mánudagur, ágúst 22, 2011

Þrjúhundruðþúsundasti íslendingurinn

Jæja, gott fólk. Nú styttist óðfluga í stóra stund. Það nálgast í gestur nr:300.000 klikki inn, sjá teljara hér til hægri (er svo gaman að benda fólki að líta til hægri). Nú er bara smurningin um að hvur verður sá heppni. Líkt og oft, oft áður er ótal glæsilegra vinninga í boði þar sem heildarverðmæti vinninga er allt að 300 verðlausar íslenskar nýkrónur. Svo það er barasta núna um að gjöra að vera duglegur að refresha uns teljarinn, hér til hægri sýnir 300000. Koma svo, allir að taka þátt

Kv
Talningarnemd

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!