sunnudagur, nóvember 25, 2007

Agureyri eða eymingi?

Eins og greint var frá áður á þessum vettvangi stefndi Vinafélagið á aðventuskíðaferð til Agureyrish næstu helgi, og höfðu jafnframt einhverjir boðað komu sína í þá för. Haffi var búinn að redda Furulundinum og svo vantaði bara snjóinn. Allt klappað og klárt, eða hvað?

Þegar þetta er ritað virðist sem að það ríki ekki mikil bjartsýni hjá Hlíðfellingum um opnun um næstu helgi, þrátt fyrir að það beri ekki á öðru á myndinni en að snjó kyngi niður. Eymingar myndu sjálfsagt hugsa í þessari stöðu að best væri að halda sig heima en í VÍN eru einungis hraustmenni sem láta ekki hrakspár slá sig út af laginu.

Undirbúningsnemd hefur setið á rökstólum undanfarnar klukkustundir og hefur komist að þeirri niðurstöðu að leggja í hann snemma á föstudegi, því þá um kvöldið verða útgáfutónleikar haldnir á Dalvík með hinni rómuðu hljómsveit Hundi í óskilum, sem er skylda hvers sanns VÍNverja að mæta á. Þá eru ágætislíkur skv. vefsíðu að skíðasvæðið á Dalvík verði opið ef svo ólíklega færi að Hlíðarfjall verði lokað. Sumsé nóg að gera, og enn á eftir að nefna sundlaugina og Greifann. Ætla einhverjir í alvöru að hanga heima og missa af því?

Enn eru nokkur pláss laus í Furulundinum, fyrstir koma, fyrstir fá. Skráning í kommentakerfinu.

miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Laugardagslögin



Nú þegar komið er miðvika og þá er göngudeildin farin að iða í tánum og hugsa sér til hreyfings. Vinir okkar á Bústaðaveginum hafa lofað þokkulegu veðri komandi laugardag og því upplagt að koma sér í stuð fyrir Laugardagslögin með laufléttri laugardagsgöngu á eitthvert fellið/fjallið í nágrenni höfuðborgarinnar.
Munið svo að orðið er laust hafi áhugasamir hugmyndir með hvert skal arka.

Líkt og hér má sjá var stefnan tekin upp á við síðasta laugardag. Þrátt fyrir kulda og trekk þá var farið af stað og á Vífilsfell. Eins og bæjarstjórinn myndi orða það ,,Það er gott að ganga á fjöll í Kópavogi´´. Hvað um það.
Það voru þrír galvaskir sveinar sem létu ekki norðanátt aftra sér. En þeir voru

Stebbi Twist
VJ
Danni Djús.

Fararskjóti var Jenson

Líkt og sjá má á mynd að ofan náðu allir toppinum og það var kalt á toppinum. Reyndar ekki eins kalt og var á niðurleiðinni. Það er reyndar önnur saga sem ekki verður sögð hér.
Svo þegar til byggða var komið ljúft að endurheimta hita í útlimi með sundferð að göngu lokinni.

Kv
Göngudeildin

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Reyndu aftur

Þrátt fyrir að minna hafi orðið úr hólarölti um síðustu helgi heldur en vonir stóðu til þá má ekkert gefast upp. Heldur bara blása í herlúðra, þessa sem Björn Bjarna á, og gera aðra tilraun um komandi helgi. Það verður að teljast til tíðinda að Siggi Stormur og félagar hafa, aldrei þessu vant, lofað sómasamlegu veðri á laugardaginn. Kominn tími til.

Hluti göngudeilar þeir Bogi og Logi ræddu um það á opnum samráðsfundi í gærkveldi að ekki væri vitlaust að notfæra sér laugardaginn til þess að rölta eitthvað upp í móti. Ekkert var ákveðið hvurt skal halda en eitthvað sniðug skal það vera í norðanáttinni. Sem sagt slit á gönguskóm á laugardaginn. Eða það er amk planið, hvað sem verður svo

Kv
Göngudeildin

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Mánudagur til mæðu



sem þetta ritar hefur löngum verið þekktur fyrir að vera blóðnízkur aurapúki og ekki nokkur vegur til þess að sá ætli sér að slíta símanum sínum né að greiða símafyrirtækjum landsins fyrir textaboð nú eða símtöl. Þeim pening er betur varið í vasa kaupmannsins en í höndum gróðafyrirtækja. Þá er nú þessi miðill, fjölmiðill framtíðarinnar, betur til þess fallinn að koma skilaboðum og spurning til heimsins, geimsins. En hvað um það. Nóg af því rausi

Bara að spá hvort einhver stemning væri fyrir þessu nú komandi mánudagskveld þ.e. 12.11.07 nk. Þetta ku vera myndasyning Leifs Arnars frá för sinni á Cho Oyu. Ætla ekkert að hafa þetta lengra að sinni. Góðar stundir

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Setjið á ykkur skóna




Rétt eins og sjá má af færslunni, frá Skáldinu, hér að neðan þá hefur skíðadeildin blásið til sóknar þetta seasonið. Það má þá kannski segja að það sé ,,Seasons in the Sun´´. Það hlýtur alla vega að vera hjá sumum.
Þá held að það sé kominn tími á það koma göngudeildinni aftur af stað eftir smá lægð það sem af er hausti.
Þrátt fyrir að spámenn ríksins hafi ekki lofað neinni sérstaklegri blíðu núna komandi helgi þá er samt spurning hvort það eigi ekki að koma sér af stað, eitthvað upp á við.Eins og staðan er núna þá er ekkert ákveðið hvurt skal halda né hvorn dagurinn henti betur. Ef þá verður farið á annað borð en sé einhver áhugi fyrir hendi eru allar uppástungur vel þegnar hér í athugasemdakerfinu. En þó svo að kannski etv verði ekkert farið næstu daga þá er óþarfi að örvænta. Því eins og allir vita þá hafa fjöllin vakað í 1000 ár og þau verða örugglega það áfram og það má stórlega efa það að þau séu líka á einhverjum förum en maður veit samt aldrei.
Alla vega þá er kominn tími að hugsa sér til hreyfings og koma sér í form fyrir aðventu-og undirbúningsferð til Agureyrish.

Kv
Göngudeildin