þriðjudagur, maí 25, 2004

Jæja þá er komin veðurspá fyrir Hvítasunnuhelgina. Svipað veður um allt land.

Þá er bara spurning hvert eigum við að fara ???

Skaftafell eða eitthvað norður í land.

föstudagur, maí 21, 2004

Sorgarfréttir sorgarfréttir .. þetta virðist vera einhver sorgarfréttardagur.

Jæja þá hefur Lúxi verið seldur, :-(

Ef þið vitið um góðan bíl með grútarbrennara og er á dekkjum stærri en 35" látið mig vita ... því ég er bíllaus ARG !!!
Eftir langar og strangar samningaviðræður milli V.Í.N. og Útivistar hefur tekist samkomulag. Samkomulag þetta hljómar uppá tjaldstæði fyrir 12-15.manns, í Básum, dagana 25-27.júní n.k. þ.e. Jónsmessuhelgina . Rétt eins og flestir ættu að vita hefur skapast sú hefð að rölta Fimmvörðuhálsinn þessa helgi og taka svo aðeins á því á laugardagskvöldinu. Það væri ágætt að fá að vita svona c.a hverjir hafa áhuga að tölta þetta svo maður fái einhverja tölu um þetta svo hægt verði að staðfesta tjaldstæðið við Útivist. Biðja áhugasama að tjá sig í kommentunum eða senda mér, Stebbi Twist, sms.

Góðar stundir.
Sorgarfréttir hafa borist.

VÍN peysurnar koma ekki í dag, vegna anna hjá saumastofunni. Það þýðir bara að við verðum lang flottust um Hvítasunnuna.

þriðjudagur, maí 18, 2004

Jæja, þá eru allir búnir að borga flíspeysurnar, sem er bara snilld.

Samkvæmt mjög öruggum heimildum eigum við að fá þær á föstudaginn, þannig við verðum flottumst helgina... sem og í allt sumar.

mánudagur, maí 17, 2004

Sjálfskipaður miðhópur skemmtinemdar undirbúningssviðs eftirlitsdeilar er með hugmyndir um undirbúnings- og eftirlitsferð fyrir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð nú n.k. miðvikudag, gista þar eina nótt og koma svo heim á fimmtudaginn. Samhliða því sem þarna myndum við sinna okkar eftirlitsskyldum yrði þetta líka notað sem æfingaferð. Því ekki hafa allir jeppaeigendur innan V.Í.N. ennþá vígt bílana sína með ferð inn í Þórsmörk. Ekki er búið að ákveða hvar gist verður hvort sem það verður í Básum eða bara í (Blaut)Bolagili kemur bara í ljós þegar við komum á svæðið. Ég bið þá sem áhuga hafa að slást með í för að tjá sig í kommentunum eða með sms á undirritaðan, sjá neðar á síðunni t.v. undir Stebbi Twist.

föstudagur, maí 14, 2004

Sæl,

Hann Runólfur kom með þá ósk um að flýta Arnarstapahelginni fram um 1 helgi. Hafa hana 11 - 13 juni.

Er það ekki bara brillínat og fara þá einhvern stærri túr helgina eftir. 16 til 20 júní.... Gætum farið í Lónsöræfi, eða á Strandirnar eða .............

tjáið ykkur.

mánudagur, maí 10, 2004

Rétt eins og alþjóð veit þá styttist æ í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð okkar V.Í.N., sjá teljara hér til vinstri. Þar sem V.Í.N. mun fagna 100.ára heimastjórn ásamt að minnast fallina félaga sem létu lífið í frelsisbaráttunni við Dani. Já, þær voru fallegar íslensku frelsishetjurnar þó sér ó lagi þær sem komu úr röðum V.Í.N. Því er ekki úr vegi að minna lesendur á þetta. Þó svo að þetta sé tæplega tveggja ára gamal pistil þá eru þetta orð í tíma töluð og eiga jafnvel við nú og árið 2002. Njótið vel
Jæja ef ykkur vantar alveg brillíant bil sem fer með ykkur hvert á land sem er, hvenær sem er... þá er þessi hérna málið

Ekkert smá góður bill mar,

Ódýr í rekstri og bilar lítið sem ekkert :-)

föstudagur, maí 07, 2004

Það fer ekki framhjá neinum hvaða hópur verður lang flottastur í sumar.

Því núna er búið að ganga frá því að VÍN - liðar verði flíspeysum frá 66 norður í sumar..





VÍN lang flottust á fjöllum. .... sem og annarsstaðar.

VÍN vill einnig þakka hinu frábæra tímariti ÚTIVERU fyrir styrkinn.... Útivera fyrir þig á næsta blaðsölustað.

miðvikudagur, maí 05, 2004

Jæja þá er komin niðurstaða í flíspeysumálið, Tecincal windpro peysan hækkar um 2þ kall í verði frá áður auglýstu verði :-(. Ég er enn á því að við tökum þessa peysu.... enda um snilldar peysu að ræða.

Konurnar fá líka sína peysur á 7700 kr með merkingu.

Það væri gott ef við gætum gengið frá þessu fyrir föstudaginn 7 mai...... eru ekki allir til í þetta ?????

Tjáið ykkur í Shout OUT eða spjallið við mig Magga eða Vigni

þriðjudagur, maí 04, 2004

Göngudeild V.Í.N. ákvað að sleppa öllum kröfugöngum á kommadeginum 2004 og þess í stað halda til fjalla og reyna við eitt stk. Fjall. Fjall það sem varð fyrir valinu var svo Hekla þar sem ætlunin var að skíða niður eftir að toppnum væri náð. Þrátt fyrir landlægðann öræfaótta innan V.Í.N. þá fóru 3.meðlimir V.Í.N. og einn fulltrúi Geitarinnar. Hér kemur sagan af því.

Jarlaskáldið renndi í hlað í Logafoldina, á Lilla, á slaginu 19:00 á föstudagskvöldinu 30.apríl sl til þess að sækja undirritaðan þ.e Stebbalinginn. Eftir að hafa sett dótið í Lilla var komið við í nýlenduvöruverslun áður en Grafarvogurinn var yfirgefin. Þegar við komum til VJ var kappinn í óða önn að setja skíðaboga á Hliðrunarsparkið. Þegar hann hafði lokið því af og komið sínu dóti fyrir í bílnum var sú ákvörðun tekin að renna við á samlokustað einum þar sem kvöldmatur skyldi snæddur. Eftir að hafa lokið því af var bara eitt að gera og það var að sækja fjörða ferðalanginn sem reyndist vera Magnús nokkur Fjalar, eða var það Erna nei Maggi Fjalar var það víst. Þegar hann hafði komið sínu fyrir í Hliðrunarsparkinu var ákveðið að hittast í Hnakkaville þar sem Lilli átti að fá að drekka og ætlaði VJ að verzla sér nýlenduvörur í leiðinni. Rúmlega 30.mín síðar renndum við í hlað í Hnakkaville þar sem sumir fengu að drekka meðan aðrir verzluðu nýlenduvörur. Á meðan notaði undirritaður tækifærið og virti fyrir sér úrval virtra herratímarita sem í boði voru. Eftir að menn og bílar höfðu gert það sem gera þurfti þarna í Hnakkaville var hægt að koma sér af stað og forða sér frá þessu kauptúni. Næsti viðkomustaður okkar var á slóðum lessumyndbandsins þar sem lyklar af náttstað okkar biðu þess að verða sóttir. Það má segja að hápunktur ferðar okkar á milli Hnakkaville og Landvegamóta hafi verið þegar við fórum yfir nýju Þjórsárbrúna. Þetta er alltaf jafn skemmtilegur kafli. Lyklana fengum við og nú var ekkert til fyrirstöðu að aka sem leið lá upp Landleiðina. Rétt eftir að við fórum framhjá afleggjarnum á Næfurholt lét VJ okkur vita að hann og Maggi Fjalar ætluðu að kanna hvort þeir myndu finna slóða einn sem liggur víst að NA hlíð Heklu, ég og Arnór ákváðum að halda áfram og bíða eftir þeim við Áfangagil. Þegar við Nóri komum að Dómadalsskiltinu ákváðum við betra væri að fara efri leiðina. Gekk för okkar ágætlega uns við beygðum út af garðinum og týndum við slóðanum í smá stund. Þegar við fundum svo slóðann aftur var bara hann ekinn uns við komum að skálanum við Áfangagil. Þar var dreginn upp öl á meðan við bíðum eftir þeim á Hliðrunarsparkinu. Við biðum og svo lengdist biðin. Ekkert bolaði á þeim félögum eftir ca 40.min bið þá ákvöðum við að aka uns við myndum ná símasambandi og síma á þá kappa. Kom þá í ljós að þeir voru ,,týndir´´ þ.e. höfðu farið inn á Dómadalsleið og framhjá þar sem maður beygir inn að Áfangagili og ekki farið nógu langt til baka. Við ókum því á móti þeim og hittum þá við fyrrnefnda beygju. Við renndum svo í hlað við skálann um miðnætti og komum okkur fyrir. Eftir að nokkar dósir voru tæmdir var farið í koju um 01:30 enda átti að taka daginn snemma, þó ekki í Róm.

Menn skriðu svo á lappir rúmlega 09:00, missnemma þó. Eftir morgunmat, morgunmessu og mullersæfingar var kvittað í gestabókina. Fyrst að hvorki Tiltektar Toggi né nein fulltrúi frá hreingerningardeild voru með í för þá þurftum við að ganga frá. Gekk það vonum framar, þó er það von okkur að þetta þurfum við aldrei að gera aftur, næst verður Tiltektar-Toggi með í för eða einhver fulltrúi hreingerningardeild V.Í.N. Sumir notuðu reyndar tækifærið og tóku fallprufarnir á kamrinum á meðan hreingerningum stóð. Við komum svo að rótum Heklu við Skjólkvíar um 11:00 og hófumst handa við að gera okkur klára fyrir göngu. Þess má geta að við stoppuðum á sama stað í fyrra og þá var talsvert meiri snjór en núna þrátt fyrir að við værum 2.vikum fyrr á ferðinni núna. Veður var þarna allt í lagi og vorum við fullir bjartýni að hann myndi rífa sig og bresta á með brakandi sól og blíðu. Svona eins og á Snæfó á sumardaginn fyrsta. Fyrsta hálftíman eða svo gengum við urð og grjóti uns við komum í snjó. Á þeim tíma varð alltaf hvassara og gekk aðeins á með éljum. Þegar við komum loks í snjó för færið að þyngjast. Hörð, frosinn þunn skel ofan á sem brotnaði undan og tók því vel á fyrir fyrsta mann. Þegar við vorum svo komnir í ca 1000 m.y.s var tekinn pása og haldinn fundur. Alltaf versnaði veðrið og við vissum að ekki myndi það skána eftir því sem ofar dró og því síður færið. Þarna var því ákveðið að snúa við. Menn skelltu undir sig skíðum eða brettum og var færið frekar hart, enda fóru menn eiginlega niður á köntunum til að byrja með. Við komum svo aftur að bílunum um 14:00 og vissum við þá að búið væri að opna í sundi og að við værum það tímanlega í því að ekki yrði búið að loka á okkur. Eftir að hafa snædd var ekið af stað uns við komum að vegamótum Dómadalur-Landvegur og þar var smá stopp sem notað var í að afloka, teygja aðeins úr sér og til ljósmynda. Potturinn í Laugalandi í Holtum var fínn, gufan frekar köld af gufu að vera, minnti mann á tyrknensku gufuna á Shandrani í magnaðri Ítalíuför 2003, verst þótti okkur þó að ekkert vatn var í rennibrautinni og enginn áhugi að brenna á sér bakið og þjófhnappana. Eftir sundferðina var hitað upp fyrir Kraftwerk tónleikana, lyklunum skilað og gert upp. Að lokum var svo ein pylsa í Hnakkaville ásamt því að góna á tjellingar. Í Hnakkaville var svo ferðinni slútað