustið. Maður gerir lítið annað en að eyða af þessu litla sumarfríi sínu og var dagurinn í dag engin undantekning á því.
Í dag var ekið austur fyrir fjall og í Grímsnesið því þar var og er hóll einn sem ganga skyldi á. Við heldum okkur á jarðskjálftasvæðum og að þessu sinni var Hestfjall fyrir valinu. Enda tilvalið að enda þessa göngutörn á einu léttu fjalli svona til ganga sig niður fyrir Þjóðhátíð. Þarna voru á ferðinni

Stebbi Twist
Krunka

á Polly

Það er óhætt að segja það að rölt þetta hafi verið frekar auðvelt enda ágætt meðan maður var að jafna sig á meðslum gærkveldsins. Helst telst það til tíðinda að hundur einn fylgdi okkur og má kannski segja að sá hafi oft vísað leiðina upp. Á toppnum er frábært útsýni sem skemmtileg verðlaun og smá gulrót. Svo var kíkt í sund í Reykholti, farinn smá rúntur um suðurlandið og ma fengið sér ís í Þorlákshöfn. Ekki laust við það að þar fengi maður nettan þjóðhátíðarfíling þó svo maður fari ekki með þessum Herjólfi. En hvað um það
Myndir frá deginum má nálgast hér

þriðjudagur, júlí 28, 2009

Stapafell og Heiðmörkin sjálf



Nú á öðrum degi í sumarfríi var svo sem ekkert slegið slöku við. Reyndar var rölt á frekar auðvelt fjall sem tók heldur ekki langan tíma. Þurfti jú að ná heim fyrir V.Í.N.-ræktina. En hvað um það. Fell dagsins var sum sé Stapatindur á Sveifluhálsi.
Þangað fóru:

Stebbi Twist
Krunka

Sá svo Jenson um samgöngur.

Var það frekar ljúf ganga og var gaman að fylgjast með slökkvistörfum á þyrilvæng með sjálfan Múra undir stýri. En gangan í dag gaf mér hugmynd en hún er að ganga allan Sveifluhálsinn og taka um leið alla ,,toppana". En slíkt ætti að geta orðið 7-tindaferð. En það er bara hugmynd. Svo maður komi sér að máli málanna þá eru það myndirnar en þær má nálgast hér.



Síðan um kveldið var haldið í hjólhestatúr í Heiðmörk sem hluti af V.Í.N-ræktinni rétt eins og auglýst var hér. Fjórmennt var við stífluna og þar voru:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Jarlaskáldið
Kaffi

Þar voru teknir hinir ýmsu stígar eftir dyggri leiðsögn Skáldsins. Síðan var endað í hverfissjoppunni þar sumir gæddu sér á Quiznos. Allir skiluðu sér þó heim að lokum en þó eftir mismiklar hamfarir. Langi einhverjum að sjá hvernig allt gekk þá má skoða myndir hérna

Kv
Hjóladeildin

mánudagur, júlí 27, 2009

Básagæsla og Kálfstindar



Það hefur nú aðeins á dagana drifið frá því síðast og þanning séð ekkert slegið slökku við. Fyrst ber að nefna gæslustörf um helgina en 3 vaskir V.Í.N.-liðar lögðu leið sína í Bása til sinna þar gæslustörfum fyrir FBSR. En þetta voru

Stebbi Twist
Krunka
Jarlaskáldið

Skemmst er frá því að segja að helgi þessi var með rólegasta móti enda mjög fámennt í Básum þarna og líka kalt í veðri svo allir fóru snemma að sofa. Sem var jákvætt eða allir svona hræddir við gæslumenn dauðans. Langi einhverjum að sjá hvernig svona fer fram má skoða það hér



Svo í dag var sumarfríð aðeins notað og þá ekki bara til að sofa heldur líka aðeins til útiveru. Ákveðið var að skunda á Kálfstinda í smá síðdegistölt. Allir þ.e

Stebbi Twist
Krunka

Komust upp og niður þrátt fyrir mikið moldviðri en gríðarlegt moldrok var ofan af hálendinu og skemmdi það aðeins útsýnið sem og skíta út hárið og fylla augun af mold. En það bara herðir mann. Auðvitað má sjá myndir úr göngunni hérna

sunnudagur, júlí 26, 2009

Í Mörkinni heiðnu



Þrátt fyrir að Þjóðhátíð sé rétt handan við hornið þá slær V.Í.N.-ræktin ekki slökku við. Enda ekki við örðu að búast. Núna komandi þriðjudag er ætlunin að stíga örlítið á sveif og viðra hjólhestana. Sum sé er ætlunin að hjóla í Heiðmörk aðeins. Ætli það sé ekki prýðileg tímasetning að hittast við Elliðaárstíflu aka Árbæjarstíflu kl 19:00 komandi þriðjudagkveld.
Svona í lokin þá má rifja upp síðustu tvær hjólaferðir í Heiðmörkina hér og hérna

Kv
Hjóladeildin

föstudagur, júlí 24, 2009

Ég fer í fríið, ég fer í fríið

Nú hefur undirritaður hafið sitt sumarfrí. Reyndar er helgin frátekin í Básagæslu svo ekki verður mikið gjört amk á þessum bænum. En eftir helgi er maður laus mánu-, þriðju- og miðvikudag. Þá er maður til einhverja vitleysu og æltar sér að framkvæma eitthvað þá daga. Líklegast verður bara um dagsferðir að ræða en ekkert er búið að negla niður ennþá. Séu einhverjir aðrir þarna úti í fríi nú eða bara lausir eftir helgi og langar að gera eitthvað sniðugt er fólki óhætt að hafa samband. Allar hugmyndir eru vel þegnar skiptir engu hvað það er fjallganga, gönguferð, hjólhestatúr nú eða bara bíltúr. En hvað verður svo gert kemur bara í ljós og allir eru velkomnir með.

fimmtudagur, júlí 23, 2009

Jói á hjólinu



Fyrir einhverju síðan kom Flubba B1 félagi vor með þá hugmynd að hjóla Vatnsneshringinn núna í sumar. Í asnaskap mínum sagði maður auðvitað já, aldrei getur maður sagt nei. Svo kom að því í gær, að stóri dagurinn rynni upp. Þá voru hjólunum skellt á grindina og brunað norður yfir Holtavörðuheiði í gærmorgun áleiðis til Hvammstanga. Þar tók heimamaðurinn á móti okkur og fljótlega var stígið á sveif. Hjólagarparnir voru:

Stebbi Twist
Krunka
Eyþór
Magnús (stóri bróður Eyþórs)
síðan hjólaði Bogga með okkur fyrstu kílómetrana.

Þetta reyndust vera 91,6 km og þar af fengum við vindinn í fangið fyrstu 50 km og því var farið frekar hægt yfir. Að öðru leyti var fínasta gluggaveður. Þegar komið var fyrir nesið og fólk vonaðist eftir meðbyr en nei, þá datt allt í dúnalogn og var sem eftir var leiðarinnar. En hvað um það. Rétt eftir kveldmatarleyti var komið aftur til Hvammstanga og beið okkar þar ljúfasta Mexico-súpu í boði foreldra Eyþórs. Leið lá svo í sundhöll þar sem strengjunum var slátrað í heitu pottunum. Ferðin endaði svo í Grafarvognum eftir að nýr dagur var runninn upp.
Varla kemur það neinum á óvart að myndavél var með í för og fyrir forvitna má gæjast hérna

Kv
Hjóladeidin

þriðjudagur, júlí 21, 2009

Gos í Hengli að stærðinni Laki



Eins og sjá má í dálkinum hér að neðan þá var V.Í.N.-ræktinni stefnd í Hengilinn nú fyrr í kveld. Skemmst er frá því að segja að fimm manns mættu við Gasstöðina á slaginu 19:00 og til í gönguslag við Vörðu-Skeggja í blíðviðrinu. Synd að fleiri skyldu ekki láta sjá sig því það var nú veðrið til, ef ekki nú hvenær þá, en hvað um það. Hinir Fimm fræknu voru:

Stebbi Twist
Krunka
Jarlaskáldið
Benfield
Guðrún

Allir náðu að toppa og við rétt sluppum upp áður en það brast á með þoku. Það var aðeins hægt að njóta útsýnisins á toppnum þrátt fyrir smá mistur. Öllum tókst að skila sér niður og svo vonandi líka heilum alla leið heim til sín.
Nenni einhver að skoða myndir má gjöra það hér

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, júlí 19, 2009

Skeggjaðar konur



Núna næzta þriðjudag heldur dagskrá V.Í.N.-ræktarinnar áfram eins og enginn sé morgundagurinn. Þá er stefnan tekinn á helstu mjólkurkú OR þ.e. sjálfan Hengilinn sem er líka heimafjall Hvergerðingsins, sem er magnað, og rölta þar upp á hægsta punkt Skeggja. Nú er bara spurning hvað fólk vill gjöra. Fara þessa leið sem við förum alltaf frá Nesjavallavegi eða einhverja aðra leið. Fólk getur amk sofið á því næztu tvær nætur.
Hittingur verður við Olís við Rauðvatn aka Gasstöðin. Tímasetning tja eigum við ekki ekki bara að segja kl 19:00 svona þanngað til annað kemur í ljós

Kv
Göngudeildin

föstudagur, júlí 17, 2009

Glaumur og gleði við Glymsgil



Síðasta þriðjudag var haldið í Botnsdal í Hvalfirði. Auglýst dagskrá var að rölt inn Glymsgil en aðeins hluti af hópnum gjörði slíkt á meðan hinir röltu upp meðfram Glymsgili. En hverjir fóru hvað? Því verður svarað hér.

Upp og niður meðfram Glymsgili

Stebbi Twist
Krunka
Raven
Arna
Aron

Buslarar

Steini Spil
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna

Óhætt er að fullyrða að báðum hópum tókst að ljúka ætlunarverki sínu og allir skiluðu sér til baka. Þokkalega óskaddaðir á sál og líkama. Svo í lokin fengu allir skúffuköku og mjólk í verðlaun fyrir velunnið kveldverk
Myndir frá kveldinu má sjá hér

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, júlí 15, 2009

24, 24 over and out....sólstrandargæi



Ef einhverjir skyldu ekki vita það nú þegar þá var 24X24 líka þekktur sem Glerárdalshringurinn um síðustu helgi. V.Í.N. var með sína fulltrúa norðan heiða í tilefni göngunnar. En þar voru:

Stebbi Twist
Krunka
VJ
HT
Danni Litli
Maggi Móses
Benfield

Það er skemmst frá því að segja að allir í Team V.Í.N. komust alla 24 tindina þessa 43,24km og það á innan við 24 klst. Reyndar var fyrsti maður í Team V.Í.N. ca 45 mín á undan þeim sem síðast kom innan. Annað er ekki hægt að segja en að veður hafi verðið prýðilegt og má segja að höfuðborgarsólin hafi látið sjá mestan part ferðarinnar. Hafi fólk áhuga að skoða myndir annarsstaðar en á fésbókinni þá má forvitnast hér.

Kv
Göngudeildin

Ps Hafi einhverjir úr TEAM-V.Í.N. áhuga að fá mynd af hópnum, á pappír, rétt áður en lagt var í´ann. Bæði af V.Í.N. sem og B-hópnum. Langi fólki að fá slíkt og það fríkeypis er bara að láta vita í skilaboðaskjóðinni hér að neðan. Upplagt er að ramma þetta inn til minningar um skemmtilega ferð

sunnudagur, júlí 12, 2009

Kút og korkur

Nú komandi þriðjudag heldur V.Í.N.-ræktin sína dagskrá. Þá er ætlunin að halda í Glymsgil og rölta það inn til enda.
Eitt gæti þó verið vandamál, amk fyrir suma, en það er að redda sér þurr/blautbúning. Svo fyrir þá sem ekki geta orðið sér úti um slíkan búnað er smurning að gjöra annað í staðinn eins og td að rölta upp á einhvern hól nú eða taka léttan hjólatúr. Spurning um hvað líkaninn leyfir eftir átök helgarinnar amk hjá þeim sem þetta ritar. Hafi fólk áhuga að gera eitthvað n.k þriðjudag annað en bleyta sig er það hvatt til að leggja höfuðið í bleyti og láta ljós sitt skína. Sömuleiðis væri gaman að heyra hverjir hafa og geta reddað sér viðeigandi fatnað á samt kúti og korki. Endilega verið ófeimin í athugasemdakerfinu hér að neðan

miðvikudagur, júlí 08, 2009

Takk fyrir okkur

Kæru VÍN-félagar!
Okkur hjónunum langaði til að þakka kærlega fyrir samveruna á brúðkaupsdaginn okkar og fyrir okkur. Dagurinn er okkur ógleymanlegur! Erum nú komin heim úr "honímúninu" og búin að þjálfa upp útileguhæfileikana svo kannski sjáumst við í tjaldi í sumar!
Bestu kveðjur, Herra Gústi og Frú Oddný.

þriðjudagur, júlí 07, 2009

Til að minna á

Svona rétt til að minna fólk á það að V.Í.N.-ræktin þessa vikuna, sem er hjólhestatúr á Bessastaði, fer ekki fram í dag (þriðjudag) heldur á morgun (miðvikudag). Vonandi að frestun þessi hafi ekki raskað áætlunum margra en óskandi að sem flestir láti sjá sig

Kv
Hjóladeildin

sunnudagur, júlí 05, 2009

Bessi Bjarnason



Já komið þið sæl og blessuð. Þá er komið að V.Í.N-ræktinni þessa vikuna. sem þetta ritar er nú þekktur fyrir að hugsa um eigið rassgat og var því óskað eftir því í síðustu viku að komandi dagskrárlið yrði skotið á frest um sólarhring. Enginn mótmælti því og telst það því samþykkt.
Það á sem sagt að hjóla næsta miðvikudag, ekki þriðjudag, út á Álftanes og kíkja í kaffi og kleinur hjá sjálfum útrásarforsetanum. Eftir Bessastaði verður haldið í opinbera heimsókn á Bess-ann í opinbert kveldverðarboð í boði forsetans.
Það verður hittingur við eitt af fallegri húsum í borginni þ.e nýja rafstöðvarhúsinu í Elliðaárdal svona amk fyrir þá sem búa austan Elliðaár. Ælti það sé ekki ágætis tímasetning að fara svona c.a nákvæmlega kl:19:00 á miðvikudag. Síðan verður haldið í gegnum Fossvogsdalinn þar sem líka hægt er að mæla sér mót ,hafa einstaklingar áhuga að skella sér með.
Niðurstaðan er því rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal kl:1900 á miðvikudag.

Kv
Hjóladeildin

miðvikudagur, júlí 01, 2009

Skráningarlisti nr:26

Já gott fólk til sjávar eða sveita þá er komið að þeim síðasta. Já allra síðasta skráningarlista þetta árið því HELGIN er að bresta á og það nú um helgina. Allt að gerast og klukkan er.

Þingmenn og ráðherrar:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hafliði
Maggi Blöndahl
Auja
Litli Blöndahl
Raven
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Danni Djús
VJ
Helga T
Krunka
Adólf
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Svenni Sjöþúsund
Gauinn
Tóti
Björninn
Guðni Bílabróður
Brynjólfur Bílabróður
Gunni Hlunkur
Agnes
Matti Skratti
Kona skrattans
Gírflækjur og sílsaþjappa

Willy
Barbí
Sigurbjörn
Gullvagninn
Blondí
Hulk
Skriðdrekinn
Gamli Gráni
Græna hættan
Denni dæmalausi
Litli Kóreustrákurinn

Sum sé aðeins bæst í hópinn góða og eru þeir hér með boðnir velkomnir. Þar sem allir eru að drepast úr spenningi er bezt að hafa þetta ekkert lengra. Nema hvað að heyrst hefur að sjálft rokktröllið komi til með að hafa gætur á því að allt fari siðsamlega fram þarna

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar