mánudagur, desember 29, 2008

Takk fyrir okkur

Kæru vinir

Takk kærlega fyrir okkur. Við munum aldrei gleyma þessum degi, öllum fallegu
kveðjunum sem við fengum og gjafmildi ykkar.

Herra Magnús og Frú Auður

miðvikudagur, desember 24, 2008

Feliz Natal



Vinafélag Íslenskrar Náttúru sendir öllum sínum gildu limum sem velunnurum flestum hugheilar jólakveðjur. Megið þið njóta snjóleysis sem og og jólanna sjálfra

Kv
V.Í.N.

laugardagur, desember 20, 2008

Leitin að jólasveinabræðrunum



Rétt eins og enginn tók eftir í færslunni hér að neðan var stefnan, annað árið í röð, að skella sér á Esjuna. Svona til að hliðra aðeins til fyrir jólasteikinni og afstressast aðeins. Þar sem enginn nennti að lesa auglýsinguna hafi ekki nokkur kjaftur boðað sig með, að vísu hafði einn afboðað sig, þá var bara einmennt í þessa göngu. Reyndar var ekki farið alla leið upp á Þverfellshorn heldur var það látið duga að fara upp að steinn. Ágætis göngutúr í fínu veðri en verst er þó að engir af þeim jólasveinabræðrum skyldu vera sjáanlegir. En hvað um það. Vilji fólk sjá sjáfumglaðar sjálfs-og montmyndir af Litla Stebbalingnum í fjallgöngu er það hægt hér.

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, desember 17, 2008

Laugardagslapp



Eins og kemur fram hér þá hefur skapast ný hefð innan V.Í.N. Líkt og kemur þar fram er stefnan, líkt og í fyrra, að fara á bæjarfjall okkar höfuðborgarbúa hvern laugardag fyrir jól. Þannig er vel hægt að komast í jólafíling og þá klikkaðan jólafíling sem og að gera pláss fyrir skötuna og steikina. Nú er upplagt að koma sér í form næst síðustu vikuna á árinu og efna þannig síðasta áramótaheitið.
Sum sé sjáumst vonandi sem flest á laugardag og jafnvel verður farið líka í laugina í tilefni þess að það sé laugardagur. Taka skal það fram að ganga þessi ætti að henta báðum kynjum. Ef einhver vill sjá hvernig svona lagað fer fram þá má skoða myndir frá því fyrir ári síðan, má gera það hér.

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, desember 10, 2008

TelemarkFestival

Jæja byrjið að gera hnéæfingar og aðrar skemmtilegar telemarkæfingar því það er komin
dagsetning á TelemarkHelgina.



13. - 15. mars 2009
Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Kveðja
TelemarkDeild VÍN.

mánudagur, desember 08, 2008

Af brotinni stýfu, beyglaðari felgu og rifið dekk



Bílahópur FBSR fór um þar síðustu helgi í jeppaferð ma í bað í Laugafell. Drengirnir heldu svo áfram í vesturátt en við læk einan gerðist dulítið óhapp sem varð þess valdandi að Fimman þurfti að eyða aukadögum uppi á fjöllum. Rétt eins og með allar betri jeppaferðir þá þurfti að klára þessa helgina eftir.
Það var svo síðasta föstudag að tvær fjórhjóladrifssjálfrennireiðar með 6 pilta innanborð, stútfullir af verkfærum og varahlutum með það að markmiði að koma bílnum aftur niður á láglendið. Ekki væri svo verra ef tækist að koma honum alla leið í bæinn.
Það var svo farið á lappir á ókristnilegum tíma á laugardag og lagt snemma af stað upp á hálendið í þeirri veiku von að ná til höfuðborgarinnar um kveldmatarleytið. Skemmst er frá því að segja að það tókst ekki. Það gekk með ágætum að komast að Strangalæk og var komið að Fimmunni um hádegi. Byrjað var á því að snæða hádegisverð og síðan gengu menn til verks, með kristnilegu hugarfari, og tóku til við viðgerðir. Það má segja að viðgerðir hafi gengið sæmilega og á endanum með ýmsum aðferðum á hafiðst að skipta út brotnum pörtum og skrúfa allt saman. Með eyðlilegum fjölda af boltum og skrúfum í afgang.
Síðan er ekki hægt að segja að ferðin niður á láglendið hafi gengið þrautalaust fyrir sig. Alls ekki að menn væru mikið að festa sig og að brúka spottann heldur var það annað og meira sem tafði för oss. JónFús slátraði felgu og þurfti að útvega nýja og dekk úr Varmahlíð. Heimamenn brugðust hratt og vel við hjálparkalli okkar og komu með dekk og felgu á móti okkur. Kunnum við þeim hinar beztu þakkir fyrir það.
Eftir að nýtt dekk og felga var komin undir þá rifnaði dekk fljótlega í kjölfarið. Það tókst reyndar að tappa það sæmilega en nánast á sama tíma varð vökvastýrið óvirkt í einum bílnum. En ekki var það til að stöðva okkur. Við skriðum síðan rúmlega 01:00 aðfararnótt sunnudag í Varmahlíð og fengum að gista aðra nótt í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð. Sannir höfðingar heim að sækja.
Sunnudaginn fór í að dóla sér suður á boginn. Til að gera langa sögu stuttu þá komust allir aftur heim til sín, þá tól, tæki og stráklingar.
Sjálfsagt kemur það fáum á óvart að Litli Stebbalingurinn var með myndavél og langi fólk að sjá hvað gekk á má skoða það hér

Kv
Jeppadeildin

fimmtudagur, desember 04, 2008

Aðventan á Agureyrish



Kannski eins og einhverjir vissu af þá skrapp skíðadeildin í aðventuferð til að undirbúa jólin og starta skíðavertíðina þennan veturinn. Samtals fóru 7 hausar, 5 á flöskudeginum en svo 2 á laugardeginum.
Rennt var á laugardeginum þrátt fyrir kulda og hroll og að sjálfsögðu voru teknar bjórpásur. Allt annað fór fram skv venju, sund, bjór, Greifinn, meiri bjór og lendur skemmtanalífsins.
Á messudag var tekið aðeins rólegra, lumma, ís í Vín og lokum flugsafnið. Síðan fór fólk að týnast suður yfir heiðar. Þó missnemma og með sitthvorum ferðamátanum. Nokkrir drengir skríðu reyndar til Agureyrish um það leyti sem undirritaður var að fara í flug en þeir áttu eftir að sitja saman 7 í einum til Höfuðborgarinnar.
Það eru loks komnar myndir ef svo ólíklega skyldi vera að einhver þarna úti skyldi hafa áhuga og nennu til að skoða. En þær má skoða hérna

Kv
Skíðadeildin

þriðjudagur, desember 02, 2008

Gestur nr:225000

Nú er komið af því að fara í skemmtilegan leik í einn eitt skiptið. Að sjálfsögðu er verið að tala um gest nr. eitthvað. Það þessu sinni er þessi gestur nr. eitthvað nr:225000 (sjá á teljara hér til hægri), ekki amaleg tala það.
Flestir ættu vera farnir að þekkja reglurnar. Keppt er í nokkrum flokkum m.a karla- og kvennadeild. Nýliðaflokk og fyrir þá sem lengra eru komnir. Líkt og alltaf eru vinningar ekki að verri endanum. Það er sko enginn kreppa eða verðbólga hjá vinningsnemd og eins og áður verður heldar verðmæti vinninga allt að þrjúhundruð ísl.nýkrónur. Eitthvað sem mun án efa koma sér vel svona rétt fyrir jólin og jafnvel áramót líka. Svo ef fólki leiðist heima hjá sér nú eða í vinnunni er upplagt að refresha síðuna nokkrum sinum nú eða smella á linkana og vonast til að detta í lukkupollinn.
Góðar stundir

Kv
Talningarnemdin