föstudagur, september 27, 2002

Nú líður senn að Flugröst opni fyrir fyllibyttum eins og okkur. Nú fyrir ykkur pupulinn
sem hefur ekki fengið formlegt ammiliboð (fékk þetta líka fína sms um daginn ligga ligga lái)
þá vil ég minna á að fagnaðurinn hefst eigi seinna en þegar fréttir á rúv í gamla daga hófust eða klukkan
20:00. Nú þar sem hér eru á ferð miklir gleðimenn og konur þá skal það nefnt hér ykkur til fróðleiks þá hitti
ég ammilibörnin (maður svoleiðis í innsta kopp og með slúðrið á hreinu) þá er það merki um þróttmikið vit
og miklar gáfur að mæta ekki seinna en 21:00 því þá eru teikn á lofti um það að hveitið í vökvaforminu verði búið.
Mér fannst rétt að minna á þetta þar sem jú gulrótin fyrir mætingu (alla vega að sumra hálfu) er að drekka allt
fría brennivínið.
Bið ykkur vel að lifa í guðs friði og mínum líka...ólíkt Össuri
P.s. áfram Fylkir....bara að annað ammilibarnið sjái þetta ekki því þá er hætt við því að sumum verði ekki hleypt inn!!!!
ÁFRAM FYLKIR Á MORGUN ........

Allir í Fylkishöll í dag að kaupa miða í forsölu á 1300 kall.
.......Fylkir 3 Fram 0

fimmtudagur, september 26, 2002

Var að sjá í fréttum dagsins að brotist hafi verið inn í Útilíf í nótt. Að sögn verslunarstjórans er ekki vitað hvort nokkru hafi verið stolið en ég held þeir ættu að kanna hvort það vanti nokkuð svona u.þ.b. einn Patagóníu jakka og einar buxur. Ef svo er hef ég einn aðila sterklega grunaðann, en ég ætla samt alls ekki að koma upp um Magga!
Síða dagsins í dag er síða FBSR í Rvík
Neibb minn er sko ekki dauður úr öllum æðum. Þessi síða er búin að vera í fokki í næstum allan dag
þannig maður er ekki búinn að geta bloggað neitt....... :- (

Gefum við þeim ekki bara söng, spil og mikil og góð drykkjulæti.

Góðar stundir sömuleiðis

Maggi.


eru allir steindauðir á þessu helvítis bloggi!!!
Það er lítið vinalegt við þetta finnst manni við þetta. Fuss og svei og fari það í hurðalaust helvíti.
Hins vegar minni ég ykkur á að nú eru öll vötn tekin að falla til Flugrastar og heiti ég á menn,
konur og dýr að mæta og verða VÍN til skammar,leiðinda,nauðuþurftar og almennra leiðinda með
söng, spili og miklum og góðum drykkjulátum
Einnig minni ég á að þið þurfið að fara fá ykkur höfuðverk yfir því hvað þið ætlið að gefa þeim.
Góðar stundir.
jæja þá er að sjá hvort stórtækar breytingar mínar á prófælinu mínu virki

miðvikudagur, september 25, 2002

Góður nafni
Ja mikið helvíti. Mér tókst að komast inn á þetta alveg einn og óstuddur. Detta mér allar dauðar rottur og hef ég nú nóg af þeim
Jæja þá er komið að þessu. Magnús Blöndahl hefur tekið tölvuheiminn í sátt og hefur hafið blogg. Fuss og svei
En jæja here goes!!!
Jæja minn tók sig til í dag og fann sér afarheppilegan klæðnað í dag til fjallaferða.

Jakkinn og buxurnar líta ekkert smá vel út og minn er orðinn vel spenntur fyrir þessu, en þetta er einmitt frá toppmerkinu PATAGONIA.

Kv.
Maggi
síða dagsins
Jæja þá er að prufa hvort maður er orðinn bloggari hjá VÍN.

MMoses.