þriðjudagur, september 30, 2014

Hjólaheztaferð FBSR: Dagur 1



Jæja, það er víst ennþá sumar þó komið sé fram í gústa. En að þessu sinni var haldið í hjólheztaferð um Fjallabak með FBSR. Ekki beint V.Í.N.-tengt sem samt óbeint. Þarna í ferðinni voru 3 gildir limir V.Í.N. ásamt tveimur góðkunningjum.

En gróft ferðaplan fyrir ferðina var á þennan veg. Byrjað að hjóla í nágrenni Landmannahellis og Pokahryggir hjólaðir suður á boginn, farinn bílvegur og og yfir Markafljót, kringum Laufafell og aftur yfir Markafljót, áleiðis að Álftavatni og þaðan að Torfahlaupi og síðan reiðgötur meðfram hlíðum Sátu, fara yfir göngubrú yfir Markarfljót við Krók og gista síðan á skálanum þar. Á messudag yrði hjólað áfram í Mosa og á brú yfir Markarfljót í Hattfellsgil og þaðan slóða að skála í Emstrum (Botna) og síðan hjólað þaðan í Þórmörk. Svo eftir nennu að Stóru Mörk. Sum sé stórgott plan og allt leit úr fyrir stórskemmtilega hjólheztaferð.

Þar sem það voru teknar slatta af myndum þá er kannski óþarfi að bomba ca 160 myndum i eitt albúm heldur skal þessu skipt niður á dagana og um leið hefur maður smá líf á þessari ástsælu síðu vor. Síðan er líka skemmtileg tilbreyting að það eru ekki endalaust margar myndir af Skottu að smjatta á trúðasleikjó og kannski verður þetta áhugaverðugra fyrir flesta.. Jæja komum okkur að ferðasögunni  sjálfri

Það var á flöskudagskveldi að her manns kom saman í höfuðstöðvum FBSR við Flugvallarveg eða 13 sálir. Þar af voru 3 gildir limir eða þau:

Stebbi Twist á Cube LTD SL
Krunka á Cube Nature PRO
Eldri Bróðirinn á Wheeler PRO69

Svo voru líka tveir góðkunningjar:

Eyþór á Ford F350 sum sé sá um að vera annar helmingurinn af trússgenginu
Haukur Eggerts á Wheeler PRO29

En þarna blandaðist saman fullt af hjólum en tegundirnar samanstóðu af:

3 stk af Cube
2 stk af Wheeler
2 stk af Trek
2 stk af Giant
1 stk af Scott
1 stk af Norco

samtals 11 hjólarar og tveir bílstjórar.

Fyrsti leggurinn lá yfir Hellisheiðina á þremur bifreiðium með viðkomu í Krónunni á Höfðanaum en bílarnir voru

FBSR3: Hyndai Starx H1
FBSR4: Toyota HiLux
FBSR6: Ford F350

Fyrsta stop var svo Hoflandssetrið í Verahvergi og þar fór fólk mett af mat. Síðan var ekið sem leið lá upp í Landmannahelli. Ekki voru allir sammála um hvaða leið skyldi farin og fóru 2/3 upp Landveg en 1/3 fór upp Gnjúpverjahrepp og yfir stífluna fyrir ofan Búrfell. Skemmst er frá því að segja að Landvegurinn er fljótfarnari. En hvað um það. Þegar komið var upp í Landmannahelli var svo sem bara slegið upp tjöldum.
Þarna kom reynsla á nýtt tjaldstæði á hálendinu. Þetta fær sko fyrstu einkunn. Miklu færra fólk en td í Landmannalaugaum ásamt því að hælarnir runnu ofan í jarðveginn eins og ofan í mjúkt smjer, síðast en ekki síst þægilegt að liggja þarna. Þannig að þarna mun maður tjalda í framtíðinni þegar maður á leið um svæðið. Skítt með Landmannalaugar

Það eru ekki margar myndir frá flöskudagskveldinu en alla vega má skoða þær hér

sunnudagur, september 28, 2014

Verzló: Messudagur



Messudagur rann upp en þó varla bjartur né fagur. Það var amk skýjað. En hvað um það. Eftir að allir voru komnir á fætur og höfðu lokið við messu, bæn, morgunmat síðan Mullersæfingar sem aðallega fólust í því að elta hunda sem aðrir tjaldstæðageztir höfðu meðferðis var komið að hápunkti dagsins. Svona alla vega hjá þeim minnstu en það var ferð yfir í dýragarðinn í Slakka. Jú, jú allir skemmtu sér þar og allt það fengu ís. Svo var bara kominn tími að huga að heimferð því það beið jú vinna hjá Litla Stebbalingnum allt of snemma á mánudagsmorgninum. En eftir hamborgaraát og fellun á tjaldi var ekið sem leið lá heim á veg. Þar telst helst til tíðinda að þar sáum við Patról draga Togaogýta. Ótrúlegt að slíkt skuli ekki hafa verið gjört í skjóli nætur.

En nenni lesendur að skoða myndir frá deginum sem aðallega eru af Skottu að klappa loðdýrum og smjatta á ís má gjöra slíkt hjer

föstudagur, september 26, 2014

Verzló: Laugardagur



Þá rann upp laugardagur. Eftir að hafa tekið því rólega fram eftir degi en svo var kominn tími á að gjöra eitthvað eða fara. Úr varð að kíkja að Háafoss. Það var svo sem bara ekið sem leið lá upp Gnjúpverjahrepp og beygt út af þjóðveginum við Hólaskóg, þar sem er varla stingandi strá, og ekið sem leið lá veginn að Háafossi. Síðan var bara túrheztast þarna teknar myndir og notið þess að vera úti í stórbrotinni náttúru. Eftir þessa fossaskoðun var svo rennt á Flúðir til að fara í sund. Eftir mikla leit tókst að finna sundlaug sem var opin sem var einmitt á Flúðum. Eftir að hafa baðað sig var kominn tími að koma sér á tjaldsvæðið á Laugarás, opna öl og fíra upp í grillinu. Bið oss svo bara kveldmatur og létt almennt kveldspjall.

Sé vilji til þá má skoða myndir frá deginum hjer

miðvikudagur, september 24, 2014

Verzló: Flöskudagur




Þó svo að sumarfríið hafi verið búið og sömu sögu má segja af sumartúrnum en þá er ekki þar með sagt að sumrinu hafi verið lokið. Síður en svo. Nú var runnin upp verzlunnarmannahelgi. Eftir að hafa rætt við nokkra varð niðurstaðan sú að við heldum á Laugarás en þar hittum við fyrir félaga okkar frá verlzó 2012 en þá vorum við á Álfa(bikar)skeiði. En þetta voru þau:

Eyþór Kári
Bogga
Katrín 

á Lata Róbert með kombí kamp í eftirdragi


Svo í kjalsoginu á þeim komu við þ.e

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist

á Rex og bara með tjaldborgartjaldið í farangurrýminu síðan að sjálfsögðu grillið líka

Þess má svo geta að félagi vor Magnús Brabrason og fjölskylda heldu örlítið austar en við eða á Hellishóla. En þar var líka Halli Kristins, sem er með ykkur á Bylgjunni, og kíktu þeir m.a upp í Tindfjöll sem er vel.

En alla vega þá komum við okkur fyrir neðst á tjaldstæðinu. Sem síðar átti aðeins eftir að koma í hausinn á okkur síðar. Önnur saga. Eftir að hafa tjaldað og allt það var fírað upp í grillinu þar sem eðalborgurum var skellt á grillið, étið og skollað niðr með bjór. Svo kom bara að háttatími. Af sem áður var um verzlunnarmannahelgi

En amk má skoða myndir frá deginum hjer

sunnudagur, september 21, 2014

Sumartúrinn 2014: Eftirmál



Jæja þá er loks frásögninni af sumrinu 2014 lokið. Óhætt er að segja að þetta hafi verið skemmtilegt ferðalag þrátt fyrir nokkur óvænta og óplanaða atburði. En með góðra manna hjálp leystist það allt.
Líka var snilld að hafa svona góðan félagsskap með og má segja að litlu stelpurnar hafi haft eina mezt gaman að því. Sömuleiðis var gaman að rekast á gamla félaga og gilda limi eða þá Stebba Geir og Kára Smartís. Vonandi að einhverjir hafi fengið hugmyndir eða heyrst/séð af góðum stað til að sjá eða gista á. Að lokum þá er óskandi að þessi frásögn kveikji vilja hjá fleirum að slagst með í för á næzta ári en víst er að bæði Hólmvaðsklanið sem og Twistfjölskyldan er strax farið að hlakka til sumarfrísins á sumri komandi

föstudagur, september 19, 2014

Sumartúrinn 2014: Heim á leið


Já helgin er svo lengi að líða, hversu lengi má ég bíða. Fram á þriðjudagskveld. Já það var runninn upp þriðjudagur og vinnan beið manns næzta morgun. Fátt annað í stöðunni en að koma sér í borg óttans. Lítið um það að segja í sjálfu sér. Bara ekið sem leið lá suður á boginn eftir þjóðvegi 1. Alla vega skiluðu sér allir heim og hjer eru örfáar myndir frá deginum

Þar með var sumartúrnum 2014 lokið. Skemmtilegir dagar í frábærum félagsskap. Þá er bara vonandi að við verðum ennþá fleiri næzta sumar.

fimmtudagur, september 18, 2014

Sumartúrinn 2014: Horft í suðurátt



Upp var runninn bezti dagur vikunnar sem er auðvitað mánudagur rétt eins og fleztir ættu að vita. Nú var farið að horfa til heimahaganna. Fyrir því voru aðallega tvær ástæður Litli Stebbalingurinn þurfti jú að mæta til vinnu á miðvikudagsmorgni sem og voru spámenn ríksins sammála um að það ætti að fara að kólna og gjöra slagveðursrigningu norðan heiða. Hvað sem því líður þá tókum við saman í blíðu og kvöddum Hlíð að sinni. Fyrsta stopp á heimleiðinni var Vogafjós en þó ekki til fá okkur tertusneið með rjóma heldur bara til kíkja aðeins á mööömööö. Börnin höfðu jú gaman að því. Reyndar var gjörður stutt neztispása þarna en bara með heimasmurt á bílastæðinu. Öll hersingin rúllaði svo vestur á leið til Agureyrish en þegar þar var komið voru allir orðnir svangir. Niðurstaðan var að kíkja í Kristjánsbakarí, sem er fleztum að góðu kunnugt eftir all nokkrar skíða-og menningarferðir þar sem gizt er í Furulundi, snæða síðan bara í Tröllagili. Þar átti líka að taka aðeins stöðuna og kíkja á veðurspá.
Eftir að allir voru orðnir mettir fóru pabbarnir á lýðnetið til að kíkja á skeytin. Loka niðurstaðan varð svo sú að Hólmvaðsklanið hélt til Ólafsfjarðar þar sem Arna og Tommi, hinn finnski, voru og ætluðu þau að heilza upp á þau. En þar var sko rigningarspá. Þar kvöddu við þessa góðu ferðafélaga og þökkuðu þeim fyrir skemmtilega daga, bara vonandi að það verði aftur næzta sumar svona eðal selskapur í sumartúrnum. Óskuðum við þeim góðrar ferðar en sjálf Twistfjölskyldan varð eftir í Tröllagilinu. Við gistum þar yfir nóttina og svo sem fátt markvert, ef þá nokkuð gjörðist, annað en við höfðum það bara gott þarna.

Fyrir áhugasama má skoða myndir hjerna

miðvikudagur, september 17, 2014

Hjólað eins og sveitt svín í forleik



Það var víst hjólheztatúr í Heiðmörk með FBSR í gærkveldi. En það er svo sem ekki megin tilgangur þessa pistils, en þar kveiknaði sú hugmynd að hjólheztast Svínaskarð komandi helgi. Við þá sem rætt var við þ.e Arnar Bergmann og Bubbi Trucker kom i ljós að messudagur hentar 67% aðspurðra betur en laugardagur.
Það er því bara eiginlega neglt niður að hjóla þessa leið komandi messudag, nema nátturlega veðurguðirnir verði okkur ósammála. Að sjálfsögðu eru allir áhugasamir velkomnir með

Kv
Hjóladeildin

þriðjudagur, september 16, 2014

Sumartúrinn 2014: Laugar



Messudagurinn rann upp mjög svo bjartur og fagur. Örugglega heitasti dagurinn á þessu ferðalagi. Eins og fram kom í færzlunni fyrir neðan þá var ákveðið á símafundi að kíkja í kaffi til stórmeiztarans Kára Smartís og eins af stofnmeðlimum þessa góða félags. En hvað um það. Hólmvaðsklanið ætlaði hins vegar veztari leiðina að Dettifossi og skoða líka ma Hljóðakletta.
Við Twistfjölskyldum komum yfir að Laugum í Reykjadal http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_laugar.htmþar sem Smartísinn tók á móti oss með kostum og kynjum. Við sátum svo bara úti í garði hjá kauða og grillaðist þar. Úff hvað það var heit.
Eftir að hafa kvatt meiztarann fórum við yfir þjóðveginn og í sveitasundlaugina á staðnum. Tókum líka aðeins út tjaldstæðið. Þetta lofar allt góðu þarna. Skjólsælt, get vottað um að það verður pottur þarna, sundlaug, bar og flest það sem á að vera á svona stað. Síðan lofaði Kári okkur skemmtilegum fjallahjólaleiðum á þingeysksu heiðunum og skemmtilegum jeppa slóða um Laxárdal. Svo ef fleiri verða komnir á racera þá má sjálfsagt fara skemmtilegan götuhjólahring þarna.
Er við komum aftur að Hlíð var bara hafist handa við að elda hveiti. En eitthvað teygðist á túr þeirra úr Hólmvaðinu en þau fengu sér bara flatböku á Vog. Við getum amk alveg mælt með þeim bökum. En svo fór bara kveldið í almennt spjall og flest heimsins vandamál leyst þetta kveld

Myndir frá deginum má svo skoða hjer

sunnudagur, september 14, 2014

Sumartúrinn 2014: Garðar Svavarsson



Það vildi svo skemmtilega til að er oss vorum á Mývatnsslóðum voru einmitt mærudagar á Húsavík. Var því niðurstaðan að kíkja westur á Húsavík yfir daginn. Áður en til þess kom hafði meistari Stebbi Geir boðið allri hersingunni að koma yfir í fjölskyldióðal sitt um kveldið og fá afnot af grillinu þeirra. Svoleiðis höfðingsboði er ekki hægt að hafna. Þegar til Húsavíkur var komið þurfti auðvitað að byrja á því að renna við í sérvöruverzlun ríkizins og bæta þar á birgðirnanr. En dagurinn fór bara í almennt rölt eins og kerlingin sagði eittsinn ,,sýna sig og sjá aðra". Við ma hittum sjálfan Neil Armstrong eða fyrsta manninn sem fékk sér ostbita úr tunglinu og pabbi Lance Armstrong. Sumir prufuðu sjókajak eða humarsúpu. Við enduðum daginn á heimsókn í Lystigarðinn áður en við fórum í nýlenduvöruverzlun. Rétt áður en við renndum svo út úr Húsavík hringdi hinn mikli stórmeiztari Kári Smartís. Kauði er jú fluttur norður og það á Laugar í Reykjadal. Ákveðið var þarna á símafundi að við myndum renna yfir á messdag í kaffi.

Er komið var aftur á Hlíð var bara farið að undirbúa kveldmat og röltum við svo yfir í Reykjahlíð uns við komum að höfðingsetri Stebba Geirs&Co. Þar buðu þau oss upp á sósu með matnum ásamt salati síðan var líka opin rauðvínsbelja sem var smakkað aðeins á. En þetta var skemmtileg heimsókn og alltaf gaman að hitta á gamla vini og eiga gott spjall. Þökkum við þeim Stebba og Hildi kærlega fyrir konunglegar móttökur.

Skyldi einhver hafa áhuga á því sem dreif á dag okkar þarna þennan dag má forvitnast hjer

föstudagur, september 12, 2014

Sumartúrinn 2014: Áfram skal haldið



Rétt eins og fram í næztu færzlu á undan þá þurfti Polly á endurhæfinu að halda eftir vatnsdælu missinn. Það kom svo upp á daginn að við gátum fengið bílaleigubíl í sama flokki Polly á vægast sagt fáranlegu verði en stað VW Polo þá fengum við Hondu Jazz. Aðeins meira innra rými í þeirri sjálfrennireið. Sem var amk ekki til þess að álit mitt á Honda minnkaði. Klárlegu beztu japönsku bílarnir en hvað um það.

Líka kom fram í síðustu færzlu Hólmvaðsklanið var komið á Mývatn og á Hlíð sem það ætlaði að vera á eitthvað næztu 2-3já daga eða svo. Eftir að hafa hlaðið Djassinn þá var ekkert annað að gjöra en koma sér austur í Mývatnssveit sem og var gjört. Fátt markvert ef þá nokkuð varð á vegi okkur austur. Er við komum á áfangastað var þar Kristjan Brabrason mættur ásamt Spúzzu sinni og dóttir svo það varð sæmilega fjölmennt enda bara gaman að því. Eftir tjöldun tók við matseld og nokkur önnur kveldverk. Eitt það skemmtilegasta við Mývatn er allur sá fjöldi af útlenskum ,,furðubílum" og var Litli Stebbalingur ófeiminn við að munda myndavélina í návist slíkra tækja.

En alla vega þá eru myndir frá flöskudeginum hjer

miðvikudagur, september 10, 2014

Sumartúrinn 2014: Tíminn líður hægt



Það var búið að skilja Polly eftir á verkstæði og ætlaði kauði að byrja á vagninum seinni part dags svo ekkert var annað gjöra en að bíða rólegur frétta, taka síðan stöðuna þegar eitthvað kæmi í ljós.
En alla vega eftir að hafa vaknað og klárað allt sem tilheyrir að í kjölfarið á því var farið í smá bíltúr. Eftir að hafa heyrt hinar ýmsu sögur var rúllað suður að Hrafnagili til að sjá mannmergðina sem átti að vera þar. Það er óhætt að segja að tjaldstæðið á Hrafnagili hafi verið vel nýt en auðvitað þurftu menn líka að leggja við hliðina á hjól-eða fellihýsinu sínu en það voru ekki margir fermetrar lausir þarna. Eftir þennan rúnt tók bara við hádegismatur en við rúlluðum í Kristjánsbakarí í göngugötunni og snæddum það. Dagurinn var síðan m.a nýttur í viðhaldsvinnu á kæliboxinu.
Síðan í kveldblíðunni þá snæddum við kveldgrillmatinn svo utan dyra en það var skemmtileg tilbreyting. Síðar um kveldið kom stóri dómur. Bifvélavirkinn hringdi og tjáði oss að Polly hafði beygt ventla svo ekki var hann að fara lengra þetta fríið. Þá var ekkert annað í stöðunni en að semja við kauða og endurtaka stöðuna allhressilega.
En þess má geta að Hólmvaðsklanið hafði lagt leið sína á Mývatn og slegið upp tjaldbúðum á Hlíð.

En fyrir áhugasama má sjá myndir frá deginum hjer

mánudagur, september 08, 2014

Sumartúrinn 2014: Pollý gefur upp öndina





Eftir að hafa snætt morgunmat og öllu því sem tilheyrir skruppum við pabbarnir með ungana okkar í Grettisból, minnir að það heiti, eða bara víkingagarðinn. Þar fengu ungarnir að hlaupa um og stóru strákarnir
 gripu aðeins í vatnsbyssurnar. Eftir einhverntíma var bara rölt til baka þar sem tími var kominn að taka saman. Ekki var alveg neglt niður hvar skyldi enda um kveldið en hugmyndir voru t.d Systragil, Sígríðarstaðaskógur eða Laugar í Reykjadal. En hvað um það. Eftir að allir voru búnir að pakka og raða í sjálfrennireiðarnar var ekkert að vanbúnaði að dóla sér áfram sem leið lá lengra austur á leið.

En rétt áður en komið var á Stóru Giljá fór að bera á einkennilegu hljóði í Polly sem var greinilega tengt vélinni og nokkrum sek síðar drap hann á sér. Okkur tókst að láta hann renna heim að einhverri heimreið. Litli Stebbalingurinn vatt sér út og opnaði húddið. Það leyndi sér ekki hvert var upphaflega meinið en vatnsdælan hafði ákveðið að kveðja þennan heim. Ekkert var annað í stöðunni nema heyra í Magga á móti og fá hann til að draga oss á Blönduós. Jú, jú að sjálfsögðu var kauði boðinn og búinn að koma og bjarga oss. Eftir að hafa sent börn og buru í sund, losað sig við Ken og fengið spotta lánaðan kom bjargvætturinn. Vel gekk að komast þessa ca 12 km á Blönduós þrátt fyrir að Polly væri svo gott sem bremsulaus.
Er á Dósina var komið var hægt að skoða aðeins betur og kom þá í ljós að tímareimin væri líka ónýtt og í bezta falli hafði hann hoppað yfir á tíma. Greinilegt var samt að við færum ekki lengra á vélarafli Polly. Nú tók við símhringingar hingað og þangað um landið. Redda varahlutum, reyna koma bílnum á verkstæði, engin verkfæri með í för né kannski nennti maður ekki  að eyða fríinu í frekar stóra viðgerð úti á plani. En úr varð að pabbi Krunku kæmi ásamt félaga sínum með bílakerru og Ford F250 til að koma okkur í höfuðstað norðurlands.

Einhver bið var í þetta því fólk þurfti jú að klára að vinna og svo tekur smá tíma að keyra á milli. Á meðan koma Hólmvaðsklanið úr sundi og eftir smá spjall þá heldu þau bara auðvitað áfram og við ætlum bara að heyra í þeim og stefndum á að hitta á þau 1-2 dögum síðar. Við þurftum svo einhvernveginn að drepa tímann. Því neyddist maður til að brjóta sjálfskipað viðskiptabann. Þar sem það er ekki nokkur kjaftur sem les þessa síðu þá skiptir engu þó maður játi þessa syndir upp á sig. En við ma skelltum okkur í sund. Það verður að segjast að þarna er hinn prýðilegasta sundlaug, svona 2007 stíll en næztum setti sveitarfélagið á hausinn, en allar sundlaugar sem setja sveitarfélög á hausinn eða næztum því eru góðar sundlaugar. En ekki það að Litli Stebbalingurinn ætli að mæla með sundlaugarferð á Blönduósi ekki meðan þjóðvegur 1 liggur þarna í gegn. Nú eftir að hafa laugað sig var kominn tími að næra sig. Við skunduðum á Pottinn þarna í bæ til þess að éta. Skítsæmilegasti matur en ekki það að ég ætli að mæla með því að fólk éti þarna amk ekki á meðan að þjóðvegur 1 liggur þarna í gegn. Nú eftir mat var haldið yfir á N1 í eftirrétt sem var auðvitað ís. Eftir alla matveizluna var tekinn stuttur göngutúr um bæinn til að drepa tímann unz bjargir kæmu. Já,  þetta er frekar sorglegur bær amk þetta litla sem við skoðuðum. Garðar í órækt og hús illa viðhaldin.

En svo kom að því að Fordinn mætti á svæðið með bílakerruna. Eftir að bjargvættirnir voru búnir að pulza sig upp var hafist handa við að koma Polly upp á kerruna. Það gekk nú bara ágætlega og eftir að hafa strappað þann bláa fastan var ekið af stað sem leið lá austur til Agureyrish. Óhætt er að fullyrða að Polly hafi aldrei farið eins hratt upp Bólstaðarhlíðina né upp á Öxnadalsheið og það með dautt á vélinni uppi á bílakerru, enda amerískt hestöfl sem sáu um þetta. Svei mér þá ef Polly hafi ekki bara líka slegið sitt hraðamet niður Bakkaselsbrekkuna líka. Klukkan var svo að slá í 22 er við komum til Agureyrish og við renndum með Polly beint á verkstæðið. Þar ætlaði kauði að kíkja á gripinn ca seinni part næzta dags og vonuðumst við til þess að Polly hefði ekki gjört oss það að beygja ventla. Við enduðum því daginn að komast í skjól í Tröllagilinu og nú var ekkert að gjöra en koma sér fyrir, bíða frétta og taka svo stöðuna hver svo sem hún yrði

Af Hólmvaðsklaninu er það helst að frétta að eftir sundferð heldu þau áfram og yfir í Skagafjörð. Nefnilega í Varmahlíð var Kristjan Brabrason, þ.e bróðir Magga Brabrasonar, með sínum stúlkum á tjaldstæðinu þar. Slógu þau þar upp Ken og ætluðu svo að halda áfram lengra austur á fimmtudeginum. Mývatn eða Ásbyrgi. Allt það yrði bara að koma í ljós og skýrist hér á næztu dögum

Annars eru myndir frá þessum tíðindamikla degi hér

miðvikudagur, september 03, 2014

Sumartúrinn 2014: Á Grettisslóðum



Rétt eins og glöggir lesendur þessa sorprits tóku sjálfsagt eftir þá auglýsti Litli Stebbalingurinn hér og hér hvort það væri einhver áhugi fyrir því að taka sameiginlegan sumartúr á því herrans ári 2014. Fjölskyldan í Hólmvaði lýsti yfir áhuga að koma með í sumarleyfistúr. Fyrstu hugmyndir voru að fara á norðanverða Vestfirði en þegar nær dró brottfarardegi voru veðurguðirnir ekki okkur hliðhollir amk ekki með Vestfirði. Því var bara ákveðið að herja á norðurlandið enda bezta spáin fyrir það svæði.

Það var sum sé þriðjudaginn 22.júlí er sumartúrinn hófst. Við Twist klanið renndum í Hólmvaðið eftir að hafa mett oss af plokkfisk. Þar hófst svo ferðalagið.

Í ferðalagið fóru:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist

á Polly

Maggi á móti
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Magnea Marta

Á Sindý með Ken í eftirdragi.

Ekki var komið langt á leið er það fattaðist að gleymst hafði að skutla tjaldi um borð í Polly. Því var ekkert annað að gjöra en snúa við hjá skógræktinni við Úlfarsfell og sækja seglskýlið. Svo var bara brunað í Borgarnes þar sem farið var í nýlenduvöruverzlun og tankað. Síðan var bara ekið sem leið lá norður á boginn yfir Holtavörðuheiði og gerður stuttur stanz í Staðarskála. Þar var ákveðið að gjöra næturstanz á Laugarbakka í Miðfirði.
Við rúlluðum þar og slógum upp tjaldbúðum. Þar verður að segjast að þarna er alveg fyrirtaks aðstaða. Tjaldflötin er hælavæn, aðstöðuhús með eldhúskrók, klósetti, þvottavél, þurrkari og úti þvottasnúrur. Svo ef einhverjir eru haldnir sjúklegum og óruddstuddum ótta við að gista í tjaldi má kaupa þarna gistingu í rúmi. Það telst svo alltaf stór kostur þegar heitt vatn er á tjaldstæði það einfaldar mjög svo allt uppvakst. Að auki er þarna tunnugrill og smá hópaðstaða. Toppurinn var svo að innifalið í þessu öllu var svo heitir pottar og við allir guttarnir skelltum okkur í þá. Sum sé hin allra fínasta aðstaða á alla máta. Svo var verzlunin ekki að skemma fyrir. Þar var til ullarsamfestingur í stærð fyrir Tudda tuð.
Alla vega þá fór ansi vel um okkur þarna enda fátt um fólk þarna og ekki vandamál að verða sér úti um bekk.
En fyrir forvitna má skoða myndir frá deginum hjer

mánudagur, september 01, 2014

Tóti og Jarlaskáldið ganga í það heilaga



Rétt eins og flestir hér í þessum hóp vita þá fór Jarlaskáldið á skeljarnar í fyrra og bað hanz Tóta. Viti menn hún sagði já. Nú þann 19.júlí s.l var komið að stóra deginum hjá þeim. Þau voru svo elskuleg að bjóða oss upp á útilegu þessa helgi í Borgarfirði nánar tiltekið við Brúarás. Þegar staðsetning var ljós kveiknuðu nokkrar ljósaperur hjá Litla Stebbalingnum um að gjöra eitthvað á laugardeginum t.d hjólheztatúr. Því voru hjólheztar með í för ásamt því að Eldri Bróðirinn og Danni Djús ætluðu að slást með í för og kom Djúsinn með hugmynd að hring.
Annars voru það einungis 3 V.Í.N.-liðar, fyrir utan tilvonandi brúðhjón, sem renndu í hlað á Brúarás á flöskudagskveldinu og slógu þar upp tjöldum. Nokkir af MR gengi Skáldsins voru líka mætt eða komu skömmu síðar. Djúsinn og Huldukonan voru svo í bústað skammt frá og kom sá fyrrnefni á sínum hjólheztafák um kveldið í spjall og bjórsmakk. Eins og áður sagði voru bara þrjú sem mættu á flöskudagskveldinu en það voru:

Eldri Bróðirinn
Stebbi Twist
Krunka

Litli Kóreustrákurinn um að koma oss og hjólheztunum á vettvang.

Um hádegisbil á laugardeginum var skellt sér í hjólheztatúr/hring sem lá frá Brúarás, framhjá Hraunfossum, gegnum Húsafell, yfir Hvítá, Hálsasveit, Kalmarstunga, Fljótstunga og svo Hvítársíða aftur að Brúarás.
Þessa leið fóru eftirfarandi kappar og hjólheztar:

Stebbi Twist á Cube
Eldri Bróðirinn á Wheeler
Danni Djús á Scott

Þetta gekk með ágætum og er við komum í Fljótstungu og Hvítársíðu vorum við á blautum leir bornum malarvegi sem þýðir bara að við komum hressilega drullugir aftur til baka en það er bara gaman að því. Maður vex aldrei upp úr því að drullumalla. Leikföngin verða bara aðeins dýrari. En hvað um það. Eftir að við komum aftur í Brúarás var farið að græja sig fyrir sundför og hafði hópurinn farið í sund á Kleppjárnsreykjum og eftir hjólabjórinn fylgdum við bara í kjölfarið en áður en við fórum fór að fjölga í hópnum.

VJ
HT

Á Blondí renndu í hlað og í kjalsoginu á þeim voru líka

Maggi á móti
Elín Rita

á Sindý

Þau fóru bara strax að undirbúa og hefja ris á tjöldum meðan við skelltum okkur í sund.

Það fjölgaði svo gestunum er leið á að athöfnin hófst

Yngri Bróðirinn
Erna

Gunni
Adólf

Jökla Jolli
Auður

Danni Djús
Huldukonan

Þá var hægt að ganga frá gjöfinni og óhætt að fullyrða að okkar brúðkaupsgjöf hafi verið þyngsta gjöfinn og jafnvel líka sú stæzta

Ásamt fullt að öðrum geztum.

Óhætt er svo að segja að bæði athöfnin og tala nú ekki um veizluna hafi verið ansi vel heppnuð. Veizlan var amk skemmtileg og vel veitt í mat og drykk. Kleinurnar komu skemmtilega á óvart og runnu ljúft niður með mjólkinni.

Svo á sunnudeginum var bara pakkað í sól og síðan gætt sér á grilluðum pulzum. Þetta var amk ansi skemmtileg helgi.
Það má amk skoða myndir frá helginni hjer