miðvikudagur, ágúst 31, 2011

Á ferð með ullum



Nú fyrstu vikuna í gústa vorum við hjónaleysin á ferð með tvo Breta um land vor. Á þessum tíma höfðu spámenn ríkizins sagt að skásta veðrið ætti að vera á norður hluta landsins og þangað var stefnan sett. Það var skrölt norður Kjöl, gist á Hveravöllum og komið niður í Skagafjörð. Þar var smá bílavesen sem reddaðist með góðra manna hjálp og næzta nótt var í höfuðstað norðurlands.
Eftir næturstanz þar var rúllað yfir á Mývatn með nokkrum túrhestastoppum hér og þar. Var tjaldbúðum slegið upp á Vogum en síðan kom í ljós að Haffi og Sunna voru búin að tjalda við Hlíð svo við kíktum bara í heimsókn um kveldið til þeirra.
Á laugardeginum var tekið bað í Jarðböðunum á Mývatni áður en haldið var yfir á Húsavík í þeim megintilgangi að kíkja á þar á safn eitt. Dagurinn endaði svo í Vaglaskógi með hrefnusteik. Á sunnudeginum var lengri leiðin tekin á Dæli í Víðidal þar sem hoho var hent á grillið. Svo má segja að ferðin hafi endað bara í Nauthólsvík. En alla vega þá eru myndir hérna

sunnudagur, ágúst 28, 2011

Æfingin skapar meistarann



Í gær, laugardag, var haldin svokölluð risasjúkraæfing á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík á og við Hengilinn. Líkt og oft vill verða þegar atburðir eru á vegum FBSR er þónokkuð af V.Í.N.-verjum á svæðinu. Það var engin undantektning á því í gær. Þarna var nánast öllu til tjaldað svo sem flugvél, fallhlífum, þyrla frá LHG, bílslys, fjallabjörgun, leitarverkefni svo eitthvað sé nefnd. Veit að engin hefur áhuga á þessu svo bezt er barasta að benda á myndir hér

þriðjudagur, ágúst 23, 2011

West on verzló



Nú um síðustu verzlunarmannahelgi breytti Litli Stebbalingurinn heldur betur út af vananum og fór EKKI á Þjóðhátíð. Hann lét betur heldur tala sig inná vitleysu, sem var að elta veðrið, og eftir að hafa rýnt í spána frá spámönnum ríkzins var ákveðið á herja á Vestfjarðakjálkann. Tveir aðrir gildir limir í V.Í.N. höfðu líka hug á þessu svæði á sama tíma og var því slegist í för með þeim. En þarna voru á ferðinni

Stebbi Twist
Krunka

á Polly


Hvergerðingurinn
Plástradrottingin

á Brumma


Fyrst var haldið vestur og komið við á Fellsstönd í kaffi hjá Bílabræðrum áður en haldið var á fyrsta náttstað sem var Heydalur í Mjóafirði. Þar var tjaldað (tvíburatjöldunum), grillað, sötrað öl og kíkt í náttúrulaug þ.e Galtarhryggslaug

Á laugadeginum hélt ferðalagið áfram og rennt sem leið lá að kíkja á mýrarboltann á Ísafirði með kaffistoppi í Raggagarði í Súðavík. Eftir að hafa séð aðeins nokkra leiki í mýrarboltanum var alveg nauðsynlegt að þruma í gegnum nýjustu göng landsins. Næzta stopp var svo Flateyri og þar þarf ekki að stoppa aftur næztu árin. En harðfiskurinn var ljúfur sem við fengum þar rétt hjá. Næturstopp nr:2 var svo á Núpi í Dýrafirði

Messudagur rann upp bjartur og fagur. Eftir morgunmat, morgunmessu og mullersæfingar var fyrsta stopp Skrúður. Þingeyri kom svo þægilega á óvart en verst þótti okkur Hvergerðingnum að gamla vélsmiðjan var lokuð svo við urðum að láta gluggagæjur duga í þetta skiptið. Sundlaugin fær svo mínus í kladdann fyrir að hafa ekki útipotta og því sundferð sleppt. Þjóðernisrembingurinn vaknaði svo á Hrafnseyri og á leið okkur í Reykjafjörð var komið við hjá Dynjanda. Dagurinn endaði svo í Flókalund

Mánudagurinn fór að mestu í þjóðvegaakstur en með góðum stoppum hér og þar á leiðinni. Sund var í Grettislaug í Reykhólasveit og síðan endaði ferðin með pulsupartí við Skorradalsvatn

Ef áhugasamir nenna þá eru myndir hér

mánudagur, ágúst 22, 2011

Þrjúhundruðþúsundasti íslendingurinn

Jæja, gott fólk. Nú styttist óðfluga í stóra stund. Það nálgast í gestur nr:300.000 klikki inn, sjá teljara hér til hægri (er svo gaman að benda fólki að líta til hægri). Nú er bara smurningin um að hvur verður sá heppni. Líkt og oft, oft áður er ótal glæsilegra vinninga í boði þar sem heildarverðmæti vinninga er allt að 300 verðlausar íslenskar nýkrónur. Svo það er barasta núna um að gjöra að vera duglegur að refresha uns teljarinn, hér til hægri sýnir 300000. Koma svo, allir að taka þátt

Kv
Talningarnemd

sunnudagur, ágúst 21, 2011

Haldið í hefðirnar

Það þarf tæpast að koma þessum fáum lesendum á óvart að núna n.k. þriðjudagskveld hefur Litli Stebbalingurinn hug á að skunda eitthvert með V.Í.N.-ræktinni. Það er enn ekki ákveðið hvurt eða hvað gjöra skal og verður örugglega ekki neglt niður fyrr en bara á Týsdag sjálfan. Ekki ólíklegt ef það mun yrja úr lotfti verði hellaferð. Kemur bara í ljós. Ef svo ólíklega er að einhver sýni þessu áhuga má búast við nánari upplýsingum í skilaboðaskjóðunni hér að neðan þegar nær dregur

mánudagur, ágúst 15, 2011

Allir út að hjóla



Á morgun, sem ku vera Týsdagur, ætlar Litli Stebbalingurinn út að hjóla. Ætli þetta verði ekki líka hluti af V.Í.N.-ræktinni þó svo að hin þaulskipaða dagskrá sumarsins sé löngu fokin út í buskann. Í þetta skiptið hefur stefnan verið sett á að kíkja í í kaffi og kleinur í Óla Grís ef það skyldi klikka má vonandi bæta sér það upp með pisner á Bess-anum.
Ef það einhver þarna úti sem skyldi hafa áhuga að koma með þá er hittingur við nýja rafstöðvarhúsið í Elliðaárdal kl:1900 á þriðjudagskveld, já og helgin er svo lengi að líða. Hversu lengi má ég bíða? Fram á þriðjudagskveld

Kv
Hjóladeildin