miðvikudagur, september 27, 2006

Barca og Buffe

Það er vonandi að fólk sé ekki búið að týna farseðlunum sínum eða pakka vegabréfinu neðst í ferðatöskuna (Vignir) enda Barca bara á morgun. Þrátt fyrir annríki við flutninga og ýmislegt fleira tókst Jarlaskáldinu í vikunni að festa leigu á sumarbústað í nóvember, sem væri e.t.v. hægt að brúka undir La Gran Buffe ef allt annað klikkar. Nánar tiltekið 17.-20. nóv. (jú, dálítið seint) einhvers staðar á Suðurlandsundirlendinu. Bústaðurinn er með rúm fyrir 5-6 og svefnloft með 10 dýnum og þykist eiga borðbúnað fyrir 20 manns þannig að það mætti sjálfsagt troða helling af fólki þar inn, en Jarlaskáldið hefur gist þarna og sýnist að mikið fleiri en 12 væri orðið ögn þröngt. Hér eru nokkrar myndir af slotinu. Allavega, þetta stendur til boða þar til annað betra býðst, en nú ætlar Skáldið að fara að skoða veðurspána í Barcelona. Jamm, ágætt.

Hver vill ekki djamma með Chuck?

föstudagur, september 22, 2006

þriðjudagur, september 19, 2006

Rugludalur

Jamm, þar sem allt stefnir í það, óðfluga, að ekkert verði að ferð vor í Rugludal þetta sumarið nú eða árið. Í sárabætur fyrir það þá kemur hér smá fróðleikur um dalinn góða.

Rugludalur
Eyðibýli fremst í Blöndudal. Stóð bærinn í mynni samnefnds dals en milli dalsins og Blöndugils er stór, kúpt hær er heitir Rugludalsbunga (562 m.y..s) og hún langt innan af heiði. Þarna var fyrrum skógur nægur til kolagerðar en þó mjög eyddur árið 1708.

Vona að þetta hafi verið sumum huggun. Líka er það von mínfólk af haft af þessu eitthvert gagn og einnig nokkurt gaman.
Góðar stundir

föstudagur, september 15, 2006

Og enn styttist...

Þetta er nú ekki amaleg mynd af honum Stefáni hérna fyrir ofan með nýja besta vininum sínum. Hann virkar líka dálítið saddur á myndinni, eins og hann sé nýbúinn að éta eitthvað ofan í sig. Hvað gæti það nú verið?

Nú styttist heldur betur í Barcelona-för, 13 dagar þegar þetta er ritað, og vonandi allir búnir að læra frasana sem bent var á í síðasta pistli. Á fundi undirbúningsnefndar var viðruð sú hugmynd að ferðalangarnir hittist á næstunni til þess að leggja einhver drög að því hvað skuli gera þarna úti, ekki kannski að negla niður skothelda dagskrá heldur bara gefa fólki tækifæri til að nefna hvað það hefur helst áhuga á og sjá og gera og vita hvort ekki megi smíða eitthvað út úr því. Hugmyndin er að hittast á þriðjudagskvöldið næsta, 19. september, staðsetning óákveðin enn sem komið er, og ræða málin. Ef einhverjir sjá sér engan veginn fært að mæta væri heppilegt ef þeir kæmu því á framfæri í kommentum eða með öðrum hætti. Góðar stundir.

þriðjudagur, september 12, 2006

Og það styttist...

Jæja gott fólk, þá er nú heldur betur farið að styttast í margumrædda Barcelonaför, og ekki seinna vænna að rifja upp grundvallaratriðin í spænskunni. Ferðalöngum til hægðarauka má benda á þessa síðu, þar sem finna má alla helstu frasa sem nauðsynlegir eru á spænskri grundu. Svo er bara að vera duglegur að æfa sig!

Skemmtinemdin.

sunnudagur, september 10, 2006

(Fr)Réttir

Nú um rétt liðna helgi var skundað í réttir þar sem landbúnaðurinn fékk að njóta starfskrafta nokkra hraustra V.Í.N.-liða. Feykna fjör þar á ferðinni
Jarlaskáldið var að sjálfsögðu með myndavélina á lofti og er búinn að setja afraksturinn inn á síðu sína á alnetinu. Held barasta að myndirnar tali alveg sínu máli og segi allt sem segja þarf. En þær er hægt að skoða hér.

Njótið vel

Kv
Landbúnaðarráð

fimmtudagur, september 07, 2006

Til þeirra sem málið varðar

gefnu tilefni er athygli vakin á því, til þeirra sem málin varða, að muna eftir grænu stígvélinum. Endurtek: munið eftir grænu stígvélunum með reimunum.

Kv
Landbúnaðarráðuneytið

mánudagur, september 04, 2006

Rapp, skólarapp!

Nei, ekki alveg að þessu sinni

En skyldi þessi tónlistarsillingur verða á tónleikatúr um Týról, ásamt dýrunum í Týról, þegar V.Í.N. heldur innreið sína í austurríska/ungverskakeisaradæmið nú á útmánuðum.
Ef það klikkar má alltaf vonast eftir að ubersillinginn M.C.Ferris

föstudagur, september 01, 2006

Að gefnu tilefni

Á Spáni er gott...

...að djamma og djúsa!!!

Sagði sönglagaskáldið virta eitt sinn. En hverjum er ekki svo sem sama um það á þessari stundu.

Núna, rétt eins og sjá má á teljara hér til hægri (mikið er nú alltaf gaman að benda fókli að líta sér til hægri), þegar tæpur mánuður er í ferð vor til Katalóníu. Er rétt að minna á það að á Spáni kostar stór bjór minna en lítill bjór, kippa minna en stór bjór og kassi minna en kippa. Þetta er haft eftir öruggum heimildum eða sjálfum heimsborgaranum og ekki fer hann með rangt mál.

Að lokum er líka gott að minna fólk að pakka niður sandölum og ermalausum bolum.

Nóg að sinni

Kv
Undanfarardeild