mánudagur, júní 06, 2011

Grundi í firði



Nú um rétt nýliðna helgi var blásið til fyrstu útilegu sumarins. Þrátt fyrir dræmar viðtökur við þessari hugmynd var engu að síður haldið vestur á Snæfellsnes um sjálfa sjómannadagshelgina. Þau sem enduðu í Grundarfirði voru:

Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðurinn
Kaffi
Sunna
Krúzi

Síðan á laugardagskveldinu renndu við og tjölduðu

Plástradrottningin
Hvergerðingurinn

Þrátt fyrir leiðindarok, slitin stög og brotna súlu þá var þetta alveg prýðilegasta helgi og fínasta afslöppun og chill. Hef svo sem ekkert meira um það segja og læt bara myndir tala sínu máli hér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!