fimmtudagur, júní 16, 2011

Undirbúðingur




Loks kom að því á þessu ári að kíkt var inná Goðaland í undirbúnings-og eftirlitsferð. En slíkt var gjört nú um síðustuhelgi þe hvítasunnuhelgina. Fólk var reyndar að týndast á flötina góðu svo gott sem alla helgina. Einhverjir fóru á flöskudagskveldinu, aðrir komu á laugardeginum og svo síðustu eftirlegu kindurnar komu að kveldi messudags. En þarna voru samankomin þegar allir voru mættir:

Stebbi Twist
Krunka
á Rex

Kaffi
Sunna
Krúzi
á Sibba

Eldri Bróðirinn
JarlaskáldiðTóti
á Litla Koreustráknum

Steini
Þórdís
sem röltu Fimmvörðuhálsinn

Eyþór
Bogga
á Landanum

Þegar undirritaður mætti loks á messudagskveldinu var blíða að vanda og fólk í almenni afsleppi og hafði víst ekki mikið verið að stressa sig um daginn. En kíkt var uppá Bólfell á laugardagskveldinu og þangað er fært. En hvað um það. Þetta lítur allt vel út. Vegurinn í þokkalegu standi og árnar ekkert til að stressa sig yfir. Ekkert því til fyrirstöðu að mæta eftir hálfan mánuð og verða sjálfum sér til skammar og öðrum til leiðinda.
Síðan á mánudeginum tók fólk því ekkert alltof snemma, enda engin ástæða til, og hóf bara að undirbúning fyrir brottför í rólegheitum. Sumir ætltuðu bara að dóla heim og renna við í sundi á meðan aðrir tóku stefnuna uppá við og ætluðu á fjall. Þegar allir voru ferðbúnir skildust eiginlega leiðir. Áhafnirnar á Sibba og Litla Kóreustráknum ætluðu að dóla sér heim við viðkomu í sundi á meðan þau sem skipuðu Rex og Landann fóru inní Fljótshlíð áfram í smá auka jeppó að Einhyrningsflötum þar sem tölt var upp á Einhyrning. Á heimleiðinni var grillaður kveldmatur í sjálfum lýðveldislundinum á Tumastöðum.
Fyrir áhugasama má sjá myndir hér

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!