fimmtudagur, maí 29, 2008

Móskarðahnjúkar



Rétt eins og auglýst var síðasta messudag stefndi V.Í.N.-ræktin á Móskarðahnjúka s.l. þriðjudagskveld.
Það voru svo tveir ungir sveinir sem skunduðu þar upp og síðan niður aftur. Gekk allt svona þokkalega stóráfallalaust fyrir sig amk náðu báðir aðilar að skila sér aftur heim. En þeir sem upp fóru voru

Litli Stebbalingurinn
Jarlaskáldið

Svona ef enginn skyldi vera búinn að kíkja á myndasíður ofangreindra manna þá er rétt að minna á hægt er að skoða myndir úr túrnum hér og hérna.

Fleira var það ekki að sinni
Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, maí 28, 2008

Tugur, tugur, einn í skráningu

Þá er komið að því í rúmlega tuttusta skiptið og það sem enginn nennir að lesa. En af gömlum vana og þrjósku þá skal enn einn upptalningarskráningarlistinn birtur fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2008. Höfum þetta ekki lengra í dag og komum okkur í listan leiðinlega.

Huldufólk.

Stebbi Twist
Svenni Sjöþúsund
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Endri Bróðurinn
Hr. Blöndahl
Frú Blöndahl
Litli Blöndahl
Raven

Jeppar

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn.

Jamm, ekki mikið að gerast en kannski í næztu viku, þá verður jú kominn nýr mánuður og það styttist í Jónsmessuna.

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

Skagafjarðarsveiflan




Já, gott fólk, nú er kominn tími til að draga fram tjöldin, gönguskóna, kæliboxin og Hawaii-skyrturnar því það er komið að því að VÍN-verjar hefji útilegusumarið 2008 og ekki seinna vænna enda næstum kominn júní!

Á undirbúningsfundi sem haldinn var á toppi Móskarðahnúka í gærkvöld var sú lýðræðislega ákvörðun tekin að stefna norður í land, nánar tiltekið á slóðir Geirmundar og Grettis í Skagafirði, slá upp tjöldum á Bakkaflöt, arka upp á Mælifellshnjúk á laugardeginum og stunda svo almenn aðalfundarstörf um kvöldið, hver með sínu nefi.

Nú er um að gera fyrir alla sem vettlingi geta valdið að reka af sér slyðruorðið og drífa sig af stað enda engin ástæða til annars, spáð er veðri og heyrst hefur að Norðurlandsdeild VÍN muni jafnvel láta sjá sig. Einn, tveir og allir af stað!

Undirbúningsnemdin

sunnudagur, maí 25, 2008

This is my life



Já, já, þrátt fyrir að Ísland hafi ekki náð óska sætinu, þökk sé Dönum, þá heldur V.Í.N.-ræktin áfram eins og sextánanda sætinu hefði verið náð.
Núna á þriðjudag er stefnan tekin á Móskarðahnjúka amk einn þeirra ef ekki tvo eða bara þrjá. Kemur allt í ljós. Þar sem búast má við því að þessi ganga taki aðeins lengri tíma en t.d. Skálafell eða Helgafell þá held að málið sé að leggja af stað í fyrra fallinu en venjulega. Mæting er við Esso/Subway í Mosó kl:18:30 á þriðjudag eða bara uþb. Það mál má leysa í athugasemdakerfinu hér að neðan eða með símtóli.
Sum sé Móskarðahnjúkar á þriðjudaginn og sjáumst sem flest þar.

Kv
Göngudeildin

föstudagur, maí 23, 2008

Blessuð sé minning Lilla



Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á að erfidrykkja verður haldin næstkomandi laugardagskvöld.

fimmtudagur, maí 22, 2008

Hjá Úlfari



Það hefur líklegast farið framhjá flestum að V.Í.N.-ræktin hélt sínu striki síðasta þriðjudag. Eins og sjá má hér að neðan þá var stefnan tekin á Úlfarsfell og síðan þar niður.
Fjórar kempur hittust við Nóatún í Grafarholtinu og það voru:

Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Yngri Bróðurinn
Danni Djús.

Það er skemmst frá því að segja að öllum tókst að hjóla upp. Þótt það megi deila um hvort meira hafi verið hjólað eða gengið þegar á brattann sótti. En hvað um það.
Allir komumst upp og síðan sluppu allir ómeiddir á liður leiðinni og ekki einu sinni tókst nokkrum að sprengja eitt einasta dekk. Sum sé svaka stuð og allir kátir.
Menn voru vopnaðir myndavélum þarna og það er hægt að nálgast þær myndir á lýðnetinu.
Hér er frá Litla Stebbalingnum
Hérna er svo frá Skáldinu

Kv
Hjóladeildin

E.s. Er einhver stemning fyrir kvikmyndahúsi á mánudag?

miðvikudagur, maí 21, 2008

Tugur, tugur í skráningu

Eitt er svolítið merkilegt sem er að ef þú leggur saman fjölda táa og fingra, á venjulegri manneskju, þá færð þú út sama fjölda og skráningarlistinn fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórmerkurárshátíðarþórsmerkurferð 2008 er kominn upp í eða tuttugu. Sem er magnað.
En ekki meira af töluleikjum. Það komið að fasta vikunnar og eitthvað sem æði margir hafa beðið eftir og það jafnvel spikspenntir. Þá borgar sig ekkert að vera draga þetta neitt mikið lengur enda nógu langt liðið á daginn. Komum okkur að máli málanna.

Álfar

Stebbi Twist
Svenni Sjöþúsundkall
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Eldri Bróðurinn
Gunnar I. Birgirsson
Frú Blöndahl
Litli Blöndahl
Raven

Four low

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Já, það er betur heldur farið að styttast í helgina þetta árið sem og júróvísijón. Það er ekki seinna vænna hjá fólki að fara að safna liði, birgðum og finna út herkænsku til að ná örugglega (Smá)Strákagili.
Komið fínt í bili og treystum á það að það verði fleiri á næzta skráningarupptalningarlista að viku liðinni.

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

sunnudagur, maí 18, 2008

Úlfur, úlfur!



Þá er runnin upp enn ein ný vikan og hversdagsleikurinn bíður manns. En það er þó smá bót í máli að V.Í.N.-ræktin hefur sinn fasta sess og nú aftur kominn á sinn venjulega tíma þ.e á þriðjudag.
Að þessu verður hjólað og ekki skal ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur heldur skal stiga á sveif upp Úlfársfellið. Svo verður farið niður bara hver á sínum hraða. Annars getur verðið að ef mannskapurinn verður eitthvað latur að það verði látið duga að hjóla bara í kringum Úlfarsfellið. Kemur bara allt í ljós.
Nú er komið að því að ákveða hitting og hvernær skal hittast. Ætli það sé ekki bezt að reyna að koma í veg fyrir rangan misskilning eins og í síðustu viku.
Alla vega skal það nú lágt til að hittingur verði víð Gullinbrú. Líkt og í síðasta hjólatúr skal Skáldið ákveða tímasetningu. Alltaf gott að koma ábyrðinni á aðra.
Sum sé hjólað á þriðjudag og vonandi að sem flestir láti sjá sig á hjólhestafákum sínum.

fimmtudagur, maí 15, 2008

Skalusfellus



Sjálfsagt höfðu þeir fáu sem nenna að lesa þessa síðu tekið eftir, þá fór einn liður fram í V.Í.N.-ræktinni í gærkveldi. En vegna leti og síðan anna, allt kreist úr manni sem má skv samningum og reglugerðum þegar maður loks snýr aftur til vinnu en nóg um afsakarnir, þá birtist nú loks skýrzla.
Það var nú barasta nokkuð fjölmennt en enn fjölmennara ef maður tekur með þá sem misskildu tímasetningar vitlaust og urðu því undanfarar. Það sem merkilegt telst er að loks lét V.Í.N.-kona sjá sig og er það vel. Vonandi að framhald verði á því og fleiri bætist í hópinn. Verið ávallt velkomnar.
En þeir sem gengu voru:

Stebbi Twist
Tuddi Tuð
Jarlaskáldið
Yngri Bróðurinn
Erna

og síðan þeir sem misskildu tímasetninguna vitlaust

Raven
Gaui

Göngur gengu að mestu leyti vel fyrir sig í góða veðrinu og náðu allir toppnum. Þá er víst tilgangnum náð.
Allir sáttir?

Ef einhverjir ekki vissu þá eru komnar myndir á myndasíður.
Hérmá skoða frá Hirðljósmyndarnum
Síðan hérna frá Litla Stebbalingnum.

miðvikudagur, maí 14, 2008

Tugur og níu í skráningu

Já, skráningarupptalningarlistinn fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2008 heldur áfram og er ekki gerð nein undantekning þar á þrátt fyrir blíðviðri úti.
Nei, þar verður nú barasta frekar til þess að kveikja áhugan hjá manni og auka á spenningin. Ekki sakar það nú að kíkt var í óformlega undirbúnings- og eftirlitsferð í Bása á Goðalandi um síðustu helgi og er þar allt að taka við sér. Greinilegt að móðir náttúru er að gera sig klára fyrir heimsókn V.Í.N.
Svo er bara spurning um hvernær tími verður á að fara aftur og þá í formlega undirbúnings og eftirlitsferð innúr. En hvað um það. Ekki skal missa sig í aukaatriðunum heldur vinda sér í það sem máli skiptir þessa vikunna. Svona ef einhver einmana sál þarna úti nennir að lesa þetta. Skiptir ekki öllu

Afkomendur norræna víkinga:

Stebbi Twist
Svenni Sjöþúsundkall
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Eldri Bróðurinn
Magnús frá Þverbrekku
Frú Blöndahl
Litli Blöndahl
Raven

Brumm, brumm

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Eins og sjá má hefur ekki mikið bæst við ef þá nokkuð. En það hlýtur að allt að standa til bóta. Nemdin trúir amk ekki öðru. En nóg komið þessa vikuna og þar til í næztu viku.

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

mánudagur, maí 12, 2008

Hvítasunnan senn liðin



Nú er fyrsta alvöru ferðahelgi sumarsins rétt við það að líða undir lok.
Ekki er beint hægt að segja að V.Í.N.-verjar hafi verið mikið á farandfæti þessa hvítasunnuna líkt og hefð er. Flestir voru bara heima en þó voru nokkrar undantekningar á því amk hluta úr helginni.

Bogi og Logi yfirgáfu höfuðborgina seinnipart laugardags með stefnuna á Bása og raun lítið meira en það. Þegar í Bása var komið var þar blíða en þó rigndi aðfararnótt sunnudags er menn voru í fastasvefni. Á sunnudag var svo gengið á Útigönguhöfða þar sem við komumst ekki yfir í Langadal þar ætlunin var labba á Rjúpnafell. Það er bara takmark sem bíður betri tíma.
Sjálfsagt kemur það fáum á óvart að myndvél var með í för og eru myndir úr túrnum komnar á alnetið. Hafi einhver áhuga á slíku þá má skoða myndirnar hér

sunnudagur, maí 11, 2008

Miðvikuganga



Það var gerð símakönnun í sambandi við breytingatillögu um breyta dagsetningu á næsta dagskrárlið í V.Í.N.-ræktinni. Um var að ræða frestun um einn dag eða fram á miðvikudag. Þess er rétt að minnast að flestir tóku vel í þetta og samþykktu. Þannig núna þessu vikuna er farið miðvikudaginn en ekki þriðudag eins og vanalega. Í næstu viku verður óbreytt dagskrá á áður auglýstri dagsetningu. Nóg um það

V.Í.N.-ræktin heldur áfram eins áður var minnst á verður farið að þessu sinni á miðvikudaginn á Skálafell á Hellisheiði.
Það ætti ekki að verða neinum ofviða og létt ganga á skemmtilegt útsýnisfjall. Að því gefnu að skyggni sé ekki fágætt. Vonandi að kvennliðar V.Í.N. fari nú að láta sjá sig amk senda eins og einn fulltrúa á svæðið.
En hvað um það þá er það Skálafell á Hellisheiði á miðvikudag n.k

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, maí 07, 2008

Tugur og átta í skráningu

Jæja, þá er komið að því að þreyta liðið í enn eitt skiptið með endalausum upptalningarskráningarlista fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2008. Fyrir leti og nennurnar gleymdust þá höfum þetta ekki lengra í bili og vindum okkur í málið.

Norðurlandabúar:

Stebbi Twist
Svenni Sjöþúsundkall
Danni Djús
Hafliði
VJ
Jarlaskáldið
Bergmann
Frú Bergmann
Erfðaprinsinn
Eldri Bróðurinn
Blöndudalur
Frú Blöndahl
Litli Blöndahl

Bullumótorar:

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Gullvagninn

Nóg komið í þessari viku.
Heyrumst að sjö dögum liðnum

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

þriðjudagur, maí 06, 2008

Hjólhestareið um borgina



Núna fyrr í kveld fór fram annar dagskrárliðurinn í V.Í.N.-ræktinni fram, rétt eins og áður hafði verið auglýst var hjólað um höfuðborg Íslendinga.
Ekki var nú fjölmennt frekar enn oft áður. En það má taka undir það sem tjéllingin sagði eitt sinn að það hafi verið fámennt en einskaklega góðmennt. Hvað um það.
Það var m.a hjólað um Öskjuhlíðina og til gamans má geta að enga sáum við perrana. Þaðan lá leiðin í vesturbæinn og loks um miðbæinn með nokkrum krókum.
Þeir sem hópinn skipuðu að þessu sinni voru úthverfaprins og miðbæjarrotta. Kemur sjálfsagt engum á óvart að það vantaði fulltrúa kvennþjóðarinnar. Eins og svo oft áður.
Ætli það sé ekki best að segja þetta gott í bili og leyfa myndum að tala sínu máli en þær má skoða hér

Kv
Hjóladeildin

sunnudagur, maí 04, 2008

Út með hjólhestana



Það ætti varla að hafa farið framhjá neinum að dyggum lesendum þessarar síðu V.Í.N.-rækin er hafin. Í síðustu viku dustuðu menn rykið af gönguskónum og nú er kominn tími á að taka hjólahestafákana úr geymslunni, pumpa í dekkin og allt sem tilheyrir.

Eins og áður kom fram er ætlunin að hjóla þessa vikuna og líkt með fyrstu gönguna á ekki að fara sér að neinu óðslegu og byrja rólega. Það er stefnan að hjóla um höfuðborgina, kíkja í miðbæinn, skoða goshver og svo bara láta kylfu ráða kasti, rétt eins og með rúmin hjá Ingvari og Gylfa.
Jarlaskáldið hafði haft orð á tímasetningu eða öllu heldur var með óskir um það og núna er boltanum kastað yfir á Skáldið með ákvörðun á brottfarartíma. En ætli það sé ekki bezt fyrir úthverfaprinsana að hittast við nýja rafstöðvarhúsið í Elliðárdalnum. Hafi aðrir áhuga að koma með, verður bara hittingur við þá á leiðinni.

Svo í lokin skulum við birta dagskrá mánaðarins

Maí

6. maí Hjólatúr um höfuðborgina
13. maí Skálafell í Árnessýslu
20. maí Hjólatúr upp á Úlfarsfell
27. maí Móskarðahnjúkar

Fleira var það ekki að sinni
Sjáumst bara á þriðjudaginn

Kv
Hjóladeildin

föstudagur, maí 02, 2008

Hjólað í vinnuna



Nú er víst að fara að hefjast átakið Hjólað í vinnuna á milli vinnustaða. Þetta fer ,skv heimildum, fram dagana 7-23.maí komandi. Víst er að vinnustaður þess sem þetta ritar ætlar að vera með og amk hefur Litli Stebbalingurinn skráð sig með.

Þó svo að þetta sé víst vinnustaðakeppi þá er samt smurning hvort það eigi að halda einskonar innarbúðarkeppi innan V.Í.N. Þar sem V.Í.N.-liðar keppa sín á milli amk þeir sem hafa tök, getu og áhuga að því að hjóla til og frá vinnu nú eða skóla.
Þarna yrði m.a. keppt í fjölda kílómetra, hver nær flestum dögum og flestum km/per dag. Kannski er ekki alveg endanlega útfært og allar ábendingar eru vel þegnar hafi menn einhverjar slíkar og sömuleiðis væri gaman að vita hvort einhver stemning er fyrir því að taka þátt í skemmtilegum leik. Tjáning fer fram í athugasemdakerfinu hér að neðan.

Kv
Hjóladeildin