miðvikudagur, október 26, 2011
Velferðarríkið
Fyrir hálfum mánuði síðan vorum við hjónaleysin stödd í Samfélaginu þar sem megin tilgangurinn var að berja Red hot Chili Peppers augum og ljá þeim eyru. Ennig var tækifærið nýtt til að heilza upp á vini og kunningja á svæðinu sem og næzta nágrenni. En við fengum gistingu í kaupstaðnum hjá höfðingunum Steinari og Hildi.
Síðan lá leiðin örlítið norðar þar sem sendifulltrúar V.Í.N. í Velferðarríkinu, þau Toggi og Dilla ásamt einkaerfinganum, tóku á móti okkur. Því miður gafst ekki tími til að stoppa lengi við hjá þeim heiðurshjónum en vonandi bara aftur síðar og þá lengra stopp. En þarna kveiknaði sú hugmynd að kíkja í skíðaferð í norrænu velferðina, hvenær svo sem það verður af því. Endað var í frúarættingaheimsókn áður haldið var aftur heim.
En allavega þá má sjá myndir frá þessu hérna
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!