fimmtudagur, janúar 26, 2012

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðalistinr:4

Já, já það hér með viðurkennist að skráningardeildin skeit illilega í rjóman og birti ekki sinn vikulega skráningarlista í gær. En vonar að fólk hafi hjarta í sér til fyrirgefa þessa sólarhringsseinkun.
Það er allt við það sama frá síðustu viku og því ekkert títt frá austurvígstöðvunum. Má segja að það sé því svigrúm til bætinga. En komum okkur að þessu:

Aðdáendur HG:

Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi

Notendur takmarkaðra orkulinda jarðar:

Willy
Gullvagninn

Allt við það sama. Sá kannski segja að engar fréttir séu góðar fréttir. Að svo komnu máli þakkar skráningardeildin fyrir sig þessa vikuna

kv
Skráningardeildin

miðvikudagur, janúar 18, 2012

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðalistinr:3

Já gott fólk þá er komið að því að birta opinberlega skráningarlista nr:3 fyrir hina árlegu Helgi sem verður í ár
Við skulum ekkert vera hafa þetta einhverja langloku og komum okkur á mál málanna.

Askur og Embla:

Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi

Sleipnir:

Willy
Gullvagninn


Jæja það hefur fjölgað um einn og er það vel. Sígandi lukka eins og tjéllingin sagði það eitt sinn. Höfum fulla trú á því að öll fyrri met verði slegin þetta árið sem öll hinn

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, janúar 17, 2012

Regnflóð



Nú um liðna helgi fór Litli Stebbalingurinn með nillahópinn sinn í Bláfjöll. Þar var ætlunin að arka á gönguskíðum, gista í snjóhúsi ásamt því að vera með snjóflóðapælingar leita af ýlum, grafa prófíla o.þ.h. Þarna með í för voru tveir gildir limir en það voru:

Stebbi Twist
Krunka

Á Sandskeið var rútan yfirgefin á flöskudagskveldinu og stígið á gönguskíðin síðan haldið sem leið lá upp í Bláfjöll í öskrandi rigningu og góðu roki. Eftir 5,5 klst var komið upp í Bláfjöll og allir vel blautir innað beini var bankað upp hjá Ársælingum í Eldborgargili og óskað húsaskjóls. Veittu þeir það okkur.
Laugardagurinn fór í ýlaleit og endað svo á því að grafa snjóhús.
Á messudag var haldið heim eftir að fólk hafði prufað snjóhúsin sín og á leiðinni var grafinn snjóflóðaprófíll. Vel gekk svo sem að komast heim nema svo bilaði rútan á heimleiðinni og þurftum við að skifta um rútu á leiðinni. En hvað um það
Fyrir áhugasama þá má skoða myndir hér. Reyndar eru fyrstu myndirnir frá því við hjónaleysin skuppum um daginn í Fossvogsdal á gönguskíði

miðvikudagur, janúar 11, 2012

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðalistinr:2

Nú vika tvo á því herrans ári 2012 er víst staðreynd og það táknar bara eitt. Jú viti menn það er auðvitað skráningarlistinn fyrir Helgina. Það byrjuðu kröftuglega skráningarnar og er það vel en það hefur aðeins hægst á þeim en það er svo sem eðlilegt í ljósi sögunnar. En vindum okkur bara í þetta:

Eru álfar kannski menn?

Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús


Skattastofn:

Willy
Gullvagninn


Rétt eins og sjá má þá er ekki mikið að frétta af austurvígstöðunum en fylgist spennt með til sjá hvaða vitleysa kemur næzt

Kv
Skráningardeildin

fimmtudagur, janúar 05, 2012

Skíðað á nýju ári



Nú á nýársdag brá Litli Stebbalignurinn ásamt Eldri Bróðrinum sér á skíði í Bláfjöll. Reyndar væri miklu réttara að tala um að Stebbalingurinn hafi fengið að fara með þeim Eldri en hvað um það. Skemmtilegt er að segja frá því að hann Óli nýtti ferðina til að gerast áhættufjárfestir. Það er nú samt skemmst frá því að segja að ekki var nú mikið skíðað þennan fyrsta dag ársins. Um leið og við komum byrjaði að snjóa og skyggni varð frekar sjaldséð svo það var bara ein ferð niður öxlina og ein frá gömlu Borgarlyfunni og yfir að barnalytfunum. En engu að síður förum við og höfðum alveg gaman af. Góð byrjun á nýju ári. Annars eru myndir hér

Kv
Skíðadeildin

miðvikudagur, janúar 04, 2012

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðarlistinr:1

Já börnin mín stór og smá. Þá er komið að því, hosen, dosen grosen stunden eða stóru stundinni. Fyrsti skráningarlistin fyrir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð á nýju ári er birtur á lýðnetinu. Þetta byrjar alveg prýðilega í skráninginum ekki er um það að efast að flestir eru komnir með hugan inneftir í Bása. Ætli það sé ekki farið að kveikna smá neizti með að huga að undirbúnings-og eftirlitsferð innúr. Hvenær svo sem það skyldi gerast. En hvað um það. Vindum okkur í málið.

Hold og blóð:

Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús


Málmur og olía:

Willy
Gullvagninn


Svo er bara að sjá hvað gerist nesta hálfa árið eða svo. En þetta hlýtur að leggjast vel í fólk

Kv
Skráningardeildin

þriðjudagur, janúar 03, 2012

Jólin, jólin þau eru fín



Líkt og um síðustu jól þá fórum við hjónaleysin í bústað yfir jólin. Að þessu sinni var haldið á norðurland í ríki skagfirska sveiflukóngsins Geirmundar Valtýssonar og haldið til í Varmahlíð.
Skíðum var hlaðið á toppinn á Polly og síðan jólatré þar ofan á. Griswolds. Á aðfangadag var svo skroppið í smágönguskíðahring um þorpið til að eiga aðeins fyrir matnum. Á jóladag var líka tekin stutt gönguskíðasyrpa sem endaði næztum því í sjálfheldu svo var auðvitað endað í pottinum eftir bæði skiptin. Annan í jólum var svo ætlunin að kíkja í Tindastól og renna sér þar. Fyrsta athugun leiddi í ljós að þar var opið en þegar átti svo leggja af stað þanngað var búið að loka. En það var ekki nóg því snjóflóð hafði líka lokað veginum til Siglufjarðar svo ekki var neitt úr skíðaiðkun þann daginn. Endaði bara með bíltúr svo ekki er hægt að gefa skýrzlu um aðstæður í Tindastól en það bíður bara vonandi þar til síðar í vetur

En ef einhver vil skoða hvernig má iðka þarna gönguskíði má sjá myndir hér

sunnudagur, janúar 01, 2012

Fyrstahelginíjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2012

Jæja gott fólk og gleðilegt ár

Nú er fyrsti dagur ársins 2012 staðreynd og slíkt þýðir bara eitt. Jú mikið rétt það er opið fyrir skráningar í hina árlegu árshátíð sem kallast bara einfaldlega fyrstahelginíjúlíárshátíðarferð 2012. Líkt og mörg hin fyrri ár borgar sig að skrá sig sem fyrst því þeir bara í pott og geta síðan unnið m.a panflautu eða lítið notaðar höfuðlegur úr 258.
Þetta verður allt með hefðbundnu sniði og má nálgast skráningar eyðublöð hér í skilaboðaskjóðunni að neðan. Listi hina viljugu og staðföstu verður svo birtur á hverjum miðvikudegi fram að Helginni eða því sem næzt

Kv
Nemdin