mánudagur, júlí 04, 2011

Lambakjöt á lágmarksverði



Svo maður nú byrji þetta með afsökunum þá hefur vegna mikila anna, ekki veit ég samt hvað Anna kemur þessu máli við, þá hefur ekki tekist sem skyldi að uppfæra það sem hefur verið á döfunni hjá V.Í.N. síðustu tvær vikur eða svo. En nú skal bætt úr því.
Á þriðjudag fyrir rétt tæpum tveim vikum síðan var skundað á Lambafell sem hluta af V.Í.N.-ræktinni og líka upphitun fyrir 5vörðuhálsinn sem var farinn helgina eftir. Það sem telst til tíðinda með Lambafell er að metfjöldi í góðan tíma mætti á Gasstöðina með hug á því að fara í léttan göngutúr en þar voru:

Stebbi Twist
Krunka
Maggi Brabrason
Elín Rita
VJ
Jarlaskáldið
Eldri Bróðurinn

Skemmst er frá því að segja að allir skiluðu sér á toppinn þó svo að brattasti hluti á fjallinu hafði verið valin og niður aftur heilir á húfi, hvaða húfa er þetta sem er verið að tala um???.
En alla vega þá má sjá myndir hér

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!