fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Aðventan nálgast



Sjálfsagt hafa einhverjir af spurnir af því að nú um komandi helgi er ætlunin að fara í aðventuferð til Agureyrish þar sem skíðin verða að sjálfsögðu með í för.
Það er að verða órjúfanlegur partur af jólaundirbúninginum hjá V.Í.N. að fara í þessa aðventuferð til Agureyrish amk síðustu tvo árin og ekki á að verða undantekning þetta árið.
Nú er ekki úr vegi að benda fólki á hafsjó minningana nú eða hvað það hefur misst af og hvað sumir koma til með að missa af. En hvað um það

2006 (Stebbi Twist)
2006 (Jarlaskáldið)
2007 (Stebbi Twist)
2007 (Jarlaskáldið)

Vonandi að þetta kyndi undir hjá einhverjum og nái að stytta öðrum stundir en vonandi ekki aldur

Kv
Skíðadeildin og jólasveinarnir

þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Sitt lítið af ýmsu



Þrátt fyrir að það virðist vera lægð yfir öllu saman þá fer það fjari að slíkt sé alstaðar. Þremenningar þrír áttu fyrir ágætis dagskrá fyrir síðustu helgi. Þar sem átti að bregða sér í m.a. í hlutverk sjúklinga og síðan að læra það betur hvernig á að hnoða saman tjónuðu fólki. Að vísu tók einn af þremenningunum þremur hlutverk sitt sem sjúkling full alvarlega og lá heima veikur alla helgina. En nóg um það
Á flöksudagskveldinu vorum við í hlutverka slasaðra og þar létu menn lífið sökum harkalegra meðferða. Laugardagurinn fór svo í að læra betur að búa um sár, gera fyrstu skoðun og viti menn æfa sig að bera börur. Toppurinn var hádegismaturinn.
Sunnudagurinn var svo óformleg dagskrá en þá hittust nokkrir Flugbangsar niður í Klifurhúsi og hengju þar í smá tíma með æði misjöfnum árangri.
Nenni einhver að sjá hvernig allt fór fram og hvernig fólk leit út,m.a tilbúið á djammið síðasta flöskudagskveld, þá má skoða myndir hér

miðvikudagur, nóvember 19, 2008

þetta var steeehhhððð!!!

Takk fyrir síðast, þetta var helvíti gaman.........það eina sem
ég saknaði var vodki, sítróna, sykur, kaffikorkur, rammstein
á fóninum og mæting á Hverfisbarinn!!!!!

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Ársfjórðungsuppgjör vegna LGB

Jæja, börnin mín stór og smá þarna úti. Núna loks er komið að því. Í miðri kreppunni birta Bogi og Logi loks ársfjórðungsuppgjör vegna Matarveizlunar miklu árið 2008. Svona rétt áður en allt fer til andskotans er rétt að seilast dýpra í vasa fólks og ná af þeim öllum aurum. En hvað um það. Eftir mikla vinnu, samlagningu og deilingu er komin lokatala og hún er víst 3710 ísl.kr og þá nýkrónur á haus. Ætli það sé nú ekki óþarfi að telja þá sem þar voru og fólk ætti að vita upp á sig skömmina. En fyrir þá sem ekki eru viss er listi hér.
Hér að neðan birtast nauðsynlegar upplýsingar um hvernig greiða skal.

3710 ísl.kr á mann og vinsamlegast greiðist á eftirfarandi reikning:

VÍN-sjóður:
bnr. 528-14-604066
kt. 300776-5079

Eftir að greiðslu er lokið þá vinsamlegast tjáið ykkur í athugasemdakerfinu hér að neðan.

Kv
Aurapúkarnir

mánudagur, nóvember 10, 2008

Börur bornar



Það þarf vart að koma á óvart að þremenningarnir þrír fóru með Flubbunum og B1 í ferð um síðustu helgi. Það var haldið í Botnsdal í Hvalfirði en fyrst var komið við á KFC til að næla sér í næringarríkan kvöldmat fyrir átök helgarinar.
Það var gengið úr Botni meðfram Hvalvatni á laugardeginum og að Ormavöllum, á Kaldadalsleið, og slegið þar upp tjaldbúðum. Auðvitað var skemmt sér þar með Harry og Heimir ásamt Fóstbræðrum svona rétt fyrir háttinn. Vart þarf að smyrja að því að VJ svaf á milli Litla Stebbalingsins og Jarlaskáldsins. Sem aldrei þessu vant deildu með sér tjaldi, í annað skiptið um ævina og á stuttum tíma. En hvað um það.
Á messudag var skundað yfir Ármannsfell með viðkomu á toppnum og alltaf með börurnar með okkur. Hafi einhver áhuga er hægt að lesa nánari ferðasögu hér.
Svo eru komnar myndir á alnetið. Þá bæði frá Skáldinu og Stebba Twist. Þær má skoða hér og hérna

Kv
Nýliðarnir síkátu

sunnudagur, nóvember 02, 2008

Hjólhestatúr á laugardegi



Rétt eins og sjá má hér að neðan voru uppi hugmyndir með að gera eitthvað af sér síðasta laugardag. Uppi voru hugmyndir og kom líka Hvergerðingurinn með eina um hellaferð. Er það prýðishugmynd sem vel væri þess virði að láta verða að veruleika með gott tækifæri. Engu að síður var það lendingin að taka stuttan hjólatúr og á endanum voru það þrír drengir, að vísu ekki þremenningarnir þrír, sem fóru. Það voru:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Raven

Hist var niðri við Flubbahús og hjólað þaðan. Farið var út á Nes og með sjónum niður í bæ og snædd þar pylsa. Síðan var endað í gufu niðri í Flubbahúsi svona rétt áður en menn fóru í fjáraflarnir. Sum sé ágætasti hjólhestatúr að hausti í smá roki og mótmælum. Það þarf vart að koma neinum lesanda á óvart að myndavél var með í för. Fyrir vandláta má skoða myndir fá deginum hér.

Kv
Hjóladeildin