sunnudagur, mars 30, 2008

Ný myndasíða

Rétt eins og flestir hafa orðið varir við þá hefur undirritaður verið vopnaður myndavél síðasta 1.1/2 árið eða svo og fretað myndum sem óður væri. Margir hafa komið að máli og spurt hvort það eigi ekki að gjöra myndir aðgengilegar á lýðnetinu.
Núna loksins er búið að setja upp myndasíðu með afrakstrinum og hér að neðan er slóðin:

http://www.pbase.com/stebbith

Þarna ætti að verða hægt að fylgjast með afrekum og ævintýrum Litla Stebbalingsins. Síðan kannski í nánari framtíð, ástum og örlögum hanz. Hver veit.
Annars bara góða skemmtun við og njótið vel!

fimmtudagur, mars 27, 2008

Viðrar vel til loftárása



Núna fyrr í kveld horfði undirritaður á Harald, spámann ríksins, á komanum og það var á honum að skilja að veður ætti að vera með sæmilegasta móti um komandi helgi. Jafnvel ætti það geta hvatt til útiveru og heilzuræktar.
Spurning um að skella sér í fjöllin á morgun, föstudaginn, eftir vinnu og renna sér aðeins. Hugsanlega svo að gera annað á laugardag eða sunnudag nú eða þá báða dagana. Leyfi heilza og annað slíka ástundun.

miðvikudagur, mars 26, 2008

Mörkin segiði?



Félagi Stefán spyr í næsta pistli hér fyrir neðan hvort ekki þurfi að fara að huga að undirbúnings- og eftirlitsferð inn í Þórsmörk, eða raunar Goðaland svo fyllstu nákvæmni sé gætt. Því er auðsvarað: Jú, það þarf að fara að huga að því.

Það er sumsé tillaga þess er hér ritar að lesendur síðu þessarar líti í dagbækur sínar, sjái hvort eitthvað sé skipulagt helgina 11.-13. apríl, hætti við það ef nokkuð er skipulagt og leggi þess í stað land undir fót (eða dekk, líklega er það fljótlegra og að öllu leyti skynsamlegra) og sinni nauðsynlegum eftirlitsskyldum sínum í Mörkinni góðu. Ef ferðin verður vel mönnuð ættu þær ekki að taka langan tíma og þá mætti jafnvel gera eitthvað sér til dundurs, labba upp á hól, spóka sig í sólinni, grilla væna flís af feitum sauð og jafnvel draga tappa úr flösku þegar börnin eru farin að sofa. Möguleikarnir takmarkast einvörðungu af ímyndunaraflinu.

Það er nú ekki eins og þið hafið eitthvað betra að gera, er það?

Tugur og tveir í skráningu

Nú komið að því að birta nafnalistann góða og þann fyrsta eftir páska. Vonandi að flestir séu búnir að jafna sig eftir páskaeggjaát helgarinnar og páskasteikina. Hvað um það ekki er það nú ætlunin að láta lesendur fá vatn í munninn við þennan lestur.
Þarf sjálfsagt ekki að koma á óvart að fólk hefur tekið því rólega um þessa upprisuhátíð og því engin nýr komin á listann góða. Nú skulum við barasta koma okkur að máli málanna þessa vikuna þ.e. skráningarupptalningarlistanum góða.

Afkomendur apa:

Stebbi Twist
Svenson
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn

Eldri Bróðurinn

Gróðurhúsalofttegundalosandi samgöngutæki:

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn.

Nú þegar styttist óðum í Helgina góðu og nú fer hver að verða síðastur að skrá sig til að komast í pott, sem síðan verður dregið úr og miði er möguleiki.
Segjum þetta gott í þessari viku og heyrumst í þeirri næztu.

Kv
Undirbúningsnemd Eftirlitsdeildar

P.s Þarf ekki að fara að huga að undirbúnings-og eftirlitsferð innúr?

miðvikudagur, mars 19, 2008

Tugur og 1 í skráningu

Þá komið að síðasta skráningarupptalningarlistanum fyrir páskana 2008. Rétt eins og þarf ekki að koma neinum á óvart þá er ekkert nýtt að gerast. En af svona gömlum, kannski ekki svo góðum, sið þá er víst tími á listann svona á miðvikudegi.
Til þess að fólk hugsanlega nenni að lesa þetta þá skulum við ekki hafa þetta lengra að sinni og vindum okkur í mál málanna:

Mannverur

Stebbi Twist
Svenson
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn

Eldri Bróðurinn

Vélknúinn ökutæki:

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Líkt að það komi fáum á óvart en þá hefur engin nýr bæst í hópinn og vonandi verður úr því bætt eftir að allir hafi skóflað í sig páskaegginu.

Gleðilega páska
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

sunnudagur, mars 16, 2008

Páskaegg




Nú þegar dymbilvika er nýhafin þá er góður tími til að velta því fyrir sig hvað gjöra skuli um páskana. Reyndar er það nú þannig þessa Jésúhátíðinavitringarnir þrír þurfa að vera í höfuðborginni á laugardeginum vegna brúðhlaups hjá Djúsnum og hanz spússu.
Hér með er auglýst eftir hugmyndum um hvað sniðungt væri hægt að gera þessa daga þ.e. á skírdag og flöskudaginn langa nk. Líka kannski að heyra frá fólki hvað það hyggst gera, fyrir utan að gúffa í sig páskaeggi. Annars má alltaf bara renna sér í fjöllunum í nágrenni Reykjavíkur. En vilji fólk tjá sig er því bent á að nota þar til gerða skilaboðaskjóðu hér að neðan
Takk fyrir

miðvikudagur, mars 12, 2008

Tugur í skráningu

Þá er komið að enn einu miðvikudagsfærslunni. Þessi er merkileg að því leyti að nú er fjöldinn kominn upp í tveggjastafa tölu. Hurra, hurra, hurra.
Eitthvað hefur nú komið á ró á skráningar aftur og virðist sem það sé dottið í hægaganginn. Engin nýr hefur bæst við frá síðast nú eða þar síðast. En nóg um það.
Bezt að koma sér að því sem öllu máli skiptir í dag.

Mannanöfn:

Stebbi Twist
Svenson
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn

Eldri Bróðurinn

Landbúnaðarvélar:

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Rétt eins og gefur að líta er allt við það sama og svo sem í lagi með það. Ekki nema rúmir 3.mánuðir í gleðina miklu og um að gjöra fyrir fólk að koma sér í form.

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

mánudagur, mars 10, 2008

Tapað/Fundið

Vill byrja á þvi að þakka öllu samferðarfólki mínu frá síðustu helgi sem og öllum þeim sem maður hitti í höfðuðstað norðurlands fyrir magnaða helgi og frábæra skíðadaga.

Þegar undirritaður og Brabrasonurinn komu aftur í Furulundinn, úr fjallinu í gær, og hófust handa við lokafrágang á slottinu komu í ljós þónokkrir óskilamunir. Allt var tæmt úr íbúðinni og Jenson fylltur af óskilamunum.
Þannig að sakni einhver nokkra para af skíðaskóm eða pari af snjóbrettaskóm, skíðastafa, hjálms, hanska nú eða kápu. Þá er þeim aðilum óhætt að hafa samband við Litla Stebbalinginn til þess að nálgast eigur sínar. Verði hlutanna ekki vitjað innan 120 daga verða þeir boðnir upp og seldir hæðstbjóðanda upp í kostnað.
Fleira var það ekki að sinni
Góðar stundir

miðvikudagur, mars 05, 2008

Níundi í skráningu

Þá er næstum kominn tugur í skráningu þe fjöldi þeirra skipta sem hann hefur verið birtur en ekki fjöldi þáttakanda. Nóg um fróðleik.
Það virðist vera sem aðeins hafi hægst á fólki eftir góðan kipp fyrir hálfum mánuði síðan. En það hlýtur allt að gerast í þessu málum þegar fólk hefur gúffað í sig páskaegginu um nk Jésúhátíð. Skiptir ekki öllu heldur skal komið sér að því sem mestu máli gildir á miðvikudegi þ.e skráningarlistinn góði.

Kirkjubók

Stebbi Twist
Svenson
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frúin (sem fer sína leið)
Erfðaprinsinn

Eldri Bróðurinn

Bifreiðar

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Eins og við var að búast hafa ekki miklar, í raun engar, breytingar átt sér stað frá síðustu viku. Við höldum barasta ótrauð áfram og stefnum á sillarhelgi

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

þriðjudagur, mars 04, 2008

Heyrst hefur fyrir Agureyrish 2008...



...að bara alls ekkert er móðins við norskan skíðastíll

...að þrátt fyrir að sannað hafi verið með skoðanakönnun að telemark er púko verður V.Í.N með keppnislið á festivalinu

...að Team V.Í.N. komi til með að hafa öflugasta stuðningsmannaliðið

...að Snorri hinn aldni hafi gleymt því að hann sé fluttur norður og sé að skipuleggja það að koma að sunnan

...að þrátt fyrir að framsóknarflokkurinnn sé nánast útdauður verði leifarnar af honum á Lessukaffi í góðum fíling

...að starfsfólk Greifans sé byrjað að elda matinn þannig að biðin verður kannski bara klukkutími í ár

...að þeir sem ekki komast í fjallið vegna þynnku verði keyrðir upp á Vaðlaheiði, afklæddir og skotnir í rassinn með loftbyssu

...að eitt árið enn tímir Blöndudalurinn ekki að missa af Tómasínu og ætli því að halda sig heima

...að Haffi og Vignir séu báðir hættir við að fara og um svipað leyti hafi rómantíska svítan á Mótel Venus verið bókuð

...að pottþétt Agureyrish 2008 sé og jóðlandi og á honum séu óskalög sjómanna.

...að þrátt fyrir yfirlýsta andúð V.Í.N. á Þelamerkurhéraði þá bíði fólk í löngum röðum og hafi þegar óskað félagaskipta, um leið og félagaskiptaglugginn opnar á ný að loknu tímabili

Fleira hefur nú ekki heyrst á götum bæjarins en við höfum eyrun opinn

laugardagur, mars 01, 2008

Litli Greifinn



Manneldisráð V.Í.N. var svo fyrirhyggjusamt í einni af undirbúningsferðinni til Agureyrish í byrjun febrúar að panta borð á Greifanum laugardaginn 8.marz n.k.
Nú er víst farið að nálgast að þurfa staðfesta hve margir ætla sér að éta þarna á áðurnefndum tíma. Kvennarmur Manneldisráð hafði sett tilkynningu um þetta í athugasemdakefinu í færslu hér að neðan. Eitthvað var fátt um svör, þó eitthvað aðeins, svo ritstjórn var beðin um að koma þessu á framfæri.
Ágætt væri að heyra í fólki í þar tilgerðu athugasemdekerfi hvort það ætli með eða snæða núðlusúpu heima og horfa á Tómasínu.

Kv
Skíða-og menningarráð