fimmtudagur, maí 31, 2012

1, 2, 3, 4, 5Vörðuháls



Nú þegar sumarleyfistíminn er hafinn og alltaf styttist og styttist í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2012 þá er vel við hæfi að minnast á lokahnykkinn í undirbúningi og eftirliti fyrir Helgina. Þarna er að sjálfsögðu verið að tala um hina árlegu göngu yfir Fimmvörðuháls um Jónsmessuhelgina   þar sem tekið er svo grill og bjór á laugardagskveldinu í Básum á Goðalandi.
Nú er göngudeildinni spurn hvort það sé einhver stemning fyrir þessu. Gaman væri ef þetta árið yrði jafn fjölmennt og í fyrra þó það hafi líka verið snilld að bókstaflega þrímenna yfir Hálsinn eins og 2010. Veit það er tæpur mánuður í þetta en tíminn er fljótur að líða. Times fun when you´re having flies. Alla vega er þetta fyrsti liðurinn í upphitun fyrir 5Vörðuháls þetta árið sem og líklega fyrstu og einu undirbúnings-og eftirlitsferð þetta árið

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, maí 30, 2012

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðalistinr:22

Nú er senn maí liðinn og alltaf styttist og styttist í gleðina miklu. Bara sléttur mánuður og ýmis hafa víst misst legvatnið af spenningi. En dveljum ekki lengur við þetta og komum okkur að máli málanna þessa vikunna.

Málið:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi
Plástradrottingin
Hvergerðingurinn

Bílar:

Willy
Gullvagninn


Þetta verður þá ekki lengra þessa vikuna. Heyrumst að viku liðinni

Kv
Skráningardeildin

miðvikudagur, maí 23, 2012

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðalistinr:21

Þetta er allt saman óðum að bresta á og því ekki úr vegi að birta skráningalista þessa vikuna


Sól í hjarta:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi
Plástradrottingin
Hvergerðingurinn


Bullumótorar:

Willy
Gullvagninn

Þá er það barasta ekki fleira þessa vikuna


P.s
Lítill fugl hvíslaði því að Bergmann og hugsanlega Brabrasonurinn komi til með að enda í undirbúnings-og eftirlitsferð í Bása um komandi helgi. Er það vel og verði af því er beðið eftir skýrzlu um ástand svæðisins




þriðjudagur, maí 22, 2012

Hrútalykt

Nú um síðustu helgi skundaði Litli Stebbalingur í Skaftafell með nillahópinn sín í sínu síðustu ferð þar sem ætlunin var að rölta á Hrútfjallstinda. Með í för voru tveir aðrir gildir limir úr V.Í.N. og var það vel. En þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Maggi Móses
Eldri Bróðirinn

Síðan var góðkunningi vor líka með í för en það var:

Eyþór

 Eftir að hafa rýnt í veðurspá á föstudegi var ákveðið að halda til atlögu við fjallið á laugardagskveldinu. Er risið var úr tjaldinu á laugardeginum var fínasta veður og var hóað í veðurnörd hópsins og eftir smá fundahöld var ákveðið að flýta för og lagt í´ann rétt fyrir 15:00. Við tóku brekkur, snjór, lína, broddar og blíða. Það var svo um 22:30 sem staðið var á toppnum. Líkt og oft vill verða þá var kalt á toppnum en skyggnið var eiginlega magnað. Svo bara bara haldið niður. Eftir 13 tíma ferð var komið aftur í bíl og mikið var svo ljúft að leggjast á dýnuna á messudagsmorgninum. Eftir að hafa svo grillað sér hádegismat á sunnudeginum var haldið til höfuðstaðarins með viðkomu í sundi á Hellu. En sé einhver áhugi fyrir hendi þá má skoða myndir hér

Kv
Háfjalladeildin

miðvikudagur, maí 16, 2012

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðalistinr:20

Þá er komið að enn einum af góðu skráningarlistunum og þá er bezt að koma sér að efninu þessa vikuna

Góðir gestir:


Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi
Plástradrottingin
Hvergerðingurinn


Stálfákar:

Willy
Gullvagninn


Kemur sjálfsagt engum á óvart að ekkert nýtt er að frétta af austurvígstöðunum. Við heyrumst svo í næztu viku með samabullið

Kv
Skráningardeildin

mánudagur, maí 14, 2012

Uppstillingardagur

Nú komandi Þórsdag er frídagur í boði þjóðkirkjunnar og Jesús Kr. Jósepssonar. Var bara að spá hvort einhver stemning væri fyrir að gjöra eitthvað skemmtilegt af sér þennan dag. Enda svo daginn í kvikmyndahúsi. Orðið er amk laust í skilaboðaskjóðunni hér að neðan og þrátt fyrir að fátt hafi verið um svör undanfarin misseri þá gefst maður ekkert upp og reyni að halda lífi hér á síðunni

miðvikudagur, maí 09, 2012

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðalistinr:19

Það er komið að enn einum listanum þennan mánuðinn og komum okkur bara beint að máli málanna.

Brúður:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi
Plástradrottingin
Hvergerðingurinn


Bíló:

Willy
Gullvagninn


Fleira var það ekki þessa vikuna

Kv
Skráningardeildin




þriðjudagur, maí 08, 2012

Hvítasunnan

Nú er ekki nema rúmar tvær vikur í fyrstu svokölluðu ferðahelgi sumarins. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um hvítasunnuhelgina. Það hefur nú löngum tíðkast að V.Í.N. leggji þá land undir fót og vonandi verður ekki undantekning á því þetta árið.
Líkt og margir muna þá er klassíkst að fara Skaftafell eða Skaptafell. Básar standa svo sem líka alltaf fyrir sínu. Svo má auðvitað gera eitthvað allt annað.
Eldri Bróðirinn var búinn að stinga upp á því að fara vestur á Snæfellsnes, Snæfells-og Hnappadalssýzlu, og td að fara á Kirkjufell, skinna upp á Snæfellsjökull og kafa ofan í hella. Ennig hafði kauði nefnd Kerlingafjöll þessa sömu helgi. Sjálfum líst Litla Stebbalingnum ágætlega á Snæfó svo lengi sem veðurspáin verði nesinu hliðhollt.
Svo eitt sem undirrituðum hafði líka flogið í hug. Fara á vesturland eins og Skorradal. Arka upp á Skarðsheiði, hjóla í kringum Skorradalsvatn, skella sér í Krosslaug og jafnvel tölta á Skessuhorn. Ef snjóalög verða hagstæð væri jafnvel hægt að fjallaskíðast í norðanverði Skarðsheiði. Kosturinn við þetta prógramm er vonandi að flestir ættu að geta kíkt við og gist þó væri ekki nema eina nótt.
En hvert svo sem verður farið þá sjá vonandi sem flestir sér fært um að mæta með sig og sína

mánudagur, maí 07, 2012

Botnlaus gleði


Nú síðasta laugardag var Flubbahelgi fyrir B2 og var skundað á Botnsúlur upp frá Þingvöllum. Í þessum hóp sem þarna tölti upp í blíðviðrinu, reyndar var lognið á sæmilegri ferð á köflum, voru 3 V.Í.N.-liðar og tveir góðkunningar en þetta voru

V.Í.N.-verjar:

Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðirinn


Góðkunningjar:

Matti Skratti
Mæja Jæja


Skemmst er frá því að segja að við komust upp á topp Syðstu-Súlu sem var bara venjuleg fjallganga að vetri sem smá bratta. Síðan var tekin ákvörðun að halda á Mið-Súlu og var það heldur meira vetrarbrölt og fín æfing í vetrarfjallamennsku. Svo þegar liðið skilaði sér aftur að bílunum við Svartagil var pulsum skellt á grillið og snæddar eftir upphitun. Fyrir áhugasama má skoða myndir frá deginum hér

fimmtudagur, maí 03, 2012

Þrælar tízkunnar

Eins og kom fram hér þá spruttu upp umræður í hinni árlegu skíða-og menningarferð til Agureyrish, í sömu færzlu var þessari hugmynd með nýjar V.Í.N.-peysur varpað fram. Fyrir þá sem ekki muna eða eru að koma að lestrinum í fyrsta skipti núna þá var hugmyndin um að fá peysur frá Cintamani sem heita Jóhann og Jódís. Ekki voru neitt ýkja margir sem lýstu yfir áhuga á kaupum en það gerðu samt eftirfarandi:

Krunka
Danni Djús
Unnur
Arnar Bergmann
Ýr
Óli Magg
Reynir

Ekki eru það nú margar sálir. Nú er spurt, eins og fávís kona í ölæði. Er ekki meiri áhugi en þetta eða hefur fólk aðrar hugmyndir um annarskonar peysur? Nú er bara um að gera að tjá skoðanir sínar og láta allt vaða. Orðið er laust í skilaboðaskjóðunni hér að neðan

P.s Prufaði svona peysu um daginn á Eyjafjallajökli og hún kom bara vel þar út. Hafði ekki mikla trú á hettunni en sú arna var ekkert til trafala og kom bara að góðum notum þegar maður sló upp tjaldinu, gat sleppt því að grafa húfuna upp

miðvikudagur, maí 02, 2012

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðalistinr:18

Mikið rétt gott fólk. Þá er komið að öðrum lista þetta sumarið. Já talandi um sumarið fer ekki að koma tími á undirbúnings-og eftirlitsferð í Bása við tækifæri. Maður spyr sig. En hvað sem öllum ferðalögum líður þá skulum við koma okkur að máli málanna.

Ég og þú:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi
Plástradrottingin
Hvergerðingurinn


Hann og þeir:

Willy
Gullvagninn

Já ekki mikið að gerast en nægur tími til stefnu

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, maí 01, 2012

Frídagur verkalýðsins


Nú á sjálfan frídag verkalýðsins heldu tveir gildir limir ásamt einum góðkunningja og nýliðhóp úr FBSR í kröfuhjólheztaferð. En þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Krunka

Matti Skratti

sem góðkunningi Ferðin hófst hjá okkur hjónaleysunum í Grafarvogi, var húsfreyjan á sínum nýja hjólheztafák, þar sem rennt var eftir nýjum hjólastígum uns komið var á Flugvallarveg. Þar sameinaðist hópurinn og hélt áleiðs upp í Heiðmörk. En þanngað var stefnt með nokkrum krókum og keldum þó. Við enduðum svo á Búllunni í Gaflarabænum þar sem ferðinni var slútað og þaðan fór hver og einn sína beztu leið heim. Reyndar var svo endað í sundi upp í Árbæjarlaug. En hvað um það. Fyrir áhugasama má skoða myndir hér

Kv
Hjólheztadeildin