þriðjudagur, mars 19, 2013

Sá tylfti þetta árið

Sökum undanbæjar för skráningardeildarinnar þá er listinn snemma þessa vikuna og heldur snubbóttur líka. En hvað um það

Fólk

Eldri Bróðirinn
Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi


Bílar:

Willy
Brútus
Gullvagninn

Vonandi að í næztu viku verður listinn linkaður með myndum sem og nýr listi birtist á sínum venjulega tíma. Kemur í ljós. Bíðið spennt

Kv
Skráningardeildin

laugardagur, mars 16, 2013

Minna á




Bara minna fólk á að sumarið er ekki langt undan og um leið styttist í þetta

miðvikudagur, mars 13, 2013

Sá ellefti þetta árið

Þá er komið að því. Enn eina vikuna kemur listi fólksins og er það bara vel. Þar sem skráningardeildin er í einstaklega miklu og góðu letikasti þetta kveldið verður þetta bara stutt í kveld

Karíus og Baktus:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi

Benzín v/s Dísel

Willy
Brútus
Gullvagninn


Þá er þetta bara komið nóg í þessari viku

Kv
Skráningardeildin

laugardagur, mars 09, 2013

Gef mér Fimmu

Nú styttist í vorjafndægur. Þegar þær bresta á þá eru bara 3 mánuðir í sumarsólstöður og lengsta dag ársins. Líkt og vel flestir af dyggum lesendum þessara síðu ættu að vita hefur sú skemmtilega hefð skapast að rölta yfir Fimmvörðuhálsinn aðfararnótt laugardags um Jónsmessuhelgina. Slíkt hefur verið gjört nær árlega frá því herrans ári 2002 reyndar með tveim undantekningum.

Nú í pistli þessum er ætlunin að rifa upp för vor árið 2006.

Ferðin hófst á venjubundinn hátt á fimmtudagskveldi er haldið var inní Bása á tveim bifreiðum til að ná tjaldstæði og skilja eina sjálfrennireið þar eftir en á fimmtudagskveldinu fóru innúr:

Stebbi Twist
Jarlaskáldið

á Willy


Snorri hinn aldni
Kristján 

á Galloper

Við fundum hið sæmilegasta stæði og skutluðum upp nokkrum seglskýlum, slátröðum einhverjum bjór Bakkus til heiðurs áður en haldið var til baka í borg óttans

Síðan rann upp flöskudagur bjartur og fagur. Þar sem fólk sinnti sínum skyldum og verðmætasköpun. Ætli það hafi ekki verið svo um það leiti sem kveldfréttir voru að hefjast á Rás1 sem lagt var af stað úr bænum en þeir sem fóru völdu sér ýmsar aðferðir og upphafsstaði. En þarna voru

Hafliði
Stebbi Twist
Jarlaskáldið

á Sigurbirni


Snorri Perri
Katý

á Galloper

Þessir allir gengu og hófu för við Skóga

VJ
Jökla-Jolli

á Hispa

og fóru þeir á hjólheztafákum yfir Hálsinn með upphafsstað í Básum

...og lokum voru það

Maggi Móses
Halli Kristins sem er með ykkur á Bylgjunni

á Barbí

og fóru þeir gangandi skerjaleiðina upp á E-15, skíðuðu síðan niður.


Allt hafðist þetta nú og hefðbundið. Skálað í bjór við Fukka heitinn og að sjálfsögðu á Kattahryggjum. Við mætum hjólheztaköppunum og þar sem þeir enduðu á Skógum þá spöruðu þessir heiðursmenn okkur bíltúrinn á laugardeginum með að ferja Sibba og Galloper aftur inní Bása. Maggi og Halli komust líka óbrotnir niður og allir skáluðu í bjór í Básum snemma á laugardagsmorgni


Á laugardeginum var vaknað eins og lög gera ráð fyrir. Síðan var haldið yfir í Húsadal þar sem kappar skelltu sér í Þórslaug og enduðu svo í gufu. Ansi hressandi. Síðan var bara haldið aftur yfir í Bása og farið að undirbúa grillið. Síðdegis svo á laugardag bættist í hópinn er Elín Rita, Andrés Þór (í sinni fyrstu Merkurferð) og Adela komu á svæðið á Snjóólfi IV. Ekki man sagnaritari nákvæmlega hvernig við Maggi Brabra sótti Barbí en einhverntíma var það gjört. Er það vel. En aftur á móti þurfti svo Jökla-Jolli að yfirgefa samkvæmið og skrölti hann til byggða á Hispa hinum góða.  Síðan var allt bara hefðbundin aðalfundarstörf og er það vel.
Mismikil þynnka á messudegi þegar haldið var heim. Góð ferð og allir sáttir með sinn ferðamáta
Myndir frá þessari góðu helgi má sjá hér

miðvikudagur, mars 06, 2013

Sá tíundi þetta árið

Nú er úti veður gott eða bara rétt eins og það á að vera að vetrarlagi. En hvað um það.
Það styttist alltaf og styttist í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð þetta árið enda ekki langt í vorjafndægur. Talandi um vorjafndægur þá styttist líka í sumarsólstöður og jónsmessu. Slíkt táknar auðvitað bara eitt sem er náttúrulega Jónsmessuröltið yfir Fimmvörðuhálsinn.
En komum okkur bara að málinu þessa vikuna


Flesk:

Eldri Bróðirinn
Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi


Olía:

Willy
Brútus
Gullvagninn


Já eða nei amk er mikið að frétta frá síðustu viku en engar fréttir eru svo sem góðar fréttir með betri tíð og blóm í haga framundan

Kv
Skráningardeildin