þriðjudagur, júlí 05, 2011

V.Í.N.-fimman



Áfram er haldið við vinna upp gamlar syndir. Nú er komið að 5vörðuhálsinum sem að sjálfsögðu var tölt yfir um Jónsmessuhelgina. Þetta árið var metþátttaka svona alveg frá 2003 en tuttugu lappir lögðu af stað frá Skógum. Reyndar voru þetta nú ekki alveg allt saman gildir limir en flestir amk ansi góðir kunningjar V.Í.N. enda alltaf allir velkomnir með sem áhuga hafa. En þarna á ferðinni voru:

Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðurinn
Maggi Móses
Elín Rita
Arna
Tommi
Finndís
Mæja Jæja
Unnur

Sæmilegasti hópur það.
En í ár var byrjað á því að fara inní Bása til að tjalda og tók Eldri Bróðurinn það að sér. Þar var líka Litli Kóreustrákurinn skilinn eftir en svo var fólki hrúað inn í Rex og ekið sem leið lá á Skóga með mjög stuttu stoppi er við mættum Barbí.
Þegar allir voru búnir að græja sig á Skógum var loks lagt ´ann um kl:2300. Gangan gekk alveg ágætlega og gaman að sjá hvernig Skógaheiðin hefur tekið breytingum frá í fyrra. Gróðurinn að komast upp úr öskunni og auðvitað talsvert minni aska enn í fyrra. Allar aðstæður til göngu voru hinar ákjósanlegustu veður hið prýðilegasta sem mikill snjór á Hálsinum sjálfum sem var svo beinfrosinn að það markaði ekki einu sinni í hann. Svo var auðvitað magnað að ganga upp á Magna og anda að sér brennisteinsilminum. Heljarkamburinn var greiðfær með sínum skafli og einstígi í honum.
Að vísu var breytt af einni venju og skálað í bjór yfir ofan Kattahryggina en ekki á sjálfum Kattahryggjunum eins og vanalega. En allir nutu sólar á meðan. Það var svo eftir einhverja 8-1/2klst göngu er allir skiluðu sér niður í Bása.
Svo til að gera langa sögu stutta þá er bezt barasta að skoða myndir hér.

Kv
Göngudeildin

E.s svona til fróðleiks þá má sjá munninn frá því í fyrra hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!