miðvikudagur, september 21, 2011

Þriðji hluti af sumarfríinuÞá er loks komið að því að maður kom sér að því að segja örlítið frá þriðja og síðasta hluta sumarfrísins hjá okkur. Að þessu sinni vorum við hjónaleysin bara ein á ferðinni og tókum við stefnuna á Fjallabak nyðra með einhverjum fjöllum í leiðinni. Seinnipart miðvikudags 10.gústa var dólað sér úr bænum og var fyrsta stopp á Leirubakka í Landssveit þar sem maður mátaði nýja laug (ekki náttúrulaug) sem kallast víst Víkingalaug, að sjálfsögðu með bjór í hönd.

Á fimmtudagsmorgni var förinni haldið áfram þar sem ætlunin var að rölta á Löðmundur og á leið okkar þangað rendum við við hjá Þjófafoss og Tröllkonuhlaupi, svona fyrst Þjórsá rann þar um í boði Landsvirkjunnar. En hvað um það. Aðalmál dagsins var að tölta á Löðmund, eins áður hefur komið fram, skemmst er frá því að segja að það tókst. Alveg ganga sem hægt er að mæla með þó væri ekki nema útsýnisins sem maður fær á toppnum geggjað. Á leið okkur í Landmannalaugar gerði líka þessa skýfall en sem betur fer fjaraði það út og tjaldað var í Laugum. Eftir snarl var Brennisteinsalda sigruð, svona fyrir kveldmat, og líkt með Löðmundi fengum við frábært útsýni. Síðan tók bara grillið við ásamt bjór og síðar laugarferð. Þar sem að telst helst til tíðinda er að það tókst að draga Krunku með ofan í laugina. Já undur og stórmerki gerast enn.

Á flöskudag var meiningin að taka Sveinstind og skrölta Faxasundsleið þangað. Þetta gekk allt eftir og enn eitt útsýnisfjallið sigrað í þessum hluta. Ekki var svo verra að hitta á toppnum einhver hjón þar sem húsbóndinn var ansi fróður um örnefni þarna í kring og mjög töff að sjá Langasjó. Enduðum daginn að slá upp tjaldi í Hólaskjóli og áttum þar gott kveld.

Laugardagurinn rann upp með miklu öskufoki og við á leið niður á láglendið þar sem fyrstu plön hljóðuðu upp á Hafursey. Þegar á Mýrdalssand var komið og upp að Hafursey var eiginlega snarlega hætt við vegna gæðaleysis á lofti sem var á hreyfingu en maður fékk smá jeppó í sárabætur. Þess í stað var ákveðið að Hatta og skoða afleiðingar flóðs í Múlakvísl í leiðinni. Upp á Hatta förum við en nutum ekki mikils útsýnis og ma sáum við ekki einu sinni til Hafurseyjar. Sund í Vík og tjaldað í Þakgili

Á messudag var bara haldið heim á leið og kíkt á þristinn á Sólheimasandi sem og gestastofuna á Þorvaldseyri.
Annars má bara skoða myndir hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!