fimmtudagur, desember 16, 2004

Eins og sjá má á teljara hér t/v á síðunni, mikið leiðist mér að benda til vinstri, þá styttist óðum í Ítalíuför V.Í.N. til Selva. Þá verður ekki leiðinlegt að stíga um borð í eina svona og svífa svo um loftið, lenda á Marmolada til þess að renna sér niður. Já, þetta verður alls ekki leiðinlegt.

sunnudagur, desember 12, 2004

Eins og flestir vitibornir Íslendingar vita þá kom fyrsti jólasveininn til byggða nú um síðustu nótt. Þrátt fyrir að hann Stekkjastaur hafi ekki þegið far með jeppadeild V.Í.N. nú þegar hún var síðast á fjöllum, í fyrstu í aðventu, þá skilaði hann sér niður á láglendið. Hann meira að segja gerði sér lítið fyrir og kom við í Grafarvoginum og gaf litla Stebbalingum í skóinn og líka honum Willy. Fengum við einn hjöruliðskross í skóinn. Gaman væri að vita hvort hann Stekkjastaur hafi komið við hjá fleirum og jafnvel hvort hann hafi þá komið við í t.d. Týrólalandi.

Svona að lokum, þó það komi þessu máli að ofan ekkert við, þá er rétt að minnast á það að nú eru ekki nema 201 dagar í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. 10.árið í röð, sem er magnað.