miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Upphitun ennogaftur

Jæja, bezt að halda þessari upphitun áfram fyrir Agureyrich 2007. Nenni ekki að pikka niður einhvern texta, það nennir ekki nokkur sála að lesa vitleysuna sem vellur upp úr manni hvors sem er. Hvað um það
Nú hverfum við til ársins 2002 og er það gjört hérna

Kv
Skíðadeildin

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Meiri upphitun

Jæja, upphitunin fyrir skíða-og menningarferðina til Agureyrich dagana 15-18.marz nk heldur þá áfram.
Rétt eins og flestir vita þá er þetta eins af sterkustu hefðum V.Í.N. sem hefur verið farin árlega síðan 1998 og það á hverju ári. Því miður eru ekki til myndir frá allra fyrstu árunum á stafrænuformi. Allt síðan 2001 hefur festival þetta verðið fest niður á minniskort.
Hérna er hægt að skoða ferðina frá 2001. Njótið vel

Kv
Skíðadeildin

mánudagur, febrúar 19, 2007

Upphitun á upphitun



Þá er komið að áframhaldandi upphitun fyrir skíða-og menningarferð til Agureyrich 2007. Kannski að með svona upphitun komi fólk til með að fjölmenna í skíða-og menningarferðina 15-18.marz nk þar sem aðalfundur verður líka haldin á Agureyrich. En hvað um það.
Þá er komið að upphitun af upphitunarferðinni sem farin var á síðustu aðventu. En hér er hægt að rifja upp minningar frá þeirri ferð.

Kv
Skíðadeildin

föstudagur, febrúar 16, 2007

Agureyrichferð 2007




Það þarf vart að taka það fram að V.Í.N. er félag mikila hefða og sjálfsagt þekkja flestir hefðir eins og fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð, Snæfellsjökull á sumardaginn fyrsta, jól og páskar, að ógleymdum ammælum o.þ.h. Ein af þessum órjúfanlegu hefðum er náttúrulega skíða-og menningarferð til Agureyrich í marz. Reyndar er svo komin líka hefð á upphitunarferð til Agureyrich um haust svona til að kanna aðstæður og hverning landið liggur fyrir aðalfundinn sem haldinn er á sama tíma og skíða-og menningarferðin hin eina og sanna.
Rétt eins og eftirtektarsamir lesendur hafa án efa tekið eftir hérna var komin opinber dagsetning á Skíða-og menningarferð til Agureyrich 2007. Rétt eins og sjá má á döfunni hér til hægri, alltaf jafn ljúft að benda fólki til hægri, er dagsetning 15-18.marz n.k. Það verður því eftir mánuð sem fólk verður norðan heiða að renna sér í snæviþökktum hlíðum Hlíðarfjalls (vonandi). Þegar svona stutt er í hátíðina er alveg kominn tími á smá upphitun sem verður reyndar haldið áfram eitthvað næstu daga svo.
Varla getur það talist slæm upphitun að byrja á upphitun á fyrstu upphitnarferðinni í nóv.2005. Þær myndir er hægt að nálgast hér.

Með von um að sem flestir sjái sér fært að mæta í skíða-og menningarferð til Agureyrich 2007 og ræða þar önnur mál á aðalfundinum.

Kv
Skíðadeildin

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Alparnir



Rétt eins og flestum ætti að verða orðið ljóst var úrvalslið skíðadeildarinar í skíðaferð í Austurríska/Ungverskakeizaradæminu á dögunum.
Jarlaskáldið hefur síðustu daga unnið að því hörðum höndum að koma einhverjum, af þeim, myndum sem teknar voru í utanlandsför vor. Myndirnar er hægt að nálgast hérna.

Njótið
Kv
Skíðadeildin

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Í Innsbrück



Góðan daginn, góðir hálsar, asnalegu samtökin heilsa frá Austurríki. Hér er smá stund milli stríða, 4 góðir dagar búnir í St. Anton og 5 dagar eftir í Kitzbühel, að ógleymdum bobsleðum í kvöld. Annars er allt gott að frétta, enginn lent í miklum skakkaföllum fyrir utan Eyfa sem datt í blárri brekku. Meiddi sig ekkert, bara asnalegt. En það eru komnar nokkrar myndir hingað, og við biðjum bara að heilsa.

Skíðadeild asnalegu samtakanna.