laugardagur, júní 11, 2011

Hjólið snýst í hringEftir ansi mikið hringlanda hátt og frestun var loks blásið til V.Í.N.-ræktar s.l fimmtudag. Þá var stigið á sveif og tekinn hjólheztaferð hringinn í kringum Reykjavík í sumarrokinu. Þennan dag var þrímennt í V.Í.N.-ræktina og þar voru:

Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðirinn

Þetta gekk svona að stærstum hluta nema kannski það að við slepptum því að fara alla leið út á Gróttu og létum bara duga að fara í KR hverfið. En alla vega þá má skoða myndir hérna

Kv
Hjóladeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!