Jæja, nú komandi þriðjudag heldur þessi blessaða V.Í.N.-rækt áfram sinni dagskrá. En þá er ætlunin að fara í iður jarðar þ.e ofan í Tintron. Reyndar ef það verður áframhaldandi svona veðurblíða legg ég til að það verði haldið upp á við og kemur þar Hátindur sterklega til greina. Sömuleiðis ef Tintron klikkar er varaplan hellaferð, svona ef það verður rigning, en þá ofan í Leiðarenda sem ekki var farið í á sínum tíma.
Hittingur fyrir Tintron er N1 í Mosó kl:19:30 ef eitthvað breytist verður það auglýst bara í skilaboðaskjóðunni hér að neðan
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!