fimmtudagur, júní 23, 2011

Bárður Snæfellsás



Um síðustu helgi lá leið okkar hjónaleysa á Snæfellsnesið, í enn eitt skiptið, að þessu sinni áttum við að vísu það erindi að skunda í ammæli á Arnarstapa. Ætlar Stebbalingurinn svo sem ekkert að dvelja neitt við það að öðru leyti en því að á leiðinni vestur var stanzað við Hrútaborg og hún sigruð. En allavega á laugardagskveldinu barst okkur heimsókn er Ánastaðahjúin renndu á svæðið. Um kveldið var hefðbundið sötrað bjór og tekinn smágöngutúr.
Messudagur rann upp bjartur og fagur en að sjálfsögðu gat lognið ekki verið kyrrt en við fórum í smá bíltúr með fjallgöngu á Hróa ofan Ólafsvíkur. Síðan var sund á Hótel Eldborg og grillað í útskoti á Mýrum. Hér tala myndir sínu máli

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!