miðvikudagur, september 29, 2010

LE Grande Buffey.

Sælt veri fólkið.

Það virðast allir vera eitthvað rosa uppteknir núna í lok okt og erfiðleikum háð að finna hús undir mannskapinn.

Því kom upp sú hugmynd að fresta þessu fram í janúar, t.d helgina 19 til 21 Janúar 2011.

Hvernig lýst ykkur á það ??

Kveðja
Matarnemd.

mánudagur, september 20, 2010

Heiðin Há



Síðasta laugardag skrapp Litli Stebbalingurinn í smágönguferð með nillahóp frá FBSR. Reyndar voru með í för þó nokkrir góðkunningjar og velunnarar V.Í.N. þó svo ekki hafi fleiri gildir limir verið með í för.
Líkt og fyrir tveimur árum síðan var haldið á Heiðina Háu en ólíkt sem var þá var veður eigi svo vont þetta árið. Annað sem breytt var að ekki var gist í skála heldur að sjálfsögðu var tjaldað, reyndar sá sem þetta ritar beiðogvakaði ásamt hinum inngengu sem gistu líka.
Á messudeginum var stefnan tekin á Helgafell með viðkomu hjá Þríhnjúkum og lítið aðeins ofan í Þríhnjúkahelli. Svo var bara skundað beinustu leið yfir hraunið að Helgafelli þar sem haldin var keppni í tjöldun, suðu á vatni og koma sér ofan í poka. Ferðin endaði svo á því að tölta upp á Helgafell.
Nú er því lokið að henda inn myndum frá helginni á alnetið og má skoða þær hérna

Kv
Stebbi Twist

miðvikudagur, september 15, 2010

Bungan hanz Bárðs



Eins og sjá má á færslunni hér að neðan, frá félaga vor Magga á Móti, þá var göngudeild V.Í.N. á Bárðarbungu um síðustu helgi. Þannig háttaði til mála að Flugbjörgunarsveitin Reykjavík er 60.ára um þessar mundir og sem og að í gær voru líðin slétt 60.ár síðan Geysir (TF-RVC) flugvél Loftleiða fórst á Bárðarbungu. Í tilefni ammælisins sem giftusamlegrar björgunar áhafnarmeðlima Geysir fór FBSR í ammælisferð. Nú þar sem þó nokkrir gildir limir innan V.Í.N. eru jú inngengnir félagar í FBSR þá þarf það ekki að koma á óvart að myndarlegur hópur þeirra ætlaði að skunda þar upp sem og bílahópurinn átti líka sinn fulltrúa. En þetta voru

Stebbi Twist
Krunka
VJ
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Maggi Móses
Plástradrottningin

Og Bergmann sem fulltrúi bílahóps.

Allir göngumenn náður að ,,toppa" að undanskildri Plástradottingunni sem skildi hælana eftir einhverstaðar á Köldukvíslarjökli og þurfti því frá að snúa. En allir skiluðu sér til baka í bílana, mis seint að vísu, og náðu í grill í Nýja-Dal.
Til að hafa þetta ekki mikið lengra er rétt að benda á myndir, sem eiga víst að segja meira en þúsund orð, þær má skoða hér

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, september 08, 2010

Reyndu að Haga(fjall) þér drengur



Sumir vilja meina að það sé komið haust og tilefni þess hélt starfsmannafélag undirritaðs sitt árlega sumarslútt um síðustu helgi. Þar sem það innihelt sveitaball á Gömlu Borg í Grímsnesi þótti það upplagt að gera úr því útilegu og fjallgöngu. Kjörið var að halda áfram með 35.tindaverkefnið og þar sem veður var ekki spennandi á laugardagsmorgun var tekin sú ákvörðun að halda austur fyrir fjall og meta þar stöðuna. Lendingin var að halda til haga og skundað var á Hagafjall í Gnúpaverjahrepp. Þennan dag var sá tuttuguogfyrsti toppaður í öskufoki og því var útsýni ekki eins mikið og af er látið. Sást ekki einu sinni til Heklu en rétt svo glitti í útlínur á toppnum á drottingunni.
Svo meðan ég man þá er kannski rétt að geta þess svona í framhjáhlaupi hverjir voru þarna:

Stebbi Twist
Krunka

Hagafjall mun seint teljast til mikila fjalla en var ágætt m.v þær aðstæður sem þarna voru og þann tíma sem okkur gafst.
Þegar niður var komið hófst leitin af opinni sundlaug á suðurlandinu og fannst hún á Geysi. Sú ku vera opin til 2200 öll kveld og neitaði starfsfólk á Hótel Geysi að taka svo við greiðslu. Afar hentugt. Svo var bara tjaldað, grillað og teigað öl.
Svo má sjá myndir úr ferð hér

Kv
Stebbi Twist