miðvikudagur, október 29, 2014

Með snöru um hálsinn



Eins og sjá má hér var jafnvel hugmyndin að taka hjólheztatúr næztsíðustu helgina í sept og þá fara Svínaskarð. En eins og oft vill verða þá verða hlutirnir ekki eins og ætlað var í fyrstu. Það týndist úr þeim sem sýndu áhuga og að lokum stóð Litli Stebbalingurinn einn eftir. Nú þá er ekkert annað að gjöra en að breyta plönum. Við Maggi Andrésar ákváðum að skella okkur í hjólatúr á laugardeginum. Allt í einu var Matti Skratti kominn í hópinn og rétt áður en við fórum eitthvað út í buskann kom kauði með þá hugmynd að hjóla Snöruna. Var það samþykkt samhljóða enda vissum við ekkert út hvað við vorum búnir að láta plata okkur út í. Það voru því þrír sem endu að fara þennan dag en það voru:

Stebbi Twist á Cube LTD SL
Maggi á móti á Gary Fisher Cobia 29
Matti Skratti á Specialized Enduro Evo

Pattinn hanz Matta Skratta sá svo um að koma okkur á upphafs-og lokapunkt

Skemmst er frá því að segja að þetta er snilldar leið. Óhætt að fullyrða að við eigum eftir að fara þarna aftur næzta sumar

En bezt að hafa bara sem fæst orð um þetta og láta myndir tala sínu máli hér

sunnudagur, október 26, 2014

Fuglaskoðun í Heiðmörk




Nú um miðjan síðasta mánuð eða öllu heldur þann 16.sept s.l fór B2 hópur FBSR í kveldhjólheztaferð í Heiðmörkina. Litli Stebbalingurinn ákvað að skella sér með og nýta ferðina til fuglaskoðunnar. Reyndar var Stebbalingurinn ekki eini gildi limurinn þarna þetta kveldið því Bergmann skellti sér líka. Svo voru þarna góðkunningjar V.Í.N. eða þeir Bubbi Flubbi aka Bubbi Trucker og Haukur Eggerts

En af svona gömlum vana er ætlunin að telja hér upp nokkra ásamt hjólheztafáka þeirra:

Stebbi Twist á Cube LTD SL
Bergmann á Merida Big Nine TFS

Síðan góðkunningarnir:

Bubbi á Specialized Awol
Haukur Eggerts á Wheeler Pro 29

Upps það gleymdist að minna á einn svona semi gildan lim en það er Benfield sem var með í ferð

Benfield á Trek

Og er hjer með beðist velvirðingar á þessari gleymsku og mistökum

Svo komu bæði nillar sem og inngengnir á alls konar týpum af hjólum ss eins og:

Trek
Scott
Specialized
Wheeler
Mongoose

Jafnvel einhverju sem ég er að gleyma

En þetta var svo sem hefðbundin fuglaskoðun í Heiðmörk nema hvað í restina vorum við í kapphlaupi við myrkvið en í lokin var orðið ansi dimmt en svo sem bara gaman að því

Sé einhver nenna hjá einhverjum má skoða myndur hjér

föstudagur, október 24, 2014

Hnútar og flækjur



Núna fyrstu helgina í september hélt FBSR námskeið í fjallabjörgun fyrir nillana í B2. Litli Stebbalingurinn var á svæðinu til að aðstoða m.a Eldri Bróðirinn við kennslu. Allt þetta frekar hefðbundið. Farið á landsins helgasta stað þ.e Þingvelli á laugardeginum og síðan í Stardal á sunnudeginu. Hef svo sem ekkert fleiri orð um það en hafi fólk ekki gaman af hnútum og þess háttar má ekki reikna með að það hafi gaman af myndum frá helginni.

Talandi um myndir þá má skoða þær hjer

fimmtudagur, október 23, 2014

Bústaðaskreppur



Nú síðustu helgina í gústa eða laugardag til sunnudags var Eldri Bróðirinn svo elskulegur að bjóða okkur, ásamt fleirum sem geta talist góðkunningjar V.Í.N, en það voru Steinar og Hildur annars vegar og Viktor og Áslaug hins vega ásamt Arnari Þór.
Við renndum frekar seint í hlað en hófum bara handa við að gjöra matinn kláran og komu allir með humar í forrétt, síðan kom aðalréttur að lokum sá Áslaug og Hildur um eftirrétt. En restin af kveldinu var svo sem hefðbundið spjall og síðan fór karlpeningurinn í pottinn. Allt svo sem rólegt í góðum félagsskap.
Er vaknað var á messudag og eftir að hafa mallað egg og beikon gengum við frá sem meztu enda þurftum við að fara snemma aftur í höfuðborgina. Leitt að þurfa fjósa svona snemma en stundum er það bara svo. Við allavega kunnum Eldri Bróðirnum hinar beztu þakkir fyrir höfðinglegt boð og ekki síðri móttökur

Sé nenna og áhugi má skoða myndir hjer

miðvikudagur, október 22, 2014

Helgafellið hjólað



Laugardag einn þ.e síðasta laugardag í gústa lét Litli Stebbalinginn, einn góðkunningja V.Í.N. þ.e Matta Skratta, plata sig upp á Helgafell í Hafnarfirði. Kauði lofaði því að þetta væri ekkert mál á hardtail svo maður sló bara til.

Við renndum á bílastæðið við Helgafell og tókum niður hjólin. Mikið var ljúft að hjóla bara að Helgafell en ekki labba. Svo tók brekkan við upp fellið og við bárum hjólin meira upp en að hjóla. Svo fór að rigna en þeir spáðu sól. Eftir venjulegar toppamyndir hófst niðurferð og ekki var langt komið niður á við þegar Stebbalingurinn hrasaði og lenti á móbergs sem leiddi af sér smá rispu. En menn eru ekki frá því að Helgafellið hafið lækkað um nokkra metra við þetta fall. En hvað um það þá minnkaði sjálfstraustið aðeins við þetta svo Matti Skratti hjólaði nú talsvert meira enda á töluvert betri hjólhezt fyrir svona glenz. Engu að síður skiluðu báðir sér niður að bíl sáttir og glaðir með afrek dagsins.

Það sem kom helst á óvart við þetta er hvað þetta tók skamman tíma og náttúrulega hvað þetta var fjandi skemmtilegt
En allavega þá má skoða myndir frá för þessari hjer

þriðjudagur, október 21, 2014

Stykkishólmur: Safnadagur



Jæja er ekki kominn tími á færzlu og segja loks frá fjórða degi Stykkishólmsreisu oss. Mánudagur rann upp og var hvorki bjartur né fagur. Við byrjuðum daginn á því að kíkja í smá heimsókn til skyldfólks þeirra mæðgna sem eiga nýuppgjört hús þarna í Hólminum. Svo tókum við smá göngutúr um kauptúnið. Síðar um daginn fórum við gamla fólkið í Norska húsið en þar er rekið safn, svona eins konar byggðasafn. Fyrir sögunjörðinn Stebba Twist var þetta skemmtileg heimsókn og hægt að mæla með því fyrir áhugasama. Síðan eftir tók bara við undirbúningur fyrir heimför sem gekk svo sem áfallalaust fyrir sig og litið til segja frá annað en það að alltaf er jafn leiðinlegt að keyra Mýrarnar.

En sé áhugi má skoða myndir hér

mánudagur, október 13, 2014

Stykkishólmur: Letidagur



Það var kominn upp messudagur. Rétt eins og stendur í hinni heilagri ritningu þá á maður að halda hvíldardaginn heilagan. Það má segja að slíkt hafi verið gjört þennan dag. Enda var úti hávaða snæfellskt rok og nennan eiginlega eftir því bara. Annars telst helst til tíðinda þennan dag var ferð út á leikvöll með Skottu. Ætli þá sé ekki bezt að vara fólk við fullt af myndum af Skottu að róla sér. Annars fór dagurinn bara í sjónvarpsgláp, blaða-og bókalestur ásamt síðdegiskaffi.

En allavega þá má skoða myndir frá þessum tíðindalausa degi hér

laugardagur, október 11, 2014

Stykkishólmur: Beinagrind í Berserkjahrauni



Það var þá runninn upp laugardagur. Þann dag hafði verið sett á plan smá hjólheztahringur en sá átti að verða um Helgafellssveit og síðan í gegnum Berserkjahraun. Dagurinn byrjaði reyndar óskap hversdagslega eða með ferð í nýlenduvöruverzlun. Svo tók bara við undirbúningur fyrir hjólheztaferð sem aðallega fólgst í því að skipta um föt.

En allavega þá var stígið á sveif um sveitina og vel hægt að mæla með þessum hring og þá sérstaklega kaflanum í gegnum Berserkjahraun. Svo er líka skemmtilegt að horfa út á Breiðafjörðinn frá Helgafellssveit og ekki skemmir að hafa Drápuhlíðarfjall og Bjarnarhafnarfjall svona sitthvoru megin við sig. Sum sé skemmtilegur en ekki krefjandi hjólheztatúr á laugardegi.

Þegar var svo komið aftur í Hólminn þar sem fólk gjörir stykkin sín var vel við hæfi að skella sér í sund. Enda laugardagur og á laugardögum laugar fólk sig skv gamalli íslenzkri hefð. Þarf vart að fara mörgum orðum um sundlaugina í Stykkishólmi því hún ætti að vera flesum gildum limum að góðu kunn enda held ég bezta sundlauginn á Snæfellsnesi. Eftir laugarferð á laugardegi tók við grill og að sjálfsögðu hjólabjór með.
Kveldið fór svo bara í áhorf á (drykkju)menningarnæturtónleika Rásar tvö sem sýndir voru beint í sjónvarpi allra landsmanna.

En alla vega lagi einhverjum til að skoða myndir frá deginum má gjöra slíkt hjer

fimmtudagur, október 09, 2014

Stykkishólmur: Í hólminn til að gjöra stykkin sín



Núna næzt síðustu helgina í gústa höfðu foreldrar  Krunku ásamt vinafólki boðið oss, litlu fjölskyldunni á H38, í bústað í Stykkishólmi. Ef bústað skal kalla því þetta var bara orlofsraðhús. Slíkt boð var þegið og heldum við veztur á boginn á flöskudagskveldi á Rex með tvö stk hjólhezta á kúlunni. Enda var ætlunin að taka smá hjólheztahring á laugardeginum.

Ferðin byrjaði í Úlfarárdal þar sem komið var við í tveggja ára ammæli og belgurinn fyltur með kökum og öðrum sætindum áður en haldið var út á land. Fyrsti og eini stanzinn var í Borgarnesi þar sem Rex var fylltur af óendurnýjanleguum orkugjafa til ferðarinnar. Við renndum svo í Hólminn einhverntíma um kveldið og það verður að segjast í enn eitt skipið, mikið er alltaf jafnleiðinlegt að keyra Mýrarnar, en hvað um það. Við komum okkur bara fyrir og svo varð almennt tjill með bjórsmökkun og snakkáti.

Það má skoða örfáar myndir frá þessu kveldi svo hjér

þriðjudagur, október 07, 2014

Hjólheztaferð FBSR: Dagur 3



Það rann upp messudagur í Skálanum í Krók og allir risu á fætur á u.þ.b. sama tíma. Merkilegt það. En eftir hefðbundin morgunverk sem samanstóðu ma af morgunmessu, morgunmat og Mullersæfingum. Eftir að því lauk var hafist handa við að gjöra sig klára fyrir daginn. Að sjálfsögðu var skilið við skálann í ekki síðra ástandi en við komum að honum og eftir það höfust menn og konur við að gjöra hjólheztafáka sína klára fyrir átök dagsins, það voru smurðar keðjur, stilltir gírar og sitthvað fleira smálegt.

Svo var bara stígið á sveif með stefnuna í Langadal í Þórsmörk. Fyrst lá leiðið að Mosum við Markarfljót. Ansi gaman að hjóla í gegnum gilið þar og þessa leið bara heilt yfir. Það var komið við í Hobbitaholunni sem er þarna á leiðinni. Er komið var að skálanum við Mosa var gjörður þar stuttur stanz áður en haldið var að Emstrum í gegnum Hattfellsgil. Sáum aðeins glita í skálanum við Hattfell en komum þar eigi við. En undir Hattfelli var vart stætt sökum hvassviðris en öllum tókst þó að skila sér í Emstrur. Þar var tekið hádegishlé. Að sjálfsögðu drógum við upp afganginn af lærinu sem snædd hafði verið kveldið áður með öllu tilheyrandi meðlæti. Það var gaman að sjá svipinn á sænsku ferðagöngugörpunum sem voru að pína ofan í sig þurrmat er við hin gúffuðum íslenska lambalærinu ofan í okkur. Þarna kom líka annar hjólahópur sem var að koma frá Strút.

Svo var kominn tími að halda áfram ferð vor. En þarna var aðeins farið að ýrja úr lofti en auðvitað kvartar maður ekki yfir því. Við tók ferð í Þórsmörk með fullt af giljum upp og niður en svo sem skemmtileg hjólaleið þar sem maður náði að hjóla. Við komum svo í Langadal og þar tóku á móti okkur heilagir munkar úr austurvegi. En þar sem ekki voru allir bílar komnir á svæðið var ekkert annað gjöra í stöðunni en að hjóla á móti þeim. Það gekk að meztu leyti og mættum við bílunm rétt vestan við Merkurker. Þá var bara hjólum skutlað á pallinn á Sexunni, skipt um föt og léttur snæðingur tekinn. Þar með eiginlega lauk formlega hjólheztaferð FBSR 2014 og mikili s(n)illdarför.

Hafi einhver áhuga má skoða myndir hjer

fimmtudagur, október 02, 2014

Hjólheztaferð FBSR: Dagur 2



Maður vaknaði upp á laugardagsmorgni endurnærður eftir góðan nætursvefn á snilldar hálendistjaldsvæði. Við tóku hefðbundin morgunverk s.s eins og morgunmatur, morgunmessa og Mullersæfingar. Eftir að tjöldin höfðu verið rifin niður, töskur skultlað í bíla var loks hægt að stíga á sveif. Allir voru léttir í lundu enda aðstæður til hjólheztareiðar hinar beztu ekki skemmdi veðrið fyrir. Ekki leið á löngu uns komið var að fyrsta vaði en það var lítið og auðvelt. Eftir að beygt hafði verið útaf Dómadalsleið kom fljótlega að því sem flestum kveið fyrir en það var ríflega 400 metra hækkun upp Pokahryggina. Hækkunin hafðist nú hjá öllum og hæðst fórum við í 977 m.y.s í hæð. Gaman að því.

Það hæðsta sem Litli Stebbalingurinn hefur farið á hjóli amk enn sem komið er. En ef minnið mitt er ekki að svíkja þá eiga VJ og Maggi á móti hæðarmetið í Hjóladeild V.Í.N. frá því að kapparnir hjóluðu Laugaveginn á því herrans ári 1999, en þá sáu Litli Stebbalingurinn og Willy um að trússa fyrir kauða. Það var gaman að því. Svo 2006 AD hjóluðu VJ og Jökla-Jolli Fimmvörðuháls og eiga því rúmlega 1000 m.y.s. á hjóli þar. Smá sögustund

Eftir þetta lá leiðin bara niður á við eða svona að meztu leyti. En við fylgdum þarna veginum að meztu og tókum nokkra brekkuspretti, bæði upp og niður en þeir niður í móti voru heldur skemmtilegri, við fórum nokkrum sinnum yfir Markarfljót á vaði. Lítið var í fljótinu og því auðsótt mál. Svo við Álftavatn skildu leiðir við bílana. Við hjólum sem leið lá að Torfahlaupi, með stuttri viðkomu í Líkhelli, og síðan meðfram hlíðum Sátu á reiðstígum. Mjög svo skemmtilegur kafli, uns við komum aftur að Markarfjóti við Krók en þar fórum við yfir á göngubrú og hinum megin beið náttstaður okkar sem var skálinn í Krók. Það er tiltölulega nýbúið að gera skálann upp og óhætt að fullyrða að þarna er kominn sannkölluð hálendishöll. Fáranlegur munur á skálanum frá því maður kom þarna síðast. Má hrósa nýjum eigendu/umráðamönnum fyrir það hvað vel hefur tiltekist í að endurbyggja skála þennan og alveg með þeim flottari sem undirritaður hefur komið í og gist í. Ekki skemmdi svo fyrir að bílstjórarnir höfðu hafið undirbúning fyrir grill en á matseðlinum var að sjálfsögðu fjallalambalæri. Óhætt er að fullyrða að þarna hafi verið sannkölluð hálendisveizla en ostar og kex í forrétt, lambalæri og tilheyrandi í aðalrétt síðan pönnukökur, rjómi og súkkulaði í eftirrétt og auðvitað kaffi. Allt þetta rann ljúft ofan í svanga munna. Svo eftir uppvask og ýmsar hetjusögur var bara skriðið ofan í poka og haldið í draumaheima

Hafi fólk áhuga má skoða myndir frá deginum hér